Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 15 UM 100.000 ævareiðir Palestínu- menn fylltu stræti og torg í Gaza- borg í gær er þeir fylgdu til grafar Hamas-leiðtoganum Ismail Abu Shanab og hótuðu að hefna hans grimmilega. Flest bendir til, að ástandið í Mið-Austurlöndum sé enn einu sinni að fara úr böndunum þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjanna og annarra ríkja til að fá deiluaðila til að stilla sig. Tvenn samtök herskárra Palest- ínumanna, Hamas og Heilagt stríð, lýstu yfir í fyrradag, að sjö vikna gömlu vopnahléi væri lokið og sögðu Ísraela og Bandaríkjamenn bera ábyrgð á því. Ísraelar hefðu í fyrsta lagi aldrei lýst sjálfir yfir vopnahléi og hefðu haldið áfram að drepa Pal- estínumenn, alls 22, þessar sjö vikur. Háttsettur, ísraelskur embættis- maður sagði í gær, að Ísraelsstjórn myndi halda áfram miskunnarlaus- um árásum á hryðjuverkamenn en nefndi ekki hvernig það yrði gert. Ísraelska útvarpið sagði hins vegar, að megináherslan yrði á afmarkaðar árásir á frammámenn í Hamas. Skorað á Arafat Viðbúnaður í Ísrael er nú eins og hann getur mestur orðið ef stríðs- ástand er undanskilið og hefur her- inn hert tök sín á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu og handtekið marga menn. Það lýsir best ástandinu, að Bandaríkjastjórn hefur skorað á Yasser Arafat að leggja sitt af mörk- um við að bjarga friðarferlinu, Veg- vísinum svokallaða, og hafa samstarf um það við Mahmud Abbas, for- sætisráðherra heimastjórnarinnar. Í júní sl. lýsti hins vegar George Bush Bandaríkjaforseti Arafat sem óal- andi og óferjandi og sagði, að við hann yrði ekki framar talað. Í gær hvatti Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hann til að gera hvað hann gæti til að rjúfa vítahring ofbeldisins. AP Líkfylgdarmenn Hamas-foringjans Ismail Abu Shanab og lífvarða hans biðjast fyrir við líkin í Gazaborg í gær. Ótti við enn blóðugri átök í Mið-Austurlöndum Jerúsalem, Gaza. AP, AFP. VINSÆLDIR Ole von Beust, borgarstjóra Ham- borgar, meðal íbúa borgar- innar hafa nú tekið mikinn kipp eftir að hann rak hægripopúlistann Ronald Schill úr embætti innanrík- isráðherra í borgarstjórn- inni fyrir að hóta að bera á torg upplýsingar um einkalíf borgarstjórans. Beust hafði fram til þessa aðeins óbeint gengizt við samkynhneigð sinni og lagt áherzlu á að kynhneigðin væri stjórnmál- um óviðkomandi. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Em- nid-stofnunin gerði myndu nú 38% kjósenda í Hamborg vilja greiða Beust atkvæði sitt, sem er 12% meira en flokkur hans fékk í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum. Flokkur Schills, „Sókn réttarríkisins“ sem fékk fimmta hvert atkvæði árið 2001, fengi nú aðeins um 6%. Schill er fyrrverandi dómari sem kom nýstofnuðum flokki sínum í stjórn Hamborgar eftir kosningarn- ar, en samsteypustjórn flokks hans með kristilegum demókrötum Beusts og smáflokki frjálslyndra demókrata er fyrsta hægristjórnin sem ráðið hefur ráðhúsinu í Ham- borg í hálfa öld. Hamborg er eitt sambandslandanna sextán sem mynda þýzka Sambandslýðveldið. Eftir brottvikninguna á þriðjudag sagðist Schill ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum, en á miðviku- dag sagðist myndu starfa áfram sem óbreyttur fulltrúi á borgarþinginu. Aðdragandi brottvikn- ingar hins umdeilda Schills var sá, að Beust sakaði Schill um að hafa reynt að kúga sig með því að hóta að opinbera upplýsingar úr einkalífi sínu ef nánasta samstarfsmanni Schills, Walter Wellinghausen, yrði vikið úr starfi. Wellinghau- sen er sakaður um að hafa misbeitt embættisvöldum sínum til að hygla fyrirtæki sem hann er sjálfur í for- svari fyrir. Wellinghausen var rekinn um leið og Schill. Beust sagði að Schill hefði hótað að segja að borgarstjórinn hefði komið ástmanni sínum í embætti dómsmálaráðherra í borgarstjórn- inni. Á þriðjudag, eftir að Beust sak- aði Schill opinberlega um að reyna að kúga sig, sagði Schill fyrir framan blaðamenn að það væri satt að Beusch og dómsmálaráðherrann, Robert Kusch, ættu í sambandi; það væru vitni að þeim eiga í ástarleik. Á miðvikudag afsakaði Schill sig og sagðist í viðtali við Hamburger Abendblatt hafa „sagt hluti sem ég hefði betur látið ósagða“. Schill úr stjórn Hamborgar Brottvikningin skilar borgarstjór- anum stórauknum vinsældum Hamborg. AFP, AP Ronald Schill Ole von Beust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.