Morgunblaðið - 30.07.2003, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 41
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert aðlaðandi og átt auð-
velt með að heilla aðra. Þú
veist hver markmið þín eru
og veist sem er að þau eru
ekki óraunhæf.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það væri ekki úr vegi að
koma samskiptum þínum við
börn í betra horf. Þú þarft
einnig að huga að ástinni í
þínu lífi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hvað getur þú gert til þess að
bæta heimili þitt? Í dag mun
svarið við þessari spurningu
liggja ljóst fyrir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú er tilvalið að bæta sam-
skiptafærni sína. Gerir þú
einungis ráð fyrir því að aðrir
skilji þig? Þú verður að sýna
öryggi í samskiptum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að hugsa alvarlega
um hvað það er sem í raun
skiptir máli í þínu lífi. Ef þú
veist hvað skiptir máli þá
veistu hvað þú átt að vernda
og varðveita.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Staða himintunglanna gerir
það að verkum að dagurinn í
dag er tilvalinn til þess að
bæta framkomu sína. Tími
breytinga er runninn upp.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú þarft á tilbreytingu að
halda. Forðastu allar venjur
hins daglega lífs og gerðu
eitthvað óvenjulegt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú er tímabært að huga að
því hvers konar vináttu þú
býður öðrum. Ert þú góður
vinur? Vinátta er mikilvæg
og hana ber að taka alvar-
lega.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er gríðarlega mikilvægt
að setja sér markmið. Ekki
láta gylliboð og skyndigróða
afvegaleiða þig. Þú veist hver
þín raunverulegu markmið
eru.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hugsar mikið um trúmál
og heimspeki þessa stundina.
Þú hugsar eflaust meira um
fjarlæg lönd og framandi
staði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú getur ekki forðast það –
þarfir annarra munu stang-
ast á við þínar. Þetta þýðir
það að á einhverjum tíma-
punkti verður að gera mála-
miðlun.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vegna þess að vinátta skiptir
þig miklu skaltu gera allt sem
í þínu valdi stendur til þess
að rétta vinum þínum hjálp-
arhönd.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hugsaðu um einn eða tvo
hluti sem þú getur gert til
þess að bæta heilsu þína.
Veldu eitthvað til að byrja á
og eitthvað til að hætta.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Í fjalladal
Í fjalladal, í fjalladal
er fagurt oft á vorin,
er grænkar hlíð
og glóa blóm
og glymur loft af svanahljóm.
Í fjallasal, í fjallasal
er fagurt oft á vorin.
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 30.
júlí, verður sextug Dolly
Níelsen, Furugrund 56,
Kópavogi. Hún og eigin-
maður hennar, Pétur
Sveinsson, taka á móti vin-
um og vandamönnum á
heimili sínu á afmælisdag-
inn frá kl. 20–23. Blóm og
gjafir eru vinsamlega af-
þökkuð, en söfnunarbaukur
til styrktar Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð verður á
staðnum.
80ÁRA afmæli. KristínAxelsdóttir, kirkju-
organisti og ferðaþjón-
ustubóndi í Grímstungu á
Fjöllum, verður áttræð
föstudaginn 1. ágúst nk.
Kristín verður að heiman á
afmælisdaginn, en tekur á
móti gestum á heimili sínu í
Grímstungu að lokinni guðs-
þjónustu í Víðirhólskirkju kl.
16 laugardaginn 2. ágúst nk.
HINDRUNARSAGNIR
eru daglegt brauð við spila-
borðið en oftast ná þær ekki
lengra en upp á þriðja eða
fjórða þrep. Hér er meira í
lagt:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ ÁG108
♥ Á93
♦ Á3
♣Á852
Suður
♠ KD932
♥ --
♦ KD102
♣7643
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
6 hjörtu ! 6 spaðar Pass Pass
Pass
Stangarstökk vesturs upp
á sjötta þrep ber með sér að
hann eigi hjörtu í metravís
og því ákveður norður að
taka „örugga“ slemmu á
hættunni frekar en að dobla í
viðskiptaskyni. Vestur kem-
ur út með hjartakóng, lítið úr
borði og austur hendir tígli.
Það var og, vestur hefur
byrjað með tílit. Slemman er
augljóslega sterk, en spurn-
ingin er þessi: Er hægt að
tryggja 12 slagi?
Tígultían er lykilspilið og
svíning fyrir gosann er mjög
„heit“, en ekki fullkomlega
örugg í öllum tilfellum. Und-
ir þann leka má þó setja með
blöndu af öfugum blindum
og þvingun. Sagnhafi spilar
trompi á blindan og stingur
hjarta. Tekur svo trompin
svo lengi sem hann þarf og
dúkkar lauf:
Norður
♠ ÁG108
♥ Á93
♦ Á3
♣Á852
Vestur Austur
♠ -- ♠ 7654
♥ KDG10876542 ♥ --
♦ G6 ♦ 98754
♣10 ♣KDG9
Suður
♠ KD932
♥ --
♦ KD102
♣7643
Þetta er hættulega legan
þar sem vestur á aðeins eitt
svart spil og þar með tvo
tígla. Með því að stinga
hjarta tvisvar heima hefur
sagnhafi tryggt sér sex
trompslagi. Hann á fimm
örugga til hliðar og fær úr-
slitaslaginn sjálfkrafa með
upplýsingaþvingun. Í loka-
stöðunni verður austur að
valda laufið og getur því ekki
verið nema á þremur tíglum,
sem þýðir að það er óþarfi að
svína tíunni.
Slemman er því 100%.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
1. d4 c5 2. d5 e5 3. e4 d6 4.
Rc3 Be7 5. Bd3 Bg5 6.
Rge2 Bxc1 7. Dxc1 Re7 8.
0–0 0–0 9. f4 exf4 10. Dxf4
Rg6 11. Dg3 De7 12. Rb5
Re5 13. Rf4 Kh8 14. Rh5
Bg4 15. Rf4 a6 16. Rc3 b5
17. h3 Bc8 18. a4 b4 19.
Rd1 a5 20. Re3 b3 21.
Hae1 bxc2 22. Bxc2 g6 23.
Hf2 Rbd7 24. Rg4 Rxg4
25. hxg4 Re5 26. g5 Rg4
27. Hfe2 De5 28. Bd3
Staðan kom upp í A-
flokki skákhátíðarinnar í
Pardubice í Tékklandi.
Veniamin Shty-
renkov (2.514)
hafði svart
gegn Jacob
Sylvan (2.275).
28. ...c4! 29.
Bb1 hvítur
myndi tapa
manni eftir 29.
Bxc4 Dd4+. 29.
...f6! 30. gxf6
Hxf6 31. Hf1
g5 og hvítur
gafst upp enda
fátt til varnar
eftir 32. Rh5
Dd4+. Margir
Íslendingar
tóku þátt í mótinu og varð
lokastaða þeirra þessi:
52.–103. Stefán Kristjáns-
son 5½ vinning af 9 mögu-
legum. 104.–148. Jón
Viktor Gunnarsson og
Bragi Þorfinnsson 5 v.
149.–204. Sigurbjörn
Björnsson og Ingvar Jó-
hannesson 4½ v. 205.–
262. Dagur Arngrímsson
og Sigurður Páll Stein-
dórsson 4 v. 263.–289.
Guðmundur Kjartansson
3½ v. 290.–323. Jón Árni
Halldórsson 3. Tékkneska
skákkonan Lenka Ptácn-
íková, sem er búsett á Ís-
landi, fékk 4½ v. en alls
tóku 350 skákmenn þátt í
A-flokki.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
KIRKJUSTARF
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur Málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 530 9700.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug-
leiðing, altarisganga, léttur morgunverður.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12.
Kvöldbænir kl. 18. Eldri borgarar. Pútt alla
morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist
mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl.
13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma
511 5405.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10
undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur.
Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað
frá kirkjudyrum kl. 10:30 alla miðviku-
dagsmorgna undir stjórn Arnar Sigurgeirs-
sonar. Allir velkomnir að slást í hópinn.
Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest-
ur sr. Frank M. Halldórsson.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir.
Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í s.
567 0110.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á
vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safn-
aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spil-
að og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir
þá sem óska.
Garðakirkja. Kl. 10–12 Foreldramorgunn.
Heitt á könnunni. Foreldrar deila með sér
reynslu af barnauppeldinu.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Landakirkja. Kl. 11. Helgistund á Hraun-
búðum. Allir velkomnir. Sr. Þorvaldur
Víðisson.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.
„Það sem ekki má“, Lúk. 6,1–11. Ræðu-
maður Skúli Svavarsson.
Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir vel-
komnir.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, lestur
Orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt
fólk velkomið.
Morgunblaðið/Ómar
Neskirkja
Safnaðarstarf
85 ÁRA afmæli. Í dag30. júlí er Kristinn
Óskarsson, fyrrverandi
lögreglumaður, Hæðar-
garði 35 Reykjavík 85 ára.
Eiginkona hans er Bjarney
Ágústa Jónsdóttir.
80 ÁRA afmæli. Vil-borg Kristófers-
dóttir, húsfrú á Læk í Leir-
ár- og Melasveit, er áttræð í
dag, miðvikudaginn 30. júlí.
Hún verður að heiman á af-
mælisdaginn og frábiður sér
allar gjafir.
Súlumót frá formaco
● úr pappa
● einföld og þægileg í notkun
● fæst í mörgum lengdum
og breiddum
Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík
Sími 577 2050 • Fax 577 2055
formaco@formaco.is • www.formaco.is
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Hef verið beðinn að leita eftir góðri 3ja herbergja
íbúð í Kópavogi, Lindum, Smárum, Hjöllum og
víðar. Verðhugmynd 10-14 millj.
Allar nánari upplýsingar veitir
Bárður Tryggvason, sölustjóri, gsm 896 5221
eða á Valhöll fasteignasölu.
3ja herbergja íbúð óskast
í Kópavoginum
Afmælisþakkir
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig
á afmæli mínu þann 10. júní sl. Hörpukórnum á
Selfossi vil ég þakka fyrir þessa fallegu gjöf sem
þau sendu mér. Einnig vil ég þakka Ríkisútvarp-
inu fyrir þá miklu virðingu sem það sýndi mér
með því að gefa út tvo geisladiska með söng-
rödd minni, sem komu út á sjálfan afmælisdag-
inn og glöddu mig innilega. Einnig vil ég þakka
öllum sem stóðu að því að gefa út þessa diska.
Sigurveig Hjaltested,
óperusöngkona.