Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT líf í norðaustur-
hluta Bandaríkjanna og nokkr-
um héruðum í Kanada var að
mestu komið í eðlilegt horf í
gær eftir rafmagnsleysið mikla
fyrir og um helgina. Margir ótt-
ast þó, að sama staða geti kom-
ið upp, aukist eftirspurn eftir
rafmagni mjög skyndilega og
embættismenn taka undir það.
George Pataki, ríkisstjóri í
New York, sagði, að óvissunni
yrði ekki eytt fyrr en ljóst væri
hvað olli rafmagnsleysinu en
athyglin beinist nú helst að
þremur háspennulínum við
Cleveland í Ohio. Þær duttu út
nokkrum klukkustundum áður
en rafmagnið fór alveg af og
ljóst er, að viðvörunarkerfið
brást. Hefur fólk á öllu svæðinu
verið beðið að spara orku eftir
megni og því er ráðið frá því að
fara á strendurnar við Erie-
vatn og sjávarstrendurnar í
New York. Ástæðan er sú, að
þær eru nú mengaðar af
óhreinsuðu skolpi vegna raf-
magnsleysisins.
Sharon
bendlaður
við spillingu
ARIEL Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, er nú bendlaður
við nýtt hneykslismál en í gær
sökuðu fjölmiðlar í Ísrael hann
um að hafa blandað sér í skaða-
bótamál tveggja bræðra og ná-
granna sinna og tryggt þeim
hærri bætur. Þær voru fyrir
land, sem þeir áttu og hafði ver-
ið gert upp-
tækt. Sagt
er, að hann
hafi beðið
samgöngu-
ráðuneytið
að greiða
þeim 8,8
millj. ísl. kr.
umfram það,
sem hafði
verið ákveð-
ið, þannig, að þeir fengu alls
tæplega 57 millj. kr. Talsmaður
Sharons viðurkenndi, að for-
sætisráðherrann hefði komið
bræðrunum í samband við
ráðuneytið en neitaði, að hann
hefði beitt sér í máli þeirra. Ísr-
aelska lögreglan er nú að rann-
saka fjármál sona Sharons en
þeir eru sakaðir um að brjóta
lög um fjármögnun stjórnmála-
flokka.
Útdautt dýr
á kreiki
TASMANÍU-tígur, sem talinn
var útdauður fyrir löngu, hefur
sést að minnsta kosti 20 sinnum
frá því á síðasta áratug skammt
frá Melbourne í Ástralíu. Raun-
ar er ekki um eiginlegan tígur
að ræða, heldur pokadýr, sem
minnir á hund og er með rákir í
feldinum líkt og tígrisdýr. Talið
var, að síðasta dýrið hefði drep-
ist í búri í Hobart á Tasmaníu
1936 og þá var talið, að það
hefði orðið útdautt á megin-
landinu fyrir 2.000 árum. Þótt
margir hafi þóst sjá dýrið á síð-
ustu árum, hefur því ekki verið
trúað vegna þess, að það sást á
meginlandinu. Nú eru menn
hins vegar farnir að taka þessar
sögur trúanlegar.
STUTT
Ótti við
nýtt raf-
magns-
leysi
Sharon
LÖGREGLAN í Vestur-Virginíu í
Bandaríkjunum leitaði í gær svarts
pallbíls en talið er hugsanlegt, að
hann tengist morði á þremur mann-
eskjum. Voru þær skotnar fyrir utan
verslanir á Charleston-svæðinu í síð-
ustu viku og þykja morðin minna á
aðfarir leyniskyttnanna á Wash-
ington-svæðinu í fyrra.
Eins og áður virðast fórnarlömbin
vera valin af handahófi og ljóst er af
rannsóknum á byssukúlunum, að
sama vopn var notað í tvö skiptanna
að minnsta kosti.
Fyrsta morðið var framið 10. ágúst
sl. en þá var Gary Carrier, 44 ára
gamall maður skotinn í höfuðið er
hann var í peningasíma fyrir utan Go-
Mart-verslun í vesturhluta Charlest-
on. Fjórum dögum síðar var Jeanie
Patton, 31 árs, skotin í höfuðið er hún
var að fara inn á bensínstöð í suður-
hluta borgarinnar. Aðeins klukku-
tíma síðar var Okey Meadows skotinn
við Go-Mart-verslun í austurborginni.
Á sama tíma sá kona nokkur svart-
an pallbíl á staðnum en strax eftir
morðið var honum ekið á brott á mikl-
um hraða. Auk þess sáu önnur vitni
bílinn fyrir utan verslunina í 20 mín-
útur áður en Meadows var skotinn og
talið er, að líkur bíll hafi einnig verið
nærri er Patton var myrt. Er hans nú
leitað.
Lögreglan segir, að ljóst sé, að
tvær fyrstu manneskjurnar hafi verið
myrtar með sama rifflinum og vegna
þess, að engin skothylki hafa fundist,
er talið, að morðinginn hafi verið inni í
bíl.
Auk lögreglunnar í Vestur-Virg-
iníu kemur alríkislögreglan að rann-
sókn málsins en það minnir mjög á at-
ferli þeirra Johns Allens
Muhammads og Johns Lees Malvos í
fyrrahaust en þeir eru sakaðir um að
hafa myrt 10 manneskjur og sært
aðrar þrjár.
APBensínstöðin þar sem Jeanie Patton var skotin til bana sl. föstudag. Morðin þykja óhugnanlega lík morðum leyniskyttnanna í fyrrahaust.
Óttast nýja leyniskyttu
Washington. AFP.
Þrír sagðir hafa verið myrtir af handa-
hófi í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu
sögðu í gær, að þau myndu ekki
ónýta kjarnorkuvopn sín nema
Bandaríkjastjórn breytti stefnu
sinni gagnvart þeim. Er litið svo á,
að með þessu séu þau að reyna að
bæta samningsstöðu sína fyrir fund
sex ríkja um n-kóresk kjarnorkumál
í Peking í Kína 27. til 29. ágúst næst-
komandi.
KCNA, hin opinbera fréttastofa
N-Kóreu, sagði, að kröfurnar væru
þær, að Bandaríkjastjórn gerði
griðasamning við N-Kóreu, að ríkin
tækju upp stjórnmálasamband og
Bandaríkjastjórn hætti afskiptum af
utanríkisverslun N-Kóreu. Sagt var,
að þessar kröfur yrðu lagðar fram á
Pekingfundinum.
Bandaríkjastjórn hefur hafnað því
að gera formlegan griðasamning við
stjórnina í Pyongyang en Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hefur sagt, að hugsanlega
sé unnt að koma til móts við kröfu N-
Kóreumanna með öðrum og óform-
legri hætti.
Það er haft til marks um spennuna
á Kóreuskaga, að suður-kóresk her-
skip skutu í gær að n-kóresku skipi,
sem var komið inn fyrir s-kóreska
landhelgi í Gulahafi og á sama tíma
hætti N-Kóreustjórn við að senda
þátttakendur á Alþjóðlegu stúdenta-
leikana, sem hefjast í Daegu í S-Kór-
eu á fimmtudag. Var það að sögn
gert til að mótmæla fundi hægrisinn-
aðra samtaka í Suður-Kóreu í síð-
ustu viku en þau er andvíg stjórn-
völdum í N-Kóreu.
Mótmæla heræfingum
Þá hefur það einnig farið fyrir
brjóstið á N-Kóreustjórn, að Banda-
ríkjamenn og Suður-Kóreumenn
hófu sameiginlegar heræfingar í
gær. Í yfirlýsingu frá stjórninni í
Pyongyang sagði, að þær væru æf-
ing fyrir fyrirvaralausa árás á N-
Kóreu. Washington Post skýrði svo
frá því í gær, að Bandaríkjamenn og
Ástralar ætluðu að vera með heræf-
ingar í næsta mánuði og ættu þær að
snúast um stöðvun skipaflutninga til
og frá N-Kóreu.
N-Kórea
herðir á
kröfum
fyrir kjarn-
orkufund
Seoul, Berlín. AP, AFP.
GÖGN sem sýna að breska forsæt-
isráðuneytið gaf leyfi fyrir því að
skýrsla leyniþjónustunnar um
vopnaeign Íraka yrði „talsvert end-
urskrifuð“ voru lögð fram við yfir-
heyrslur rannsóknarnefndar Hutt-
ons lávarðar vegna dauða
vopnasérfræðingsins Davids Kellys,
í gær.
Í tölvupósti sem Alastair Camp-
bell, upplýsingafulltrúi Tonys Blairs
forsætisráðherra, sendi til Jonathan
Powells, starfsmannastjóra ráðu-
neytisins, 5. september kemur fram
að verið sé að endurskrifa skýrsluna
áður en hún verði birt. Þar segir að
breyta eigi skýrslunni „eins og rætt
hafi verið við TB“ og er þar átt við
Tony Blair forsætisráðherra.
Í tölvupóstinum segir: „Svar
skýrsla, JS og JM stjórna talsverðri
endurskrifun, sem JS mun fara með
til Bandaríkjanna næsta föstudag,
verður tilbúið á mánudaginn eftir
það.“ „Uppbygging eins og rætt við
TB. Erum sammála um að verði að
vera alvöru leyniþjónustuefni í kynn-
ingunni þeirra.“ JS virðist vísa til
John Scarletts, formanns sameigin-
legrar leyniþjónustunefndar ríkis-
stjórnarinnar, og JM til Julian Mill-
ers, yfirmanns í ráðuneytinu.
Alastair Campbell er maðurinn
sem BBC sakaði um að hafa „krydd-
að“ hina umdeildu skýrslu stjórnar-
innar í þeim tilgangi að réttlæta
stríðið gegn Írak áður en það hófst. Í
frétt BBC er Campbell sagður bera
ábyrgð á því að hafa sett inn stað-
hæfingu þess efnis að það tæki Íraka
minna en 45 mínútur að beita efna-
eða sýklavopnum.
Yfirheyrslurnar nú eru hluti af
rannsókn á dauða Davids Kellys,
vopnasérfræðings í varnarmálaráðu-
neytinu, en hann var ónefndur heim-
ildarmaður í frétt BBC. Kelly svipti
sig lífi í byrjun júlímánaðar eftir að
hafa verið yfirheyrður um þátt sinn í
fréttinni af tveimur þingnefndum.
Varnarmálaráðuneytið gerði opin-
bert að Kelly hefði verið heimildar-
maðurinn þrátt fyrir að hann hefði
neitað því og BBC ekki gefið það
upp. Fréttastöðin staðfesti það hins
vegar eftir dauða hans.
Varaði við ýkjum
um vopnaeign Íraka
Við réttarhöldin í gær kom einnig
fram að í tölvupósti sem sendur var
17. september, eða viku áður en
skýrslan var birt, varar Jonathan
Powell, starfsmannastjóri í forsæt-
isráðuneytinu, háttsetta menn, m.a.
áðurnefnda John Scarlett og Alast-
air Campbell, við því að fullyrða að
sannað væri að bráð hætta stafaði af
einræðisherranum Saddam Hussein.
Powell segir í tölvupóstinum að
leyniþjónustuskýrslan sýni ekki
nægilega vel að ógn stafi af Írökum.
„Skýrslan er góð og sannfærandi
fyrir þá sem vilja sannfærast,“ segir
í bréfi Powells. „Í henni er þó ekkert
sem sýnir hættu, hvað þá bráða
hættu af Saddam.“ Hann varar
menn við að fullyrða að sannað sé að
ógn stafi af Saddam. „Það verður að
vera ljóst þegar við birtum skýrsl-
una að við fullyrðum ekki að við höf-
um sannanir fyrir því að bráð hætta
stafi af honum [Saddam Hussein],“
segir hann og bætir enn fremur við:
„Hún sýnir að hann hefur getuna en
sýnir ekki að hann hafi ástæðu til að
ráðast á nágrannaríki sín, hvað þá á
Vesturlönd.“
Viku síðar var skýrslan birt þar
sem fullyrt var í formála að af vald-
höfum í Írak stafaði „alvarleg og yf-
irvofandi ógn“ en orðið „bráð“ kom
þó hvergi fram.
Michail Ancram, talsmaður
Íhaldsflokksins í utanríkismálum,
sagði orð Powells vera „einstök“.
Viku eftir að Powell sendi tölvupóst-
inn hafi Blair, „talað um alvarlega og
yfirvofandi ógn gagnvart hagsmun-
um Bretlands“, sagði Ancram.
Deila ráðamanna og BBC um
meintar ýkjur í skýrslunni og síðar
dauði Kellys hefur orðið til þess að
Blair stendur frammi fyrir stærsta
vanda forsætisráðherraferils síns
sem hófst árið 1997. Hann og stjórn
hans hafa komið afar illa út í skoð-
anakönnunum að undanförnu.
Afskipti ráðuneytis
skjalfest í tölvupósti
Forsætisráðuneytið í
Bretlandi virðist hafa
gefið leyfi fyrir því að
skýrsla leyniþjónust-
unnar um vopnaeign
Íraka yrði endurskrifuð
áður en hún yrði birt.
Það er skjalfest í tölvu-
pósti sem sendur var
5. september eða tæp-
lega þremur vikum
áður en skýrslan var
kynnt almenningi.
Lundúnum. AFP.
Reuters
Hutton lávarður stýrir vitnaleiðslum vegna dauða dr. Davids Kellys.