Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Af hverju eitrar þú huga minn…? (Grikkinn Zorba) ÞAÐ er undarlegt samfélag sem við lifum í. Og ekki virðist það þrosk- ast neitt með árunum. Það hleypur eftir hvaða æsingasegg sem er, hve- nær sem er. Og lætur þá lög og reglur lönd og leið, ef því er að skipta. Þessir upphlaupsmenn eru helzt eins og hérarnir í langhlaupum; leiða hópinn en komast aldrei í mark. Þeir kæra sig kollótta, þótt upphlaup þeirra leiði til mannskemmda, og ef verkast vill búa þeir sér til málsatvik og halda síðan fast í vitleysuna, á hverju sem gengur. Og hópurinn fylgir fast á eftir, hugsunarlaust. Alltaf skal þetta æði hefjast í fjöl- miðlum, en svo er guði fyrir að þakka að enn hafa nokkrir (örfáir) frétta- menn þrek og þor til að stinga við fæti og skrifa þvert á sefjunina sem stund- um er kölluð almenningsálit. Guði sé lof fyrir hæstarétt, var sagt á fjórða áratug síðustu aldar, þegar pólitíska fárið var hvað illvígast, en aðrir heimtuðu að hæstiréttur væri lagður niður vegna þess hann dæmdi ekki að þeirra geðþótta, og einhvers konar Fimmtardómur tekinn upp í hans stað. Sem sagt, pólitískir flokkadrættir. Ég þekki engan sem hefur orðið betri maður af þátttöku í pólitík. En einstaka (ekki margir) hafa þó haldið höfði. Og sem betur fer eigum við nú póli- tíska forystumenn sem þora og hlaupa ekki á eftir næsta maur í sam- félagsþúfu blindrar eðlishvatar. Mannskemmdamenn, hvort sem þeir skreyta sig þingtitli, prófessors- nafnbót, ritstjóratitli eða einhverju öðru (en þó oftast athyglisfíklar), leiða gönuhlaupið þangað til þeir yf- irgefa brautina og hætta þátttöku, eins og hérarnir. En þá fyrst fer hópurinn að átta sig og hreyfa sig að eigin hætti og auðvit- að kemst samfélagið í mark að lokum. Sem betur fer á siðmenningarleg viðleitni umhverfisins einnig ófáa talsmenn, þótt minna beri á þeim í fjölmiðlafárinu en þeim vindhönum sem þar snúast. En þegar upp er staðið, þá er einatt búið að sá eitri í hjarðhugann og þá ekkert síður þótt hlýtt hafi verið lög- um og reglum. Þetta minnir á það sem einn vand- aðasti ritstjóri Noregs sagði á sínum tíma, að fólk vildi heldur verða fyrir reiði guðs en lenda á forsíðu hasar- blaða! (Ekki eru netmiðlar og ljósvak- ar betri, ef því er að skipta. Ég tala nú ekki um netsóðana sem eru nýjasta framlagið til siðmenningarinnar!) Ég hef verið að velta fyrir mér þessum samfélagsfiðringi og atlögu að æru manna og spurt sjálfan mig, hverju þetta sætir. Niðurstaðan er sú, að ég veit það ekki. Og þó hef ég sem ritstjóri kynnzt mörgum fjaðrafokum um dag- ana og þekki því fyrirbrigðið. Líklega veit þetta enginn. Kannski er þetta einna helzt fylgikvilli póli- tísks agaleysis sem varpar mann- sæmandi framkomu við aðra fyrir róða hvenær sem henta þykir. Eða þá eins konar drottningar- komplex, ef sagan af Mjallhvít er höfð til hliðsjónar. Við höfum ekki farið varhluta af þeim spegli gegnum tíð- ina. Og svo er Gróa gamla á Leiti ódrepandi samfélagsfyrirbæri, en það er önnur saga. Þess mætti vel minnast að jafnvel var reynt að hafa æruna af Jóni for- seta á sínum tíma út af fjárkláðamál- inu svo kallaða – og kostaði hann for- setastólinn um skeið! Hvað þá um hina minni spámenn?! Og allir vita, hvernig sótt var að Hannesi Hafstein vegna þess hann vildi fá síma. Einskis svifizt. Ofstæk- isfyllstu hérarnir fullyrtu að sím- skeytin gætu lent í beljunum þeirra og drepið þær úti á túni! Og þetta var tekið alvarlega! Í hasarnum um Uppkastið var full- yrt af æsingamönnum (þingmönnum og blaðamönnum) að fleygurinn svo- kallaði, þ.e. málefni Íslands, skyldu áfram borin upp í ríkisráði Danakon- ungs. Og út á það voru hérarnir eltir, hugsunarlaust. En þetta var ósatt og frumvarpið því fellt á röngum forsendum. Það átti eftir að koma sjálfstæðishetjunum svokölluðu í koll síðar. En enginn vegur að leiðrétta þetta. Svona skyldi það vera hvað sem raul- aði og tautaði. Hálfri öld eftir barátt- una um Uppkastið sá ég í skólabók að fleygurinn hefði verið ástæðan fyrir ósigri Hannesar og fylgismanna hans, enda eru hérar einkum þátttakendur í langhlaupum! Og hver man ekki atlöguna að Ólafi Jóhannessyni vegna Geirfinnsmálsins á sínum tíma? Þá gátu menn sagt Guði sé lof fyrir Alþingi, svo eftir- minnileg sem vörn hans var á þeim vettvangi. Andstæðingar hans gátu þakkað sér það eitt að hafa kallað fram císeróskt andartak í þingsög- unni. Auden sagði í frægu ljóði að Íslend- ingar væru ekki vúlger, ekki enn! Hann þekkti ekki íslenzku héra- hlaupin, sem betur fer. MATTHÍAS JOHANNESSEN, Reynimel 25A, 107 Reykjavík. Gönuhlaup héranna Frá Matthíasi Johannessen: Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.