Morgunblaðið - 30.07.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 45
SKÍÐASAMBAND Íslands hefur
gengið frá ráðningu landsliðs-
þjálfara í alpagreinum. Nýr lands-
liðsþjálfari er James Dunlop, fer-
tugur Ástrali sem hefur þjálfað í
Evrópu meira og minna síðastliðna
tvo áratugi og býr í Danmörku.
Hann hefur mikla reynslu, var að-
alþjálfari hjá hollenska landsliðinu
á síðasta tímabili og árin 2000–2002
var hann þjálfari hjá hollenska
kvennalandsliðinu. Auk þess var
hann landsliðsþjálfari Ástralíu í eitt
ár. Haukur Bjarnason var síðast
landsliðsþjálfari í alpagreinum en
enginn slíkur starfaði síðasta vetur.
Nýr þjálfari
skíðalands-
liðsins FÓLK
REYNIR Leósson, miðvörður
knattspyrnuliðs Skagamanna,
missir líklega af leiknum gegn KR
á Akranesi í kvöld. Samkvæmt
heimasíðu ÍA tognaði Reynir í læri
þegar lið hans mætti Grindavík í
bikarkeppninni á dögunum.
KNATTSPYRNULIÐ Leifturs/
Dalvíkur hefur séð á bak tveimur
leikmönnum sem hafa snúið aftur
til fyrri félaga. Helgi Þór Jónas-
son er farinn til Þórs, þar sem
Jónas Baldursson faðir hans þjálf-
ar, og Gunnar Jarl Jónsson er
snúinn aftur til Leiknis í Reykja-
vík.
ANDRI Steinn Birgisson, sem
Fylkir lánaði til 1. deildarliðs Aft-
ureldingar í vor, er kominn aftur í
raðir Árbæjarliðsins.
ÖSTEIN Rötne, 25 ára gamall
norskur framherji, er genginn til
liðs við KFS frá Vestmannaeyjum
í 2. deildinni í knattspyrnu frá
dönsku félagi. KFS er í 8. sæti 2.
deildar með 14 stig.
JENS Lehmann, þýski landsliðs-
markvörðurinn í knattspyrnu, lék í
gær í fyrsta skipti í marki Arsen-
al, sem keypti hann frá Dortmund
í síðustu viku. Lehmann spilaði
fyrri hálfleikinn og átti náðugan
dag í 1:0 sigri á Besiktas frá Tyrk-
landi en leikið var í Austurríki.
Dennis Bergkamp skoraði sigur-
mark enska liðsins í byrjun síðari
hálfleiks.
RÜSTÜ Recber, tyrkneski
markvörðurinn hjá Barcelona,
slasaðist á æfingu með liðinu í
Bandaríkjunum í gær. Hann togn-
aði illa á ökkla og verður frá
keppni næstu vikurnar. Tvísýnt er
hvort Rüstü, sem Barcelona fékk
frá Fenerbache í sumar, verði
tilbúinn í slaginn þegar spænska
deildakeppnin hefst þann 31.
ágúst.
YOURI Djorkaeff, franski leik-
maðurinn hjá Bolton, var fluttur á
sjúkrahús á Möltu í gær með brák-
að kjálkabein þegar lið hans vann
Birkirkara, 2:1, á æfingamóti á
Miðjarðarhafseynni. Djorkaeff
slasaðist þegar hann skoraði sig-
urmarkið.
ÞÓ svo Tiger Woods og Ernie
Else séu í tveimur efstu sæt-
unum á heimslistanum dugði
það skammt þegar þeir mættu
Sergio Garcia og Phil Mickel-
son í holukeppni fjögurra efstu
kylfinga listans. Garcia og Mic-
kelson sigruðu 3-1 eftir að
Garcia setti niður langt pútt á
16. braut og kom þeim félögum
tvær holur yfir og tvær holur
eftir. Sjö holur þar á undan
höfðu fallið en Woods og Else
lentu þremur holum undir
strax í upphafi og áttu því á
brattann að sækja. „Það er erf-
itt þegar aðeins eru leiknar
átján holur að lenda þremur
holum undir svona snemma
leiks. Við hefðum hins vegar
getað gert betur, ég fékk til
dæmis þrjú góð tækifæri til að
vinna holu á síðari níu hol-
unum,“ sagði Woods.
Sigurvegararnir fengu 45
milljónir króna hvor og gefa 8
þeirra til góðgerðamála. Tiger
og Els fengu hins vegar tæpar
20 milljónir hvor og gefa 4 af
þeim til góðgerðarstarfsemi.
Woods og
Els töpuðu
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Opn
a
Plús
fer›
a
golfm
óti›
á Str
anda
velli
Hel
lu
Kynningar á golffer›um haustsins á sta›num og á www.plusferdir.is
Sunnudagur 3. ágúst
• Punktakeppni me› forgjöf
• Karla- og kvennaflokkur
• Vegleg ver›laun
Skráning í síma 4878208
Morgunblaðið/Arnaldur
Atli Jóhannsson úr ÍBV og Sverrir Sverrisson úr Fylki eigast við í leiknum á Fylkisvelli í gærkvöld.
Ólafur Páll var ánægður með leiksinna manna enda fór hann á
kostum framan af en minna sást af
honum eftir hlé. „Við
spiluðum mjög vel og
það gekk allt upp
sem við lögðum upp
með svo að ég er
mjög ánægður með leikinn. Við ætl-
uðum að keyra hratt á þá fyrstu tutt-
ugu mínúturnar og láta finna fyrir
okkur á heimavelli, því við eigum
þennan völl og látum ekkert vaða ofan
í okkur hérna. Við ætluðum að skora
strax í byrjun og það gekk eftir en svo
bökkuðum við eins og gerist alltaf en
sóttum svo með skyndisóknum þegar
Eyjamenn þurftu að koma framar.
Það er ekki alltaf skipulagt að bakka
svona aftar en vill til þegar menn
skora en þegar kom fram í síðari hálf-
leikinn ætluðum við að bíða eftir þeim
og það gekk mjög vel eftir auk þess að
við skoruðum í lokin,“ bætti Ólafur
Páll við en telur að hvergi megi slaka
á þó vel gangi nú. Fylkismenn eru í
efsta sæti deildarinnar en reynslan
ætti að hafa kennt þeim að það dugir
ekki til. Skemmst er að minnast þeg-
ar þeir misstu af titlinum í fyrra með
tapi fyrir KR á lokasprettinum. Þeir
hafa unnið alla heimaleiki sína en að-
eins einn leik á útivelli. „Við ætluðum
okkur að vera í baráttunni á toppnum
og það er að ganga eftir en það er nóg
eftir af mótinu. Við leggjum því ekki
árar í bát, gefum okkur alla í leikina
sem eftir eru og ef við spilum svona
áfram verður erfitt að stöðva okkur.“
Fúll yfir að við vorum ekki betur
á verði í byrjun
Magnús Gylfason, þjálfari Vest-
mannaeyinga, var ekki eins ánægður
enda mátti hann eiga von á miklum
sprettum þegar Ólafur Páll, Haukur
Ingi Guðnason og Sævar Þór Péturs-
son stilltu sér upp í fremstu víglínu
Fylkis. „Ég er fúll yfir að við skyldum
ekki vera betur á verði í upphafi því
við vissum hvað þeir ætluðu sér að
gera og mörkin voru eiginlega gjafir
til þeirra. Ég var með skipulag þeirra
á hreinu, þeir spila alveg eins og þeir
gerðu á móti okkur heima – stinga
boltanum fram með löngum sending-
um úr vörninni og í öðru markinu gef-
um við boltann eftir á miðjunni og
þeir fara strax á bak við vörnina, því
þeir eru snöggir frammi,“ sagði
Magnús þjálfari eftir leikinn en hann
sagði síðari hálfleik betri hjá sínum
mönnum en þar hafi jafnvel mótherj-
ar þeirra slakað aðeins á. „Eftir hlé
náðum við að hægja á Fylkismönnum
en þeir jafnvel slógu aðeins af. Við
ætluðum að fara hægar inn í síðari
leikinn og síðan freista þess að pressa
á þá. Okkur tókst að skapa nokkur
færi en ekki að nýta þau.“
Eyjamenn eru enn á róli um miðja
deild en það munar aðeins fjórum
stigum á þeim og Val, sem er í öðru af
fallsætum deildarinnar. „Við erum
enn um miðja deild og vonandi verð-
um við þar eða ofar. Það er stutt í
báða enda og hver einasti leikur er
brjáluð barátta. Fylkismenn eru með
stemningslið og spila mun betur hér
en á útivelli. Hérna gírast þeir allir
upp og við áttum ekkert svar við því í
fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn.
„ÉG get nú farið að raka mig eftir að hafa safnað skeggi í margar
vikur,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, sem skoraði sitt fyrsta mark
fyrir Fylki í sumar þegar lið hans vann ÍBV, 3:0, í gærkvöld. Ólafur
Páll lék sinn 10. deildaleik fyrir félagið og hafði fengið nokkur færin
en markið látið bíða eftir sér og drengurinn orðinn loðinn í framan.
„Ég var í smá veðmáli við Ólaf Inga Skúlason um að ég mætti ekki
raka mig fyrr en ég skoraði. Ég klúðraði víti á móti Fram og fékk
ekki að raka mig eftir það og það var víst ekki nóg að fá víti í síðasta
leik svo ég varð að skora í þessum. Ég er búinn að safna svo lengi
að mig er hætt að klæja undan skegginu en það voru ýmsir farnir að
setja út á það og ég varð að fara svona í brúðkaup hjá bróður mín-
um.“
Stefán
Stefánsson
skrifar
„Ég get loksins
farið að raka mig“
Ólafur Páll Snorrason með sitt fyrsta mark fyrir Fylki