Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skorradal /Sími 822 0055 /www.safaris.is Opið til kl. 18. SUÐURNES UMHVERFISÁTAK í Reykjanesbæ hófst formlega í fyrradag með því að tekið var í notkun svæði þar sem tek- ið verður við járnarusli sem hreinsað verður úr bæjarlandinu. Reykjanesbær stendur fyrir um- hverfisátakinu í samvinnu við Hring- rás hf., Njarðtak hf., Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja, Bláa herinn og fyrirtæki og einstaklinga í bæj- arfélaginu. Aðalmarkmiðið er að hreinsa jaðra Reykjanesbæjar af málmum og öðru rusli sem safnast hefur upp. Ruslinu verður safnað á svæði við skolphreinsistöðina við Bolafót í Njarðvík. Þar geta fyrirtæki og einstaklingar losað sig við járna- rusl, sér að kostnaðarlausu. Fulltrúar þeirra sem standa að átakinu hafa verið að litast um eftir rusli að undanförnu vegna undirbún- ings átaksins. Viðar Már Að- alsteinsson, framkvæmdastjóri um- hverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, segir að mun minna sé af rusli en á sama tíma í fyrra en þá var einmitt efnt til sams konar hreinsunarátaks. Þá var stefnt að því að fjarlægja 100 tonn af járnarusli en uppskeran var rúmlega 1.000 tonn. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að stöðugt sé unnið að umhverfismálum en líta megi á átakið sem árlega áminningu um að gera betur. „Um- hverfisvernd krefst stöðugrar at- hygli,“ ítrekar bæjarstjóri. Hann tel- ur raunhæft að stefna að því að safna saman 100 tonnum af járnarusli í ár. Átakið hófst formlega með því að fulltrúar þeirra stofnana og fyr- irtækja sem að því standa hittust á gámasvæðinu við Bolafót og fengu afhenta boli sem merktir eru átak- inu. Stefnt er að því að hreinsun ljúki 2. september næstkomandi. Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar tekur við ábendingum um rusl og veitir íbúum upplýsingar um fyr- irkomulag átaksins. Stefnt að því að fjarlægja 100 tonn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þau sem taka þátt í hreinsunarátakinu klæddu sig í einkennisbúninginn og sögðust vilja taka til hendinni. Reykjanesbær UMHVERFISSAMTÖKIN Blái herinn hafa lokið við að hreinsa rusl af fjörum Ósabotna. Út úr því komu rúm fjögur tonn af fiskikerum, net- arusli og öðru plasti sem komið hefur verið til förgunar hjá Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja. Blái herinn er samtök sportkafara sem vinna að því að auka gæði sjávar og stuðla að hreinleika hans. Starfar hann í nánu samstarfi við Sportköf- unarskóla Íslands. Blái herinn tekur þátt í umhverfisátaki Reykjanesbæj- ar og tók sér fyrir hendur að hreinsa fjörur Ósabotna sem eru á milli Hafna og Sandgerðisbæjar. Ástæðan er sú að Tómas J. Knúts- son og félagar hans urðu varir við mikið drasl á fjörum og úti á sjónum þegar þeir voru að kafa í Ósunum. „Okkur þótti tilvalið að safna ruslinu í fiskikerin sem þarna voru og draga þau í land,“ segir Tómas. Bergur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að koma ruslinu í land þar sem mikið sé af skerjum auk þess sem mikið brimi. Einungis hafi verið hægt að vinna að verkefn- inu á fjöru og í góðu veðri. Bergur vekur athygli á því að Ósa- botnar séu á náttúruminjaskrá vegna fjölbreytts fuglalífs og mikils og sérstæðs botndýralífs. Vinsældir þeirra sem útivistarsvæðis hafa ver- ið að aukast á síðustu árum og segja þeir félagar leiðinlegt að hafa allar fjörur fullar af sjóreknu plastrusli. Nú þegar það hafi verið fjarlægt sé óhætt að hvetja fólk til að ganga fjör- urnar og upplifa þessa náttúruperlu. Hreinsuðu fjögur tonn af plastrusli af fjörum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Liðsmenn Bláa hersins hafa flutt fjögur tonn af plastrusli úr Ósabotnum til förgunar hjá Sorpeyðingarstöðinni. Þeir eru ánægðir með árangurinn. Ósabotnar NÍÐÞUNGIR þurrkarar og fleiri tæki voru í gær flutt úr fiskimjöls- verksmiðju Síldarvinnslunnar í Sandgerði og niður á höfn. Þar voru tækin sett um borð í skip til Hafnar í Hornafirði. Nokkuð er síðan Síldarvinnslan í Neskaupstað lokaði verksmiðju sinni í Sandgerði og unnið hefur verið við að taka niður tækin und- anfarna mánuði. Þau hafa verið seld til fyrirtækis á Höfn í Horna- firði. Meðal þess sem flutt var niður að höfn í gær og um borð í skip eru fjórir þurrkarar sem vega yfir fjörutíu tonn hver. Enn er eftir að taka niður fleiri tæki í verksmiðjunni og eftir því sem næst verður komist liggur ekki fyrir hvað gert verður við húsnæði hennar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fiskimjölsverk- smiðjan flutt í burtu Sandgerði TVEIR úrslitaleikir verða á Sand- gerðisvelli í dag, laugardag. Reynir tekur á móti Hetti klukkan 14 í úr- slitakeppni 3. deildar og RKV tekur á móti Sindra klukkan 17 í úrslita- keppni 1. deildar kvenna. Frítt er á völlinn í þeim tilgangi að auka stuðning við heimaliðin í harðri baráttu um að komast upp um deild. Frítt á úrslitaleiki Sandgerði AKSTURSÍÞRÓTTAFÉLAG Suð- urnesja heldur torfærukeppni við Stapafell á morgun, sunnudag, og hefst hún klukkan 13. Keppnin nefn- ist Sparisjóðstorfæran. Sextán keppendur eru skráðir til leiks enda er keppnin liður í Íslands- mótinu. Heimamennirnar Gunnar Gunnarsson og Gunnar Ásgeirsson verða meðal þátttakenda. Sparisjóðurinn í Keflavík er aðal- styrktaraðili keppninnar og ÍAV lætur keppnissvæðið í té. Sparisjóðs- torfæra í dag Stapafell SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar hefur ákveðið að ný sundlaug verði byggð við Hrafnagilsskóla árið 2005 og er kostnaður áætlaður um 70 milljónir króna. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar sagði við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að setja byggingu sund- laugarmannvirkjanna á þriggja ára áætlun og að framkvæmdaárið verði 2005. „Framkvæmd verksins verður að fullu lokið á þessu kjörtímabili, en við gerum ráð fyrir að nota næsta ár í að undirbúa okkur vel, bæði fjár- hagslega og hvað varðar alla tækni- og hönnunarvinnu. Við ætlum að bjóða verkið út í heild og ljúka því í einum áfanga. Bygging nýrrar sund- laugar við Hrafnagilsskóla er orðin tímabær þar sem gamla trefjaplast- laugin er barn síns tíma og orðin slit- in. Það þykir líka nauðsynlegt á fjöl- förnum ferðaðamannastað sem þessum að bjóða upp á sundlaugar- mannvirki með rennibrautum, pott- um og vaðlaug. Búningsklefar við laugina eru sameiginlegir með íþróttahúsi Hrafnagilsskóla og er gert ráð fyrir að þeir verði einnig endurnýjaðir samhliða byggingu laugarinnar,“ sagði Bjarni. Hrafnagilsskóli í Eyjafirði Ný sundlaug verður byggð 2005 TÆPLEGA 2.600 börn munu sækja skóla í grunnskólum Akureyrar á næsta skólaári, en í gærmorgun mættu þau á kynningarfundi í sín- um skóla. Skólahald hefst svo í næstu viku samkvæmt stund- artöflu. Á næstunni verða sett upp fleiri skilti í bænum sem eiga að minna á að skólabörn geta verið á ferð. Þorsteinn Pétursson, lög- reglumaður á Akureyri, vill beina þeim tilmælum til ökumanna að sýna aðgát í umferðinni, því nú muni fjöldi barna verða á ferð. „Það sem ökumenn verða að gera er að draga úr hraða og vera við- búnir því að börn hlaupi óvænt út á götu, vegna þess að mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref í um- ferðinni og því þarf að sýna sér- staka tillitssemi og gefa þeim tíma til aðlögunar. Við í lögreglunni vilj- um beina þeim tilmælum til for- eldra að æskilegt er að þeir fylgi yngstu börnunum fyrstu dagana í skólann og leiðbeini þeim að finna auðveldustu og öruggustu leiðina í skólann og segja krökkunum að fara alltaf þá leið. Lögreglan mun hafa sérstakt eftirlit á svæðunum í kringum skólana þessa fyrstu daga og fylgjast með hraðakstri,“ sagði Þorsteinn. Skólabörn á leið út í umferðina Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Þessi drengur kom hjólandi þegar Lundarskóli var settur eftir sumarfrí. Ökumenn sýni aðgát Konukvöld. Aglow samtökin verða með fund í félagsmiðstöðinni Víði- lundi 22 á mánudagskvöldið, 25.ágúst næstkomandi, kl. 20. Kaffi- hlaðborð, söngur, hugleiðing í umsjá sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, bæn og góður félagsskapur, segir í frétta- tilkynningu. Þar segir ennfremur: „Allar konur velkomnar, þátttöku- gjald 500 kr. Láttu sjá þig og taktu vinkonu þína með þér.“ Á NÆSTUNNI ÁKVEÐIÐ var á fundi náttúru- verndarnefndar Akureyrarbæjar þann 21. ágúst að skipa þriggja manna starfshóp til að fara yfir hvernig best verði staðið að verndun Glerárdals. Nefndin tilnefndi í starfshópinn þá Ingimar Eydal og Jóhannes Árnason og óskaði jafn- framt eftir því að umhverfisráð til- nefndi einn fulltrúa í hópinn. Verndun Glerárdals Starfshópur skipaður ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.