Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 41 ✝ Ólafur KristinnSveinsson fæddist í Vesturbotni 8. mars 1928. Hann lést 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Guðný Kristjana Ólafsdóttir og Sveinn Jónsson, lengst bænd- ur á Sellátranesi við Patreksfjörð. Eftirlif- andi systir Ólafs er Una, f. 2. nóv. 1931. Ólafur var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Valdimarsdóttir frá Krossi á Barðaströnd. Hún dó í janúar 1954 eftir um það bil tveggja mánaða hjónaband. Síð- ari kona Ólafs var Gréta Árna- dóttir frá Reykja- vík og bjuggu þau á Sellátranesi allan sinn búskap. Börn þeirra eru: Guðni, f. 14. október. 1957, búsettur í Tálknafirði, Krist- ín, f. 8. mars. 1959, búsett í Tálkna- firði, María, f. 5.12. 1960, búsett í Hænuvík, og Sveinn, f. 5.4. 1971, búsettur í Reykja- vík. Þau Ólafur og Gréta slitu sam- vistum. Útför Ólafs verður gerð frá Sauðlauksdalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann afi Óli minn er nú látinn og situr hjá Guði að hvíla lúin bein. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum sem vonandi varpa ljósi á það hversu yndislegur maður hann afi minn var. Mín fyrsta minning af honum afa Óla, eins og hann var oft kallaður, var þegar hann kom í heimsókn til okkar í Móatún 7, heima á Tálkna- firði. Hann keyrði þá gamlan Land Rover sem hafði þessa sveitalykt inní sér. Lykt sem minnti á kind- urnar í sveitinni og sandinn í fjör- unni. Allir á heimilinu voru svo spenntir að sjá þennan viðkunnan- lega mann, hann var iðulega klædd- ur í köflótta skyrtu, gráar buxur og í svörtum „bomsum“ sem skildu eftir sig sand við hvert fótspor. Hann kyssti alla á kinnina og sagði bless. Það var alltaf svo góð lykt af honum, alveg eins og var af pabba á jól- unum. En það var eitt sem ég skildi ekki með hann afa þegar ég var lítill. Hann sagði alltaf bless þegar hann var að koma. Afi Óli átti heima í ævintýralandi langt út í sveit. Það var langur og hættulegur vegur til hans, vegur sem margir fullorðnir þorðu ekki að keyra. Vegurinn lá eins og eitur- slanga utan á háu fjöllunum. Ég lok- aði oft augunum á leiðinni því ég var svo hræddur. Þegar loks var komið í sveitina var alltaf nóg að gera. Þar voru til allskyns tæki og tól sem ég hafði einungis séð í bíómyndum. Einnig voru þar hús og kofar sem voru mörg eldri en afi.Svo var auðvitað litli hvíti bærinn hans, þar sem mamma ólst upp og „frammfrá“ húsin þar sem allt dótið hans afa var. Hrognahöllin var í fjörunni þar sem afi landaði aflanum sínum. Yfir öllu gnæfði svo stóri hvíti vitinn sem lýsti upp hafið fyrir skipin og bátana sem rötuðu ekki heim. Stundum fór afi meira að segja með okkur í vit- ann og sýndi okkur alla sveitina úr ljóshúsinu. Þau voru mörg leiksvæð- in í sveitinni, uppá tjörn voru oft háðar miklar sjóorrustur og niðri í fjöru risu heilu borgirnar úr gömlu drasli sem afi hafði ekki not fyrir lengur. Sama hvað árin líða, verð ég alltaf sami strákurinn og þá, þegar ég kem í sveitina þína, afi. Þú varst svo góður, afi minn. Ég fyllist ávallt miklu stolti þegar ég segi fólki að Ólafur á Nesi hafi verið afi minn. Í augum svo margra varstu ódauðlegur, þú varst gimsteinn hins góða í heiminum. Aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann. Mér er það oft minnisstætt þegar ég og vinir mínir ákváðum að keyra að Látrabjargi og skoða sveitina. Sú ferð gekk ekki betur en svo að við festum bílinn okkar á miðju túninu í Breiðuvík og gátum ómögulega los- að hann. Bóndinn á bænum varð svo öskuvitlaus að hann hótaði að hringja á lögregluna og kæra okkur. En þegar ég loks kom því uppúr mér að ég væri barnabarn hans Óla á Nesi, þá bauðst hann til þess að draga okkur alla leið á Tálknafjörð. Svona varstu mikils metinn og virt- ur, afi minn. Ég kynntist því vel þegar faðir minn heitinn kvaddi okkur, að allir deyja einhvern tímann. En innst inni fannst mér, eins og mörgum öðrum, að þú myndir ekki kveðja okkur svona fljótt. Allir verða víst að ganga sinn veg í lífinu og við stjórn- um því miður ekki þessu vegakerfi. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast þér, afi minn. Ég mun aldr- ei gleyma þér, afi Óli, ég kveð þig með söknuði og sorg í hjarta. Þinn góði vinur og barnabarn Ólafur Sveinn Jóhannesson. Við sátum saman hlið við hlið í sófanum og ræddum andleg mál og það hvernig hin ýmsu óhöpp verða ekki útskýrð, hvernig spurningarn- ar hrannast upp og engin eru svörin. Þetta var í mars, ekki datt mér í hug að ég mundi minnast þessarar stundar svona stuttu seinna. Hann Óli var engum líkur, hann var svo mikill þúsundþjalasmiður og kom ekki svo nálægt biluðu tæki, hvort sem það var bíll eða eitthvað annað, að það færi ekki fljótlega í gang. Einu sinni fékk ég meira að segja sendingu í pósti, „járnhólk“ eða svo leit það út fyrir mér og ég gat ekki með nokkru móti ímyndað mér hvað þetta væri. Skýringin var einföld, þetta var lykill til þess að herða upp hjólalegu, sem vildi svo til að var biluð. Hann vissi nákvæmlega hvernig þetta leit allt út og smíðaði bara í snarheitum einn svona grip fyrir son sinn og sendi suður. Einnig er mér í fersku minni ferð er við fórum sumarið ’96, þá bauð Óli okkur í siglingu á grásleppu- bátnum Guðnýju. Hann sýndi okkur alla þá fínu staði, sem hann og nafni hans nýttu sér til þess að fara í var „eða bara til þess að fela sig á“ á Blakksnesinu þau sumur sem þeir voru á grásleppu. Hann þekkti hvern einasta stein, hverja snös og hverja syllu með nafni. Hann átti sögu um flesta þessa staði og sagði frá þeim öllum. Þarna var Óli í essinu sínu og við skemmtum okkur stórkostlega. Áfram var ferðinni haldið og þá und- ir Látrabjarg. Tóku þá við hinar ýmsu sögur um það, hvernig fólk hættir lífi sínu til þess að fá bestu heyin eða ná sér í björg í bú. Þessi ferð er mér nú í svo fersku minni því hún lýsir honum svo vel. Hann elskaði náttúruna og mat hana svo mikils, hann hafði frábæra frásagnargáfu og svo þægilega nær- veru. Mér er nú ljóst hversu mikið kynslóðabil var á milli mín og tengdaföður míns. Ég hefði viljað kynnast honum miklu fyrr. En minningarnar lifa og við getum miðl- að af þeim dýrmæta sjóði til barna okkar. Innilegar þakkir fá allir sem sýndu samhug og hjálpsemi á erfiðri stundu. Nú skil ég stráin, sem fönnin felur og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita það best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. En svo fór loksins að líða að vori og leysa mjallir og klaka. Ég fann, að þú varst að hugsa heim og hlaust að koma til baka. Þú hlýtur að vera á heimleið og koma með heita og rjóða vanga, því sólin guðar á gluggann minn, og grasið er farið að anga. (Davíð Stefánsson.) Steinunn Rán Helgadóttir. Óli á Nesi er horfinn úr heimi. Minnst er nágranna, sem aldrei brást þegar á þurfti að halda. Manns sem leysti vandann, þegar aðrir höfðu horfið frá. Nauðleitarmaður. Eðlilegu endurgjaldi varð oft illa við komið, bæði vegna stærðar greiðans og hins að greiðamaðurinn lifði sam- kvæmt boðorðinu að sælla er að gefa en þiggja. Óli var fæddur í Vestur-Botni við Patreksfjörð og ólst þar upp, en flutti út að Sellátranesi með foreldr- um sínum á fimmta áratug síðustu aldar. Búið var örsmátt, jafnvel á þeirrar tíðar mælikvarða, nægju- semin í hámarki en hagur þó ekki slæmur. Fjölskyldan hafði einhvern veginn lag á því að gera sér allt úr engu. Þar lék einkasonurinn stórt hlutverk, hann var með eindæmum úrræðagóður, handlaginn og nýjasta tækni var honum mikið áhugamál. Þannig var hann snemma búinn að koma upp vatnsrafstöð í bæjarlækn- um, og bærinn á Nesi var með fyrstu bæjum sveitarinnar, sem slíkra hlunninda nutu. Fljótlega kölluðu þó störf utan heimilis og stjórnaði hann jarðýtu, sinnti minkaleit, hafði eftirlit með endur- vörpum á fjöllum uppi og gætti vita, sem stendur við túnfótinn á Nesi. Þá rak hann bílaverkstæði á Nesi um margra ára skeið. Í nóvember 1953 gekk Óli að eiga Jóhönnu Valdimarsdóttur frá Krossi á Barðaströnd. Tveim mánuðum síð- ar var hann orðinn ekkjumaður, en Jóhanna dó í janúar 1954 úr svokall- aðri slagaveiki, sem lagst hefur í vissar ættir þar vestra. Öðru sinni giftist Óli, nú stúlku úr Reykjavík, Grétu Árnadóttur. Með henni átti hann fjögur börn og var Nesfjölskyldan allstór um tíma, því að gömlu hjónin Sveinn og Guðný voru til heimilis á Nesi til andláts- dægra. Gréta flutti aftur til Reykja- víkur og var Óli síðast einn á Sel- látranesi. Með fráfalli Óla eru orðin viss þáttaskil. Kvaddur er einhver vin- sælasti sveitungi þeirra sem enn þrauka í Rauðasandshreppi. Gamli bærinn, sem var heimili þessarar vönduðu og lítillátu fjölskyldu, hefur væntanlega lokið hlutverki sínu, og hafa örugglega fáar byggingar í landinu verið nýttar svo til hlítar, ef litið er til verðgildis. Börn þeirra Óla og Grétu hafa nú komið sér upp sumarhúsi á Nesi, svo að aldrei hef- ur verið reisulegar byggt á þessu smábýli en einmitt nú þegar enginn á þar lögheimili. „Nútíminn er trunta, með tóman grautarhaus“ er sungið. Óli var gamansamur í betra lagi og laðaði að sér yngra fólk með ýmsum uppátækjum og fyndnum frásögnum. Þá var Óli einstakur dýravinur og lagði sig eftir því að kynnast lífsháttum villtra dýra og fugla. Hrafn og tófa voru honum sí- vinsælt athugunarefni. Á seinni árum stundaði hann ferðalög, bæði innanlands og erlend- is, og naut hann þeirra vel og ekki síður ferðafélagarnir, sem fengu þar traustan og skemmtilegan ferða- félaga. Óli hefur farið í sína síðustu ferð og kannar nú annað tilverustig, bjartara og fegurra en við dauðlegir þekkjum. Líkami hans verður lagð- ur til hinstu hvílu í Sauðlauksdals- kirkjugarði laugardaginn 23. ágúst. Megi drottinn blessa allt hans mikla starf, sem gjarna var unnið í kyrr- þey og án þess að hrópað væri um það á torgum. Sérstakar þakkir eru færðar frá nágrönnum, sem nutu hjálpsemi hans í tíma og ótíma. Megi minningin um gæfusaman föður og afa verða börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum huggun og hlíf á lífsins vegum. Sigurjón Bjarnason frá Hænuvík. Elsku afi Óli. Ég man þegar við hittumst fyrst, ég kom í fallegu sveitina þína á Hvítasunnu. Það var blíðskapar veð- ur og fjölskyldan var saman komin að halda mikla grillveislu. Þú varst svo myndarlegur maður, ég hugsaði strax: Mikið er hann er afalegur. Þú gafst frá þér útgeislun og góðvild sem ég gleymi aldrei. Sveitin þín fjaran og vitinn, það var svo fallegt um að litast, þessi helgi var full- komin. Ég fékk aldrei tækifæri til að segja þér hvað mér þótti vænt um þig. En ég held að þú hafir vitað það því þú heilsaðir og kvaddir mig alltaf svo innilega, mér leið svo vel í návist þinni. Guð geymi þig. Rakel Guðbjörnsdóttir. Óli frændi minn og vinur er látinn, það er dapurlegt og ekki hægt að sætta sig við. Ég kynntist Óla fyrst þegar ég var sex ára gamall og hann var ásamt Bjarna félaga sínum að leggja bílveg að Hvallátrum. Það var hlutverk mitt að færa honum kaffi á staðinn og fékk þá stundum að sitja í ýtunni hjá honurn. Ég bar það undir mömmu hvort það væri óhætt, en hún sagði að hon- um gæti ég treyst og voru það orð að sönnu. Vinátta okkar Óla óx með árunum og varð hann minn besti vinur alla tíð. Hann var einstakur maður á svo margan hátt. Allt sem hann tók sér fyrir hendur leysti hann betur en áð- ur hafði þekkst. Það lék allt í hönd- um hans og vandvirkni og hjálpsemi var honum í blóð borin, þannig að allt var svo öruggt sem hann kom að bæði í leik og starfi. Minningar mínar um Óla eru margar og ljúfar, öll ferðalög okkar um fjöll og dali og allar veiðiferð- irnar eru ógleymanlegar. Reynsla hans var svo mikil á flestum sviðum að hann átti fáa sér líka ef nokkurn. Ég hef heyrt sögur af afburða mönnum en engan hitt í líkingu við hann. Það voru forréttindi að vera honum samtíða. Hans ævistarf er gríðarlegt. Það votta verkin hans og óteljandi smíðisgripir sem fínna má á hverjum einasta bæ í hans heima- sveit og víða um land. Nú hefur orðið breyting á, allt er hljótt á verkstæðinu hans þar sem hann stóð frá morgni til kvölds ára- tugum saman. Bandsögin hans stóra er hætt að snúast, einnig rokkar og rennibekkir. Túrbínan bíður fullsmíðuð rétt ókomin á sinn stað. Þú hefur nú lagt árar í bát í hinsta sinn hér á jörð og lokið þínu mikla starfi. Að lokum vil ég þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu og foreldra mína og systur á Hvallátrum. Ég votta fjölskyldu og hans mörgu vin- um mína dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur öllum. Kristinn Guðmundsson. Hann Óli á Nesi er dáinn, þessi grandvari ljúflingur sem ekki mátti vamm sitt vita á nokkurn hátt er horfinn okkur vinum hans. Við kynntumst fyrst í Tálknafirði á sundnámskeiði, ég sem þetta skrifa 12 ára en Óli 14 ára. Síðan vissum við hvor af öðrum en höfðum ekki mikið samband fyrr en síðustu áratugina sem við lifðum báðir, en þá varð til frá beggja hálfu djúp vinátta. Ólafur var mjög ungur með ólíkindum hugkvæmur og lag- inn í viðgerðum á nánast öllum sköpuðum hlutum, og í mörgum til- fellum verkefni sem fagmenn töldu ekki fært að leysa af hendi. Svo viss var hönd og hugur frjór að það að gefast upp var ekki til í orðabók Óla á Nesi. Á litla býlinu sem hann var á mestalla ævi sína, Sellátranesi við Patreksfjörð, batt hann órofa tryggð, þarna byggði hann í læknum rafstöð til ljósa aðeins 16 ára gamall. Honum þótti vænt um fjörðinn og umhverfið, heill og sannur Vestfirð- ingur. Ég er viss um að hefði hann mátt velja hefði hann kosið að deyja svona, við bátinn sinn í fjörunni sem hann þekkti svo vel. Ég bið Guð almáttugan að vera með þér ljúfi drengur. Þórarinn Samúels frá Krossadal. ÓLAFUR KR. SVEINSSON Hann var besti afi í heimi. Hann var náttúrumaður og hafði gaman af því að veiða. Stundum smíðaði hann mikið en stundum lítið. Hann fór oft í gönguferðir með vídeóið sitt. Hann hafði alltaf eitt- hvað að gera. En nú sakna ég hans mikið því nú er hann bara fallegur engill. Sædís Rán Sveinsdóttir. HINSTA KVEÐJA Genginn er mætur maður sem starfaði með mér að héraðsstjórn prófastsdæmisins. Sól rís, sól sest. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar.) Séra Flosi Magnússon prófastur. Elskulegur sonur minn, GUÐLAUGUR SVEINN SIGURÐSSON, Mánagötu 25, Reyðarfirði, varð bráðkvaddur aðfaranótt fimmtudagsins 21. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Sveinsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR KR. EIRÍKSSON frá Brekku, Fáskrúðsfirði, Seljahlíð, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 25. ágúst kl. 13.30. Kristbergur Einarsson, Pétur Einarsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Ólafur Ben Snorrason, Erlingur Einarsson, Hanna Júlíusdóttir, Stefán Einarsson, Þuríður Júlíusdóttir og afabörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.