Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skráðu þig í tilboðsklúbb
Iceland Express á Netinu
Og njóttu þess að fá reglulega send til þín frábær tilboð sem
eingöngu eru veitt félögum í tilboðsklúbbi Iceland Express. Skráðu þig á
www.IcelandExpress.is núna! Daglegt flug til Kaupmannahafnar og London.
Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl.
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað
keypti öll veiðileyfi í Norðfjarðará
frá miðvikudegi til föstudags en að
sögn Björgólfs Jóhannssonar for-
stjóra getur verið að fyrirtækið
kaupi leyfi áfram fyrir næstu daga.
„Þetta var fyrst og fremst örygg-
isráðstöfun til þess að við gætum
unnið að því að fanga lax ef hann
sýndi sig í ánni.“
Norðfjarðará er ekki laxveiðiá en
þykir hins vegar góð til silungsveiði.
Björgólfur segir að menn á vegum
Síldarvinnslunnar gangi með bökk-
um árinnar og reyni að fylgjast með
laxi. „Það er ekki talið æskilegt fyrir
menn sem eru að veiða að aðrir séu
að labba við hyli árinnar. Þess vegna
keyptum við leyfin. Svo við gætum
fylgst með ánni án þess að trufla
menn sem hafa keypt sér veiðileyfi.“
Síldarvinnslan greiddi í kringum
40.000 krónur fyrir veiðileyfin fyrir
þessa þrjá daga en ekki hefur orðið
vart við neinn lax í ánni. „Það er já-
kvætt í sjálfu sér. Laxinn er vonandi
ekki að leita í ferskvatnið.“
Búið að fanga 100 laxa
Björgólfur sagði í gærkvöldi að
búið væri að ná um 100 eldislöxum
af um 2.800 sem sluppu úr sjókví við
laxasláturhús fyrirtækisins í vik-
unni. Um tíu fiskar náðust í gær.
Hann segir að áfram verði unnið að
því að ná laxinum sem slapp. Að-
spurður segir hann að tjónið vegna
fisksins sem slapp geti numið um
þremur til fjórum milljónum kr.
Að sögn Björgólfs unnu sérfræð-
ingar að því í gær að kanna ástæðu
þess að gat kom á sjókvína, sem olli
því að laxarnir sluppu, en búast má
við að niðurstöður úr þeirri athugun
liggi fyrir eftir helgi.
Keypti veiðileyfi
í Norðfjarðará
Búið að fanga 100
af 2.800 eldislöx-
um sem sluppu
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Sérfræðingar gerðu úttekt á sjókví Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í gær.
ÓLAFUR Friðriksson, skrifstofu-
stjóri landbúnaðarráðuneytisins, seg-
ir að á fundi fulltrúa ráðuneytisins og
fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins í
gær hafi verið ákveðið að móta á
næstu vikum nánari reglur um sjó-
kvíaeldi á laxi. Tilefni fundarins var
atvikið í Neskaupstað þar sem um
2.800 eldislaxar sluppu úr sjókví við
höfnina. Rifa kom á kvína sem olli því
að laxinn slapp. Markmið fundarins
var að reyna að koma í veg fyrir að at-
vik sem þetta komi fyrir aftur.
Að sögn Ólafs liggur ljóst fyrir að
Síldarvinnslan hf. hafi ekki haft op-
inbert leyfi fyrir sjókvínni, en hún er
við laxasláturhús fyrirtækisins. „Við
lítum á þetta sem hvert annað óhapp
að gat skyldi hafa komið á kvína,“
segir hann, „en við vorum sammála
um það á fundinum að reynt yrði að
móta reglur á næstu vikum til að
koma í veg fyrir að svona óhapp komi
fyrir aftur. Hugsanlega þarf einnig að
koma til lagabreytinga.“ Hann segir
að það sé á „gráu svæði“ hvort og þá
hverjir eigi að veita leyfi fyrir slíku
sjókvíaeldi sem hér um ræðir og því
sé ljóst að móta þurfi nánari reglur
um þessi mál. T.d. sé óljóst hvort um-
rædd sjókví teljist til hluta af slátur-
búnaði fyrirtækisins eða hvort sér-
reglur eigi að gilda um hana. „Þá
orkar það tvímælis hvort yfirhöfuð
eigi að veita leyfi fyrir því að slátur-
fiskur verði hafður í svona kvíum við
sláturhús. En það þarf að fara yfir
þetta og það ætlum við að gera.“ Ólaf-
ur ítrekar að ekki sé ætlunin að benda
á neinn sökudólg í þessu máli. Mark-
miðið sé að reyna að skýra þær reglur
sem um þetta eigi að gilda þannig að
enginn vafi leiki á því hvaða reglur
eigi að gilda og hverjir eigi að veita
leyfi, þurfi þá að veita þau.
Ráðuneyti funda um atvikið í Neskaupstað
Skýrari reglur verði
mótaðar um sjókvíaeldi
SIGURÐUR G. Guð-
jónsson, forstjóri Norð-
urljósa, eiganda Ís-
lenska útvarpsfélags-
ins, andmælir því sem
fram kemur í skýrslu
skattrannsóknarstjóra
ríkisins um bókhald fé-
lagsins, að það hafi van-
talið tekjur um 5,8
milljarða vegna birt-
ingar auglýsinga um
eigið fyrirtæki. Skýrsl-
an barst fyrirtækinu
fyrir nokkrum dögum og var skýrt
frá innihaldi hennar í fréttum Stöðv-
ar 2 í fyrrakvöld.
„Ég átta mig ekki á því hvers
vegna Íslenska útvarpsfélagið eigi
að skrifa reikning á sjálft
sig í hvert skipti sem það
upplýsir hvað er næst á
dagskrá eða kynnir ein-
hverja dagskrá sína.“
Hann segist heldur
ekki geta séð að Ríkisút-
varpið eða dagblöðin
skrifi slíka reikninga. „Ég
sé hvergi neinn stafkrók í
lögum um að það eigi að
gera þetta,“ segir hann
ennfremur. Aðspurður
segir Sigurður að félagið
muni andmæla skriflega fyrr-
greindri niðurstöðu skattrannsókn-
arstjóra.
„Þetta er niðurstaða sem við verð-
um að andmæla.“
Forstjóri Norðurljósa um skattrannsókn
Andmælir niður-
stöðu skýrslunnar
Sigurður G.
Guðjónsson
UM eitt og hálft tonn af hrefnukjöti
fór í nokkrar verslanir á höfuðborg-
arsvæðinu og í Borgafirði í gær.
Kjötið var af tarfi sem hrefnuveiði-
menn á skipinu Halldóri Sigurðssyni
ÍS-14 veiddu á miðvikudag. Kjötið
fór aukinheldur á einstaka veitinga-
staði í Reykjavík að sögn Leifs Þórs-
sonar, framkvæmdastjóra Ferskra
kjötvara. Hann segir eftirspurnina
eftir kjötinu mjög mikla og að nokkr-
ar verslanir úti á landi hafi lýst yfir
áhuga á að fá kjöt eftir helgi, en þá
gerir Leifur ráð fyrir því að fá afurð-
ir þriðju hrefnunnar sem veiðst hef-
ur í vísindaveiðunum sem nú standa
yfir. Leifur hefur gert samning við
Félag hrefnuveiðimanna um kaup á
öllum þeim 38 hrefnum sem ætlunin
er að veiða.
Þurfti fleiri sendingar
Kjötið var selt ferskt í gær í versl-
unum Hagkaupa, Nóatúns og Sam-
kaupa, sem og í Melabúðinni, Fjarð-
arkaupum í Hafnarfirði og í
Kaupfélagi Borgfirðinga. Að sögn
Leifs var eftirspurnin það mikil í
gær að senda þurfti aukasendingu til
nokkurra verslana.
Enn eftirspurn
eftir hrefnukjöti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BJARNI Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, segir að tilboð sem
barst í hlutabréf Íslandsbanka í SÍF
og SH hafi verið of lágt.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu á
fimmtudag að Íslandsbanka hafi
borist tæplega 2 milljarða króna til-
boð í hlutabréf sín í SÍF og SH. Var
það frá hópi, sem í eru m.a. nokkrir
hluthafar í SÍF. Haft var eftir tals-
manni hópsins, Ólafi Ólafssyni, að
tilboðið hefði runnið út án þess að
formlegt svar hefði borist.
Bjarni Ármannsson segir hins
vegar að tilboðinu hafi verið form-
lega hafnað. „Að mati okkar var til-
boðið of lágt og mögulegt að auka
verðmæti eignarinnar meira með
öðrum leiðum,“ segir hann og vísar
til samruna félaganna.
Segir tilboð í bréf
SH og SÍF of lágt
HREFNUVEIÐIMENN á skipinu
Sigurbjörgu BA-155 veiddu sína
fyrstu hrefnu, í vísindaveiðunum
sem nú standa yfir, í fyrrakvöld.
Var hrefnan tæplega 8 metrar að
lengd og um eitt og hálft tonn að
þyngd. Þar með hafa hrefnur
veiðst á öllum hrefnuveiðiskipunum
þremur sem nú stunda vísinda-
hvalveiðar við Íslandsstrendur.
Sverrir Daníel Halldórsson, leið-
angursstjóri á skipinu Halldóri
Sigurðssyni ÍS-14, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöld að
engin hrefna hefði veiðst í gær, en
skipið kom með hrefnu til Ísafjarð-
ar í fyrradag og hélt úr höfn aftur í
gær. Hann vildi ekki gefa upp
staðsetningu skipsins en sagði að
veður væri gott. Skipverjar hefðu
þó lítið orðið varir við hrefnu það
sem af væri degi. Ekki náðist sam-
band við skipið Njörð KO 7 í gær-
kvöld.
Öll skipin hafa
veitt hrefnu