Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 11
Um leið og við þökkum frábærar móttökur á Menningarnótt viljum við minna
á að sýning á 40 verkum Jóhannesar Kjarvals, sem opnuð var á laugardag í
aðalbanka Austurstræti, heldur áfram út þessa viku.
Nú eru um 80 ár síðan Kjarval málaði fjögur portrett af fyrstu bankastjórum
bankans, en það eru einu hefðbundnu portrettmyndirnar sem Kjarval gerði um
dagana. Á sýningunni eru einnig stórar landslagsmyndir frá 4. og 5. áratug síðustu
aldar og ýmsar aðrar myndir og teikningar.
Sýningin er opin frá 9.15 - 16.00 en Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur,
verður með leiðsögn um sýninguna milli kl. 12 og 13 alla daga vikunnar.
Sjáðu Kjarval í Landsbankanum
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
19
46
0
8/
20
03
Í MATJURTAGARÐINUM við Gisti-
heimilið Brekkubæ á Hellnum fer
einungis fram lífræn ræktun mat-
jurta. Sú ræktunaraðferð hefur skil-
að frábærri uppskeru undanfarin ár
og séð gistiheimilinu fyrir grænmeti
til salat- og súpugerðar frá miðju
sumri og langt fram á haust. Næp-
urnar sem Jóhann Þóroddsson sáði
fyrir í vor slá þó öll vaxtarmet. Þær
sem hafa verið teknar upp und-
anfarna daga hafa vegið frá 1.1 kílói
og upp í tæp 2 kíló hver. Ekki hefur
stærðin rýrt gæði þeirra því þær eru
safaríkar og bragðgóðar og ekki
vottar fyrir trénun í þeim. Næp-
urnar eru ræktaðar í frekar stóru
beði sem í var settur húsdýra-
áburður. Í hluta beðsins var einnig
sett molta úr gömlum safnhaug, en
sá hluti skilar einmitt tvöfalt meiri
uppskeru en hinn hlutinn þar sem
húsdýraáburðurinn einn veitir nær-
ingu. Þessi góða uppskera sýnir svo
um munar hvernig endurnýtingar-
ferlið virkar.
Ljósmynd/Guðrún Bergmann
Guðríður Hannesdóttir og Kristín Thieme með risanæpur úr lífræna mat-
jurtagarðinum við Brekkubæ.
Lífrænt rækt-
aðar risanæpur
Hellnum. Morgunblaðið.
HREPPSNEFND Skeiða- og
Gnúpverjahrepps kemur saman til
fundar í dag þar sem búist er við
endanlegri afstöðu til framkvæmda
Landsvirkjunar í Norðlingaöldu-
veitu. Skiptar skoðanir hafa verið í
hreppsnefndinni til málsins og
meirihlutinn verið frekar andvígur
áformum Landsvirkjunar en minni-
hlutinn hefur verið þeim fylgjandi.
Samráðsnefnd skipuð fulltrúum
sveitarfélaganna á svæðinu, Lands-
virkjun og Umhverfisstofnun hefur
átt nokkra fundi um þá tillögu
Landsvirkjunar að reisa stíflu í 566
metra hæð yfir sjó sem má hækka
um tvo metra með sérstökum
gúmmíbelgjum. Telur Landsvirkj-
un þá tilhögun vera til samræmis
við úrskurð setts umhverfisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar, um að
miðlunarlón fari út fyrir friðland
Þjórsárvera. Sveitarfélögin Ása-
hreppur og Rangárþing ytra hafa
innan samráðsnefndarinnar sam-
þykkt tilhögun Landsvirkjunar
með vissum skilyrðum þó. Gerir
Ásahreppur t.d. kröfu um nána
umhverfisvöktun af hálfu Lands-
virkjunar og að rennsli úr lóninu
verði í jarðgöngum en ekki skurði.
Ásahreppur hefur gert ráð fyrir
Norðlingaölduveitu í sínu aðal-
skipulagi en þarf að breyta því
vegna breyttra áforma Landsvirkj-
unar. Að sögn Jónasar Jónssonar
oddvita verður aðalskipulaginu
ekki breytt fyrr en Samvinnunefnd
um miðhálendi Íslands hefur fjallað
um veitusvæðið.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
hefur hins vegar ekki gert ráð fyrir
Norðlingaölduveitu í sínu aðal-
skipulagi.
Hreppsnefnd Skeiða- og
Gnúpverjahrepps fundar í dag
Búist við endan-
legri afstöðu til
Norðlingaölduveitu
UM klukkan fjögur á laugardag var
tilkynnt um ofurölvi mann í af-
greiðslu BSÍ í Vatnsmýrinni. Er lög-
reglumenn frá Lögreglunni í
Reykjavík komu á staðinn svaf mað-
urinn ölvunarsvefni í afgreiðslunni
og hjá honum var fjögurra ára dóttir
hans. Vista varð manninn í fanga-
geymslu en barninu var komið fyrir
hjá frænku stúlkunnar.
Þá barst lögreglunni tilkynning
aðfaranótt sunnudags þar sem
kvartað var undan bjölluónæði í
Þingholtunum. Kom í ljós að ölvaður
maður var þarna að fara húsavillt.
Hugðust lögreglumennirnir aðstoða
manninn við að komast heim til sín.
Það gekk þó ekki eftir því áður en til
þess kom náði maðurinn að sparka í
andlit annars lögreglumannsins. Var
hann því handtekinn og færður á lög-
reglustöð.
Ölvaður með fjögurra ára barn
HÓPUR íslenskra og erlendra
vísindamanna hefur undan-
farna daga fjallað um land-
hnignun, vandamál og við-
brögð, á alþjóðlegri ráðstefnu á
vegum nefndar innan Alþjóða
landafræðisambandsins. Við-
fangsefni ráðstefnunnar snerta
landeyðingu hvort sem er af
völdum landnytja eða náttúr-
unnar sjálfrar.
Yfir þrjátíu fyrirlestrar eru
fluttir á ráðstefnunni og flytja
íslenskir vísindamenn um einn
þriðja þeirra. Fyrirlesarar og
ráðstefnugestir eru m.a. frá
Evrópu, Ástralíu, Afríkulönd-
um og Austurlöndum nær. Eru
það sérfræðingar í viðfangsefn-
um sem snerta landeyðingu,
uppgræðslu og endurheimt
landgæða, nýtingu mannsins á
þeirri auðlind sem jarðvegur og
gróður eru. Einnig er fjallað
um pólitískar ákvarðanir,
stefnu og vandamál sem kunna
að stafa af árekstrum milli
hagsmunaaðila.
Skipulagningu ráðstefnunn-
ar hefur annast Guðrún Gísla-
dóttir, dósent í jarðfræði við
jarð- og landafræðiskor Há-
skóla Íslands. Aðrir aðilar sem
standa að henni eru Land-
græðslan og Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins.
Auk þess að hlýða á fyrir-
lestra hafa ráðstefnugestir
ferðast um landið, m.a. heim-
sótt Þingvelli og Reykjanes.
Alþjóðleg
ráðstefna
um land-
eyðingu
BÆNDUR, sem eiga fé í innláns-
deild Kaupfélags Árnesinga þurfa
væntanlega ekki að óttast um það
sparifé sem þeir kunna að eiga í inn-
lánsdeildinni. Kaupfélagið á í miklum
fjárhagserfiðleikum og er núna í
greiðslustöðvun.
„Það eru tryggingar á innláns-
deildinni þannig að það standa vonir
til þess að þetta fé skerðist ekki.
Tryggingarsjóður á vegum innláns-
deilda kaupfélaganna á að verja þetta
fé,“ segir Valur Oddsteinsson, stjórn-
arformaður Kaupfélags Árnesinga.
Aðspurður segist Valur ekki geta
sagt til um hversu miklar upphæðir
bændur eigi enda sé það sparifé
bænda sem sé í innlánsdeildinni og
það flokkist því sem trúnaðarmál.
„Síðan eiga bændur auðvitað við-
skiptareikninga hjá Kaupfélaginu en
þeir geta hvort heldur verið í mínus
eða plús og útkoman þar ræðst auð-
vitað af þeirri stöðu sem menn voru í
þegar greiðslustöðvunin gekk í
gegn.“
Sparifé bænda
væntanlega tryggt
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri
tók í gærmorgun við fjórum lista-
verkum eftir kanadísku listakonuna
Wanda Koop. Listaverkin er gjöf frá
Winnipeg borg í Kanada. Glen
Murray, borgarstjóri Winnipeg,
færði Reykjavíkurborg gjafirnar en
hann var hér í opinberri heimsókn
um helgina.
„Þetta eru fjórar myndir í seríu
sem leggja áherslu á samspil manns
og náttúru,“ segir Þórólfur. „Mynd-
irnar eru ýmist með „fókuskross“
eða hornklofum. Þetta á að minna á
fókuskross í ljósmyndum.“ Hann
segir að þegar borgarstjórarnir
skiptust á gjöfum sl. laugardag
hefðu gestirnir upplýst að þeir hefðu
meðferðis listaverkagjafir og að
myndirnar hafi verið valdar af lista-
manninum sjálfum. Með þessari gjöf
vildu borgaryfirvöld í Winnipeg
leggja áherslu á sameiginlegan
menningararf borganna tveggja.
Þórólfur segir að myndunum
verði fundinn viðeigandi staður í
samráði við Eirík Þorláksson, for-
stöðumann Listasafns Reykjavíkur.
Borginni færðar
listaverkagjafir
Morgunblaðið/Jim Smart