Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir hartnær 40 árum stofnuðu sex ungir menn veiði- klúbbinn Rílax. Markmið með fé- lagsskapnum var í upphafi að njóta saman náttúru landsins, veiða fisk og blanda geði. Upphafsmaðurinn var Ólafur Jensson. Fljótlega bætt- ust eiginkonur okkar í hópinn sem virkir þátttakendur í ýmsum uppá- komum og leiðöngrum. Ólafur varð fyrir áfalli fyrir nokkrum árum sem takmarkaði atorku hans og hreyfigetu. Þó að svo væri komið sleppti hann ekki veiðiferðum okkar og samkomum en hélt þar uppi fullri reisn. Aðeins tveim dögum fyrir andlátið var hann við veiðar í Elliðaánum með einum okkar Rílaxfélaga. Víst er fráfall Óla mikið áfall fyr- ir Rílaxhópinn en minningarnar sem lifa eru dýrmætar og margs er að minnast: Félagslynda mannsins sem hafði unun af því að hlúa að sameig- inlegum áhugamálum og skipu- leggja samverufundi. Veiðimannsins glaðværa og sí- brosandi sem miðlaði okkur, byrj- endum, af mikilli reynslu sinni. Kvöldsvæfa morgunhanans sem fór langfyrstur að sofa á kvöldin en var alltaf tilbúinn með girnilegan morgunverð þegar hann vakti hóp- inn með því að skenkja honum „lýsisskammtinn“ úr ausu fullri af Gammeldansk. Söngvarans sem þóttist vera lag- laus en söng í okkar hópi með björtum tenór uppáhaldslagið sitt, „Áfram veginn í vagninum ek ég“. Viðmótsins hlýja og brossins sem alltaf kallaði fram jákvæðar hugsanir. Samverustundanna mörgu með Möllu og Óla í Maríubúðum, sum- arbústað þeirra hjóna. Skarð það sem Ólafur Jensson skilur eftir meðal Rílaxa verður ekki fyllt en við munum minnast hans meðan til verðum og segja mörg orð af viti í minningu hans. Við kveðjum kæran vin okkar, Óla Jens, og biðjum Guð að styrkja og styðja Möllu, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn. Kveðja, Rílaxar. Um svipað leyti og ég var að leggja af stað í fjögurra daga gönguferð um eina af náttúruperl- um landsins lagði Óli Jens vinur minn upp í sína hinstu ferð. Ég kynntist Óla fyrir um 20 árum og síðan þá hafa Óli og Malla verið meðal minna bestu og traustustu vina. Kynni okkar hófust þegar Óli ásamt öðrum tók að sér það verk- efni að undirbúa þátttöku Íslands í Olympíuleikum fatlaðra 1984. Skömmu síðar var Óli kosinn for- maður Íþróttasambands fatlaðra, en ég var á þessum tíma starfs- maður sambandsins. Ekki veit ég nákvæmlega hvað varð þess valdandi að vinátta okkar varð jafn traust og raun bar vitni því við fyrstu sýn virðist sem fleira hafi sundrað okkur en sameinað. Óli var t.d. nokkru eldri en ég, hann kaus Sjálfstæðisflokkinn, hélt með KR hér innanlands og Manchester United í enska boltanum. Ég tel að það hafi verið mikil gæfa fyrir Íþróttasamband fatlaðra og íþróttastarf fatlaðra hér á landi að fá Óla Jens til liðs við sig. Og fyrir mig persónulega var það á við besta skóla að fá tækifæri til að vinna með og undir stjórn Óla Jens. ÓLAFUR JENSSON ✝ Ólafur Jensson,fyrrverandi framkvæmdastjóri Byggingaþjónust- unnar, fæddist í Reykjavík 8. septem- ber 1934. Hann lést 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 29. júlí. Kæri vinur. Á kveðjustund langar mig að þakka þér fyrir allar samverustund- irnar, allar fallegu kveðjurnar sem þú sendir Margréti og Helgu Jónínu, allar sögurnar (þó margar væru nokkuð færðar í stílinn), alla brandar- ana (þeir hafa oft komið sér vel), öll heilræðin og leiðbein- ingarnar sem þú gafst mér og ekki síst þitt góða skap og jákvæða hugarfar. Og eitt máttu vita. Ef mér tekst ekki að framkvæma hlutina sem ég er að vinna að með sæmilegum stæl, þá sleppi ég þeim frekar. Elsku Malla og fjölskylda. Hug- ur minn er hjá ykkur þessa dag- ana. Ef það er til að létta ykkur sorgina þá get ég sagt ykkur að ég hef sjaldan umgengist mann sem hefur talað jafn fallega og borið jafn mikla virðingu fyrir fjölskyldu sinni og Óli Jens. Margsinnis hef ég heyrt hann segja fólki frá því að hann hefði aldrei getað tekið að sér öll þau verkefni sem honum var trúað fyrir nema hann ætti ein- staklega skilningsríka og góða fjöl- skyldu. Megi góður Guð styrkja ykkur og vernda á þessum erfiða tíma. Ykkar vinur, Markús. Engin orð ná að lýsa þeim ein- staka mannvini, Ólafi Jenssyni, sem svo skyndilega hefur hafið nýja vegferð. Sumt fólk nýtur for- réttinda, sem felast í því að fá að vera samferða stórkostlegu fólki sem gefur sér tíma til að varpa birtu yfir lífsgöngu annarra. Það var örlagarík ákvörðun sem ég tók, vorið 1990, þegar ég var að ljúka námi í Kaupmannahöfn. Búin að endurráða mig í kennslu á Húsavík, þar sem beið mín íbúð í „Latínuhverfinu“ og frábæru nem- endurnir, sem ég hafði lofað að hitta aftur að ári. Það var þá sem Óli Jens boðaði mig til fundar í Kaupmannahöfn, þar sem tilgang- urinn var að bjóða mér starf hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Persónu- töfrar og alúðlegt viðmót hans opn- aði honum leið að hjarta fólks og hann kunni þá list að láta fólki finnast það vera alveg einstakt, hvort sem um var að ræða góða vini eða fólk á förnum vegi. Ég hafði því ekkert val, það var ekki hægt að segja nei við Óla og þessi fundur var upphafið að áralöngu, lærdómsríku, gefandi og skemmti- legu samstarfi og ómetanlegri vin- áttu okkar Óla. Hann sparaði ekki hvatningarorð og hrós til með- bræðra sinna og var ljósgjafi hvar sem hann kom. Hann vildi lifa líf- inu lifandi og njóta þess sem það hafði upp á að bjóða og sterkast kom persónuleiki hans í ljós á síð- ustu árum, þegar mikið reyndi á. Þá var áfram stutt í brosið, alúðina og umhyggjuna fyrir náunganum. Baráttuandinn, áhuginn og viljinn til að liðsinna og vera til staðar fyr- ir okkur öll, var einkennandi fyrir persónu hans Það var alltaf stutt í grín og glens hjá Óla og það var ævintýri að að ferðast með honum innanlands og utan. Vinir og sam- starfsfólk tók honum alls staðar fagnandi og hann hlaut heiðurs- nafnbótina „konungur Íslands“ hjá vinum okkar á Norðurlöndum. Lífssaga Óla Jens lýsir sér sjálf, skrifuð kveðjuorð eru lítils megn- ug. Hann var einstakur maður sem nú er sárt saknað af fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki innanlands og erlendis. Samskipti við slíka persónu, sem Óli var, eru mann- bætandi og lærdómsrík og ég verð ævarandi þakklát fyrir að hafa ver- ið í hópi þeirra, sem fengu að njóta mikilla samvista við þennan ein- staka mannvin. Boðberi kærleikans, gimsteinn á veraldar vegi þín vegferð færði birtu nýjum degi mannvinur mesti, perla í lífsins ljóði ljóssins sonur, vinurinn minn góði. Elsku María og fjölskyldan öll, innilegar samúðarkveðjur. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir. Kæri nafni. Þú sagðir reyndar alltaf að fæst orð hefðu minnsta ábyrgð en ég segi samt og skrifa – þú varst ein- stakur, hvort heldur var sem vinnuveitandi eða vinur. Það var stíll yfir þér og því sem þú gerðir. Með tilkomu þinni sem formaður Íþróttasambands fatlaðra færðirðu þennan stíl og „elegans“ yfir allt sem þar var gert. Þú einsettir þér að íþróttir fatlaðra öðluðust verð- ugan sess meðal alls almennings og það gekk svo sannarlega eftir því undir þinni handleiðslu var ótal- mörgu hrint í framkvæmd sem manni fannst á stundum óyfirstíg- anlegt. „Þetta er bara framkvæmd- aratriði,“ varstu vanur að segja og það reyndist rétt. Þótt manni fynd- ist nákvæmni þín á stundum full- mikil voru það þessi litlu atriði sem síðan gerðu gæfumuninn. Sem vin- ur varstu mér og mínum líka ein- stakur og hjá dætrum mínum nán- ast í guðatölu. Mér og konu minni kenndirðu svo ótalmargt um lífið og tilveruna – „Njótið augnabliks- ins og sjáið björtu hliðarnar, það er alltaf sól alls staðar, hún er bara stundum bak við skýin,“ fékk mað- ur iðulega að heyra frá þér. Þú lifðir líka sjálfur samkvæmt þessu og þrátt fyrir þín miklu veikindi undanfarinn áratug sástu alltaf björtu hliðarnar á öllu og tókst á móti manni með sólskinsbrosi, um- faðmaðir mann og sagðir alltaf allt ágætt. Það verður ekki leiðinlegt kring- um þig í himnaríki frekar en ann- ars staðar sem þú varst – takk fyr- ir allt, nafni, og þegar við hittumst aftur hinum megin fáum við okkur örugglega einn áður en lætin byrja og rifjum upp allt sem við gerðum. Elsku Malla, missir þinn er mik- ill. Megi guð styrkja þig og þína í sorg ykkar og blessa minningu Ólafs vinar okkar Jenssonar. Ólafur, Guðbjörg og dætur. Ég heimsótti Óla vin minn um sl. mánaðamót. Við ræddum fjölmörg mál og hann kom víða við í um- ræðunni. Óli var þó ekki jafnupp- rifinn eins og oftast áður því hans góða kona, Malla, dvaldi á sjúkra- húsi. Á þeirra fallega heimili á Skúlagötu 40 var gott að koma, ávallt vel fagnað og umræðan um menn og málefni svo gefandi. Ólaf- ur var góður drengur, jákvæður og hjartahlýr. Það ríkti mikil glað- værð í kringum hann og jafnvel í erfiðum úrlausnarmálum sá hann ætíð spaugilegar hliðar. Þrátt fyrir erfiðar sjúkraaðgerðir og heilsu- brest var hann jafnan hress og kát- ur. Leiðir okkar Óla lágu fyrst sam- an í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1975. Þá var hann formaður í hverfafélagi sjálfstæðismanna í Austurbæ. Honum var einkar lagið að vinna með fólki, sjá jákvæðu hliðarnar á öllum málum og jafna ágreining. Óli var mikill sjálfstæð- ismaður og jafnframt öflugur fé- lagsmálamaður. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel og skipulega og var einstaklega laginn við að laða það besta fram hjá öllu sínu samstarfsfólki. Ég kynntist Óla best þegar mér var falin formennska í skipulags- nefnd borgarinnar árið 1982. Þá eins og nú voru haldnar fjölmargar samkeppnir, um skipulag nýrra svæða og ýmis önnur viðfangsefni. Óli var trúnaðarmaður dómnefndar í tveimur samkeppnum sem ég veitti forstöðu. Í því starfi naut hann sín vel. Hann kunni vel til verka og hafði fullan trúnað allra dómnefndarmanna. Það umhverfi sem hann skapaði dómnefndinni í þessum störfum var með þeim hætti, að starfið var bæði skemmti- legt og spennandi og þegar yfir lauk og niðurstaða lá fyrir voru all- Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elsku afi. Nærvera þín hefur alltaf verið góð og mun hún héðan í frá verða sterkari en nokkru sinni fyrr því ég veit að þú vakir yfir okkur á björtum og góðum stað við hlið guðs föður. Það er eins og það hafi gerst í gær, að þú vippaðir mér upp á afgreiðslu- borðið í skóbúðinni á Strandgötu og ég aðstoðaði þig við að setja skó í poka fyrir ánægðan viðskiptavin, en þeir voru þónokkrir í gegnum þau ár sem þið amma voruð með skóbúðina. Það voru góðir dagar þegar við sát- um á móti hvor öðrum inni á skrif- stofu, þú varst í símanum, ég á reiknivélinni og amma kom með vín- arbrauð og mjólk. Það var á þessum dögum sem mig dreymdi um að verða jafn góður og stoltur kaup- maður eins og afi Geir. Þeir dagar eru nú taldir en minn- ingar mínar um þig lifa áfram með mér vel og lengi, eða þar til við hitt- umst á ný í bjartara ljósi með bros á vör. Guð blessi þig, elsku afi, og takk fyrir allt. Sverrir Bjarnason. Elsku afi. Ég vil þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem ég átti með þér og ömmu. Þú varst alltaf svo kátur og jákvæður að það geislaði allt í kringum þig. Ég man eftir ferð- inni sem við fórum til Mallorca. Þá varstu búinn að vera svolítið veikur. Við skemmtum okkur vel þar. Alltaf leið þér best í faðmi fjölskyldunnar þegar öll börnin þín og barnabörn komu upp á Hringbraut í kaffi eða mat. Þið amma áttuð fallegt heimili og þar leið mér vel. Elsku afi, ég hef alltaf verið stolt- ur af því að heita í höfuðið á þér. Ég mun sakna heimsóknanna til þín á Hringbrautina og síðar á Hrafnistu. Þar vorum við alltaf að þræta um það hvor væri sterkari og svo glottir þú á eftir. Elsku afi, guð gleymi þig. Geir Bjarnason. Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Eldri og miðaldra Hafnfirðingar muna og sáu í áratugi spengilegan mann koma gangandi sunnan af „Hamri“ á leið í vinnuna á Strand- götu, til að opna skóbúð sína sem hann rak í yfir 44 ár. Þessi myndarlegi maður var Geir GEIR JÓELSSON ✝ Erlendur GeirJóelsson fæddist í Hafnarfirði 17. des- ember 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 18. júlí. Jóelsson kaupmaður, Hafnfirðingur og Gafl- ari, alinn upp í miðbæn- um og í anda KFUM, þar sem faðir hans var leiðtogi. Geir hóf iðkun íþrótta strax á unga- aldri, enda ekki langt að sækja þann áhuga, þar sem faðir hans var mikill áhugamaður og þátttakandi á þeim vettvangi, reyndar fyrstur Hafnfirðinga til að taka þátt í opinberu íþróttamóti árið 1909, þ.e. svokölluðu „Míluhlaupi“ (u.þ.b. 7,5 km) frá Árbæ til Reykjavíkur. Geir Jóelsson var í hópi drengja sem stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka 12. apríl 1931, lék þar og æfði knattspyrnu í yngri flokkum félags- ins fram til ársins 1939, er hann yf- irgaf Hauka og gerðist alfarið félagi og keppnismaður í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar – FH. Sprækur strákur eins og Geir var fór strax í leikfimihóp pilta hjá Hall- steini Hinrikssyni, fimleikakennara og þjálfara hjá FH, sem Hallsteinn stofnaði árið 1932. Geir var þar góð- ur liðsmaður í áraraðir, var m.a. í sýningarflokki FH árið 1939. Geir var fjölhæfur íþróttamaður, hann tók þátt í öllum íþróttagreinum sem FH stundaði, þ.e. fimleikum, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og handknattleik, og var hann m.a. for- maður handknattleiksnefndar FH um tíma. Eftirminnilegust í sambandi við íþróttaferil Geirs er þátttaka hans í meistaraflokki FH í knattspyrnu. Þar lék hann í fyrsta meistaraflokki félagsins frá árinu 1939. Þessi flokk- ur var einstæður á margan hátt, fyr- ir utan það að vera góður knatt- spyrnuflokkur voru þarna „Hólsbræðurnir“ fimm og mágur þeirra, sem er einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu, þetta var glæstur flokkur með afburða íþróttamenn, þeir gerðu FH m.a. að stóru og öfl- ugu félagi. Þarna naut Geir sín vel á hægri kantinum, með sinn mikla kraft og hraða og leiftrandi leikgleði. Það geislaði af þessum knattspyrnu- flokki. Hópurinn hélt saman frá 1939 til 1948 með litlum breytingum, eða allt þar til hann flosnaði upp, eins og reyndar allir knattspyrnuflokkar í Hafnarfirði, er bærinn hóf aðgerðir við að stækka knattspyrnuvöllinn á Hvaleyrarholti árið 1948, sem tók langan tíma. Það var synd að sjá þetta mikla og kröftuga íþróttastarf fara fyrir lítið. Það tók íþróttafélögin áratugi að ná aftur viðmóta starfi í bænum. Á þessum góðu árum frá 1940–48 var Geir Jóelsson jafnan í sameinuðu knattspyrnuliði Hafnfirðinga undir merki Knattspyrnufélags Hafnar- fjarðar, KH. Þeir áttu iðulega í bar- áttu við toppliðin í Reykjavík og jafnvel Íslandsmeistara þess tíma og höfðu í fullu tré við þá þegar best lét, þannig var staða knattspyrnunnar í Hafnarfirði í þá daga. Um leið og við FH-ingar vottum fjölskyldu Geirs dýpstu samúð þökk- um við Geir Jóelssyni mikið og gott starf. Blessuð sé minning hans. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.