Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA 1. deild kvenna A Smárah.: Breiðablik 2 – HK/Víkingur......19 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Fylkir - Þróttur.........................................1:5 Sævar Þór Gíslason 60. - vítasp. – Gestur Pálsson 5., 67., Sören Hermansen 15., 65., Páll Einarsson 82. KR 14 8 3 3 21:17 27 Fylkir 14 8 2 4 22:15 26 Þróttur R. 14 7 0 7 24:21 21 FH 14 6 3 5 24:22 21 ÍA 14 5 5 4 21:19 20 ÍBV 14 6 1 7 20:21 19 Grindavík 14 6 1 7 18:23 19 KA 14 5 2 7 24:22 17 Valur 14 5 1 8 18:23 16 Fram 14 4 2 8 19:28 14 Markahæstu menn: Björgólfur Takefusa, Þrótti ........................9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ..............9 Sören Hermansen, Þrótti ............................8 Steinar Tenden, KA .....................................8 Allan Borgvardt, FH................................... 6 Jóhann H. Hreiðarsson, Val ....................... 6 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 6 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylki................. 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylki .................... 5 Hreinn Hringsson, KA ............................... 5 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 5 15. UMFERÐ ÍA - Valur KA - Fram KR - Fylkir Þróttur - Grindavík FH - ÍBV 16. UMFERÐ ÍBV - Þróttur Valur - KA Fram - FH Fylkir - ÍA Grindavík - KR 17. UMFERÐ Valur - Fram KA - Fylkir ÍA - Grindavík KR - ÍBV Þróttur - FH 18. UMFERÐ Fram - Þróttur Fylkir - Valur Grindavík - KA ÍBV - ÍA FH - KR England 2. deild: Brighton - QPR .........................................2:1 Deildarbikardráttur Búið er að draga í 2. umferð ensku deild- arbikarkeppninnar: Portsmouth - North- ampton, Blackpool - Birmingham, Leicest- er - Crewe, Wigan - Fulham, Sunderland - Huddersfield, Notts County - Ipswich, Wolves - Darlington, Crystal Palace - Doncaster, Hartlepool - WBA, Bolton - Walsall, Bristol City - Watford, Tranmere - Nott. Forest, Oxford - Reading, Leeds - Swindon, Stoke eða Rochdale - Gillingham, Cardiff - West Ham, Everton - Stockport, Charlton - Luton, Rotherham - Colchester, Scunthorpe - Burnley, Sheff. Utd. - QPR, Wycombe - Aston Villa, Coventry - Totten- ham, Middlesbrough - Brighton. Belgía Lierse - Germinal Beerschot....................0:0 ÚRSLIT Þróttur lék sér að Fylki ÞRÓTTARAR áttu svo sannarlega sviðið á Fylkisvellinum í Árbæ í gærkvöldi. Þróttarar gerðu það sem fáir bjuggust við. Þeir urðu fyrstir til að leggja Fylkismenn á þeirra heimavelli og ekki nóg með það. Þróttarar fögnuðu stórsigri, 5:1, og er þetta versti ósigur Ár- bæjarliðsins á heimavelli í efstu deild og með stærstu skellum Fylk- ismanna á Íslandsmóti frá upphafi. Eftir fjóra ósigra í röð áttu flestirvon á að á brattann yrði að sækja fyrir nýliða Þróttar enda Fylk- ismenn jafnan sterk- ir á heimavelli. Fyrir leikinn hafði Árbæj- arliðið unnið alla sex heimaleiki sína og markatalan gamalkunn, 14:2. En lærisveinar Ásgeirs Elíassonar voru greinilega ekki með hugann við þessa tölfræði. Þeir tóku leikinn föstum tökum strax eftir upphafsflaut Gylfa Þórs Orrasonar og þegar stundar- fjórðungur var liðinn af leiknum var staðan orðin 2:0, Þrótti í vil, með mörkum Gests Pálssonar og Danans Sörens Hermansen. Fylkismenn voru nánast eins og statistar fyrsta hálftímann og léttleikandi liðsmenn Þróttara léku sér að svifasveinum og værukærum Fylkismönnum út um allan völl. Fylkismenn voru heppnir að fá ekki þriðja markið á sig þegar Kjartan Sturluson varði vel dauða- færi frá Björgólfi á 20. mínútu en síð- asta stundarfjórðunginn virtist eins og Fylkismenn vöknuðu upp við vondan draum. Þeir náðu ágætri pressu á Þróttaramarkið og nokkr- um sinnum skall hurð nærri hælum en líkt og flestir liðsmanna Fylkis voru sóknarmennirnir ekki á skot- skónum. Fylkismenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þeir enduðu þann fyrri. Þeir sóttu stíft að marki Þróttara, stað- ráðnir í að koma sér inn í leikinn. Og það tókst þeim þegar Sævar Þór Gíslason minnkaði muninn úr víta- spyrnu eftir klukkutíma leik. Stuðn- ingsmenn Fylkis tóku vel við sér við þessi tíðindi en Adam var ekki lengi í paradís. Úr fyrstu alvöru sókn sinni í seinni hálfleik skoraði Sören Her- mansen þriðja mark Þróttara á 65. míunútu og við það má segja að Fylk- isliðið hafi gefist upp. Gestur bætti við öðru tveimur mínútum síðar og það fór vel á því að fyrirliði og leiðtogi Þróttarliðsins, Páll Einarsson, setti punktinn fyrir aftan i-ið þegar hann skoraði fimmta markið skömmu eftir að Hermansen hafði tvívegis verið nálægt því að fullkomna þrennu sína. Léttleikandi leikmenn Þróttar ylj- uðu áhorfendum hvað eftir annað með stórgóðum leik sem hlýtur að teljast sá besti sem liðið hefur leikið á þessari leiktíð. Halldór Hilmisson stóð upp úr í frábærri liðsheild, ákaf- lega lunkinn leikmaður sem næmt auga hefur fyrir að mata félaga sína. Gestur Pálsson átti sömuleiðis stór- góðan leik og Hermansen gerði usla í vörn Fylkismanna. Það var nánast hvergi veikan hlekk að finna og með sigrinum stigu Þróttarar stórt skref í þá átt að halda sæti sínu meðal þeirra bestu, sem þeir eiga svo sannarlega skilið miðað við frammistöðuna í gær. Fylkismenn hljóta að fara í ræki- lega naflaskoðun eftir þessar ófarir og ekki vanþörf á þar sem liðið sækir Íslandsmeistara KR heim um næstu helgi í einum af úrslitaleikjum móts- ins. Árbæingar voru á hælunum stór- an hluta leiksins og virtust alls ekki tilbúnir að taka á móti léttleikandi leikmönnum Þróttar. Vörnin, sem hefur verið ein sterkasta hlið Fylkis- liðsins í sumar, var hriplek, miðju- mennirir sáu vart til sólar og sókn- arlínan mátti sín lítils á móti vel skipulögðum varnarmönnum Þrótt- ar. Fylkismenn vilja sjálfsagt gleyma leiknum sem fyrst en kannski kom skellurinn á góðum tíma og verður til þess að hrista upp í Árbæingum, sem þyrstir í að vinna Íslandsmeistaratit- il. Víst er þó að enginn meistarabrag- ur var á Fylkismönnum í gær og mik- ið verður að breytast í leik þeirra ætli þeir að koma í veg fyrir að titillinn hafni á nýjan leik í höndum KR-inga. „Þetta var hræðileg frammistaða hjá okkur og ég veit hreinlega ekki hvað kom fyrir. Þróttarar yfirspiluðu okkur í byrjun leiks og komust 2:0 yf- ir. Við náðum að rétta okkar hlut og komum okkur inn í leikinn í byrjun seinni hálfleiks en þegar Þróttur skoraði þriðja markið þá hættum við. Mér fannst allt ganga upp hjá Þrótti og það verður ekki af þeim tekið að þeir léku okkur á köflum sundur og saman. Við töpuðum dýrmætum stig- um og ekki nóg með það heldur fór markatalan í súginn. Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu fyrir leikinn á móti KR,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, einn skásti leikmaður Fylkis, við Morgun- blaðið. Guðmundur Hilmarsson skrifar Fylkir 1:5 Þróttur R. Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 14. umferð Fylkisvöllur Mánudaginn 18. ágúst 2003 Aðstæður: Hægur vindur, rigning með köflum og 12 stiga hiti. Völl- urinn góður. Áhorfendur: 1.355 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 5 Aðstoðardómarar: Gísli H. Jóhannsson, Einar Guðmundsson Skot á mark: 15(4) - 11(8) Hornspyrnur: 11 - 2 Rangstöður: 3 - 0 Leikskipulag: 3-5-2 Kjartan Sturluson Þórhallur Dan Jóhannsson Kjartan Antonsson Hrafnkell Helgason Arnar Þór Úlfarsson (Gunnar Þ. Pétursson 35.) Sverrir Sverrisson (Valur Fannar Gíslason 59.) Finnur Kolbeinsson M Ólafur Ingi Skúlason M Sævar Þór Gíslason Haukur Ingi Guðnason (Theódór Óskarsson 67.) Björn Viðar Ásbjörnsson Fjalar Þorgeirsson M Eysteinn P. Lárusson M Jens Sævarsson M Erlingur Þ. Guðmundsson M (Kári Ársælsson 84.) Vignir Þór Sverrisson M Halldór A. Hilmisson MM Páll Einarsson M Gestur Pálsson MM (Hallur Hallsson 82.) Ingvi Sveinsson Sören Hermansen M Björgólfur Takefusa (Hjálmar Þórarinsson 82.) 0:1 (5.) Gestur Pálsson fékk sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Hann lagði knött- inn fyrir sig og skoraði með föstu skoti sem hafnaði neðst í markhorn- inu. 0:2 (15.) Vignir Sverrisson átti sendingu inn á vítateiginn á Sören Hermansen sem skoraði með lúmsku skoti frá markteig. 1:2 (60.) Jens Elvar Sævarsson braut á Birni Viðari Ásbjörnssyni innan teigs og úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Sævar Þór Gíslason af öryggi. 1:3 (65.) Eftir góðan undirbúning Erlings Guðmundssonar barst boltinn til Sö- rens Hermansen sem skoraði með föstu skoti úr vítateignum. 1:4 (67.) Gestur Pálsson komst í gegnum hripleka vörn Fylkismanna og skoraði framhjá Kjartani Sturlusyni sem hafði hendur á boltanum en réð ekki við fast skotið. 1:5 (82.) Páll Einarsson skoraði frá markteig eftir hornspyrnu Björgólfs Take- fusa. Gul spjöld: Halldór A. Hilmisson, Þrótti R. (27.) fyrir brot  Ingvi Sveinsson, Þrótti R. (72.) fyrir brot  Rauð spjöld: Engin HALLDÓR Hilmisson var af öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í sigri Þróttar á Fylki í gær. Þessi lipri miðjumaður sýndi frábær til- þrif á Fylkisvellinum og áttu koll- egar hans hjá Fylki ekkert svar við leik hans. „Ég vissi vel að við gætum unnið Fylki á þeirra heimavelli en að við skyldum taka þá svo hressilega í bakaríið kom mér skemmtilega á óvart. Við vildum komast á sigur- braut á ný eftir fjóra ósigra í röð og nú tel ég að við þurfum einn sigur til viðbótar til að tryggja okkur veru í deildinni,“ sagði Hall- dór við Morgunblaðið eftir leikinn. „Það var til mikils að vinna og það er ekki spurning að þungu fargi er af okkur létt eftir þennan sigur. Við fengum mikið sjálfs- traust við þessa góðu byrjun og það hjálpaði okkur mikið. Við viss- um að Fylkismenn kæmu brjálaðir til leiks í seinni hálfleik en við héldum sem betur fer haus og unn- um okkur út úr vandræðunum. Þriðja markið drap þá alveg og við hefðum kannski alveg getað skor- að fleiri en fimm mörk á móti þeim.“ Spurður út í möguleika Fylkis hvað meistarabaráttuna varðar sagði Halldór; „Eru ekki allir að vinna alla í þessari deild? Ég reikna alveg með að KR tapi ein- hverjum stigum í þeim leikjum sem þeir eiga eftir og ef Fylkir vinnur sína leiki þá verða þeir meistarar. Það er vel hugsandi en fyrst og fremst ætlum við Þróttarar að hugsa um okkur og nú stefnum við bara að því að ná þriðja sætinu.“ Þurfum einn sigur í viðbót ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir heima- mönnum í fyrsta leiknum á Evrópumóti landsliða í Slóv- eníu 2004. Ísland, sem leikur í C-riðli ásamt Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi í Celje, mætir Slóveníu fimmtudaginn 22. janúar, síðan verður leikið gegn Ung- verjalandi 23. janúar og Tékklandi sunnudaginn 25. jan- úar. Í gær var EM tímasett. Þrjár þjóðir komast áfram í milliriðil og leika í riðli með þremur efstu þjóðunum í D-riðli (Pólland, Frakk- land, Þýskaland og Serbía-Svartfjallaland). Leikir í milliriðli fara fram þriðjudaginn 27. janúar, miðviku- daginn 28. janúar og fimmtudaginn 29. janúar. Undan- úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 31. janúar og úr- slitaleikurinn verður leikinn sunnudaginn 1. febrúar. Þjóðirnar í A-riðli á EM eru Svíþjóð, Rússland, Úkra- ína og Sviss. Í B-riðli leika Danmörk, Spánn, Portúgal og Króatía. Ísland varð í fjórða sæti á EM 2002, Danmörk í þriðja, Þýskaland í öðru og Svíar urðu Evrópumeistarar. Fyrsti leikurinn á EM gegn Slóveníu BJÖRGVINIR, sem er félag stuðningsmanna Björgvins Sigurbergssonar atvinnu- kylfings, verða með nokkuð sérstakt styrktarmót á sunnudaginn milli kl. 13 og 17. Mót þetta kalla þeir Bryggjugolf og fer þannig fram að þeir setja floteyju – flotflöt – um 50 metra út í Hafnarfjarðarhöfn og síðan geta gestir og gangandi reynt að slá af teig framan við Fjörukrána í Hafnarfirði og hitta á flötina fljótandi. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þá sem eru næstir holunni. Það kostar 1.500 krónur að slá tvo bolta, 3.000 ef menn kaupa fimm bolta og 5.000 vilji menn reyna tíu sinnum. Menn þurfa ekki að koma með sína eigin bolta því þeir fá bolta afhenta um leið og greitt er og fríar veitingar fylgja einnig með. Björgvinir hafa verið nokkuð frjóir síðustu árin, Björgvin og Sveinn Sig- urbergssynir léku í fyrra frá Keflavík til Reykjavíkur, voru með púttmót í garð- inum heima hjá Sveini árið þar áður og nú er það Bryggjugolf. „Við nenntum ekki að labba aftur frá Keflavík,“ sagði Björgvin. Bryggjugolf hjá Björgvinum Björgvin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.