Morgunblaðið

Date
  • previous monthAugust 2003next month
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 05.08.2003, Page 8

Morgunblaðið - 05.08.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið nýtt og glæsilegt útlit og býðst nú betur búinn en áður. Öflugar vélar, tölvustýrð spólvörn, þriggja punkta bílbelti og höfuðpúðar fyrir alla farþega. Flex-7 sætakerfið gerir þér kleift að breyta bílnum eftir þínu höfði á svipstundu. Zafira er glæsilegur án þess að slá af öryggiskröfum. Einstaklega rúmgóðar innréttingar en þó nett útlit gera Opel Zafira að hinum fullkomna fjölskyldubíl. Komdu, skoðaðu og prófaðu! Opel Zafira 7 mann a Nýtt útlit – meira öryggi Nú hefur fjölskyldan enn fleiri ástæður til þess að fá sér splunkunýjan Opel Zafira. -Þýskt eðalmerkiSævarhöfða 2a · sími 525 9000 · bilheimar@bilheimar.is · www.bilheimar.is Ingvar Helgason F í t o n / S Í A F I 0 0 7 5 7 5 Öflugar vélar í boði: • 1,8 ltr. 125 hestöfl• 2,0 ltr. dísilvél meðsjálfskiptingu Þú misskilur mig læknir, mig vantar ekki gleraugu, bara litlinsur, svo það sjáist ekki hvað ég er agalega bláeygður. Handverkshátíð á Hrafnagili Baulaðu nú Búkolla mín HIN árlega hand-verkshátíð áHrafnagili í Eyja- fjarðarsveit verður sett af Guðna Ágústssyni þann 7. ágúst næstkomandi. Þema hátíðarinnar í ár er kýrin en hátíðin stendur yfir til 10. ágúst. Dögg Árnadóttir er framkvæmdastjóri há- tíðarinnar. Hvaðan kom hugmyndin að handverkshátíðinni? Eyjafjarðarsveit ætlar hátíðinni að vekja athygli á þeirri ríku handverkshefð sem áður var til staðar og að skapa handverksfólki vettvang til að sýna og selja vöru sína ásamt því að standa að fræðslutengdu handverki. Hvað verður til sýnis á hátíðinni? Sýningar tengdar þema hátíð- arinnar standa yfir alla helgina. Meðal annars munu leiðbeinendur á þeim námskeiðum sem haldin eru í tengslum við hátíðina sýna vörur sínar auk þess að vera með eitthvað verklegt. Í þemabás verð- ur unnið með kýrhúðir og kálf- skinn, kýrhorn og bein. Norður- mjólk verður með sýningu á nútíma tækjum til mjólkurvinnslu en Laufáshópurinn verður með mjólkurvinnslu upp á gamla mát- ann. Þá getur hver sem vill tekið þátt í spunakeppninni „Taktu hár úr hala mínum“. Rokkur verður til staðar og er viðfangsefnið frjálst en spunnið verður úr kýrhalahár- um. Hvað er á skipulagðri dagskrá helgarinnar? Á föstudaginn verður haldin há- tíðin „Kýr 2003“ sem er nokkurs konar fegurðarsamkeppni kúa. Framkvæmdaraðilar þeirrar sýn- ingar eru Búgarður, ráðgjafar- þjónusta á Norð-Austurlandi í samstarfi við Leiðbeiningarmið- stöðina ehf. á Sauðárkróki, ráðu- nautaþjónustu Húnaþings og Stranda, Landssamband kúa- bænda og aðildafélög þess á Norð- urlandi. Dómnefnd skipuð dómur- um sem vit hafa á þessum málum munu velja fallegustu kúna. Krakkar munu líka sýna kálfana sína sem þau hafa tamið. Kepp- endurnir eru frá Skagafirði, Eyja- firði og Þingeyjarsýslu. Á föstu- dag stendur einnig til að halda svokallað „sveitafitness“ þar sem bændur og fitnessfólk munu mæt- ast. Keppnin verður með grínívafi þó tekið verði á, böggum, lyft og annað slíkt. Á laugardaginn klukk- an þrjú verður skemmtidagskrá þar sem Anna Katrín Guðbrands- dóttir sigurvegari Söngvakeppni framhaldsskólanna í ár mun syngja, auk þess sem fleiri tónlist- aratriði verða á dagskránni. Að henni lokinni hefst hópspuna- keppni þar sem keppt er í hópum og fær hver hópur ákveðið magn efnis. Á hann síðan að vinna eitt- hvað ákveðið úr efninu, í fyrra átti t.d. að búa til bikiní. Uppskeruhá- tíð verður haldin á laugardags- kvöldinu þar sem veitt- ar verða viðurkenningar og verðlaun í spunakeppn- unum. Að henni lokinni tekur við skemmtidag- skrá á vegum Menningarmála- nefndar Eyjafjarðarsveitar sem Freyvangsleikhúsið sér um. Hvað er kálfstak? Kálfstaki má líkja við það sem flestir þekkja sem Grettistak. Hægt verður að reyna krafta sína með slíku kálfstaki á hátíðinni en þar verður komið upp nokkrum misþungum steinum sem ígilda þyngd nýfædds kálfs upp í sex mánaða aldur. Gamalt húsráð er að lyfta sama kálfinum einu sinni á dag og þá eykst styrkur manns í samræmi við aukna þyngd kálfs- ins. Hvað verður í boði fyrir börnin ? Sýningin „Börn og handverk 2003“ mun hanga uppi á hátíðinni. Þar gefur að líta teikningar og málverk af kúm eftir krakkanna í leikskólunum hérna á svæðinu. Einnig verðum við með barnabás þar sem börnunum gefst tækifæri á að vinna með íslenskt handverk. Á sunnudaginn klukkan þrjú verð- ur barnastund þar sem Saga Jóns- dóttir leikkona mun lesa söguna af Búkollu. Einnig verða fimm heppnir þáttakendur í sýningunni „Börn og handverk 2003“ dregnir út í happdrætti. Hvaða námskeið verða haldin í tengslum við hátíðina ? Þar ber helst að nefna námskeið Theresu Johanson, nýkrýnds Norðurlandameistara í eldsmíði 5. og 6. ágúst. Eftir hátíðina, 11. til 13. ágúst verða tvö námskeið. Curt Bengtson verður með námskeið í blöndukönnugerð en um hana seg- ir svo: Blöndukanna var það ílát sem stóð við útidyr bæja á Íslandi og svalaði þorsta þeirra sem þyrstir voru. Þá mun Sigga á Grund halda námskeið í útskurði á spæni. Hún hefur haldið sig við gamlar hefðir í lögun spónanna og útskurðarmunstra jafn- vel með fangamörkum og nafni eigenda líkt og gert var áður fyrr. Hvernig hefur að- sóknin verið? Hátíðin hefur verið mjög vel sótt og aðsóknin aukist ár frá ári. Nú í ár sýna á annað hundrað manns víðs vegar af á landinu handverk sitt á sýningunni. Það er skemmtilegt hvað það hefur skap- ast mikil hefð fyrir hátíðinni hérna, öll sveitin tekur þátt og enginn vill missa af þessu. Gest- irnir koma víða að og alltaf er eitt- hvað um erlenda ferðamenn. Dögg Árnadóttir  Dögg Árnadóttir er fædd á jóladag 1976, hún ólst upp á Kirkubæjarklaustri en flutti það- an til Reykjavíkur og útskrif- aðist með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1996. Dögg er nú búsett á Akureyri og er að ljúka námi af Rekstrar- og viðskiptafræði- deild, ferðaþjónustubraut, Há- skólans á Akureyri. Hún hefur síðastliðin fjögur ár starfað sem þolfimikennari í World Class, Akureyri. Dögg er fram- kvæmdastjóri Handverk 2003 á Hrafnagili. Sambýlismaður Daggar er Ásgeir Leifur Hösk- uldsson. Kálfatak ekki ósvipað Grett- istaki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 208. tölublað (05.08.2003)
https://timarit.is/issue/251586

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

208. tölublað (05.08.2003)

Actions: