Morgunblaðið - 30.07.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.07.2003, Qupperneq 36
FRÉTTIR 36 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Verkstjóri, tæknimað- ur og gröfumaður Óskum eftir að ráða verkstjóra, tæknimann og gröfumann strax. Mikil vinna framundan. Aðeins menn vanir jarðvinnu koma til greina. Klæðning ehf., Bæjarlind 4, Kópavogi, símar 565 3140 og 899 2303. Hjá Jóa Fel - bakarí Okkur vantar duglegt og hresst starfsfólk í afgreiðslu. Tvískiptar vaktir. Einnig óskum við eftir starfsmanni í ræstingar. Upplýsingar hjá Lindu í síma 588 8998 eða Unni í síma 893 0076. ÁSTÚN SÉRÚRRÆÐI • Kennari óskast við sjúkra- og skamm- tímaúrræðið Ástún. Laun samkvæmt samningum Launanefndar sveitarfélaga og KÍ Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Upplýsingar veitir Tómas Jónsson, sérkennslu- fulltrúi Kópavogsbæjar sími 5701600. Umsóknir sendist á Fræðslusvið Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 200 Kópavogi Starfsmannastjóri Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is ⓦ í afleysingar í efra-Breiðholt Upplýsingar í síma 569 1116. RAÐAUGLÝSINGAR Bæir í Bláskógarbyggð Vegna frétta í Morgunblaðinu í gær um eldingar og tjón sem þær ollu í Bláskógarbyggð skal tekið fram að bæirnir Miðdalskot og Ket- ilvellir eru í Laugardal og tilheyrðu áður hinum gamla Laugardals- hreppi. Hægt er að skilja fréttina á þann veg að bæirnir séu í Biskups- tungum, en sá hreppur tilheyrir nú Bláskógarbyggð eins og Laugar- dalshreppur. LEIÐRÉTT Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka heldur rabbfund í dag klukkan 17. Verður hann í húsi Krabbameinsfélagsins við Skóg- arhlíð 8. Fundir þessir eru jafnan haldnir síðasta miðvikudag í hverj- um mánuði. Í DAG Skógarganga í Þrastaskógi. Laugardaginn 1. ágúst kl. 14–16 efn- ir Alviðra, fræðslusetur Land- verndar, til göngu um Þrastaskóg sem nú skartar sínu fegursta. Dag- björt Óskarsdóttir leiðsögumaður mun leiða gönguna. Lagt verður upp frá hliðinu fyrir ofan veitingaskál- ann Þrastarlund. Gangan er létt og á flestra færi. Boðið verður upp á kakó og kleinur í göngunni. Þátttökugjald er kr. 800 fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára, veitingar innifaldar. Allir eru velkomnir. Á NÆSTUNNI RAFIÐNAÐARSAMBAND Ís- lands (RSÍ) hefur gert nýjan kjarasamning vegna Félags sýn- ingarmanna, en samningurinn rann út í vor. Á heimasíðu RSÍ kemur fram að undanfarið hafi staðið yfir viðræð- ur um endurnýjun samningsins. Samkomulag við Norðurljós um að tengja samning sýningarmanna sem starfa hjá því fyrirtæki við að- alsamning RSÍ við fyrirtækið. Hér er átt við „Stöðvar 2“ samning RSÍ eins og hann hefur oftast ver- ið nefndur. Með þessu urðu tölu- verðar breytingar en sýningar- menn hjá kvikmyndahúsum Norðurljósa voru sáttir við þær breytingar og nýtt launakerfi. Í framhaldi af því hófust samn- ingaviðræður við SAMbíóin og ný- verið náðist nýr kjarasammningur við SAMbíóin og Háskólabíó. Samningurinn gildir til 31. október 2004. Nýir kjarasamn- ingar vegna Félags sýning- armanna anum um kl. 11 og skipst á að halda undir burðarstól. Að fjallgöngu lokinni er svo mat- arveisla í Ólafshúsi. Þangað er öll- um boðið sem aðstoða við fjall- gönguna. Sumarbúðunum hefur nú áskotnast nýr og endurbættur burðarstóll sem smíðaður er úr trefjaplasti af Sigurjóni Magnús- syni á Ólafsfirði. Er Rauða kross-fólk sérstaklega hvatt til að mæta og aðstoða við gönguna en allir sem áhuga hafa á verkefninu eru velkomnir og er hjálp þeirra vel þegin. FJALLGANGA á Tindastól er fyr- irhuguð sunnudaginn 3. ágúst, ef veður leyfir. Sumarbúðir Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði eru nú reknar 5. sumarið í röð. Tímabilin eru þrjú og standa í eina viku hvert. 1. tímabilið var 30. júní til 7. júlí, 2. var 15. til 22. júlí og það þriðja og síðasta verður 31. júlí til 7. ágúst. Dagskrá búðanna er mjög fjöl- breytt og fræðandi, skv. upplýs- ingum forsvarsmanna búðanna. Farið er í flúðasiglingar niður Blöndu með Ævintýraferðum í Skagafirði, sjóferð út að Drangey og Þórðarhöfða með Eyjaskipum, á hestbak hjá Áshestum að Neðra- Ási II, í fjallgöngu á Tindastól og skoðunarferðir í Vesturfarasetrið á Hofsósi og fleiri áhugaverða staði. Fræðsla um sögu Rauða krossins og skyndihjálp er að sjálf- sögðu fastur liður í dagskránni og auk þess er farið í ýmsa leiki og íþróttir svo sem Solferino-leikinn, borðtennis, fótbolta, júdó, frjálsar íþróttir og daglega í sund, oftast í sundlaugina í Varmahlíð. Sunnudaginn 3. ágúst verður gengið á Tindastól ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá skíðaskál- Fjallganga á Tindastól Frá starfi í Sumarbúðum á Löngumýri í Skagafirði. NORÐURÁ er að detta í þúsund laxa og þar er góð veiði um þess- ar mundir. Þá eru tvær ár komn- ar yfir þúsund laxa og fleiri á leiðinni. Smálaxatregða norðan heiða er þó enn viðvarandi þrátt fyrir að straumur hafi verið vax- andi með hámarki í dag og vætutíð hafi komið ánum í betra ástand til að taka á móti laxa- göngum. Smálaxa- þurrðin veldur þeim sem hafa áhyggjur af stórlaxinum gremju, því meira er af stór- laxi en oft áður, en þar sem lítið er af smálaxi, sem er þvert á spár sérfræðinga, lendir sá stóri í mun meira veiði- álagi. Stórrigning Guðmundur Viðarsson, kokk- ur við Norðurá, staðfesti í gær að áin væri alveg um þúsund laxa og að veiðin hefði verið góð síðustu daga. Svo mikið hefur rignt síðasta sólarhringinn, með þrumum og hamagangi, að blás- in var af ferð til að handmoka út ósinn á Gljúfurá. Bendir flest til að manns- höndin þurfi ekki að hjálpa lax- inum upp ána þar að þessu sinni. Hugsanlega dregur úr mokveiði í Straumunum fyrir vikið, en þar voru komnir 230 laxar á land í gær, hátt í hundrað meira en alla síðustu vertíð. Góðar göngur í Stóru-Laxá Vel veiðist í Stóru-Laxá í Hreppum þessa dagana og er laxinn sem veiðist nær allur grálúsugur. Á efsta svæðinu veiddust tíu laxar frá föstudegi til sunnudags, alls þá komnir 48 á land á svæðinu og 17 laxar hafa veiðst síð- ustu ellefu dag- ana á miðsvæð- inu. Hefur á umræddum tíma aðeins verið einn lax- laus dagur. Þá eru komnir 17 laxar af neðstu svæðunum, þar af sjö um helgina. Stærsti laxinn var 19,5 punda af miðsvæðinu. Þá er Sogið líflegt, t.d. komu 7 laxar úr Bíldsfelli tvo síðustu daga og tíundi lax sumarsins veiddist í Syðri-Brú á mánudag, sem er góð útkoma þar. Menn hafa einnig verið að fá’ann í Þrastarlundi, Alviðru og Ás- garði. Fjör á bökkum Sogsins og stórar bleikjur í bland. Vestur í Djúpi Nærri 50 laxar hafa veiðst í Langadalsá við Djúp og ná- grannaáin Laugardalsá er kom- in fast að 200 löxum. Besta holl- ið í Langadalsá var með 13 laxa á tvær stangir. Hressir kappar með fallega veiði úr Soginu, m.a. rúmlega 18 punda lax og bleikjur upp í 5 pund. Norðurá að rjúfa múrinn ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ♦ ♦ ♦ ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.