Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 19 Hlíðasmári 1-3 Til leigu/sölu Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm. Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér- lega vönduð og fullbúin sameign. Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. BREIÐHOLT - SELJAHVERFI Mér hefur verið falið að leita eftir einbýlis- húsi í góðu ástandi í Seljahverfi eða nágrenni fyrir fjársterkan kaupanda. Kaupandi getur veitt ríflegan afh. tíma sé þess óskað. Sterkar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Verðhugmynd frá 23-26 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! ÚILIT er fyrir að líkamsræktar- stöðin Perlan flytji starfsemi sína í Sundmiðstöðina í Keflavík. Menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar (MÍT) hefur sam- þykkt að leigja fyrirtækinu aðstöðu þar. Stefán Bjarkason, framkvæmda- stjóri MÍT, segir að eftir að eign- arhaldsfélagið Fasteign, sem Reykjanesbær er hluthafi í, eign- aðist allar fasteignir bæjarins hafi vaknað áhugi á að nýta betur hús- næði Sundmiðstöðvarinnar. Þar sé meðal annars óinnréttað húspláss sem ætlað er fyrir búningsklefa væntanlegrar innisundlaugar. Segir Stefán að eigendur Perlunnar séu að missa núverandi húsnæði sitt við Hafnargötuna og hafi sýnt áhuga á að flytja starfsemina í Sundmið- stöðina. Perlan mun sjálf annast innréttingar á því húsnæði sem fyr- irtækið leigir af Reykjanesbæ til fimm ára. Drög að samningi MÍT og Perl- unnar voru samþykkt á fundi Menningar-, íþrótta- og tómstunda- ráðs í vikunni með þeim skilyrðum að þeirri starfsemi íþróttafélaga og deilda sem fyrir er í húsnæði Sund- miðstöðvarinnar verði ekki raskað. Stefáni var falið að fylgja málinu eftir. Samþykktin verður síðan lögð fyrir bæjarstjórn í dag til staðfest- ingar. Perlan leigir aðstöðu í Sundmiðstöðinni Keflavík Vogar og umhverfi er tekið til skoðunar í kvöld í gönguferð Upplýsingamiðstöðvar Reykja- ness. Leiðsögumenn eru Þorvald- ur Örn Árnason og Halla Guð- mundsdóttir. Mæting er við Sundmiðstöðina í Vogum klukkan 20. Í DAG TVÖ innbrot voru tilkynnt til lögregl- unnar í Keflavík að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar eftir helgina. Stolið var vindlingum og fleiru úr sölu- turni og GPS-staðsetningartæki úr bíl. Að morgni síðastliðins föstudags var tilkynnt um innbrot og þjófnað í söluturn við Hringbraut í Keflavík. Þetta hefur átt sér stað um nóttina. Farið hafði verið inn um sölulúguna og stolið vindlingum, símakortum og peningum. Klukkan hálf ellefu á föstudag var tilkynnt um innbrot og þjófnað í bif- reið sem staðsett var í bílskúr við Ás- garð í Keflavík. Telur lögreglan að einhver sem þekkir til aðstæðna hafi brotist inn um nóttina, á bilinu frá hálf tvö til hálf átta. Úr bílnum var stolið GPS 162-staðsetningartæki af Garmin gerð, svörtu að lit. GPS-tækið er tveggja ára og metið á um 70 til 80 þúsund krónur. Lögreglan rannsakar bæði málin. Stolið úr bíl og söluturni Keflavík KAMMERSVEITIN Ísafold heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum í Kefla- vík á morgun, miðvikudag klukkan 20. Kammersveitin Ísafold er á tón- leikaferð um landið. Hljómsveitin er skipuð 15 ungum hljóðfæraleikurum sem allir stunda framhaldsnám en þeir stofnuðu sveitina fyrr á þessu ári. Í hópnum eru tveir hljóðfæraleikarar úr Reykjanesbæ, Ingi Garðar Er- lendsson og Sturlaugur Jón Björns- son. Á efnisskrá tónleikanna eru nokkur af öndvegisverkum 20. aldar sem sjaldan heyrast hér á landi. Eru þetta verk eftir Charles Ives, Anton Webern, Igor Stravinsky, Edgar Va- rése, Withold Lutoslawsky og Hauk Tómasson. Tónleikarnir í Reykjanesbæ eru næst síðustu tónleikarnir af sjö sem Ísafold heldur í ferð sinni. Þeir síðustu verða í Listasafni Íslands í Reykjavík 21. ágúst, og hefjast klukkan 20. Ísafold með tónleika í Listasafninu Reykjanesbær Félagar í kammersveitinni Ísafold æfa sig fyrir tónleikaferðina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmynd/Hilmar Bragi Starfsemi í Sundmiðstöðinni eykst þegar Perlan flytur starfsemi sína. UM 140 börn, flest af Suðurnesjum, tóku þátt í Heklumóti Víðis sem fram fór í Garði síðastliðinn laugardag. Hekla og Knattspyrnufélagið Víðir efna árlega til knattspyrnu- móts á Víðisvelli fyrir 6. flokk. Mótið nú var hið fjórða í röðinni og tóku sex lið þátt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Það eru sameig- inlegt lið Víðis og Reynis úr Sand- gerði, lið Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur, Voga og Hauka úr Hafnarfirði. Njarðvík sigraði í flokki A-liða, Haukar í flokki B-liða og Keflavík í flokki C-liða. Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, afhenti sigurliðinu bikar auk þess sem allir þátttak- endur fengu verðlaunapening og veggspjald með mynd af íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, afhenti verðlaun og gaf börnunum eiginhaldaráritanir. 140 börn tóku þátt í Heklu- móti Víðis Garður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.