Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÆR óumflýjanleg millilending hjá karlkyns Hollywood-leikurum sem komnir eru á efri ár og muna sinn fífil fegurri er að tengja sig ungum upprennandi stjörnum í verkefnum sem eiga þá að njóta góðs af reynslu og orðstír hins eldri en nota kynþokka og töffaraskap yngri stjörnunnar til að höfða til „ungu kynslóðarinnar“, sem er vit- anlega sú sem helst sækir kvik- myndahús. Dæmin eru mörg og ekki þarf að leita langt til að finna áberandi tilbrigði við þessa aðferð s.s. Al Pacino og Colin Farrell í Ný- liðanum (The Recruit) og Jack Nich- olson og Adam Sandler í Reiði- stjórnun (Anger Managment). Nýjasta parið er svo sjálfur Harr- ison Ford og nýstirnið Josh Hartn- ett. Hér leiða þeir saman hesta sína í velþekktu kvikmyndaformi sem kenna má við löggutvíeykið. Grund- vallareinkennni slíkra mynda er að saman reyna heldur ósamstæðir og jafnvel fjandsamlegir einstaklingar að leysa erfitt sakamál, en mestri orku er engu að síður varið í tengslamyndun lögregluþjónanna tveggja. Fyrst líkar hetjunum illa hvorri við aðra en uppgötva ávallt leynda verðleika og hæfileika hjá samherjanum og eru að lokum bestu vinir. Sígilt dæmi um myndir af þessu tagi er fjórleikurinn um Skað- ræðisgripinn (Lethal Weapon) en Morð í Hollywood fylgir hinum fyr- irframgefna og staðlaða söguþræði af hugsunarlausri hlýðni og án nokkurrar nýsköpunar eða vænlegr- ar tilraunar til að blása lífi í vel- þekktar klisjur. Ford (Joe) og Hartnett (K.C.) eru ólíkir eins og dagur og nótt, sá fyrr- nefndi þaulreyndur atvinnumaður en sá yngri hálfgerður sveimhugi sem erfitt á með að líta á rannsókn- arlögreglustörf sem alvöru vinnu. Enda eiga þeir eitt sameiginlegt, það er drauminn um að hverfa frá lögreglustörfum. Joe lítur fasteigna- bransann hýru auga en K.C. stefnir inn í draumaland Hollywood-verk- smiðjunnar. Brandaramylla mynd- arinnar gengur síðan fyrir þeim ein- hæfa orkugjafa að endalaust virðist vera hægt að grínast með þessa tvo hluti, þ.e. K.C. á leiðinni í leikprufu en Joe að rembast við að selja hús. Lögreglurannsóknin tengist morði á fjórum hipp hopp-tónlist- armönnum og beinist fljótlega að svikulum plötuframleiðanda sem virðist hugsaður sem eins konar þjál útgáfa af rappframleiðandanum og stórglæpamanninum Suge Knight. Gallinn er hins vegar sá að þrátt fyr- ir tilraun til flókinna útúrdúra er flétta þessi fyrirsjáanleg og nokkuð laus við athyglisverða eða áhuga- verða fleti. Ekki bætir úr skák að framleiðendum og höfundum mynd- arinnar hefur verið mikið í mun að fylla klukkustundirnar tvær af at- burðum og er því óhóflegum fjölda hliðarsagna bætt inn í handritið, allt þar til hætt er við að áhorfendur sem ekki hafa þegar misst áhugann ruglist hreinlega í ríminu. Ástar- sambönd söguhetjanna tveggja fá þannig umtalsvert rými, annar morðingi reynist leika lausum hala og ekki má gleyma innandeildar- rannsókninni sem Joe verður að sæta meðan öllu öðru fleytir fram. Áður hefur verið minnst á starfs- drauma lögregluþjónanna tveggja, og er þar að finna enn eina fléttuna. Útkoman er því þvæld og alls óljóst hvert myndin virðist ætla að halda. Ýmsu er flaggað en engu sinnt vel og er það áberandi í persónunni sem Lena Olin leikur, kærustu Joe, en milli þeirra vottar fyrir áhugaverðu sambandi sem því miður týnist í kraðakinu. En þótt handritið jaðri við að vera handahófskennt er meg- ingalli myndarinnar enn ónefndur. Það eru leikararnir. Ford er nátt- úrlega kominn til ára sinna og fer ekki vel að vera á hlaupum, en áhugaleysið sem skín út úr honum hér, líkt og í flestu því sem hann hef- ur gert síðustu árin, virkar líkt og svefnlyf fyrir áhorfandann. Og ekki kviknar á einum einasta neista milli hans og Hartnett, sem sömuleiðis hefur enga orku eða útgeislun til að bera í hlutverki þessu og þar með er loku skotið fyrir þann möguleika að sjarmerandi og skemmtilegar stjörnur bjargi vondu handriti. Hér fara saman vondir leikarar og vont handrit og útkoman sú að augnlokin byrja að síga skömmu eftir að myndin byrjar og eini hasarinn sem finnst í námunda við löggutvíeykið er barátta áhorfandans við að halda þeim opnum seinni klukkutímann. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borg- arbíó Akureyri HOLLYWOOD HOMICIDE / HÆTTULÍF Í HOLLYWOOD Leikstjórn: Ron Shelton. Handrit: Robert Souza, Ron Shelton. Aðalhlutverk: Harr- ison Ford, Josh Hartnett, Lena Olin o.fl. Lengd: 117 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. Heiða Jóhannsdóttir „Gallinn er hins vegar sá að þrátt fyrir tilraun til flókinna útúrdúra er flétta þessi fyrirsjáanleg og nokkuð laus við athyglisverða eða áhugaverða fleti,“ segir í gagnrýninni. Á hlaupum Kl. 8 og 10. B i. 16. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 5.50. ísl tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.  SG. DVÓ.H.T Rás2  GH KVIKMYNDIR.COM  SG. DV KVIKMYNDIR.IS GULL MOLAR NÓI ALBINÓI RESPIRO Sýnd kl. 6 og 8. Með íslensku tali Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL Kl. 6. MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁ FRAMLEIÐENDUM SHREK ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is THE MATRIX RELOADED ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Ísl tal WHAT A GIRL WANTS KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KONUNGAR og drottningar eru yfirleitt þekkt fyrir að vera með kórónur en í tilviki Elísabetar Bretadrottningar er hún ekki síð- ur þekkt fyrir hatta sína. Hún hef- ur oft vakið athygli fyrir skraut- lega og sérstaka hatta og eru margir þeirra nú til sýnis í fyrsta sinn. Sýningin er í Kensington- höll í London og stendur þar til í apríl á næsta ári. Eru um 70 kon- unglegir hattar til sýnis í þessum fyrrum bústað Díönu prinsessu. „Það er erfitt að skilgreina stíl hennar hátignar,“ sagði Joanna Marschner, sýningarstjóri í Kens- ington-höll, í samtali við frétta- stofu AFP. „Drottningin hefur ávallt fylgt tískunni án þess að vera þræll hennar. Hún velur föt- in þannig að þau gegni ákveðnu hlutverki og það heppnast full- komlega hjá henni,“ sagði hún. Nokkrir frægir hattar eru til sýnis eins og sá sem drottningin bar við jarðarför Winstons Churchills árið 1965. Fyrrnefndur hattur er úr svörtu flaueli. Einnig er til sýnis fjólublár silkihattur, sem drottningin var með við opn- un nýs skosks þings árið 1999. Sumir hattar drottningarinnar hafa verið undarlegir að lögun eða lit og er það með ráðum gert. Alls staðar þar sem drottningin fer er hún miðpunktur athygl- innar og draga hattarnir athygl- ina enn frekar að henni. Sýning á höttum Elísabetar Bretadrottningar stendur yfir Konungleg- ir hattar Reuters Þennan hatt var drottningin með á silfurkrýningarhátíð sinni árið 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.