Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 22
MINNINGAR 22 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar KristinnGuðlaugsson fæddist í Miðkoti, Upsaströnd á Dalvík 19. maí 1917. Hann lést á Dalbæ, dvalar- heimili aldraðra á Dalvík, 27. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Anna María Jónsdóttir, húsfreyja í Miðkoti, og maður hennar, Jónas Guð- laugur Sigurjónsson, bóndi og sjómaður. Gunnar Kristinn var fjórði í röð sex al- systkina. Elstur var Sigurjón Páll, bóndi og skipstjóri, látinn; þá Jó- hann Árni múrari, látinn; Jóhann- es Friðrik, lést sextán ára gamall; Sigurpáll Anton fiskimatsmaður; og Dórothea Sigrún húsmóðir. Anna María missti Jónas Guðlaug, mann sinn, 10. janúar 1924. Hún giftist aftur Kristni Hallgrímssyni sjómanni. Börn þeirra og hálf- systkini Gunnars Kristins eru: Svava, dó á þriðja ári; Svava Ragn- heiður, látin; og Arngrímur Ægir vélstjóri. Gunnar Kristinn kvæntist 2. apr- íl 1940 Aðalheiði Þorleifsdóttur frá Hóli á Upsaströnd, f. 12. september 1918, d. 4. júní 2002. Þau reistu sér hús á Karlsbraut 6, Dalvík, árið 1949, þar sem þau áttu síðan heimili alla sína búskapartíð. Sonur þeirra er Atli Rafn Kristinsson, f. 7. febrúar 1947. Börn hans og fyrrverandi eiginkonu hans, Guð- rúnar Ernu Hreið- arsdóttur, f. 19. októ- ber 1946, eru Þórdís Björk, f. 19. nóvem- ber 1971; Aðalheið- ur, f. 12. september 1975; og Kristinn Gunnar, f. 27. júní 1982. Kristinn vann lengi framan af ævi við múrverk, lengst af með Árna bróður sínum. Hann stjórn- aði í allmörg ár fiskverkun við út- gerð Egils Júlíussonar á Dalvík og síldarsöltun hjá Söltunarfélagi Dalvíkur. Um nokkurra ára skeið var hann verkstjóri hjá Dalvíkur- bæ. Þá varð hann sláturhússstjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. Hann var kjörinn í bæjarstjórn Dalvíkur árið 1982 og var um tíma forseti bæjarstjórnar. Í fjölmörg ár sat hann í nefndum á vegum bæjar- félagsins, lengst af í byggingar- nefnd. Útför Kristins verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Með örfáum orðum langar mig að minnast afa míns, Kristins Guð- laugssonar. Svo fjarri heimkynnum fellur mér þungt að kveðja hann. Mér verður hugsað til sumranna þegar ég dvaldi hjá afa og ömmu fyr- ir norðan. Afi var mjög fjölhæfur og gefandi maður. Ég lærði mikið af honum, hvort sem það var um tré- smíði, veiði eða garðyrkju. Ekki síst var honum mikilvægt að kenna mér ýmislegt um lífið, þó að við höfum ekki alltaf verið sammála. Af öllum þeim mörgu góðu eigin- leikum sem afi hafði, mun þó kímni- gáfa hans og brosið verða mér minn- isstæðast. Aðalheiður Atladóttir. Þegar setið er uppi á holtunum fyrir utan Brimnesána á blíðum sumardegi blasir við hin fegursta mynd. Fagurlega máluð mynd af Eyjafirðinum með hvítleit austur- fjöllin í baksýn, Grenivík í fjarska, Hrísey nær og Dalvíkina þar sem hún skerst inn í vesturströndina. Inni í þessari mynd er mannlífið bæði í nútíð og fortíð. Nú er kominn brestur í þessa mynd. Kristinn föðurbróðir okkar, hann Kiddi frændi, er dáinn. Hann tilheyrði kynslóð sem er nú sem óðast að kveðja. Kynslóð sem ól okkur upp og kenndi okkur að vinna. Bar áfram til okkar vinnubrögð sem þekkjast jafnvel ekki lengur og áréttaði við okkur að vera heiðarleg, vandvirk og standa pliktina. Við eig- um þessu fólki þökk að gjalda. Kiddi frændi var minnisstæður fyrir margt. Glettnina og spaugsyrð- in sem lágu honum svo létt á tungu, munnhörpuspilið og gestrisnina sem aldrei þraut. Við munum hann líka vegna sérstakrar snyrtimennsku og vandvirkni við hvað sem hann lagði hönd á. Um þessa eiginleika bar heimili þeirra Öllu konu hans glöggt vitni, bæði utan húss og innan. Ekki síst verður munað eftir Kidda sem listamanni, útskurðarmeistara sem skilur eftir sig marga snilldargripi á heimilum vina og ættingja og eflaust víðar. Væri hann ungur í dag stund- aði hann ugglaust listnám. Hjónin Kiddi og Alla voru styrkar stoðir í dalvísku samfélagi og búseta þeirra á Karlsbraut 6 var einn þáttur í því bandi sem hélt samfélaginu í skorðum. Þau virtu okkur börnin sem einstaklinga og mátu vinnu okk- ar að verðleikum, voru veitul og gjöf- ul og til þeirra var gott að koma. Í hugum okkar er Kiddi frændi tákn fyrir hið trausta og óbrot- gjarna, við kveðjum hann með virð- ingu, hlýhug og þökk. Við sendum Atla og barnabörnunum hjartans samúðarkveðjur. Systkinin frá Lundi. Föðurbróðir minn, Kristinn Guð- laugsson, verður í dag til moldar bor- inn frá Dalvíkurkirkju. Frá því að ég fyrst man eftir mér eru minningar mínar tengdar fjöl- skyldunni í Karlsbraut 6, þeim Kidda, Öllu móðursystur minni og Atla syni þeirra. Auk skyldleikans var samgangur og samvinna bræðr- anna og systranna það mikill að stundum hafði ég á orði að við Atli værum næstum því systkini. Þær systur Alla og Þórgunnur unnu áratugum saman í fiskverkun og kunnu þær svo sannarlega tökin á gullinu úr greipum Ægis. En þær höfðu líka tök á fleiru. Þær voru forkar til allra verka og hannyrðir og blómarækt léku í höndum þeirra. Bræðurnir Kiddi og Árni unnu sam- an í múrverki og ráku steypuverk- stæði í áratugi. Báðir afkastamiklir og verklagnir menn. Aldrei skarst alvarlega í odda með þeim bræðrum en oft var heitt í kolunum og hiti í hamsi, sem þó aldrei risti djúpt enda báðir fljótir til sátta og bræðraband- ið sterkt. Það var þá ekki fyrir neina au- kvisa að vera með þessu fólki í hey- skap. En fjárhús og nokkrar kindur áttu þau saman niður á bakkanum. Þegar brússandi þurrkur var þýddi lítið að ætla sér annað en taka hrífu í hönd og koma heyi í hlöðu og þá dugðu engin vettlingatök. Í mínum huga er þetta fólk af þeirri kynslóð sem lagði grunninn að þeirri velmeg- un sem við búum við í dag og fyrir það vil ég þakka. Á yfirborðinu virtist Kiddi mörg- um hrjúfur eins og oft er um þá, sem ekki hafa fæðst með silfurskeið í munni og sannarlega má segja að ekki hafi verið mulið undir Kidda frekar en marga aðra af hans kyn- slóð. Hann var skapmikill, eins og hann átti kyn til, en kunni að hemja sitt skap og oftast var stutt í glens og hlýju. Kiddi gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir Dalvík og Dalvík- inga. Hann átti bæði beint og óbeint sinn þátt í að byggja upp staðinn. Það gerði hann sem múrari á sínum tíma og með þátttöku í félags- og sveitarstjórnamálum. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Hrólfur á Dalvík og ég tel að ekki sé of djúpt í árina tekið að fullyrða að Kiddi hafi átt stærstan þátt í að end- urbyggja Bergó, hús þeirra Kiwanis- manna. Sama var að hverju hann gekk, verklagnin, lipurðin og fjölhæfnin var ávallt til staðar. Það má segja að allt hafi leikið í höndum hans. Eftir að Kiddi hætti störfum fór hann að fást við útskurð í tré. Eru það ófáir sem eiga fallega muni úr hans högu hendi. Þá var hann natinn við trjá- ræktun. Hann reisti þeim hjónum lítinn reit úti í Svarðargröfum. Þar plöntuðu þau hjón trjám og nutu oft góðra stunda í faðmi vina og ætt- ingja. Kiddi var ótrúlega næmur á skondnar og bjartar hliðar mannlífs- ins. Á góðri stundu hermdi hann eft- ir fólki þannig að hver leikari hefði getað verið stoltur af. Sögumaður var hann slíkur að unun var á að hlýða.Voru sögurnar hans oftar en ekki af mönnum og málefnum úr því umhverfi sem hann hrærðist í og nutu leikhæfileikar hans sín þá til hins ýtrasta. Kiddi var af þeirri kynslóð sem ekki naut langrar skólagöngu en hann var vel menntaður í orðsins besta skilningi. Létt reyndist honum að yrkja og eftir hann liggja margar vísur og kvæði. Hann hafði ánægju af söng og tónlist og spilaði listavel á munnhörpu fram á síðasta dag. Margir leituðu í smiðju til hans og báðu hann að semja greinar, pistla og skemmtiefni og fóru fáir bónleiðir frá honum. Margt er ósagt í þessum orðum um Kristin Guðlaugsson sem var góður maður og skilaði ósviknu dagsverki fyrir samfélagið. Atla, Þórdísi, Öllu og Kidda votta ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúð. Við vitum öll að hann á góða heim- komu. Hver er sá er kveikti lífsins glæður? Hver er það sem öllu lífi ræður? Hver er sá er gefur líf og tekur? Hver stjórnar þeim er einskis lífið metur? (Kristinn Guðl.) Svanhildur Árnadóttir. Nú hefur Kiddi Guðlaugs kvatt þennan heim, aðeins rúmu ári eftir að konan hans, hún Alla, féll frá. Fyrir tveimur árum þegar þau bjuggu bæði enn að Karlsbraut 6, hafði Atli sonur þeirra á orði við mig að það væru fáir eftir við Karlsbraut- ina af þeim sem bjuggu þar þegar við voru stráklingar, sennilega aðeins í 3–4 húsum í götunni, þar á meðal for- eldrar okkar beggja. Alla og Kiddi voru góðir nágrann- ar, voru örlát við okkur krakkana þegar við skutumst í sendiferð og gættu þess alltaf að hafa opið hjá sér á bolludagsmorgun svo krakkarnir í götunni gætu unnið sér inn nokkrar rjómabollur. Ég færi Atla Rafni og börnum hans mínar bestu samúðarkveðjur, sem og öðrum aðstandendum. Stefán Arngrímsson. KRISTINN GUÐLAUGSSON Nafn Halldórs Han- sen hefur í áratugi ver- ið samtvinnað starfi ung- og smábarna- verndar á Íslandi. Hann var skipað- ur yfirlæknir á barnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur þegar Katrín Thoroddsen lét af störfum ár- ið 1961 og starfaði þar til starfsloka árið 1997. Undirritaður átti ekki því láni að fagna að vinna með Halldóri, en þau þrjú ár sem ég hef starfað við barna- deildina, nú Miðstöð heilsuverndar barna, hef ég sannarlega fundið fyrir nærveru hans. Hann kom oft í heim- sókn á milli lyfjagjafa, æðrulaus og íhugull eins og hans var vani. Ég fann einnig fyrir þeirri virðingu sem borin var til hans af samstarfsfólki og hann var iðulega látinn vita um allt sem skipti máli í starfsemi deild- arinnar, sem hann tók þátt í eftir því sem kraftar leyfðu. Hugleiðingar hans, Það sem ekkert barn getur fært í orð, fá allir nýorðnir foreldrar í hinni s.k. Barnamöppu með fræðsluefni frá okkur á Miðstöð heilsuverndar barna. Þannig lifir Halldór og hugur hans áfram með nýrri kynslóð barna og fjölskyldna þeirra. Gömul bréf og skjöl um starfsemi barnadeildarinnar, rituð með hinni þjóðsagnakenndu ritvél hans, endur- HALLDÓR HANSEN ✝ Halldór Jón Han-sen barnalæknir fæddist í Reykjavík 12. júní 1927. Hann lést á líknardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss á Landakoti 21. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. spegla starf hans við að efla forvarnarstarf og þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Hann var m.a. hvata- maður að því að ráðinn var sálfræðingur við barnadeildina í byrjun sjöunda áratugsins, sem sinnti börnum og fjölskyldum sem voru að glíma við vandamál af félagslegum og geð- rænum toga. Mér hefur stundum verið hugsað til þess hvernig slík þjónusta liti út í dag hefði geðvernd barna verið sinnt í samræmi við óskir og hugmyndir Halldórs á því sviði. Þar var hann í forystu og þörfin átakanlega ljós eins og umræða síðustu vikna og mánaða hefur leitt í ljós. F.h. samstarfsmanna á Miðstöð heilsuverndar barna þakka ég Hall- dóri fyrir ljúfa samveru og ævilangt starf í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Geir Gunnlaugsson. Kveðja frá Félagi íslenskra barnalækna Halldór Hansen barnalæknir er látinn. Með honum fer hafsjór þekk- ingar og reynslu sem ekki verður skráð á blað. Með óeigingjörnu starfi sínu sem yfirlæknir á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur lagði hann grunninn að því ung- barnaverndarstarfi á Íslandi sem við getum verið stolt af í dag. Hann náði að sjá þann draum sinn rætast að á Heilsuverndarstöðinni yrði í fram- tíðinni miðstöð heilsuverndar barna á landsvísu. Halldór var gæddur einstökum hæfileikum hvað varðar mannleg samskipti. Hann var í senn mann- þekkjari og einstakur mannvinur. Hann talaði aldrei illa um fólk, gerði í mesta lagi góðlátlegt grín að öðrum en það meiddi engan. Hann lét sér sérlega annt um starfið og litlu skjól- stæðingana sína, börnin. Þeir eru ófáir foreldrarnir sem kunna honum þakkir fyrir góð ráð varðandi umönnun og uppeldi barna þeirra. Halldór var dyggur málsvari þeirra sem minna mega sín og gerði það sem hann gat til að bæta hag þeirra. Við sem urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að starfa með Halldóri vitum að hann var mjög fróður maður. Það var ákaflega ljúft að leita ráða hjá honum því hann var ótæmandi þekk- ingarbrunnur. Hann fann yfirleitt einfaldar og skynsamar lausnir á flóknum málum og það fór enginn tómhentur frá honum. Sérstaklega var hann ráðagóður varðandi fjöl- skyldur sem einhverra hluta vegna stóðu höllum fæti og kom þar þekk- ing og reynsla hans af geðvernd barna greinilega í ljós. Hann var í senn barnalæknir, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Halldór hafði mjög gaman af að segja sögur og átti sam- starfsfólk hans ófáar ánægjustundir við að hlusta á frásagnir hans, m.a. af tónlistarferðalögum hans víða um heim. Halldór var aldrei mikið fyrir að hæla sjálfum sér og kunni því illa að haldnar væru lofræður yfir hon- um. Hann tók sjálfan sig ekki of há- tíðlega og gantaðist gjarnan með all- ar banalegurnar sem hann hafði legið en þær voru ekki fáar. Nú hef- ur hann legið sína síðustu banalegu og er sjálfsagt hvíldinni feginn. Tón- listin sem hann unni svo mikið stytti honum stundir í erfiðum veikindum. Tónlistin lifir áfram, svo og minning- in um ljúfmennið Halldór Hansen. Félag íslenskra barnalækna þakk- ar Halldóri þann ómetanlega skerf sem hann hefur lagt til velferðar barna á Íslandi. Hvíl í friði, kæri vin- ur. Katrín Davíðsdóttir, formað- ur Fél. ísl. barnalækna. Elsku Fjóla amma. Eftir að ég heim- sótti þig með mömmu á Droplaugarstaði nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim fóru hugsanir mínar á flug um minningar um þig. Þú varst alltaf hörkudugleg og þurftir að vinna mikið jafnt innan sem utan heimilisins. Þú eignaðist stóran barnahóp en vissir að þú hafðir ekki tök á að ala þau öll upp og sendir móður mína, Almveigu Láru Bergrósu Kristjánsdóttur, í fóstur og eignaðist hún yndislega fósturfjölskyldu í sveitinni í Austur- FJÓLA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Fjóla Sigurjóns-dóttir fæddist á Miklahóli í Viðvíkur- sveit í Skagafirði 12. júní 1921. Hún lést á Droplaugarstöðum 18. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafar- vogskirkju 28. júlí. koti. Þetta var erfitt fyrir þig en þú hélst samt alltaf sambandi við litlu stelpuna þína og fósturforeldra hennar. Þú saumaðir til dæmis alltaf handa henni jólakjólana sem voru snilldarverk. Þegar foreldrar mínir keyptu jörðina Áshól og hófu þar bú- skap komst þú stund- um í heimsókn og allt- af mundirðu eftir okkur systrum og sendir okkur fallegar gjafir. Þó að við hittumst kannski ekki oft á hverju ári mun enginn geta breytt þeirri staðreynd að hún er dóttir þín og hefur alltaf elskað þig og þú varst amma mín og án þín hefði ég ekki orðið til. Ég hugsa til þín með væntumþykju. Kveðja, þín dótturdóttir, Brynja Grétarsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.