Morgunblaðið - 05.08.2003, Síða 14
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku hafa
verið vöruð við því, að dauðsföllum
af völdum alnæmis muni fjölga mik-
ið í landinu á næstunni, verði ekki
gripið til fáanlegra lyfja í barátt-
unni gegn sjúkdómnum. Talið er,
að 360.000 manns hafi fallið fyrir
honum árið 2001 eða næstum 1.000
manns daglega. Kom þetta fram á
alnæmisráðstefnu, sem nú er haldin
í Durban í S-Afríku. Voru stjórn-
völd í landinu harðlega gagnrýnd
fyrir að draga lappirnar í stríðinu
við þennan mikla vágest og láta við
það sitja að ráðleggja fólki að borða
hollan mat eins og hvítlauk og ólífu-
olíu. S-afrískir baráttumenn söfn-
uðust í gær saman fyrir utan ráð-
stefnusalinn í Durban og minntu á
það með sínum hætti hvaða afleið-
ingar sinnuleysi stjórnvalda hefur
fyrir íbúana.
Reuters
1.000 manns falla daglega
ÍSRAELAR munu ekki draga
herlið sitt frá fleiri borgum á
Vesturbakkanum fyrr en pal-
enstínsk stjórnvöld hafa skorið
upp herör gegn herskáum sam-
tökum Palestínumanna, sagði
varnarmálaráðherra landsins í
gær en palestínskir byssumenn
skutu á fjóra Ísraela í bíl í
Jerúsalem á sunnudagskvöld.
Al-Aqsa samtökin kváðust
bera ábyrgð á ódæðinu en í
árásinni særðust 39 ára gömul
kona og dóttir hennar auk
tveggja annarra barna. Utan-
ríkisráðherra Palestínu, Nabil
Shaath, fordæmdi árásirnar en
sagði sveitir stjórnar sinnar
ekki nægilega sterkar á Vest-
urbakkanum til að geta haft
hendur í hári byssumannanna.
„Hefði þetta gerst í Gaza hefð-
um við elt þetta fólk uppi og
fangelsað það,“ sagði hann.
Árásin á sunnudag var sú
fyrsta síðan Ísraelar drógu her-
lið sitt frá hluta Gaza-svæðisins
og Betlehem í byrjun júlí.
Endurskoða
byggingu múrs
Haft var eftir ísraelskum
embættismönnum að stjórnin
hygðist endurskoða byggingu
girðingar og múrs, sem á að
skilja á milli byggða Palestínu-
manna og Ísraela, vegna þrýst-
ings frá bandarísku og palest-
ínsku stjórninni. Múrinn hefur
hleypt illu blóði í Palestínu-
menn og þykir stefna friðarvið-
ræðum í hættu. Ísraelsstjórn
birti í gær lista yfir 342 Palest-
ínumenn sem hún hefur sam-
þykkt að láta lausa þar af 183
sem sitja inni fyrir þátttöku í
ofbeldisfullum aðgerðum.
Herinn
ekki frá
Vestur-
bakk-
anum
Jerúsalem. AP.
COLIN Powell,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna,
blæs á sögusagnir
um að hann ætli
sér ekki að sitja
áfram í ríkisstjórn
George W. Bush,
forseta Banda-
ríkjanna, fari svo,
að Bush beri sigur
úr býtum í kosningunum á næsta ári.
Svo hefur verið haft eftir ónafn-
greindum heimildamönnum.
Washington Post flutti þá frétt, að
Powell hefði þegar skýrt Hvíta húsinu
frá því að hann ætlaði að hætta en
talsmaður utanríkisráðuneytisins,
Philip Reeker, vísaði því strax ákveð-
ið á bug.
Powell sagði sjálfur í útvarpsviðtali
í gærkvöldi að frétt Washington Post
væri algerlega byggð á slúðri. „Þetta
er tóm vitleysa,“ sagði hann um frétt-
ina, „Ég veit ekki um hvað þau eru að
tala. [...] Ég og forsetinn höfum ekki
rætt um neitt annað en að ég haldi
áfram í embætti.“
Erfitt og slítandi embætti
Aftur á móti var haft eftir heimild-
armönnum nánum Powell, að hann
ætlaði að sitja út kjörtímabilið en ekki
lengur. „Það er ekkert leyndarmál, að
hann ætlar ekki að sitja lengur. Hann
lagði raunar á það áherslu þegar hann
tók við embættinu, að hann ætlaði
ekki að vera nema eitt kjörtímabil,“
sagði ónefndur heimildamaður og
benti á, að sjaldgæft væri, að menn
gegndu þessu erfiða embætti í tvö
kjörtímabil. Þá á Powell að hafa lofað
eiginkonu sinni að sitja ekki lengur í
embætti en fjögur ár.
Einnig hefur verið fullyrt að að-
stoðarutanríkisráðherrann, Richard
Armitage, hafi sagt Condolezzu Rice,
öryggismálaráðgjafa Bush að hann
og Powell myndu yfirgefa stjórnina
hvort sem Bush sigraði eður ei. Pow-
ell vísaði þessu á bug í gær og sagði að
samtalið hefði aldrei átt sér stað.
Segir fréttirnar
vera slúður
Washington. AFP.
Colin Powell
Sögusagnir um að Powell vilji hætta
ÞING Azerbaíjans staðfesti í gær
tilnefningu Ilhams Alievs, sonar
Geidars Alievs, í embætti forsætis-
ráðherra. Þar með er leiðin greið
fyrir Ilham að taka við forsetaemb-
ætti af föður sínum en Geidar, sem
er áttræður, hefur legið á
tyrknesku hersjúkrahúsi í tæpan
mánuð.
Geidar Aliev hefur lengi átt við
vanheilsu að stríða. Hann ætlar
samt að bjóða sig fram til endur-
kjörs í forsetakosningunum í októ-
ber en margir telja að hann sé að
undirbúa að afhenda syni sínum
völdin.
Ilham hefur einnig boðað fram-
boð sitt í kosningunum en sagði í
sjónvarpsviðtali um helgina að það
væri eingöngu í þeim tilgangi að
geta aðstoðað föður sinn með
áhrifaríkari hætti.
Ilham Aliev, sem er 41 árs, hefur
orðið stöðugt meira áberandi í
Azerbaíjan á undanförnum árum.
Hann er aðstoðarforstjóri ríkisolíu-
félagsins, formaður ólympíunefndar
landsins og varaformaður Yeni
Azerbaíjan, stjórnarflokks landsins.
Geidar Aliev, sem er fyrrverandi
embættismaður í sovésku leyniþjón-
ustunni KGB og stjórnaði Azerbaíj-
an meðan það var hluti af Sovétríkj-
unum, tók við völdum þegar ríkið
varð sjálfstætt árið 1993. Honum er
þakkað að friðsamlegt er nú í land-
inu en þar börðust áður uppreisnar-
menn gegn stjórnvöldum og einnig
var mikill rígur innan ríkisstjórn-
arinnar.
Sonur forseta verður
forsætisráðherra
Baku. AP.
LEIÐTOGAR biskupakirkjunnar í
Bandaríkjunum frestuðu að greiða
atkvæði um hvort Gene Robinson,
sem hefur viðurkennt að vera sam-
kynhneigður, yrði gerður biskup í
New Hampshire en til stóð að greiða
atkvæði í gær. Ástæðan var sögð
ásakanir um að hann hefði snert
mann á ósæmilegan hátt og mælt
með klámsíðu á netinu.
Á sunnudag hafði fulltrúadeild
kirkjunnar, skipuð lærðum og leik-
um frá öllum biskupsumdæmum
landsins, samþykkt með tveimur
þriðju hlutum atkvæða að mæla með
Robinson í embættið. Robinson var
kjörinn biskup í sínu umdæmi í júní
en þess er krafist að meirihluti full-
trúa í biskupadeildinni samþykki
valið. Mjög sjaldgæft er að biskups-
val einstakra sókna sé ekki sam-
þykkt.
Íhaldssamir meðlimir kirkjunnar
hafa brugðist harkalega við og marg-
ir hótað að segja sig úr henni verði
Robinson biskup. Þannig sagðist
Ameríska biskupakirkjuráðið þar
sem íhaldssamir prestar og biskupar
eiga sæti, „harma innilega“ að niður-
staðan hefði orðið þessi og hyggst
ráðið kalla saman fund í október þar
sem tekin verður ákvörðun um hvort
íhaldssamir kljúfi sig úr kirkjunni
eða grípi til annarra aðgerða. Vali
hans hefur einnig verið mótmælt af
trúarleiðtogum um heiminn, sér-
staklega í þróunarlöndunum.
Alþjóðaráð biskupakirkjunnar
segist einnig muni skoða hvort það
vilji kljúfa sig frá Amerísku kirkj-
unni en um 77 milljónir manna um
allan heim tilheyra biskupakirkj-
unni. Ef svo verður gætu skapast
harðar deilur um eignir og sjóði
kirkjunnar. Frjálslyndir segja hins
vegar að hótanirnar séu ýktar og
minna á að íhaldssamir hafi einnig
hótað að kljúfa kirkjuna þegar rætt
var hvort leyfa ætti konum að gegna
embættum innan hennar.
Talaði til andstæðinga sinna
Robinson hvatti andstæðinga sína
til að segja sig ekki úr kirkjunni en
sagðist ekki bera ábyrgð á því ef þeir
gerðu svo. „Það sem bindur okkur
saman er trúin,“ sagði hann. „Engin
málefni eiga að vera mikilvægari en
trú okkar á Jesú Krist.“
Valið á Robinson kemur stuttu eft-
ir að páfi efndi til herferðar gegn
hjónaböndum samkynhneigðra og
George Bush Bandaríkjaforseti lét
hafa eftir sér að hjónaband samkyn-
hneigðra gæti aldrei jafnast á við
hjónaband á milli karls og konu.
Söguleg atkvæðagreiðsla í Bandarísku biskupakirkjunni
Gæti orðið fyrsti sam-
kynhneigði biskupinn
Íhaldssamir
hóta að kljúfa
kirkjuna
AP
Gene Robinson fær hér koss eftir að
fulltrúadeildin samþykkti að til-
nefna hann sem biskup á sunnudag.
Minneapolis. AP.