Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María GuðrúnKonráðsdóttir fæddist í Garðhús- um á Skagaströnd 11. október 1930. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 9. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólína Margrét Sig- urðardóttir frá Hvítanesi í Skötu- firði og Jón Konráð Klemensson frá Kurfi á Skaga- strönd. María giftist Jóni Haukdal Þor- geirssyni, f. 14.8. 1923, vélstjóra frá Haukadal í Dýrafirði, og eign- uðust þau sjö börn. Þau eru: 1) María Þ. Haukdal Jónsdóttir, f. 31.3. 1948, maki Ívar Þórarins- son, f. 14.2. 1947, börn þeirra eru: Jóna Guðrún, f. 25.9. 1966, á hún þrjú börn, Jóhann Rúnar, f. 19.9. 1969, á hann þrjú börn, Heimir Þór, f. 7.7. 1972, á hann þrjú son, f. 28.10. 1972, hann á eitt barn, Eggert Þórarinsson, f. 14.5. 1974, hann á eitt barn, og Eva Marí Þórarinsdóttir, f. 4.1. 1981. 4) Böðvar Haukdal Jónsson, f. 14.2. 1953, maki Sigrún F. Sig- urþórsdóttir, f. 10.2. 1954, börn: Sævar Haukdal Böðvarsson, f. 27.10. 1972, á tvö börn, María Guðrún Böðvarsdóttir, f. 17.9. 1981, á einn son. 5) Anna Hauk- dal Jónsdóttir, 9.8. 1957, maki Brynjar Víkingsson, f. 24.6. 1956, börn þeirra Sigurbjörn Sigurðs- son, f. 11.12. 1975, d. 5.9. 1993, Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, f. 28.7. 1979, og Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, f. 28.4. 1988. 6) Jóna B. Haukdal Jónsdóttir, f. 4.8. 1958, maki Reynir Þórarins- son, f. 1.4. 1962, börn: Berglind Hólm Harðardóttir, f. 20.11. 1975, á tvær dætur, Heiðdís Haukdal Reynisdóttir, f. 26.7. 1990. 7) Þor- geir L. Haukdal Jónsson, f. 13.1. 1960, maki Þórunn Þorláksdóttir, börn: Jón Haukdal Þorgeirsson, f. 20.1. 1979, Þorlákur Heiðar Þor- geirsson, f. 30.1. 1984, Katrín Svava Þorgeirsdóttir, f. 17.1. 1996. Útför Maríu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. börn, Víðir Ingi, f. 20.6. 1975, á hann tvö börn, Lína Björk, f. 6.6. 1984, og Lilja María, f. 6.6. 1984. 2) Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, f. 28.9. 1949, maki: Þorvald- ur Hauksson, f. 28.2. 1949, börn: Hafrún María Zsoldos, f. 7.11. 1969, á hún fjögur börn. Arndís Þor- valdsdóttir, f. 4.7. 1972, á hún tvær dæt- ur, Karen Sif Þor- valdsdóttir, f. 12.3. 1976, hún á einn son, Jón Ásgeir Þorvaldsson, f. 22.3. 1989, og Lísa Margrét Þorvaldsdóttir, f. 2.7. 1990. 3) Særún Haukdal Jónsdótt- ir, f. 19.9. 1950, maki Þórarinn Eggertsson, f. 16.12. 1948, börn: Birgir Rúnarsson, f. 28.7. 1973, hann á eina dóttur, Linda Rós Rúnarsdóttir, f. 27.2. 1975, og Arnþór Rúnarsson, f. 8.9. 1980. Fósturbörn: Jóhannes Þórarins- Eins og alltaf þegar einhver manni nákominn hverfur af sjónarsviðinu, þá birtast í hugskoti manns myndir og minningar frá kynnum manns af viðkomandi. Það eru margar minningarmyndir sem koma upp í hugann þegar ég kveð tengdamóður mína til þrjátíu og fimm ára, Maríu Konráðsdóttur. María, ásamt eiginmanni sínum Jóni Haukdal Þorgeirssyni, bjó mestan hluta síns búskapar á Skagaströnd þar sem María var fædd og uppalin. Þar komu þau María og Jón upp sjö börnum. María réð húsum í Sænska húsinu svo kallaða á Skagaströnd ásamt Jóni, hún var sjómannskona mestan hluta þess tíma sem börnin voru að vaxa úr grasi og því oft einsömul í heimilisbaráttunni með barnahóp- inn. Þrátt fyrir erfiða líkamlega fjötra sem María átti við að stríða, þá var fátt sem vafðist fyrir henni eða óx henni í augum. Eftir meira en þrjátíu ára kynni af Maríu hafði ég það á hreinu að ef hún ætlaði sér eitt- hvað þá stóð það, punktur. Þessi eig- inleiki virðist ganga í erfðir í þó nokkrum mæli. María var eðlis- greind manneskja, og þegar tæki- færi gáfust á lífsleiðinni sótti hún námskeið í flestu sem hún komst yf- ir, svo sem tungumálum og ræðu- mennsku, svo eitthvað sé nefnt. María hafði skoðanir á hlutunum og lét þær óspart í ljós, hún var hann- yrðakona góð og listakona við saumavélina og nutu börn hennar og afkomendur þess í ríkum mæli. María sá og skynjaði margt sem öðr- um er hulið, ekki veit ég hvort hún sóttist eftir því en hún fór vel með þann hæfileika og umgekkst hann af virðingu. Það var ef til vill tvennt sem ein- kenndi Maríu öðru fremur, það var trúræknin og glaðlyndið. María var sérlega glaðlynd manneskja, hafði gaman af því að glettast og jafnvel fíflast og ekki lá hún á liði sínu við að gera hlutina pínulítið tvíræða ef þannig lá á henni. Ég sá Maríu verða reiða stöku sinnum en ég sá hana aldrei í fýlu. Hún gat gripið gítarinn og spilað og sungið og þurfti svo sem ekkert tilefni, og ekki þurfti hún áfengið til að vera hrókur alls fagn- aðar, en vín smakkaði María aldrei. Eitt var það sem maður rökræddi ekki við Maríu, það voru trúmál. Ég held að Maríu hafi þótt trúin á frels- arann langt hafin yfir allt dægur- þras, enda var trúin hennar stoð og stytta í gleði hennar og sorgum í gegnum allt lífið. Fyrir um tíu árum síðan fluttu María og Jón til Reykjavíkur til að geta verið nær börnum sínum. Fyrst bjuggu þau á Kjalarnesi en fluttu síðan í litla íbúð í Jökulgrunni í tengslum við Hrafnistu í Reykjavík. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn í Jökulgrunn til þeirra hjóna í kaffi og kandís. Oftar en ekki var ein- hver í heimsókn þegar maður kom eða einhver kom áður en maður fór. María var mikill vinur og félagi barna sinna og var því mikill gesta- gangur hjá þeim hjónum. María var aldrei iðjulaus þegar maður kom í heimsókn, var að hekla eða prjóna, sauma flík á eitthvert barnið, bjástra í tölvunni og ef hún var ekki að dásama Sjálfstæðisflokkinn í bland þá var hún sjálfsagt að hnýta eitt- hvað í árans kommana, en María var mikil sjálfstæðismanneskja og ef maður af skömm sinni hallmælti eitt- hvað flokknum, sérstaklega fyrir kosningar, þá var manni umsvifa- laust pakkað saman með góðri tölu að hætti hússins. María var ágætlega hagmælt og hélt mikið upp á þann hæfileika, hún gerði marga bragi til skemmtunar á mannamótum. Einnig gerði hún texta við lög Hallbjörns frænda síns á Skagaströnd og ekki síst gerði hún falleg minningarljóð um þá sem stað- ið höfðu henni nærri. Varla er hægt að minnast Maríu án þess að á ferðalag sé minnst, en María hafði mikla unun af því að ferðast um landið sem hún gerði í miklum mæli með Jóni og börnunum og setti sig ekki úr færi ef tilefni gafst til ferðalags. Einnig ferðuðust þau hjónin erlendis þegar um fór að hægjast. Síðustu árin hafa þau átt lít- ið afdrep í Þjórsárdal og þangað sótti María mjög ef heilsa hennar leyfði. Ég er þakklátur Maríu fyrir sam- fylgdina, hún kenndi manni með æðruleysi sínu að vera ekki að væla yfir smámunum. Núna þegar ég kveð baráttukon- una Maríu Konráðsdóttur er ég ekki í vafa um að frelsarinn sem hún þjónaði svo vel í lifanda lífi mun ríkulega launa henni trúmennskuna. Ég sendi Jóni mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og öllu hennar fólki. Þorvaldur Hauksson. Við minnumst ömmu okkar (ömmu á Skaga). Amma á Skagaströnd var sérstök kona og eflaust amman sem allir vildu eiga. Hún var alltaf til staðar og heima hjá henni var alltaf nóg við að vera. Heimilið hennar og afa var eins og heill ævintýraheimur, þar var hægt að finna bókstaflega allt, bara ef maður leitaði nógu vel. Lítið var um boð og bönn, og þó barnabörnin væru upp um alla veggi sat amma í stóískri ró og hélt áfram að sauma, prjóna eða dunda sér. Oft sátum við hjá henni tímunum saman, fylgd- umst með handavinnu hennar og hlustuðum á sögur úr öllum áttum. Amma var mjög trúrækin og var dugleg við að miðla til okkar boð- skapnum. Dagarnir voru oft erilsamir hjá okkur krökkunum og aldrei stóð á henni að útbúa matar– og kaffitíma, og kemur þá fyrst upp í hugann karamellukremið fræga sem við fengum ofan á brauð. Ein jólin vorum við á Skagaströnd. Margt var um manninn og varla sást í litla jólatréð fyrir pökkum. Mest spennandi þótti okkur þó að fá að fara upp á háaloft þar sem epli og appelsínur voru geymd, og þar sem við fengum ekki að ganga í þetta að vild, var þetta alger fjársjóður. Önnur jól, þegar við vorum fjarri, birtist ævintýraheimurinn í jóla- pakkanum frá ömmu og afa. Í einum pakka gat verið handmál- að sængurver, prjónaðir sokkar, náttföt, kertastjaki, útsaumaður dúkur og svo auðvitað nammipoki að hætti ömmu. Gaman var að sjá að langömmubörnin fengu að upplifa það sama. Nú er amma okkar farin til síns Guðs sem hún trúði og treysti á alla tíð. Við eigum eftir að sakna hennar og minnast með gleði og hlýju í hjarta. Elsku afi, við stöndum saman með Guðs hjálp í þessari miklu sorg. Hafrún, Arndís og Karen. Elsku amma, ekki héldum við að þú færir strax það var svo margt sem þú áttir eftir að gera, þú varst að safna fyrir ferð til Kanarí og þið afi ætluðuð að flytja í Hafnarfjörð í haust og svo afmælið hans afa. Þú hefur alltaf verið voðalega þrjósk. Þess vegna sagðir þú alltaf þegar maður spurði hvernig þú hefð- ir það: „Ég hef það bara mjög fínt,“ þó maður vissi innst inni að þú værir lasin. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín. Ef við fengum ekki besta kakó í heimi þá fengum við ís með bestu sósu í heimi sem þú gerðir sjálf. Það skorti aldrei umræðuefni. Það var svo margt sem þú hafðir að segja frá að maður gat hlustað tím- unum saman. Þér þótti gaman að spila og spá í bolla og spil. Það var stundum fyndið að horfa á þig þegar þú varst búin að sitja yfir sömu spil- unum lengi og athuga hvað þau segðu. Það má ekki gleyma því þegar við Lína, Lilja og Lalli vorum öll í heim- sókn hjá þér á Skagaströnd og vor- um í baði. Þú bankaðir og sagðist ætla með okkur í bað. Við vorum svo ánægð með það að við opnuðum fyrir þér en þá tókst þú bara af okkur mynd. Við hlógum lengi að þessu og svo þegar við fórum að sofa þá sagðir þú okkur að hringja í Guð þá svæfum við betur en það var þá Bænalínan sem við hlustuðum á, en til margra ára trúðum við því að hægt væri að hringja í Guð. Jæja, nú segjum við það sama við þig og þú sagðir við okkur: Guð veri með þér, elsku engillinn minn. Lína Björk, Lilja María og Jóna Guðrún. María var amma mín. Hún var af- skaplega góð og ljúf amma og henni þótti mjög vænt um börnin sín, barnabörnin og barnabarnabörnin. Hún trúði sterkt á Guð og æðri mátt, og sagði hún í hvert sinn sem við skildum: „Guð veri með þér.“ Mér þótti afskaplega vænt um hana eins og öllum öðrum. Þegar hún dó sagði mamma mér að harka af mér og hugsa um hvað henni liði vel núna og hvað skemmtilegar stundir við áttum saman, sem er alveg rétt, maður á ekki alltaf að hugsa um sorgina held- ur góðu minningarnar um manneskj- una og amma skildi eftir fullt af fal- legum minningum sem ég gleymi aldrei. Þegar við vorum í heimsókn hjá afa þá tók mamma upp húfu sem amma hafði saumað, hún var nefni- lega mjög handlagin og stundum gat ég státað mig af því að amma gæti klárað einn vettling á hálftíma, á meðan hún horfði á sjónvarpið. Sum- ir sem missa ástvin vilja helst gleyma öllu til að upplifa ekki eins mikinn sársauka, en ég segi: Taktu sársauk- anum, hann dvín. Þér líður miklu betur ef þú minnist manneskjunnar með gleði, þá berðumikla virðingu fyrir henni og ég veit að það gleður hana líka. Heiðdís Haukdal. Þeir sem byrðar bera flestar brosa oftast gegnum tárin. Gefa af sér gjafir mestar, göfugt hjarta læknar sárin. Þú stóðst þó eins og eikin sterk, þótt stríddi harður vetur. Eftir standa öll þín verk sem engin hnikað getur. Já, sjáðu fríða flokkinn þinn, frækinn hópur kvenna og manna. Ef varðaður er vegurinn villist enginn, dæmin sanna.(Svana R. Guðm.) Að geta alltaf fundið sólargeislann þarna einhvers staðar á bak við skýin einkenndi hana Maju móðursystur mína. Alltaf átti hún brosið blítt og ylríkt og vissuna fyrir því að allt mundi fara á besta veg, hvað sem á bjátaði. Ég var fyrsta barnabarnið inn í báðar mínar stóru fjölskyldur og Maja var yngst af fimm systrum. Ekki nema sjö ára þegar ég fæddist heima hjá henni, hjá afa og ömmu á Skagaströnd. Fyrsta barn elstu dótt- urinnar. Maja hafði neitað að hætta að nota pelann sinn og sofnaði með hann á kvöldin. Mamma sagði mér að þegar ég fæddist og hún fékk að fara inn í svefnherbergið að skoða barnið, þá hefði hún læðst að rúminu og litið á mig og sagt öllum til undrunar: Litla barnið má bara eiga pelann minn! Þetta þóttu slík stórtíðindi að mér var sagt frá þessu lítilli og ég mundi þetta alltaf. Mín fyrsta gjöf í þessum heimi var það besta að hennar mati sem hún átti til. Þannig var hún alla sína ævi. Það voru sérstök tengsl á milli þessara fimm systra. Ein fyrir allar og allar fyrir eina. Við börnin þeirra vorum alin upp eins og systkini. Við vorum alltaf heima hjá hverri syst- urinni sem var, þannig að ef ein syst- irin fer er eins og eftir verði stórt skarð, sem ekki er hægt að fylla. Minningarnar eru svo margar og tengdar allri barnæskunni og síðar fullorðinsárunum, þangað til ég flutt- ist út og kom ekki til baka í 25 ár. Móttökurnar voru eins og ég hefði aldrei farið langt, opnir faðmar og hlýja. Þar sem ég eignaðist aldrei systur þá var Maja „systir mín“. Við hana gat ég talað og trúað fyrir ýmsu sem ekki hefði fallið í góðan jarðveg hjá hinum „mömmunum“. Við sungum mikið og Maja kenndi mér nýja texta og lög. Ég lærði ósköpin öll af kvæðum og lögum, einnig sömdum við gamanvísur um hitt og þetta og hlógum okkur mátt- lausar. Maja kenndi mér að synda í köldum sjónum fyrir neðan afahús, sællar minningar. Þó að ég láti móðan mása um per- sónulegar minningar má ekki gleyma því að María Guðrún Kon- ráðsdóttir var stórbrotin kona, hún var skáld og orti ákaflega falleg kvæði. Hún var hrókur alls fagnaðar og ekki feimin við að koma fram, hefði orðið frábær leikkona ef hún hefði lagt það fyrir sig. Hún fékk góðar gáfur í vöggugjöf, en þá voru aðrir tímar. Hún og eftirlifandi eig- inmaður hennar, Jón Haukdal Þor- geirsson frá Haukadal í Dýrafirði, sáu vel um börnin sín og þau voru þeim allt. Alltaf voru börnin og barnabörnin efst á baugi hjá þeim báðum og saman áttu þau hlýlegt og fallegt heimili, skjól fyrir sín fallegu og vel gefnu börn. Í stað þess að fagna 80 ára afmæli manns hennar er nú verið að bera hana til hinstu hvílu. Við hlökkuðum öll til að hittast aftur um helgina eftir ættarmótið í sumar, en þó að við komum saman er það í mikilli sorg. Hún var hetja að koma til Þingvalla á ættarmótið svona mikið lasin. Hún var að kveðja. Elsku Nonni minn og börn, barna- börn og barnabarnabörn, hópurinn sterki. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur og kveð hér í hinsta sinn, með ást, stolti og virð- ingu, elsku frænku mína. Guð veri með ykkur öllum. Svana R. Guðmundsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomma tíð. (Þórunn Sig.) Við viljum þakka fyrir allar stund- irnar sem við áttum með þér og kveðjum þig með söknuði. Elsku Jón, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingar og vinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðju. Sigrún og Margrét og fjölskyldur. MARÍA GUÐRÚN KONRÁÐSDÓTTIR Að eilífðarósi umvafin elsku frjáls ert farin ferðina löngu. Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið, í mörgum mætum minningum er lifa. Jóna Rúna Kvaran. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.