Morgunblaðið - 30.07.2003, Side 35

Morgunblaðið - 30.07.2003, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 35 ir sáttir, jafnvel hörðustu pólitísku andstæðingar. Þegar Reykjavíkurborg keypti Geysishúsið 1992 var ákveðið að fá Óla til að veita forstöðu sýning- arhaldi í húsinu. Óli var einstak- lega hugmyndaríkur í vali og upp- setningu sýninga í Geysishúsi og tókst í þau tvö ár sem hann var forstöðumaður hússins, að setja upp sýningar um merka atburði í sögu borgarinnar, sem vöktu mikla athygli. Einn er sá þáttur í félagsmála- starfi Óla sem seint mun gleymast og aðrir munu gera frekari grein fyrir. Það var hið mikla starf, sem hann lagði af mörkum í þágu Íþróttasambands fatlaðra. Óla verður lengi minnst fyrir þá elju sem hann sýndi í baráttunni fyrir bættum kjörum og aðstöðu fyrir fatlaða einstaklinga sem vilja stunda íþróttir. Hann var svo áhugasamur, svo kappsfullur og svo einlægur þegar kom að um- ræðu um þetta mikilvæga málefni, að erfitt er að lýsa því. Málefni íþróttasambands fatlaðra voru hon- um heilög. Á þeim vettvangi vann hann sín stærstu afrek. Þau hjónin áttu sér unaðslund i sumarbústaðnum sínum í landi Eyrar í Kjós, sem þau byggðu um 1970. Menn höfðu í upphafi ekki trú á því að þau gætu komið upp gróðri og trjáskógi í mikilli nálægð við sjóinn og Járnblendiverksmiðj- una. Óli og Malla afsönnuðu allar slíkar fullyrðingar. Í dag er þar al- gjör gróðurparadís. Þau voru að koma úr sumarbústaðnum sunnu- daginn 20. júlí og rétt komin inn á heimili sitt þegar hann féll frá. Ég sakna Óla mikið. Fallinn er frá góður vinur sem alltaf vildi öll- um vel. Hjartans þakkir fyrir vin- áttuna og öll þau góðu ár sem við vorum samferða. Möllu, börnunum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Með fáeinum orðum viljum við minnast Ólafs Jenssonar, enda margt sem sækir á hugann þegar góður vinur hverfur úr hópnum og eftir stendur ófyllt skarð. Hugur- inn reikar til baka til ánægjulegra samverustunda. Það fer að nálgast hálfa öld síðan Óli gekk til liðs við spilaklúbbinn þegar einn af spilafélögunum hvarf til náms og starfa erlendis. Allir vorum við vesturbæingar en þrátt fyrir uppruna Óla í austurbænum, sem þótti nokkur ljóður á hans ráði, féll hann fljótt inn í hópinn. Þegar gamli spilafélaginn kom aft- ur heim var Óli löngu orðinn ómissandi. Nú var spilað fimm manna bridge þar sem einn sat yfir og skipt var út eftir ákveðnu kerfi eftir hverja rúbertu. Þetta fyrir- komulag kom sér vel þegar einhver félaganna var veikur eða vant við látinn og féllu spilakvöldin örsjald- an niður. Ekki er örgrannt um að sá sem yfir sat hafi skemmt sér best við að fylgjast með vitlausum sögnum og ómögulegum útspilum. Á nýársdag var árið gert upp og verðlaun veitt. Allir klæddust sínu fínasta pússi, slegið var upp veislu heima hjá einhverjum félaganna með aðstoð eiginkonunnar eða far- ið á nýársdansleiki. Því miður fór spilakvöldunum sífellt fækkandi vegna langvarandi og sífellt harðn- andi heilsuleysis Óla og áður hafa tveir af félögum okkar horfið langt um aldur fram. Þó var spilað þegar tækifæri gafst og tekin ein og ein þriggja manna rúberta. Ógleymanlegar eru líka veiði- ferðir í Dalina, Ytri Laxá og víðar með tilheyrandi viðburðum sem oft hefur verið gantast með og eru ómetanlegir í minningunni um góða félaga. Þó Óli væri vélvirki að mennt tengdist ævistarf hans mest bygg- ingarmálum, en það sama má segja um okkur spilafélagana, hvern á sínu sviði. Auk atvinnu sinnar kom Óli víða við. Hann hafði ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og voru honum falin trúnaðarstörf fyrir sinn flokk, hann var mjög virkur í Kiwanishreyfingunni og vann ötul- lega að málefnum fatlaðra ásamt fjölda annarra trúnaðarstarfa sem honum voru falin, enda bæði hjálp- samur, greiðvikinn og úrræðagóð- ur. Ekki verður farið nánar út í þessa hlið Óla þar sem aðrir þekkja þar betur til en við. Óli hafði áhuga á skógrækt og ræktaði ásamt Möllu (Maríu) konu sinni fallegan gróðurreit við sum- arbústað þeirra á Hvalfjarðar- strönd, sem þau kölluðu Maríubúð. Ýmsir höfðu haldið því fram að ekki væri unnt að rækta neitt á þessum stað en Óli hlustaði ekki á slíkar úrtölur og var ánægjulegt að ganga með honum um lundinn og hlusta á hann lýsa hinum ýmsu trjátegundum, hvaðan þær komu og hvernig þeim vegnaði. Að Óla gengnum erum við tveir eftir spilafélagarnir og sendum ásamt eiginkonum okkar og látinna spilafélaga, Möllu, börnum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúð- arkveðjur. Við syrgjum með ykkur og söknum góðs félaga og vinar. Gunnar H. Pálsson. Þótt Ólafur Jensson hafi víða lagt gjörva hönd á plóginn um dag- ana fer varla á milli mála, að það var í daglegum störfum á vettvangi byggingar-, húsnæðis- og skipu- lagsmála sem hann var einna stór- tækastur um áratugaskeið. Hann var framkvæmdastjóri Bygginga- þjónustunnar lengst af, er stóð alla tíð fyrir umfangsmikilli fræðslu og kynningu á byggingarvörum og ótalmörgum þáttum í bygginga- og húsnæðismálum, fyrir almenning, iðnaðarmenn og sérfræðinga. Þessa fræðslustarfsemi rækti hann bæði af áhuga og dugnaði. Ólafur vann af miklu kappi og krafti að framförum á þessum vettvangi og beitti stofnuninni eftir beztu getu, svo að sem mestur árangur mætti nást. Enginn vafi er á því, að hann var einn af þeim áhrifamönnum, sem voru í fararbroddi um þróun húsnæðis- og byggingarmála á síð- ustu öld, er þjóðin reis loks úr öskustónni og byggði sér fyrsta sinni mannsæmandi híbýli til að búa í. Atorka þeirra og afrek mega ekki gleymast. Byggingaþjónustan var upphaf- lega í eigu Arkitektafélags Íslands og því sá Ólafur til þess, að íslenzk húsagerðarlist var ætíð í hávegum höfð í starfsemi hennar. Síðar meir komu fleiri aðilar til sögunnar og gerðust aðilar að rekstrinum, en undir forystu hans var hugsjónin og markmiðið ætíð hið sama. Bæði hann og við, nánustu samstarfs- menn hans, hefðum gjarnan viljað sjá enn meiri árangur af starfi hennar, en fjárskortur og takmark- aður skilningur af hálfu samfélags- ins setti allri viðleitni þröngar skorður. Þegar þessi eina sameign- arstofnun margra öflugra aðila í byggingariðnaðinum neyddist til að leggja niður starfsemi lagðist af mikilvægt fræðslu-, þjónustu- og samráðsfyrirtæki, sem átti mikil- vægu hlutverki að gegna. Meðan Ólafur var framkvæmda- stjóri Byggingaþjónustunnar var hann yfirleitt jafnframt trúnaðar- maður hinna ýmsu dómnefnda, hverju sinni, sem efnt var til op- inberrar samkeppni um hönnun bygginga og annarra mannvirkja. Þar var um vandasamt og við- kvæmt starf að ræða, sem nauð- synlegt var að rækja með óaðfinn- anlegum hætti. Mér er óhætt að segja, að Ólafur hafi þótt sjálfsagð- ur til þess verks, enda viðurkennd- ur sérfræðingur í þeim efnum. Hann leiðbeindi dómnefndarmönn- um um það hvernig halda bæri á málum, eins og bezt varð á kosið, allt þar til þeir kváðu upp sinn dóm, innan eigin vébanda, og nið- urstaða var fengin. Auðvitað hafði hann engin afskipti eða áhrif á mat dómnefndarmanna á fram komnum tillögum eða niðurstöðu þeirra, það var utan við hans verkahring. En hann sá til þess, að formlega væri rétt að öllu staðið. Það var afar mikilvægt. Ólafur var þingkjörinn stjórnar- maður í húsnæðismálastjórn um margra ára skeið, bæði sem að- almaður og varamaður. Einnig þar einkenndust störf hans af vand- virkni, málefnalegu mati og rétt- sýni. Hann var félagslega þenkj- andi, ráðhollur og lagði alltaf gott til mála. Enginn vafi er á því, að sá góði andi, sem frá honum stafaði og alltaf fylgdi honum, hafði drjúg áhrif á allt það góða starf og prýði- lega samkomulag, sem einkenndi mikilvæga starfsemi stjórnarinnar, þegar byrjunarerfiðleikar fyrstu áranna voru að baki. Við Ólafur störfuðum mikið sam- an um áratugaskeið. Hann var afar vel látinn í hópi samstarfsmanna sinna, enda elskulegur í allri við- kynningu og sannkallaður gleði- gjafi. Við stjórnarmenn í Bygging- arþjónustunni og húsnæðis- málastjórn fengum stundum tækifæri til þess að kasta af okkur reiðingnum utan vinnutíma í návist hans og Maríu, eiginkonu hans. Allar eru þær stundir ljúfar í minningunni og okkur ómetanleg- ar. Við vottum henni og fjölskyld- unni allri samúð okkar á sorgar- stund og munum ætíð minnast Ólafs Jenssonar með hlýju og virð- ingu. Sigurður E. Guðmundsson. Látinn er góðvinur minn Ólafur Jensson, vinur sem skilur eftir stórt skarð í vinahópnum og um leið hafsjó af einkar góðum minn- ingum. Ég átti því láni að fagna að eiga Óla að vini í hartnær 35 ár, jafnt við leik og störf. Fyrst minnist ég hans þar sem hann var við laxveið- ar á bökkum Miðfjarðarár með föð- ur sínum og er það mér í fersku minni hve einstaklega vel fór á með þeim feðgum. Þeirra á milli ríktu miklir kærleikar. Þá var það í Byggingarþjónustu arkitekta þegar Norrænn bygging- ardagur var haldinn á Íslandi með stórveislu sem var einstök fyrir margar sakir. Í Íþróttasambandi fatlaðra þar sem Óli fann sér frek- ari vettvang til afreka í forystu- hlutverki má fullyrða að hann hafi komið íþróttum fatlaðra á kortið í eiginlegri merkingu. Nú síðustu ár- in var það í Styrktar- og sjúkra- sjóði verslunarmanna, sem varð 135 ára á árinu, að Óli leiddi vaska sveit góðra drengja til mikilla af- reka í góðgerðarmálum. Óli var mikill skapmaður, sem nýttist honum vel í hverskonar keppni sem hann háði um ævina og þær voru margar, en hann kunni sig allra manna best. Framkoma þessa vinar míns var ávallt til eft- irbreytni, án undantekningar hvernig sem á móti blés. Hann var traustur í lund, mildur í mann- legum samskiptum, en fastur fyrir þar sem á reyndi. Ævinlega verður Óla Jens minnst fyrir hve vel hon- um tókst til við hin ýmsu málefni sem honum voru hugleikin, eins og að opna lokaðar dyr til að vinna góðum málum brautargengi. Fund- um okkar Óla bar síðast saman er við fórum saman í afmælishóf upp að Reykjalundi fyrir fáeinum vik- um, þá áttum við einkar gott sam- tal um gildi vináttunnar og hin ýmsu gildi lífsins, þessa samtals mun ég ávallt minnast. Við bund- umst þá fastmælum um að fara í skötu á Þorláksmessu í Perluna og vænti ég hans þar á tilsettum tíma. Óli var vel kvæntur, átti barna- láni að fagna og var sannarlega gæfumaður í lífi sínu og öllum þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. En eins og amma mín Guðrún sagði við mig eitt sinn: „Það fá allir sinn skammt,“ og Óli Jens fékk aldeilis sinn skerf af veikindum. Það út af fyrir sig var kannske ekkert merkilegt, heldur hitt hvernig hann höndlaði veik- indin sem lífið bjó honum nú síðari árin, það var aðdáunar- og eft- irbreytnivert og sýndi okkur enn og aftur hve Óli var stór, þar sem á reyndi. Megi algóður Guð hlúa að Maríu og fjölskyldunni, þið hafið misst svo mikið en eigið um leið fjársjóð af minningum um góðan dreng í veganesti inn í framtíðina. Megi Guð geyma þig, góði vinur, brosinu þínu og trygglyndinu gleymi ég aldrei. Bjarni I. Árnason. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs sambýlismanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ANDRÉSSONAR frá Snotrunesi, Borgarfirði eystri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Jólín Ingvarsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Sævar Lýðsson, Kristín Jónsdóttir, Bjarni Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegir foreldar okkar, HARALDUR J. HARALDSSON OG INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi, er létust af slysförum miðvikudaginn 23. júlí,, verða jarðsungnir frá Foss- vogskirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast þeirra, er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigurjón Haraldsson, Kolbrún Karlsdóttir, Haraldur Haraldsson, Kr. Dögg Gunnarsdóttir, Örn Haraldsson, Björg Línberg Runólfsdóttir og barnabörn. Elsku amma mín. Mig langar í nokkr- um orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allt og allt. Þú varst yndisleg- asta amma sem hægt var að hugsa sér og ekki síður vinur og félagi, ávallt hress, glöð og skilningsrík. Er ég stolt af að bera nafnið þitt. Ég minnist þess að alltaf var gott að koma til ykkar afa, en hann lést fyrir tæpum þrem árum. Alltaf höfð- uð þið tíma til að taka á móti mér og fjölskyldu minni, umvefja okkur hlýju eins og ykkur einum var lagið. Síðari árin, meðan heilsa þín leyfði, voru þær ófáar og ógleymanlegar ferðirnar sem við mamma fórum með þér fram í Blómaskálann Vín og fengum okkur ís og þá var nú spjall- ANNA ÓLAFSDÓTTIR ✝ Anna Ólafsdóttirfæddist á Siglu- firði 25. október 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 21. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerár- kirkju 3. júlí. að og hlegið dátt. Þín ljúfa og létta lund var þitt aðalsmerki. Þú varst mjög vinamörg og þegar við fórum í bæinn saman, fannst mér þú þekkja alla. Mörgum heilsaðir þú og margir tóku þig tali. Ég sagði þá að þú heils- aðir að minnsta kosti annarri hverri mann- eskju sem á vegi okkar varð. Ekki munaði þig um að ganga bæinn þveran og endilangan í hvernig veðri sem var, til að hitta vinina þína. Fannst ekki taka því að fara með strætó. Of langt mál væri að rekja allar þær ljúfu stundir sem ég átti með ykkur afa, það yrði efni í heila bók. Minning- arnar um þig og afa minn munu ylja mér um hjartaræturnar um ókomin ár. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt og tel það forréttindi að hafa fengið að njóta samvistar þinnar svo lengi. Minningin um þig, elsku amma mín, eru ljós í lífi mínu. Ég votta öll- um ástvinum þínum dýpstu samúð. Guð geymi þig. Anna Jóhannesdóttir. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýs- ingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.