Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLEST eigum við góðar minningar frá verslunarmannahelgum: Útihá- tíð eða útilega með vinum, uppá- haldshljómsveitirnar að spila og margt fleira skemmtilegt að gerast. En því miður eiga sumir mjög slæm- ar – eða jafnvel engar – minningar frá samkomum verslunarmanna- helgarinnar. Í nær öllum tilfellum er þar um ungt fólk að ræða og að þar hafa vímuefni komið við sögu. Ekki eftirlitslaus á útihátíð SAMAN-hópurinn, samstarfshóp- ur um forvarnir, hefur á undanförn- um árum beint kröftum sínum að því að hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar og vekja athygli for- eldra á að þeir beri ábyrgð á börnum sínum allt til 18 ára aldurs. Skila- boðin eru alltaf skýr og jákvæð og meginstef þeirra er: „Fjölskyldan saman.“ Núna er verslunarmannahelgin á næsta leyti, en samkomur henni tengdar hafa því miður átt þátt í að ungmenni hafa leiðst út í vímuefna- notkun, með þeim skelfilegu afleið- ingum sem henni fylgir. SAMAN- hópurinn vill því beina því til allra aðstandenda unglinga 18 ára og yngri að leyfa ekki eftirlitslausa ferð á útihátíð. Ennfremur að fullorðnir kaupi ekki eða bjóði unglingum áfengi. Fjölskyldan er besta forvörnin Reynslan og rannsóknir hafa sýnt að þeim börnum farnast best sem verja sem mestum tíma með fjöl- skyldu sinni. (Sjá www.vimuvarn- ir.is). Þau eru mun ólíklegri en önnur börn til að neyta vímuefna og tengsl þeirra við fjölskyldu sína og aðra eru yfirleitt mjög góð og jákvæð. Gott framboð er af útihátíðum um þessa helgi þar sem allir aldurshópar geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margt ungt fólk langar til að fara á úthátíð en þau eru smeyk við það vegna þeirra slæmu atburða sem orðið hafa á mörgum þessara útihátíða. En þegar fjölskyldan fer saman getur unga fólkið tekið þátt í þeirri skemmtun sem því býðst og jafn- framt fundið fyrir þeirri öryggis- kennd sem því fylgir að vita af fjöl- skyldunni á sama svæði. Fullorðna fólkið veitir einnig ákveðið aðhald sem stuðlar að því að mótshaldið fari fram á þann hátt sem bæði móts- haldarar og þátttakendur vonast eft- ir. Skilaboðin eru: „Verum með börnunum okkar um verslunar- mannahelgina.“ GUÐMUNDUR GÍGJA, lögreglufulltrúi í forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík. R. MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, verkefnastjóri hjá Félagsþjónustu Kópavogs. Verum saman um verslunar- mannahelgina Frá Guðmundi Gígju og R. Maríu Þorsteinsdóttur: Morgunblaðið/Ómar „Reynslan og rannsóknir hafa sýnt að þeim börnum farnast best sem verja sem mestum tíma með fjölskyldu sinni,“ segir í greininni. Guðmundur Gígja R. María Þorsteinsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.