Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 23 ✝ Helgi Kristjáns-son sjómaður fæddist á Húsavík 27. ágúst 1914. Hann lést aðfaranótt 24. júlí síðastliðinn á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Númadóttir, hús- móðir frá Tröllakoti á Tjörnesi, f. 6. nóv- ember 1885, d. 23. desember 1980, og Kristján Pétursson, útvegsbóndi frá Núpum í Aðaldal, f. 9. ágúst 1891, d. 13. apríl 1951. Systkini Helga voru Rósa, Aðalbjörg, Númi og Stefán Pétur sem öll eru látin. Hinn 4. júní 1938 kvæntist Helgi Karítas Halldórsdóttur, f. í Trað- argerði á Húsavík 7. desember 1917, d. 5. september 1993. For- eldrar Karítasar voru Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 30. jan- úar 1874, d. 11. mars 1951, og Hall- dór Sigurjónsson, trésmiður og þjóð, var ókvænt og barnlaus. 5) Stefán bifvélavirkjameistari, f. 24. maí 1951, kvæntur Ásdísi Skarp- héðinsdóttur, f. 10. febrúar 1954. Þau eru búsett á Húsavík og eiga tvö börn og fimm barnabörn. 6) Númi rafmagnsverkfræðingur, f. 10. maí 1960. Sambýliskona Júlía Mynster, f. 4. september 1971, en þau eru búsett í Danmörku. Númi á eitt barn. Helgi og Karítas bjuggu lengst af í Sæbergi á Húsavík. Helgi hóf sjómennsku um fermingu og stundaði hana fram undir áttrætt. Síðustu æviárin dvaldi hann á dvalarheimilinu Hvammi á Húsa- vík. Hann var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Völsungs á Húsa- vík og tók þátt í starfi þess á yngri árum. Einnig var hann einn af stofnendum Fiskiðjusamlags Húsavíkur og sat í stjórn þess um tíma. Hann tók virkan þátt í stjórn- málum og sat sem varamaður í bæjarstjórn Húsavíkur í nokkur kjörtímabil. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, bæði fyrir Húsavíkurbæ, meðal annars í hafnarnefnd, og var einnig um tíma formaður Samvinnufélags út- gerðar- og sjómanna á Húsavík. Útför Helga fór fram frá Húsa- víkurkirkju mánudaginn 28. júlí síðastliðinn. múrari á Húsavík, f. 22. desember 1868, d. 30. október 1936. Börn Helga og Kar- ítasar eru: 1)Kristján, starfsmaður ÍSAL, f. 13. desember 1938, kvæntur Steinunni Jónasdóttur, f. 10. ágúst 1941. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga fjögur börn og tíu barnabörn. 2)Halldór ballettdansari, f. 26. júní 1940, d. 5. júní 1987, kvæntist Eddu Sigurðardóttur, f. 1. desember 1938, en þau slitu sam- vistum. Þau eiga saman þrjú börn, fimm barnabörn og eitt barna- barnabarn. Halldór var búsettur í Sviþjóð. 3) Jóhann bifvélavirkja- meistari, f. 29. apríl 1943, kvæntur Helgu Þóreyju Jónasdóttur, f. 23. júlí 1942. Þau eru búsett í Reykja- vík og eiga sex börn og þrettán barnabörn. 4) Ingibjörg sjúkraliði, f. 2. mars 1946, d. 10. febrúar 1987. Ingibjörg, sem var búsett í Sví- Hver einstaklingur skilur eftir minningu sem varir. Þessi einfalda staðreynd yljar manni við fráfall viðkomandi persónu. Eðlilega eru minningarnar æði misjafnar frá ein- staklingi til einstaklings. Helgi Kristjánsson er í huga mín- um ljóslifandi og ég get ekki hugsað mér frísklegri mann en hann. Það lá svo augljóslega uppi hvaðan hann fékk léttleikann og brosið sitt. Móð- ir hans, Jóhanna Númadóttir, var ætíð brosmild og hlý, sama á hverju gekk, og smitaði alla viðstadda með hlýju sinni. Kristján Pétursson, einn af hinum frægu Heiðarbótar- bræðrum, var bæði léttur í lund og einstaklega viðmótsþýður maður. Hann var aldrei með hangandi hendi eða haus, göngulag sérstak- lega frísklegt og allar hreyfingar lif- andi. Þegar þetta er haft í huga má skilja eiginleika Helga Kristjáns- sonar. Ég naut þess sem unglingur að fá að fara á sjó með Kristjáni. Faðir minn og Kristján reru saman til fjölda ára. Vinarþel var ætíð á milli heimilanna. Helgi byrjaði kornungur að sækja sjóinn og það varð ævistarf hans. Allmörg ár gerði hann út báta á Húsavík og var þá í samstarfi með öðrum. Hann var formaður á þessum bátum en lengst af, og þannig muna flestir Helga, var hann með trillur. Þær báru nafnið „Kristján“. Á þessum trillum sótti hann manna mest. Útbúnaður- inn var miklu einfaldari þá en nú er og handaflið var „ómetanlegt“. Það var og er ekki fyrir alla að sækja út á opið íshafið eins og Helgi gerði. Hann sótti sjó vestur um allan Skjálfanda, út fyrir Brekin og djúpt í Barminn, fór út fyrir Mánáreyjar og út með hryggnum. Þessir róðrar voru þrekvirki fyrir 40–50 árum. Menn verða að hafa í huga að eina hjálpartækið var áttavitinn. Helgi var fengsæll og honum farnaðist vel. Sú minning, sem enn er sem lýsandi mynd af Helga, er þegar ég með föður mínum er á leið í Fiski- pollinn síðla sumars. Þá sjáum við til hans og rennt er framhjá. Veður er mjög gott, Skjálfandinn sem spegill og sól á vesturhimini í heið- ríkju. Helgi var á nærskyrtunni og handdró línuna. Tilsýndar sáust léttar armhreyfingar og verklega var staðið að drættinum. Afli var góður, Helgi afgoggaði snögglega drætti og haldið var áfram af sömu atorkunni og honum einum var lag- ið. Faðir minn vakti athygli mína á snerpunni. Helgi var ekki aðeins einstakur sjómaður heldur var hann var um tíma ókrýndur besti maður Völs- unga í fótbolta. Kornungur var hann stofnandi og í stjórn íþrótta- félagsins. Allir muna hversu Helga var létt að hoppa hærra en aðrir gerðu og „skalla“ með stæl. Jafnvel Stefán bróðir hans, sem var þó miklu fremri sem alhliða íþrótta- maður, gat ekki leikið þetta eftir. Helgi var sívinnandi, alltaf eitt- hvað að „brasa“, tók menn tali við höfnina og fylgdist mjög vel með. Hann bjó á bakkabrúninni á Beina- bakkanum og flóinn blasti við. Hafið varð „leikvöllur“ Helga. Nú er þessi dugnaðarforkur horfinn á önnur mið. Ég veit að þar mun hann sóma sér. Það var lífsstíll hans. Blessuð sé minning Helga Kristj- ánssonar. Innilegar kveðjur til af- komendanna. Jón Árm. Héðinsson. HELGI KRISTJÁNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN PÉTUR INGIMUNDARSON blikksmíðameistari, Suðurtúni 29, Bessastaðahreppi, sem lést laugardaginn 26. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mið- vikudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Jóhanna Margrét Axelsdóttir, Sævar Kristjánsson, Sigurbjörg Vilmundardóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Úlfar Albertsson, Pétur Kristjánsson, Inga Rós Skúladóttir, Guðmunda Kristjánsdóttir, Sigurður Már Andrésson og barnabörn. Konan mín, móðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR, Borgarhrauni 4, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtu- daginn 7. ágúst kl. 14.00. Hjalti Jónsson, Kristín Hjaltadóttir, Birna Sverrisdóttir, Björk Sverrisdóttir, Magnús Arthúrsson, Hjalti Allan Sverrisson, Lísa Ásgeirsdóttir, Ólöf Viðarsdóttir, Andrés Ottósson, Laufey Viðarsdóttir, Kjartan Viðarsson, Björg Guðmundsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Huldubraut 23, Kópavogi, lést þriðjudaginn 29. júlí. Verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 5. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð (s. 560 4100). Snorri Karlsson, Agla Snorradóttir, Friðrik Sigurjónsson, Sigrún Snorradóttir, Gunnar Ásgeirsson, Snorri Freyr Ásgeirsson, Freydís Halla Friðriksdóttir, Freyja Hrönn Friðriksdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON fyrrv. verkstjóri frá Hafnarfirði, Þorláksgeisla 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Jóhanna Þorbjörnsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigurður Kjartansson, Lovísa Guðmundsdóttir, Arnþór Bjarnason, Þorbjörn Guðmundsson, Anna Linda Steinarsdóttir, Vilborg Guðmundsdóttir, Loftur Jónasson, barnabörn og langafabörn. Ástkær bróðir okkar, ELVAR ÖRN GUNNARSSON, Frostafold 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 5. ágúst, kl. 15.00. Bergþór Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Hellen Kolbrún Condet, Ólafur Friðrik Baldursson. Minningarathöfn um elskulega eiginkonu mína, móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu, ÖNNU SOFFÍU AXELSDÓTTUR GUEST, Brinkworth, Englandi, áður til heimilis á Vesturgötu 61, Reykjavík, verður í Kristskirkju í Landakoti við Túngötu- miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18.00. Roy Arthur William Guest, Signý Karen de Verenne, Paul Kristján (Nonni) Guest, Rögnvaldur Jón Axelsson, Ólafur Axelsson, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hrefnugötu 1, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 1. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Jóhanna Ottesen, Þórir Oddsson, Vilborg Ólafsdóttir, Jóhann Ottesen Þórisson, Oddur Þórisson, Dagbjört Reginsdóttir, Gunnhildur Sif Oddsdóttir, Þórir Oddsson. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.