Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 47 www.icelandair.is Fara með krakkana í Disney World. Fá útrás fyrir barnið í þér í Wet'n wild. Ómissandi að taka hring á einum af mörgum stórglæsilegum golfvöllum. Leigja blæjubíl og keyra niður til Miami. Kíkja í verslunarmiðstöð og gera hagstæð kaup. Heimsækja St. Augustine, sem er einn af elstu bæjum Bandaríkjanna. Í Florida þarftu að: á mann í 8 daga m.v. hjón með 2 börn yngri en 12 ára með 10.000 kr. afslætti. Innifalið: flug, gisting á Best Western Plaza, flugvallarskattar og þjónustugjöld. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 62 2 0 8/ 20 03 VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Orlando www.icelandair.is/florida Verð frá 46.053 kr. Framhaldsskóli verður á Grundarfirði Í grein um byggðaþróun og at- vinnumál á Vesturlandi sem birtist á miðopnu Morgunblaðsins í gær var sagt að nýr framhaldsskóli á Snæ- fellsnesi yrði að öllum líkindum á Grundarfirði. Hið rétta er að end- anleg ákvörðun hefur verið tekin og öruggt er að skólinn verður á Grund- arfirði. Þórarinn lögmaður Impregilo Vegna fréttar Morgunblaðsins í gær um málefni vinnufólks Impregilo við Kárahnjúkavirkjun skal áréttað að Þórarinn V. Þórar- insson er lögmaður Impregilo. LEIÐRÉTT Kaffisala í Ölveri Síðasta sum- ardvalartímabilinu í Ölveri þetta ár- ið er nú nýlokið en alls hafa 385 stúlkur dvalið í Ölveri í sumar í 10 dvalarflokkum. Til að slá botninn í sumarið verður hin árlega kaffisala haldin í Ölveri á morgun, sunnudag- inn 24. ágúst kl. 15–19. Allir vel- komnir hvort sem er til að kynna sér aðstæður eða til að heimsækja gam- alkunnar slóðir. Boðið verður upp á veitingar gegn vægu verði. Á MORGUN Dansskóli Birnu Björnsdóttur kennir nýjustu Grease-dansana úr söngleiknum Grease, sem er nú sýndur í Borgarleikhúsinu. Kennsl- an er fyrir 7 ára og eldri. Einnig er í skólanum boðið upp á kennslu í djassballett, free-style- fusion funk, street djassi, söng- leikjadönsum og fleiru. Kennsla fer fram í Þrekhúsinu og Sporthúsinu. Námskeiðin hefjast 8. september og er innritun hafin. Námskeið hjá Útflutningsráði Ís- lands ætlað stjórnendum og starfs- mönnum fyrirtækja sem eru að hefja útflutning. Námskeiðið verður 4. september kl. 9– 17 í Fundarsal B á Hótel Sögu. Aðalleiðbeinandi er Guðný Káradóttir. Markmið nám- skeiðsins er að veita innsýn í ferli út- flutnings, hvaða atriði beri að skoða þegar ákvörðun er tekin og hvar leita megi upplýsinga og aðstoðar. Verð námskeiðs er 12.500 kr. Skráning fer fram á vefsíðu Útflutn- ingsráðs, www.utflutningsrad.is og í síma. Nánari upplýsingar gefur Þór- hallur Ágústsson, netfang: thorhall- ur@utflutningsrad.is. Ráðstefna um endurvinnsluiðnað á Íslandi og kröfur um endurnýt- ingu umbúðaúrgangs verður haldin á Hótel Selfossi dagana 27. og 28. ágúst. Ráðstefnan er í boði ITUT (Association for the promotion of International Environmental Technology Transfer), en er haldin í samráði við Umhverfisráðuneytið, Samtök iðnaðarins, FENÚR og Úr- vinnslusjóð. Á ráðstefnunni verður fjallað um endurvinnsluiðnað á Ís- landi og kröfur um endurnýtingu umbúðaúrgangs. Á dagskrá verða erindi um reynslu Evrópulanda af innleiðingu Evróputilskipunar um umbúðaúrgang, mismunandi söfn- unarkerfi landanna og 13 ára reynslu af kerfi Þjóðverja „Græna punktinum“. Einnig verður fjallað um hagræna hvata söfnunar og flokkunar úrgangs og aukna verð- mætanýtingu með flokkun og nýt- ingu umbúðaúrgangs. Fyrirlesarar koma frá ýmsum Evrópulöndum og ráðstefnan fer fram á ensku. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu FENÚR, www.fenur.is. Ráðstefnan er öllum opin og þátt- takendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram á vef Umhverf- isráðuneytisins http://www.um- hverfisraduneyti.is/interpro/umh/ umh.nsf/pages/skraning. Þátttaka tilkynnist fyrir mánudag- inn 25. ágúst. Á NÆSTUNNI ÍSLANDSMÓTIÐ í víkingaskák fór fram í Vesturbergi fyrir skömmu. Tefld var einföld umferð og fóru leik- ar þannig að Sveinn Ingi Sveinsson og Gunnar Freyr Rúnarsson urðu efstir og jafnir með þrjá vinninga, en Sveinn bar sigur úr býtum í umspili. Þar með er Sveinn tvöfaldur Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í Víkinga- skák. Víkingaskák var fundin upp af Magnúsi Ólafssyni. Henni svipar til hefðbundinnar skákar en í stað reita ganga taflmennirnir á 85 sexstrend- ingum. Átján taflmenn eru í hvoru liði og er gangur þeirra líkur manngangi skákar að viðbættum manni sem nefndur er Víkingur. Þar sem tafl- mennirnir ganga eftir sexstrending- um eru stefnur þeirra þrjár, en ekki tvær eins og í hefðbundinni skák. Næsta víkingaskákmót verður Reykjavíkurmót og fer það fram í haust, segir í fréttatilkynningu. Íslandsmótið í víkingaskák FRÁ og með 22. ágúst gengu í gildi breytingar á þjónustu við viðskipta- vini Símans í ADSL-þjónustu. Áskriftum ADSL-þjónustunnar hef- ur verið breytt og þær endurnefndar. Verð áskriftanna helst óbreytt eftir sem áður en gagnahraðinn sem við- skiptavinurinn fær er aukinn veru- lega. Sem dæmi um það má nefna að ADSL 512 nefnist nú ADSL 1500 og viðskiptavinir fá þrefalt meiri afköst á gagnasambandið til sín. ADSL 1536 nefnist nú ADSL 2000 og afköst til viðskiptavina verið aukin um fjórðung fyrir óbreytt verð. ADSL 1500 er háhraða sítenging með 1,5Mb/s flutningshraða sem er um það bil 30 föld afkastageta hefðbund- ins mótalds. ADSL 256-áskriftin helst áfram óbreytt. Einnig mun Síminn Internet bjóða upp á ADSL 2000 sem núver- andi áskrifendur í ADSL 1536 verða færðir yfir í frá og með deginum í dag. Gagnahraði þeirrar áskriftarleiðar er 2 Mbs til viðskiptavinar og 512 kbs frá viðskiptavini sem er mun meiri hraði en þeir eiga að venjast. Ekkert stofngjald er á ADSL-þjón- ustunni til 20. september næstkom- andi. Eftir breytingu er ADSL 256 með 100 MB innifalið á 3.820. kr, ADSL 1500 með 100 MB innifalið á 4.820. kr og ADSL 2000 með 100 MB innifalið á 8.180 kr hjá Símanum Internet. Með 12 mán. skuldbindingu fær viðskiptavinur Þráðlaust Internet á 2.490. kr eða ókeypis heimanet. Með heimaneti og þráðlausu neti geta við- skiptavinir tengt fleiri en eina tölvu við Internetið samtímis. Einnig verð- ur auðveldara að tengja önnur tæki við Internetið t.d. Playstation 2 fyrir netspilun. Viðskiptavinum Símans sem eru í áskriftinni ADSL 256 býðst að hækka sig í ADSL 1500 fyrir 1.000 kr. aukalega á mánuði. Það kostar ekkert að breyta um áskriftarleið í ADSL-tengingu. Breytingar á ADSL- þjónustu ALÞJÓÐLEGUR laugardagur verður í miðborginni í dag, laugardaginn 23. ágúst. Opið hús verður í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, þar sem starfsemi hússins verður kynnt. Félög út- lendinga munu kynna starf- semi sína og alþjóðleg stutt- myndasýning verður í gangi allan daginn og fram á kvöld. Grænmetismarkaður og flóa- markaður verða, auk þess sem alþjóðlegt þema mun einkenna verslun og veitingar o.fl. Markaðsnefnd miðborgar- innar og fulltrúar verslunar og þjónustu í miðborginni standa fyrir Magnaðri miðborg en Morgunblaðið, Kaupþing Bún- aðarbanki, Félagsmálaráðu- neytið og Höfuðborgarstofa eru styrktaraðilar verkefnisins. Alþjóðlegur laugardagur í miðborginni EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá Frjáls- lynda flokknum: „Nú hefur gerst það umhverfis- slys hér við land að eldislax af norskum stofni hefur sloppið úr sjókví í þúsundatali. Af því tilefni vekur Frjálslyndi flokkurinn at- hygli á afstöðu flokksins til fisk- eldis. Í ályktun sem samþykkt var á landsþingi flokksins í mars sl., segir m.a.: Frjálslyndi flokkurinn hafnar eldi á erlendum laxfiskstofnum við strendur landsins. Frjálslyndi flokkurinn styður eindregið eldi á íslenskum vatna- og sjávarlífverum. Frjálslyndi flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ályktað sérstaklega gegn eldi á er- lendum laxfiskastofnum við strend- ur Íslands. Frjálslyndi flokkurinn telur for- sendur til að hagnast á laxeldi við Íslandsstrendur vera afar hæpnar, og bendir á að laxeldi eigi nú við gríðarlega örðugleika að etja í ná- grannalöndunum. Frjálslyndi flokk- urinn telur með öllu óverjandi að teflt sé í tvísýnu þeim ómetanlegu auðlindum sem felast í íslenskum laxastofnum, með eldi á norskum laxi í sjókvíum við strendur lands- ins.“ Afstaða frjáls- lyndra til fiskeldis DÓMS- og kirkjumálaráðherra opnaði fyrir aðgang að Glímunni, nýju veftímarit um guðfræði og samfélag, við athöfn í Reykjavík- urakademíunni á fimmtudag. Glíman er vistuð á vef Kistunnar (www.kistan.is) og munu nýjar greinar birtast þar jöfnum hönd- um en tímarit verður gefið út í prentuðu formi einu sinni á ári. Með Glímunni er stefnt að því að búa til vettvang fyrir fræðilegar greinar um guðfræði og fyrir guðfræðilega umfjöllun um sam- félagsleg málefni. Fram kemur í tilkynningu að ritið sé óháð og það ekki gefið út á vegum stofn- unar heldur standi að því áhuga- samir einstaklingar sem vilji efla veg guðfræðinnar innan samfélagsins en fyrstu ritsjórn Glímunnar skipa fimm guðfræðingar, þeir Ágúst Einarsson, Jón Pálsson, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Stefán Karlsson. Morgunblaðið/Kristinn Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, opnar Glímuna. Nýtt veftímarit um guðfræði og samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.