Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VERKALÝÐSFORINGJAR segja að upplýsingar um meiri launa- hækkanir hjá opinberum starfs- mönnum en á almennum markaði muni án efa hafa áhrif á komandi kjarasamningaviðræður. Verka- lýðsfélögin myndu sækja þar eftir leiðréttingu þannig að kjörin yrðu samsvarandi. Þeir telja ennfremur að það ætti ekki að koma á óvart að laun hefðu hækkað meira hér á landi en í ríkjum Evrópusam- bandsins. Hagvöxtur hefði t.d. al- mennt verið meiri hér á landi. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að laun hér á landi hækkuðu um 5,5% á ársgrundvelli á almenn- um markaði á öðrum fjórðungi ársins. Á sama tíma hækkuðu laun að meðaltali um 5,9% í opinbera geiranum en sambærileg launa- hækkun í ríkjum ESB var 3%. Forseti ASÍ segir þessa launaþróun þekkta, á síðasta ári hefði mun meiri hagvöxtur verið hér á landi en í nágrannalönd- unum. Formaður Rafiðnaðarsambands- ins bendir á að opinberir starfs- menn njóti einnig betri lífeyris- greiðslna en félagsmenn ASÍ. Launamunur hins opinbera og almennra launþega Mun hafa áhrif á kjaravið- ræður  Leiðrétting/10 GEITUNGAR hafa verið áberandi í görð- um landsmanna og víðar það sem af er sumri enda hefur veður verið með af- brigðum milt. Geitungadrottningar eru óð- um að yfirgefa búin og leggjast í dvala, t.d. undir húsþökum og klæðningum húsa. Geitungar hætta þá að sinna búunum í sama mæli og fólk verður frekar vart við þá. Viðbrögðin láta ekki á sér standa eins og Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir stað- festir en hann hefur eytt fleiri búum í sum- ar en hann kýs að muna og útköllin í ár eru næstum tvöfalt fleiri en í fyrra. Framan af sumri eyðir hann mest af trjágeitungum en þegar nær dregur hausti er meira um útköll vegna holugeitunga. Húsageitungar lifa einnig hér á landi en í langtum minna mæli og þeir eru nær út- dauðir á Íslandi, að sögn Erlings Ólafs- sonar, skordýrafræðings og umsjón- armanns geitungarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun. Mjög erfitt getur verið að komast að holugeitungum sem gera sér gjarnan bú inni í húsþökum. Íbúi við Fálkagötuna í Vesturbæ Reykja- víkur varð þess var að geitungar höfðu hreiðrað um sig undir þakkanti. Hann hafði samband við Ólaf sem brást skjótt við og eitraði fyrir vágestinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur fikrar sig áfram eftir húsþakinu á Fálkagötu með eitrið. Tvöfalt fleiri útköll vegna geitunga Morgunblaðið/Árni Sæberg Geitungabúið var falið undir þakkanti. Fjarlægja þurfti plötu frá kantinum til að komast að búinu. GRÍÐARLEG spretta hefur verið á túnum í flestum landshlutum í sum- ar og mörg dæmi þess að bændur séu nú í þriðja slætti. Offramboð er því af heyi og líkur á að bændur verði að losa sig við þúsundir tonna. Ólafur G. Vagnsson hefur verið ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar í meira en þrjá áratugi og segist í samtali við Morgun- blaðið ekki muna aðra eins hey- skapartíð og í sumar. Útilokar hann ekki að sumir bændur þurfi að slá fjórum sinnum ef góðviðrið heldur enn áfram. Að sögn Ólafs hefur sprettan ekki alls staðar verið jafngóð. Þetta hafi verið breytilegt milli héraða og jafnvel bæja, m.a. farið eftir því hvort um sauðfjárbú eða kúabú sé að ræða. Aukinn kostnaður fyrir bændur Hann segist mæla með því við bændur, sem komnir eru með meira en nóg af heyi, að bíða með að binda í bagga og plasta heyið. Betra geti verið að setja heyið í beðjur og sjá til. Æskilegt sé að nota það sem mest til uppgræðslu á melum og örfoka landi. Ekki séu þó allir bændur í aðstöðu til að nýta heyið á þann hátt eða að sökum bú- fjárveikivarna sé ekki hægt að flytja hey um langar leiðir. Því geti margir bændur lent í vandræðum í haust. Ólafur segir að í fyrstu tveimur sláttum séu mestu gæðin en eftir það sé heyið oft ekki jafn kraftmikið og gott. Bændur þurfi eftir sem áður að hreinsa túnin því afar óheppilegt sé að þau fari mjög „loðin“ undir vetur. Minnir Ólafur á að þessi góða spretta hafi fleiri ókosti, m.a. þá að umframkostnaður hjá bændum aukist verulega við að slá túnin og taka saman þetta oft yfir sumarið. „Meira í gríni mætti slá því fram að menn hér norður í ballarhafi fari eftir allt saman að rækta hey fyrir góðbændur suður í Evrópu. Þar eru túnin að sviðna í þurrki og miklum hita,“ segir Ólafur að endingu. Bændur verða varla uppiskroppa með hey í vetur þar sem spretta hefur verið fádæma góð í sumar og margir bændur farnir að slá í þriðja sinn. Offramboð af heyi í flestum landshlutum Margir bændur búnir með þriðja slátt ÓFORMLEGAR viðræður stærstu hluthafanna í SH og SÍF um sam- einingu félaganna hafa átt sér stað að undanförnu. Hætt var við áform um sameiningu félaganna seinni hluta síðasta vetrar og þá gert ráð fyrir að ekki yrði farið út í slíkar viðræður fyrr en eftir tvö ár eða svo. Formönnum stjórna félaganna kunnugt um viðræðurnar Friðrik Pálsson, formaður stjórnar SÍF, segir að sér sé kunn- ugt um að stærri hluthafar í báðum félögunum hafi átt einhver samtöl upp á síðkastið. Róbert Guðfinns- son, formaður stjórnar SH, tekur í sama streng og báðir segja þeir að engar formlegar viðræður milli fé- laganna sem slíkra séu í gangi. Stærstu hluthafarnir í SH eru Landsbankinn með um fjórðung, Íslandsbanki og fjárfestingarfélag- ið Straumur með svipaðan hlut, Brim með um fimmtung og Sig- urður Ágústsson hf. með um 7%. Stærstu hluthafar í SÍF eru Burðarás, Sjóvá og Skeljungur með um 45% samtals, S-hópurinn svokallaði er með um 35% og Ís- landsbanki með 8 til 9%. Bankarnir og Burðarás mest áfram um sameininguna Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru það bankarnir og Burðarás sem eru mest áfram um sameininguna, en í vetur var það S-hópurinn sem var andvígur sam- einingu. Aðalsteinn Ingólfsson, stjórnarmaður í SÍF og einn full- trúa S-hópsins, segir engar við- ræður í gangi. Viðræðum var slitið í vetur vegna þess að verulegur munur var á verðmati félaganna á fyrirtækjunum. Síðan viðræðunum var hætt fyrr á árinu hafa bæði félögin keypt fyrirtæki, SH í Bandaríkjunum og SÍF í Bretlandi, svo ætla má að sameiginleg árleg velta félaganna gæti verið nálægt 140 milljörðum króna. Óformlegar viðræður um sameiningu Stærstu hluthafar SH og SÍF hafa ræðst við að undanförnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.