Morgunblaðið - 05.08.2003, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fyndnasta Woody
Allen myndin til þessa.
Sjáið hvernig
meistarinn leikstýrir
stórmynd frá
Hollywood blindandi.
Sýnd kl. 5.50 og 10.. B i. 12
JOHN TRAVOLTA OG
SAMUEL JACKSON I
FYRSTA SINN
SAMAN SIÐAN
PULP FICTION
Í ÞESSARI
MÖGNUÐU
SPENNUMYND.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Með ísl taliSýnd kl. 6, 8 og 10. B i. 16.
Sýnd kl. 6. Ensk. texti
with english subtitles
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.10. B.i.12 ára.
„Líklegast best heppnasta
ofurhetjumynd allra tíma!
Sá græni rokkar.“
B.Ö.S. Fréttablaðið
í l
j ll í !
i .
. . . l i
GH
KVIKMYNDIR.COM
"Besta hasarmynd
sumarsins það
sem af er"
t r
r i
f r"
SG. DV
SG. DVÓ.H.T Rás2
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.10. B.i. 12.
KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. b.I. 14 ára.
ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. b.I. 12 ára.
KRINGLAN Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 4.
Sýnd kl. 4.
KRINGLAN
KRINGLAN
ÁLFABAKKI
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4507-4300-0029-4578
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
ÞEGAR MENN taka sig til og byrja
að telja upp helstu reggískífur sög-
unnar eru flestir sammála um höfuð-
skífur eins og Natty Dread með Bob
Marley og Wailers, Marcus Garvey
með Burning Spear, Funky
Kingston með Toots and the
Maytals, Two Sevens Clash með
Culture, Satta Massgana með
Abyssinians, Blackheart Man með
Bunny Livingstone, War Ina Bab-
ylon með Max Romeo og svo fram-
vegis. Nú er ekki ætlunin að efna til
illdeilna, enda ræður smekkur eðli-
lega mestu um slíkt val, heldur vildi
ég bara tína til eina skífu sem vill
gleymast þótt hún sé með bestu skíf-
um sem komu út á Jamaica á átt-
unda áratugnum og helsta verk þess
mikla meistara Rainford Hugh
Perry sem jafnan er kallaður Lee
„Scratch“ Perry. Platan heitir Heart
of the Congos og flytjendurnir köll-
uðu sig einmitt Congos, félagarnir
Cedric Myton og Roydel Johnson.
Úr rocksteady í reggí
Cedric Myton er fæddur í St.
Catherine á Jamaica, en ólst upp í
Kingston. Þar stofnaði hann söng-
flokkinn Tartans með Devon Rus-
sell, Prince Lincoln Thompson og
Lindbergh Lewis. Þeir sungu rock-
steady og nutu talsverðrar hylli und-
ir lok sjöunda áratugar síðustu ald-
ar. Þegar reggí leysti rocksteady af
hólmi leystist sveitin upp. Myton tók
upp með Russell og síðan með Lin-
coln undir nafninu Royal Rasses. Á
þeim tíma var hann kominn á kaf í
rastafaritrú og vildi snúa sér alfarið
að trúarsöngvum og sálmum. Um
líkt leyti kynntist hann Roydel John-
son sem var sama sinnis og þeir tóku
að syngja saman undir nafninu Con-
gos.
Roydel Johnson fékkst við tónlist
frá barnsaldri enda foreldrarnir tón-
listarfólk. Hann var meðal annars í
söngflokki Ras Michaels, Synir keis-
arans (Sons Of Negus) og því á réttri
bylgjulengd þegar fundum hans og
Mytons bar saman. Fastur aðstoðar-
maður þeirra félaga var síðan Watty
„King“ Burnett sem söng bakraddir,
en varð aldrei eiginlegur meðlimur.
Áhrifamikill furðufugl
Lee Perry þarf varla að kynna
fyrir tónlistarvinum, enda hafa fáir
upptökustjórar verið eins áhrifa-
miklir í rokksögunni. Hann byrjaði
sem upptökumaður hjá Clement „Sir
Cosxone“ Dodd en fór síðan að vinna
sem lausamaður. Perry var naskur á
listamenn, uppgötvaði meðal annars
Toots and the Maytals og starfaði
með söngsveitinni The Wailers þar
sem Bob Marley var fremstur meðal
jafningja. Til að njóta sjálfur ávaxt-
anna stofnaði hann útgáfu sem hann
kallaði Uppsetter Records, en varð
eftir sem áður að treysta á hljóðver
annarra. Það kallaði á ýmsar tilfær-
ingar til að fá inni með upptökur og
þýddi líka að talsverður hluti af inn-
komunni rann til annarra. Þegar við
bættist að Perry fékk lítið svigrúm
til tilrauna í hljóðtækni ákvað hann á
endanum að setja saman eigin hljóð-
ver þar sem hann gat krukkað í tæk-
in að vild.
Tuttugu rásir utan úr geimnum
Hljóðverið kallaði hann Svörtu
örkina, Black Ark, og treysti á ein-
faldan búnað, fjögurra rása Teac
upptökutæki, Soundcraft hljóðborð
og Echoplex delay, en allt var hljóð-
blandað niður á tveggja rása band.
Sú vinnuaðferð átti reyndar sinn
þátt í að skapa sérstakan hljóðvers-
hljóm, en Perry var einnig sífellt að
reyna nýja hluti; eins og hann lýsti
því sjálfur hafði hann vissulega bara
fjórar rásir í segulbandinu, en hann
hafi numið tuttugu rása útsetningar
utan úr geimnum.
Perry þótti ævinlega sérlundaður
og ekki bætti úr skák að hann reykti
gríðarlega mikið af hassi og drakk
romm eins og vatn. Sú neysla ýtti
svo undir vænisýki hans og endaði
með því að hann kveikti í hljóðverinu
sem honum fannst vera baggi á sér.
Perry á hátindinum
Þegar þeir Congos-menn voru að
leita að upptökustjóra var Perry þó á
hátindi ferils síns, enn nokkur ár í að
hann kveikti í öllu saman, og því kom
enginn annar til greina, enda Perry
ekki bara skólafélagi Johnsons,
heldur var Svarta örkin annað helsta
hljóðver Jamaica.
Perry kallaði til einvalalið; Med-
itations, Chris Isaacs og Heptones
sáu um bakraddir (þvílík söngsveit),
Boris Gardiner og Geoffrey Chung
léku á bassa, Sly Dunbar á trommur,
Ernest Ranglin á gítar, Lee Scratch
Perry og Uziah Sticky Thompson á
slagverk og Winston Wright á orgel
svo fáeinir séu nefndir.
Nánast fullkomin skífa
Eins og fyrr er getið átti Perry í
talsverðum erfiðleikum undir það
síðasta, áður en hann brenndi Black
Ark hljóðverið, en þegar Congos-
skífan var tekin upp var allt í himna-
lagi, hljómurinn ótrúlega góður og
öll tæki í lagi. Fyrir vikið varð til
nánast fullkomin skífa, þrungin
trúarhita og sannfæringu – hljóð-
færaleikur allur fyrsta flokks og þeir
Myton og Johnson syngja eins og
þeir ættu lífið að leysa.
Island-útgáfan breska, sem Chris
Blackwell stýrði annars af mikilli
smekkvísi, hafnaði skífunni fyrir ein-
hverjar sakir, og á endanum gaf
Perry plötuna út sjálfur á Black
Ark-merki sínu. Nokkru síðar kom
út önnur útgáfa á vegum Congos-
félaga sjálfra og fleiri útgáfur hafa
komið út síðar (ég á fleiri en eina,
flestar með hörmulegum hljóm). Það
var því mikið gleðiefni þegar Blood
and Fire-útgáfan tók að sér að gefa
út plötuna aftur og ekki bara það
sem á skífunni var á sínum tíma
heldur einnig nýsilegt aukaefni,
söngparta sem ekki höfðu heyrst áð-
ur, lengri útgáfur laga sem komu að-
eins út á 12" á sínum tíma og svo má
telja. Besta við allt saman er þó að
hljómur á skífunni hefur verið end-
urbættur til muna, leitað í frum-
eintök þar sem þau hafa verið tiltæk
eða tekið af vínilplötum þegar engin
önnur eintök hafa fundist. (Ekki þarf
að fara mörgum orðum um hljóminn
á skífum Blood and Fire, menn beri
til að mynda saman útgáfu Blood
and Fire á lagasafni Gregory Isaacs,
Mr. Isaacs, við aðrar útgáfur sem
eru margar til.)
Heart of the Congos er væntan-
lega hægt að fá í nokkrum plötubúð-
um hér á landi, en að minnsta kosti í
12 tónum á Skólavörðustíg sem
flytja inn Blood and Fire-skífur.
Nánast
fullkomin skífa
Í upptalningu á bestu reggískífum sögunnar telur
Árni Matthíasson að mönnum hætti til að gleyma
meistaraverki Congos og Lee Scratch Perrys, Heart
of the Congos.
Congos: Cedric Myton og Roydel „Ashanti“ Johnson.
Sakleysi / Innocence
Fyrst og fremst fyrir fólk sem er
farið að velta fyrir sér lífsgátunni
miklu en höfðar í raunsæi sínu og
vitrænni umfjöllun um mannlífsins
flókna eðli til allra aldurshópa.
Leikin, skrifuð og gerð langt yfir
meðallagi. (S.V.)
Handan sólar / Abril Despedaç-
ado/ Behind the Sun Þessi hæggenga en einkar ljóðræna
mynd tekur verulega á áhorfand-
ann, er glæsilega úr garði gerð,
kröftug, sjóðheit og ögrandi. Alls
ekki auðveld á að horfa en af-
skaplega gefandi. (S.G.)
Talaðu við hana / Habla con ella
Frábær leikur og yndislegt meló-
drama í mjög sérstakri ástarsögu
Almodóvars. (H.L.)
Litíl leyndarmál / Little Secrets
Fínasta fjölskyldumynd, bæði upp-
byggjandi og skemmtileg, sem hef-
ur að geyma þann boðskap að
leyndarmál leiði sjaldan gott af sér.
(S.G.)
Bagdad í beinni / Live from
Baghdad Trúverðug og óvenju fagmannleg
mynd sem gerist í Persaflóastríð-
inu 1990 og fjallar um álagið á
fréttamönnum sem voru í borginni.
Góður leikur gerir myndina með
eftirminnilegri myndum af þessum
toga. (S.V.)
Hringurinn / Ringu Japanska frumútgáfan af Hringn-
um er einfaldlega frábær hroll-
vekja. Leigðu hana – ef þú þorir!
(S.G.)
Sólskinsríkið / Sunshine State
John Sayles er með vandaðri kvik-
myndagerðarmönnum sem um get-
ur í dag og það sýnir hann með
þessari síðustu mynd sinni. Ekkert
meistaraverk en samt betra en
flest annað á leigunni í dag. (S.G.)
Hundalíf 2: Depill í Lundúnum /
101 Dalmatians II
Dásamleg Disney-teiknimynd, sem
búið er að sannreyna að gagntekur
yngstu áhorfendurna. Er það ekki
líka tilgangurinn? (S.G.)
GÓÐ MYNDBÖND
Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn
Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn