Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 29 MINNINGAR ✝ Sigurður ÁgústGuðlaugsson fæddist á Ána- brekku í Borgar- hreppi 11. ágúst 1917. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð 7. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðlaug- ur Jónsson, f. 25. ágúst 1875 á Hóls- húsum í Eyjafjarð- arsýslu, d. 29. júlí 1972, og Elín Mar- grét Jónsdóttir, f. 3. október 1887 á Moldbrekku í Hnappadalssýslu, d. 28. nóvember 1966. Systkini Ágústs eru: Jóhann, f. 12. júní 1918, Lilja Guðrún Þórunn, f. 7. september 1919, Jóhanna Guð- björg, f. 19. ágúst 1924, d. 16. maí 1987, og Jón Guðmundur, f. 3. apríl 1926. Ágúst ólst upp í Ánabrekku og síð- ar á Kárastöðum í Borgarhreppi og hugsaði um bú- skapinn vegna veikinda föður hans. Hann fluttist til Akureyrar árið 1945 og hóf störf á Hótel KEA ári síð- ar. Dyra- og næt- urvörslu gegndi Ágúst til ársins 1988. Ágúst var vistmaður á dval- arheimilinu Hlíð frá árinu 1993. Útför Ágústs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eitt af því sem við mennirnir vit- um með vissu í þessu lífi er að eitt sinn skal hver deyja. Þessi stað- reynd kemur manni þó alltaf á óvart þegar einhver deyr sem okk- ur er kær. Þannig var það líka þeg- ar Ágúst dó á dvalarheimilinu Hlíð 7. ágúst sl. Hann var búinn að vera mikið veikur síðustu dagana svo við vissum að hverju dró. Margar kær- ar og ljúfar minningar streyma fram þegar hugsað er til bernsku- áranna. Ágúst bróðir minn ólst upp við þær dyggðir sem ávallt eru í heiðri hafðar, fórnfýsi, dugnað og trú- mennsku. Á þessum undirstöðum byggði hann lífstíð sína, hann var alvörumaður og trúrækinn, traust- ur og heiðarlegur, bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg, var vinur vina sinna, gerði sér ekki far um að eignast marga vini. Hann grúskaði mikið í blöðum og bókmenntum, hafði gaman af að lesa góðar bækur og voru það hans einu hvíldar- stundir, enda hafði hann ekki mik- inn tíma alltaf því nóg var að gera heima hjá foreldrum okkar. Faðir okkar missti sjóninna, það var gláka. Þá var bróðir minn Ágúst aðeins 15 ára. Hann hjálpaði for- eldrum okkar með búskapinn í þrettán ár og fórst það ljómandi úr hendi, vann svo við uppskipun í Borgarnesi og sláturhúsinu á haustin, þangað til foreldrar okkar hættu búskap árið 1945. Þá fluttu þau til Akureyrar og Ágúst líka og byrjaði ári seinna að vinna sem dyra- og næturvörður á Hótel KEA fram til ársins 1988. Líkaði honum það vel og vildi hann skila því með sóma. Hann helt órjúfandi tryggð við hótelið, eins og við Borgarfjörð- inn, fór alltaf þangað í sumarfríinu sínu til að heimsækja skyldfólk og vini, og var mikið t.d. hjá frænd- fólki okkar í Hítarnesi í Hnappa- dalssýslu. Ég heyrði hann oft segja hvað tekið hefði verið vel á móti sér alls staðar. Foreldrar okkar áttu heima hér á Akureyri, lengst af í Lækjargötu 3, Hlíðarhúsinu, og Ágúst fékk sér oft göngutúr úr miðbænum þar sem hann átti heima, og var mjög duglegur að heimsækja foreldra sína og hjálpa þeim, m.a. með kartöflugarðinn sem faðir okkar var með við húsið sitt. Einnig kom hann oft til mín og fjölskyldu minn- ar. Hann hélt til hjá mér og mínu fólki fyrsta árið þegar hann fluttist til Akureyrar og aftur þegar hann hætti störfum á Hótel KEA, áður en hann fór í Hlíð. Minningin um Ágúst lifir og biðj- um við algóðan Guð að varðveita minningu um minn ástkæra bróð- ur. Lilja. Frændi minn, Ágúst Guðlaugs- son, er látinn, tæplega 86 ára gam- all. Hann hafði átt við langvinna vanheilsu að stríða vegna Parkin- sons-sjúkdóms og afleiðinga hans, sem smám saman takmarkaði hreyfifærni hans og var hann því að mestu orðinn rúmliggjandi síð- ustu árin. Það eru þungbær örlög að verða sem fangi í biluðum lík- ama en nú er hann frjáls. Hann var elstur fimm systkina en foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur Jóns- son, bóndi í Ánabrekku í Borgar- firði, og kona hans, Elín Margrét Jónsdóttir. Guðlaugur var áhuga- samur um búskap sinn, hafði ungur maður farið til náms í búnaðar- skóla Torfa í Ólafsdal og var bú- fræðingur þaðan. Ágúst ólst því upp við góðan landbúnað og önnur holl störf til sveita á býli foreldra sinna, fyrst í Ánabrekku en þau fluttu síðar að Kárastöðum sem er rétt við Borg á Mýrum. Guðlaugur missti sjónina og kom þá í hlut Ágústs að annast búreksturinn og gerði hann það af stakri kostgæfni sem honum var í blóð borin. Þau brugðu búi árið 1945, en þá var tími mikilla breytinga í íslensk- um landbúnaði og vélvæðing að hefjast til sveita. Ágúst flutti til Akureyrar með foreldrum sínum, þá 28 ára, og réðst til starfa hjá Kaupfélagi Ey- firðinga, lengst af sem næturvörð- ur á Hótel KEA, og gegndi hann því starfi af fágætri alúð og trú- mennsku þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir um sjötugt. Þrátt fyrir langa búsetu á Ak- ureyri var Ágúst fyrst og fremst Borgfirðingur og var hafsjór af fróðleik um staðhætti, búskapar- hætti og fólk í Borgarfirði, enda fór hann þangað í öllum sínum frí- um svo lengi sem kraftar entust og hélt góðum tengslum við ættingja og vini þar. Hann var fimmtugur þegar hann lærði að aka og fékk sér Land Rov- er til að fara á í Borgarfjörðinn. Hann fór vel með bílinn eins og allt annað og tilgangslaus eyðslusemi var honum fjarri skapi. Hann var fremur hlédrægur maður og hóg- vær og fór ekki í manngreinarálit. Hann fylgdist vel með því sem gerðist í þjóðlífinu og hugsun hans var skýr til hinsta dags. Hann reisti sér ekki efnislega minnisvarða um ævina en hans verður minnst fyrir drenglyndi og trúmennsku. Björn Sigurðsson. ÁGÚST GUÐLAUGSSON Nú er bráðum liðinn einn mánuður síðan þú fórst frá okkur, elsku amma, og ég á ennþá erfitt með að trúa því. Ég býst við í hvert skipti sem síminn hringir að heyra þína rödd á hinum endanum. Ég gleymi aldrei sumrunum sem ég var hjá þér og afa í Vestmanna- eyjum. Margar endurminningar á ég síðan þá, og allar eru góðar og ég elskaði að koma til ykkar í heimsókn. Ég fann öryggi og tryggð. Hjá þér var allt í röð og reglu. Þú sást til þess, að allir á heimilinu fengu vítamínin sín hvern dag. Það var ekki annað hægt en að bera mikla virðingu fyrir ykkur afa. Þú varst alltaf jafn hress, ófeimin og jákvæð, og hélst góðu sambandi við fjölskylduna. Þú varst dugleg og vinnusöm og elskaðir að bera út póstinn. Oft fór ég með þér og hjálpaði þér. Ég fékk líka KRISTÍN ELÍSA BALDVINSDÓTTIR ✝ Kristín ElísaBaldvinsdóttir fæddist á Bala í Þykkvabæ hinn 19. ágúst 1936. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Vestmannaeyj- um. 19. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 26. júlí. að fara með þér á póst- húsið stundum og hitti þar vinnufélagana. Þú kynntir okkur alltaf sem Stína Bald, senior og junior, og okkur báð- um fannst mjög gaman að því. Þegar ég var minni kallaðir þú mig litlu „prinþeþþuna hennar ömmu þinnar“ (ég var smámælt) og leiddir mig á þinn sér- staka hátt, með litla fingur um úlnliðinn. Marga seinniparta fórstu með mig í sund- laugina. Fyrst syntirðu fram og aftur með mig á bakinu og seinna kennd- irðu mér að synda. Oft lá leiðin upp á land í sumarfrí- inu. Þá fórum við í tjaldvagninum og keyrðum um. Ég man að ég svaf milli þín og afa. Stundum héldum við til í sumarhúsi á Þingvöllum og grilluð- um. Þar var oft fleira fólk. Einhvern tímann vorum við í Mosfellsbæ hjá langömmu og langafa. Öll þessi sum- ur voru frábær. Alltaf fékkst þú mig til að finnast ég vera sérstök. Það var einn af eig- inleikunum sem þú hafðir. Sambandið milli okkar minnkaði svolítið þegar ég flutti til Færeyja, en þú varst samt mjög dugleg að halda sambandi og hringdir oft til mín að spyrja um okk- ur, og sagðir sjálf fréttir af ykkur. Þið tókuð svo vel á móti mér og Rók þegar við komum í heimsókn vorið 2001. Þið fóruð með okkur kringum allar Eyjarnar, sem þið vor- uð og eruð svo stolt af. Ég er svo þakklát fyrir það að þú og afi komuð í heimsókn til okkar þegar börnin voru skírð. Börnin mín fengu að hitta langömmu sína og þú kynntist þeim. Við vorum mikið sam- an þá vikuna og ég náði að rifja upp margar barnaminningar og gat sagt þér hvað mér hafði alltaf liðið vel hjá ykkur. Kæra, besta amma, ég elska þig og mun sakna þín alla mína ævi. Ég ætla að reyna að kenna börnunum mínum að þekkja þig eins vel og ég gerði. Þú ert núna á himnum og ég vona að þú haldir þinni verndarhendi yfir okkur. Þú verður alltaf hjá okkur í huganum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert og verið fyrir okkur. Ástar- og saknaðarkveðjur Þín Kristín. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Elskulegur eiginmaður minn, EIRÍKUR VALDIMARSSON frá Norðurgarði, á Skeiðum, lést á Ljósheimum, Selfossi, sunnudaginn 17. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda Rósa Pétursdóttir. Mágkona mín og föðursystir okkar, LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, mánudaginn 18. ágúst. Valdís Brandsdóttir og bræðrabörnin. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN MAGNÚS ÞÓR JÓHANNESSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áður til heimilis í Hellisgötu 7, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Anna M. Þorvaldsdóttir, Kristjana A. Kristjánsdóttir, Davíð I. Pétursson, Þorvaldur Kristjánsson, Anna Rut Antonsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, MARÍA PÉTURSDÓTTIR, áður til heimilis í Hólmgarði 49, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, laugardaginn 16. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Þeim, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti dvalar- og hjúkrunarheimilið Holtsbúð njóta þess, reikningur nr. 0318-13-110053. Ragnar Jörundsson, Svanhvít Sigurðardóttir, Sigrún Jörundsdóttir, Sveinn Áki Lúðvíksson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN GUNNARSSON fyrrverandi apótekari, lést sunnudaginn 17. ágúst. Útför auglýst síðar. Dóróthea Jónsdóttir, Guðlaug Kjartansdóttir, Fjölnir Ásbjörnsson, Gunnar Kjartansson, Sigurður Kjartansson, Sólborg Hreiðarsdóttir, Guðrún Kjartansdóttir, Agnar Hansson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, GUÐRÍÐUR ÁSTRÁÐSDÓTTIR Dista, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést laugardaginn 16. ágúst. Synir hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.