Morgunblaðið - 05.08.2003, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
AF HVERJU Björn Bjarnason er
ráðherra eða yfirleitt nokkuð mikil-
vægara en aðstoðaryfirsótari er mér
ráðgáta. Þessi maður sem á að vera
fulltrúi íslensku þjóðarinnar er á
góðri leið með að stefna allri sérstöðu
og öllu hlutleysi sem við höfum byggt
upp endanlega í glötun með hug-
myndum sínum um her á Íslandi.
Hann er búinn að bíta það í sig að það
sé svo ægilega góð hugmynd að hafa
íslenskan her að hann er búinn að út-
færa hugmyndina sérstaklega, rúm-
lega sjöundi partur Íslendinga verður
í hernum samkvæmt hans útfærslu.
Frábært, þannig að einn sjöundi Ís-
lendinga eyðir tíma í þjálfun í að
skjóta á mark og tala á dulmáli. Vel
með tíma fólks og peninga farið,
Björn, glæsilegt. Fínt að taka bara
upp alla þessa leiðindaunglinga og
skella þeim í herinn. Þessir fjárans
letingjar nenna hvort eð er aldrei að
vinna. Góð hugmynd er líka að taka
alla þá sem eru til vandræða í þjóð-
félaginu, dópistana og rónana (við
getum hreinsað upp Hlemm, Kaffi
Austurstræti og svona), gefa þeim
byssu og henda þeim út á Miðnes-
heiði. Þeir verja árinu bara þar, lok-
aðir inni í girðingu og bíða eftir að ar-
abarnir hrynji í stórum stíl úr lausu
lofti.
Ég skil ekkert við þessa hugmynd.
Ég skil ekki af hverju við erum búin
að vera með her á landinu í 50 ár.
Hver er ógnin búin að vera öll þessi ár
og hvar? Varla fara bévítans komm-
arnir að gera árásir lengur, né heldur
nasistarnir. Nú er það hryðjuverka-
ógnin, Osama bin Laden og allir hinir
handklæðahausarnir eiga víst að hafa
fengið þá flugu í hausinn að leggja
undir sig Ísland, minnst 6.000 kíló-
metra í burtu frá heimkynnum sínum.
Ég hef líka heyrt að næst komi síðan
Noregur og loks aðaltakmarkið:
Finnland! Skrítið samt, því að hryðju-
verkamenn hafa ekki verið mikið í því
að hertaka heil lönd, meira svona í því
að sprengja ákveðna staði án nokkurs
fyrirvara. Og þeir þurfa víst ekki að
vera með sítt, svart skegg, með túrb-
an á hausnum, gangandi í kufli. Ætlar
heimavarnarliðið þá að dvelja á
hverju götuhorni, handtakandi alla þá
sem ganga um með grunsamlegar
íþróttatöskur? Af hverju efa ég að
Björn Bjarnason hafi haft það í huga?
Og af hverju í ósköpunum sjá ríku
uppasjálfstæðismennirnir sem styðja
hugmynd hans ekki að eina vörnin
gegn því að fólk úti í heimi vilji
sprengja sig í loft upp eða fljúga á Ís-
land er ekki sú að sprengja allar flug-
vélar sem hegða sér skringilega með
fullkomnu loftvarnarkerfi eða að vera
fyrri til að sprengja fólkið í loft upp
heldur einfaldlega það að koma vel
fram við alla íbúa heimsins, vera frið-
samir og styðja ekki Bandaríkin.
Bandaríkin urðu ekki fyrir árásum af
einskærri tilviljun. Þau uppskáru eins
og þau sáðu, þrátt fyrir öflugasta her
á jörðinni.
FINNUR GUÐMUNDSSON
Skeiðarvogi 135, Reykjavík.
Nokkur vel
valin orð
Eftir Finn Guðmundsson:
UM leið og ég bið Morgunblaðið að
skila þakklæti til starfsfólks Þjóð-
skjalasafnsins fyrir að sinna margvís-
legu kvabbi og leita staðreynda í
gömlum skjölum leyfi ég mér að
benda á það sem betur mætti fara í
rekstri stofnunarinnar. Flestar opin-
berar stofnanir hafa um langt skeið
birt í dagblöðum upplýsingar um af-
greiðslutíma sinn, sem nú er víða
nefndur opnunartími (fengið að láni
úr ensku: opening hours). Þjóðskjala-
safnið var meðal þessara stofnana.
Allmörg ár eru liðin síðan Þjóðskjala-
safnið dró sig í hlé og hvarf í tómið.
Fór með það eins og ríkisleyndarmál
hvar það hefði aðsetur og hvenær
dyrum þess væri slegið á gátt. Auk
þess að hverfa frá því að birta vitn-
eskju um aðsetur og afgreiðslutíma
tók það upp þann ósið að selja sér
sjálfdæmi og loka safninu í sumar-
leyfum starfsmanna. Mun Þjóðskjala-
safn Íslands að öllum líkindum hið
eina safn sinnar tegundar í veröldinni,
sem lokar vikum saman vegna sum-
arleyfa og sviptir fjölda safngesta að-
gangi að heimildum. Þetta gengur
þvert á þá stefnu stjórnvalda sem
segjast vilja greiða götu þeirra sem
fræðast vilja um ættir sínar og for-
feður. Vestur-Íslendingar eru hvattir
til þess að leita ættartengsla og tengj-
ast tryggðaböndum. „Lok, lok og læs“
mætir þeim við inngöngudyr fornra
fræða. Ég hringdi í síma danska Þjóð-
skjalasafnsins „Rigsarkivet“. Þar
greindi símastúlkan frá afgreiðslu-
tíma safnsins. Þar eru flestar deildir
opnar eins og á öðrum tímum árs.
Lestrarsalur „Landsarkivet“ þó lok-
aður á laugardögum. Væri ekki rétt
að veita ungmennum sem eigra at-
vinnulaus um stræti borgarinnar
starf á safninu meðan starfsfólkið er í
sumarleyfi? Þau hljóta mörg hver að
leggja stund á íslensk fræði í námi
sínu.
Kirkjumálaráðherrann, sem nú
brýnir busa og vill efna til hnífakaupa
og byssustingja handa íslenskum
ungmennum og ráða Breddubeiti og
Makka hníf til þess að verja föður-
landið ætti að sjá sóma sinn í því að
hlutast til um það að lögreglan verndi
vegfarendur Hafnarstrætis fyrir
vopnuðum ungmennum sem gegna
herþjónustu hér og hundleiðist í
hundsrassi og grípa til dúkahnífa eins
og talibanar al-Qaeda.
Hvers vegna fengu Magnús Leo-
poldsson og Einar Bollason ekki sam-
bærilega gæslu og vesalings dreng-
urinn, sem réði ekki við skap sitt?
Kanna þarf hans vegna hvort hér
var um fjandskap í garð piltsins að
ræða.
PÉTUR PÉTURSSON,
þulur.
Skjalasöfn, herþotur
og hnífstungur
Frá Pétri Péturssyni: