Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofan er lokuð í júlí og ágúst. Sími for- manns er 892 0215. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sumar- leyfa. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 13.30 söngstund, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9– 12 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Pútt- völlurinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. viðvera í Gjábakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað til 10. ágúst. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 myndbandssýning. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 morg- unstund, fótaaðgerð, kl. 12.30 verslunarferð. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, í fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstof- unni, Holtavegi 28 (hús KFUM&K gegnt Langholtsskóla) sími 588 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minning- arspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrkt- ar kirkjubyggingar- sjóði nýrrar kirkju í Tálknafirði eru af- greidd í síma 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrif- stofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvu- pósti (minn- ing@krabb.is). Hranfkelssjóður (stofnaður 1931) minn- ingarkort afgreidd í símum 551 4156 og 864 0427. Í dag er miðvikudagur 30. júlí, 211. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.)     Adam Smith, semstundur er nefndur faðir hagfræðinnar, fjallaði um skaðlega sam- vinnu fyrirtækja í bók sinni Auðlegð þjóðanna, sem kom út árið 1776. „Fólk sem stundar sömu atvinnugrein fer sjaldan hvert á annars fund, jafn- vel sér til skemmtunar og afþreyingar, svo að sam- ræður þess endi ekki í samsæri gegn almenningi eða einhverju ráðabruggi um að hækka verð.“ Þeir sem aðhyllast for- sjárhyggju og eru vantrúaðir á markaðinn vitna oft í þessi skrif Adams Smith til að afla þeirri skoðun fylgi, að ríkisvaldinu beri að efla eftirlit með fyrirtækjum og einstaklingum sem keppa á frjálsum mark- aði. Starfsmenn sam- keppnisráðs hafa meðal annars notað þessa til- vitnun í skýrslu um stjórnunar- og eigna- tengsl á Íslandi til að skjóta styrkari stoðum undir tilvist samkeppnis- yfirvalda.     En þar með er ekki öllsagan sögð, enda fá þeir sem nota tilvitnun í Adam Smith með þessum hætti, orð sín fljótt aftur í hausinn. Ef næsta setn- ing er látin fylgja með, sem hentar ekki öllum sem eru fylgjandi ströngu aðhaldi ríkis- valdins, kemur kjarninn í kenningu hans í ljós: „Ógerlegt er að koma í veg fyrir slíka fundi með neinum lögum sem unnt væri að framfylgja eða samrýma frelsi og rétt- læti. En þótt lögin geti ekki hindrað fólk úr sömu grein í því að safn- ast stundum saman, ættu þau ekki að auðvelda slík fundahöld og enn síður að gera þau nauðsynleg.“     Í nýjasta hefti Vísbend-ingar er þetta rifjað upp og segir þar að vandamálið við reglur, sem eiga að koma í veg fyrir ólöglegt samráð og einokun, er að þær gera oft illt verra. „Í staðinn fyrir að auka samkeppni hefta þær framgang við- skiptalífsins. Þær hvetja t.d. fyrirtæki til þess að sameinast, svo þau þurfi ekki að óttast að vera ásökuð um ólöglegt sam- ráð, án þess að samein- ingin hafi nokkurn hagkvæmnitilgang eða koma í veg fyrir samein- ingar sem raunverulegra samlegðaráhrifa gætti.“     Það er því vand-meðfarið hvernig eigi að bregðast við hætt- unni á skaðlegri sam- vinnu að mati Vísbend- ingar. „Besta leiðin er að reyna að skapa markaðs- aðstæður þar sem slík hringamyndun getur ekki þrifist, t.d. með því að auðvelda nýjum að- ilum að koma inn á mark- aðinn eða með óbeinum afskiptum ríkisins.“ Í því samhengi ber að hafa í huga að aðgangs- takmarkanir þrífast oft- ast í skjóli stjórnvalda og lögverndar. STAKSTEINAR Skaðleg samvinna fyrirtækja Víkverji skrifar... SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöldupp úr klukkan ellefu gekk Vík- verji meðfram sjónum vestur í bæ og dáðist að því sem fyrir augu bar. Sólin var að setjast, litadýrðin var ólýsanleg og það var stafalogn og blíða. Það voru örfáar hræður á ferli, nokkur ástfangin pör og á einum bekknum meðfram göngustígnum sátu útlendingar og mynduðu. Á sandinum í fjöruborðinu hafði svo maður komið sér fyrir á stólgarmi. Víkverji er þess fullviss að þessir út- lendingar sem áttu þess kost að eyða kvöldstundinni á bekknum í Vestur- bænum gleyma augnablikinu aldrei. Hvar annarsstaðar í heiminum geta þeir inni í miðri borg upplifað slíka stund, fámennið, kyrrðina, fegurðina og tærleikann? x x x DÓTTIR Víkverja hefur stundumheimsótt gæsluvöll undanfarið þar sem leikskólinn er í fríi og hún vill gjarnan fara á róló og hitta ein- hverja krakka á sínum aldri. Það er frábært að eiga kost á þessum möguleika, að barnið geti farið og leikið sér í nokkra tíma. Vík- verji las að lögð hefði verið fram til- laga hjá Leikskólaráði Reykjavíkur um að leggja af núverandi starfsemi gæsluvalla borgarinnar á næstu tveimur árum. Tillagan nær til allra gæsluvalla í borginni en sem stend- ur eru tólf gæsluvellir í Reykjavík. Það verða örugglega mikil viðbrigði fyrir mörg börn og foreldra þeirra ef af þessu verður. x x x VINUR Víkverja skrapp ágrænmetismarkaðinn í Mosfells- dal um síðastliðna helgi til að kaupa glænýtt klettasalat og sýna sig og sjá aðra. Það var múgur og marg- menni á markaðnum og verulega erfitt að fá bílastæði svo hann var við það að snúa við. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það er áhugi á svona grænmetismarkaði. Víkverji hvetur eigendur þessa markaðar eða aðra áhugasama til að að bjóða líka vöru sem ekki er ræktuð hérlendis, kaupa þegar uppskerutímabil stend- ur yfir glænýtt grænmeti eða ávexti og selja. Úvalið myndi endurspegla uppskerutímabil hverrar tegundar. Þegar uppskerutími strengjabauna væri þá gætu viðskiptavinir t.d. gert góð kaup á slíkri vöru. Markaðurinn gæti verið opinn um helgar frá því snemma á vorin og fram á haust. Víkverji er viss um að það yrði nóg að gera á svona markaði. x x x ÞEGAR Víkverji er á ferð umsveitir í útlöndum veit hann fátt skemmtilegra en að stoppa við veg- inn þar sem stendur á skilti að verið sé að selja heimatilbúna sultu, brauð eða eitthvað slíkt. Hann veltir fyrir sér hversvegna ekki sé meira gert af þessu hérlendis. Getur verið að ekki megi setja upp slík skilti við veginn? Morgunblaðið/Ómar Guðrún, Elías Ýmir og Jökull Máni í Leikskólanum Sæborgu. Þakkir fyrir gott námskeið MIG LANGAR til að þakka Fjörheimum og Vinnuskóla Reykjanesbæjar fyrir frá- bært námskeið sem dóttir mín fór á 2–11 júlí sl. Krökkum sem voru að klára 7. bekk í Reykja- nesbæ stóð til boða að fara á sumarnámskeið í boði ofan- greindra. Tilgangurinn var að kakkar úr öðrum hverf- um myndu kynnast betur. Krakkarnir mættu kl.10 og voru til kl 15–17 og höfðu þau með sér nesti. Nám- skeiðið samanstóð af eftir- töldu: Rútuferð til Reykja- víkur þar sem farið var í Rauða kross-húsið og þeim kynnt starfssemi þess, það- an var farið í fjölskyldu- og húsdýragarðinn og þar var þeim boðið upp á grillaðar pylsur, svo var endað í Nauthólsvík. Farið var út í Hafnir á Sæfiskasafnið, það var farið í hjólreiðaferð til Sandgerðis og skoðað Fræðasetrið. Þau skoðuðu lögreglu- og slökkvistöðina, farið var í ratleik um allan bæinn, þrisvar var farið í sund, og einnig fengu þau að prófa stomp. Endaði námskeiðið með ferð í Bláa lónið og útilegu, þar sem þeim var boðið upp á grill- mat og gistu þau í tjöldum í Sólbrekkuskógi. Fyrir þetta námskeið var allur kostnaður aðeins 3.000 kr. Þetta þykir mér frábært framtak og ættu önnur bæj- arfélög að taka sér þetta til fyrirmyndar. Hægt er að skoða myndir o.fl. á heima- síðu Fjörheima sem er www.fjorheimar.is. Dóttir mín var mjög ánægð með námskeiðið og þarna eign- aðist hún nýja vini úr hinum hverfunum. Takk kærlega fyrir þetta framtak. Ánægð móðir. Offors barna- verndarnefnda ÉG, UNDIRRITAÐUR, tek undir bréfið sem Laufey sendi Velvakanda og var birt 26. júlí 2003. Það hefur nefnilega brunnið við að barnaverndarnefndir hafi farið fram með offorsi gagn- vart einstaklingum, sam- búðarfólki og hjónum, og oft er það út af illum tungum. Ég skrifaði bréf til allra blaða um viss málefni barnaverndarnefnda, en það hefur ekki mátt birta þau neinsstaðar, virðist því miður ekki mega hallmæla þessum nefndum. Það er nefnilega þannig að fólk getur sammælst um að klekkja á náunganum því miður með hörmulegum af- leiðingum, hef sjálfur lent í því að sú aðferð var notuð gagnvart okkur hjónunum. En það er ekkert verið að athuga kærendur, þeir geta verið með allskonar lygar og þvætting, eitt af því sem var notað gagnvart mér var það ég væri alltaf fullur. En það var ekkert tekið mark á því sem við sögðum og ekki var talað við atvinnurek- anda og fleiri í kringum okkur, bara búið að ákveða málin að svona er þetta og svona verður þetta. Því mið- ur þá verður þetta svona þangað til að gert verður eitthvað róttækt í þessum málum, td. samþykkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar kemur fram að það skuli hlusta á börnin. En það er því miður ekki gert. Kveðja, Örn Ingólfsson, Granaskjóli 34, 107 Reykjavík. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust fyrir framan Drafnarstíg 2, Rán- argötumegin. Upplýsingar í síma 552 5337. Filmubox tapaðist FILMUBOX með filmu í tapaðist í síðustu viku. Eig- anda er það mikið í mun að endurheimta þessa filmu og er finnandi vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 566 7611. Jakki tapaðist LJÓSBRÚNN herrajakki úr flaueli tapaðist á Celtic Cross þann 26. júlí sl. Ef einhver hefur jakkann und- ir höndum eða veit hvar hann er niðurkominn, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 699 1896 eða 557 7799. Dýrahald Kassavanir kettlingar fást gefins ÞRÍR kettlingar fást gefins, þeir eru kassavanir. Upp- lýsingar í síma 698 4942. Flosa er sárt saknað FLOSI týndist þann 26. júlí sl. úr Seláshverfi. Hann er svartur með hvítan maga og hvítan depil aftan á aftari fæti. Hann er háfættur, grannur, fallegur og gæfur. Heimilisfang Flosa er Vest- urás 37. Þeir sem hafa orðið varir við Flosa vinsamleg- ast hafi samband í síma 567 0626 eða 868 8053. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 spilabunka, 4 harpa, 7 tortímir, 8 ófagurt, 9 skolla, 11 þref, 13 þekkir, 14 fórnargjöf, 15 hranaleg, 17 bjargbúa, 20 heiður, 22 beygir sig, 23 látin af hendi, 24 fýldar, 25 miður. LÓÐRÉTT 1 persónulegt mat, 2 heið- ursmerki, 3 hrygluhljóð, 4 íþrótt, 5 hola, 6 að baki, 10 fljót, 12 pikk, 13 knæpa, 15 hirslu, 16 unir við, 18 meðalið, 19 niður, 20 gerir óðan, 21 beitu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ritvillan, 8 lýjan, 9 mygla, 10 dóm, 11 tinna, 13 ann- ar, 15 skraf, 18 ataði, 21 jag, 22 líkna, 23 aldni, 24 ritlistin. Lóðrétt: 2 iðjan, 3 vanda, 4 lumma, 5 augun, 6 hlýt, 7 saur, 12 nía, 14 nit, 15 sull, 16 rukki, 17 fjall, 18 agans, 19 Andri, 20 iðin. Krossgáta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.