Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ VAXANDI atvinnuleysis gætir á Bíldudal í kjölfar lokunar rækju- vinnslunnar Rækjuvers, auk þess sem fiskvinnslufyrirtækið Þórður Jónsson ehf., sem rekur bolfisk- vinnslu staðarins, er í greiðslustöðv- un. Rækjuveri var lokað eftir vertíð- ina í vor og standa vonir til að einungis sé um tímabundna lokun að ræða. „Það er fyrst og fremst mikil óvissa ríkjandi á Bíldudal. Þetta er mjög lítill staður, það eru ekki nema rúmlega 230 manns sem búa þar. Það er alveg ljóst að þegar tveir fjöl- mennustu vinnustaðirnir eru lokaðir, Rækjuverið vegna tímabundinna þrenginga og Þórður Jónsson ehf. í greiðslustöðvun, þá ríkir óöryggi í at- vinnumálum á Bíldudal,“ segir Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hann segir að afgerandi stærstur hluti launafólks á Bíldudal starfi hjá þessum tveimur fyrirtækjum. Það sé því á sjötta tug fólks sem búi við óstöðugt atvinnuástand eins og er. „Það er ekki útséð með bolfiskfyr- irtækið. Gangi endurskipulagning þess eftir og sömuleiðis þegar Rækjuver opnar aftur, verður um- frameftirspurn eftir vinnuafli. Ég held að það sé hvorki staður né stund til að fara í vangaveltur hvað eigi að gera í framhaldinu. Ég held að það verði að gefa þessum fyrirtækjum færi á að vinna úr sínum málum.“ Brynjólfur leggur áherslu á að unnið sé að úttekt á stöðunni á Bíldu- dal, útliti og horfum. Hann telur að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi á staðnum, til að mynda gæti fyrirhug- uð kalkþörungavinnsla orðið viðbót við það atvinnulíf sem fyrir er. „Ég held að menn reyni hvað þeir geta að halda útgerð og fiskvinnslu áfram þótt á móti blási,“ segir Brynjólfur og bendir á að miklar hræringar hafi verið í atvinnulífi á Bíldudal á und- anförnum áratugum. Ástandið nú sé ekkert nýtt. Binda vonir við að hægt verði að koma rekstrinum í horf Að sögn Jóns Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Þórðar Jónssonar ehf., er fyrirtækið í greiðslustöðvun til 1. október nk. Hann segir að það hafi lent í erfiðleikum í rekstri árið 2002 og í byrjun árs 2003, en nú sé reynt að vinna úr þessum erfiðleik- um og það gangi sæmilega. „Það hef- ur verið full vinna hjá starfsfólkinu þennan tíma. Ég sé ekki fram á ann- að en að svo verði í vetur. Við bindum vonir við að við getum lagað rekst- urinn og þau heit, sem við höfum um það, benda til þess að það muni tak- ast. Það munu koma fjárfestar að þessu með okkur, en á þessu stigi er ekki tímabært að gefa það upp hverj- ir það eru. Þessir aðilar hafa áhuga á að fjárfesta og taka þátt í rekstri með okkur,“ leggur hann áherslu á. Um þrjátíu starfsmenn eru hjá fyrirtækinu í dag og segir Jón að þeim hafi fækkað lítillega síðustu vik- urnar því skólafólk hafi hætt störfum og ekki sé búið að ráða í þær stöður. Hann á þó von á því að það verði gert í vetur. „Auðvitað er greiðslustöðvun alvarlegt mál. Fyrirtæki fer ekki í greiðslustöðvun nema staða þess sé óviðunandi en sem betur fer eru til lausnir til þess að leysa þetta mál án þess að verði upplausn. Við höfum reynt að stýra þessu með þeim hætti að starfsfólk okkar verði ekki fyrir skaða, það er að það verði ekki at- vinnuleysi. Okkur hefur tekist það sem betur fer,“ bendir hann á. Jón segir að fyrirtækið hafi staðið að uppbyggingu á Bíldudal síðan 1998, ásamt fyrirtækinu Mír ehf. Þessi uppbygging hafi kostað fyrir- tækið gríðarlega mikið. Hann segist þó sannfærður um að ennþá séu sóknarfæri í sjávarútvegi á Bíldudal. Jón segir að reynt hafi verið að upplýsa starfsfólk um stöðu mála og framgang og væntanlega verði þær hugmyndir sem uppi eru kynntar fyrir starfsfólki í kringum 10. sept- ember nk. Erfitt að segja til um haustið Óttar Yngvason, framkvæmda- stjóri Rækjuvers, segir að eins og er sé reksturinn í biðstöðu. Hann bend- ir þó á að menn hafi fullan hug á því að halda áfram vinnslu í vetur ef rekstrarskilyrði leyfa. „Við lokuðum í vor eftir vertíðina. Við vorum að endurpakka og gera ýmislegt fleira í meira og minna þrjá mánuði, en við vorum með hálfa áhöfn,“ segir hann. Óttar leggur áherslu á að erfitt sé að segja til um haustið því fljótt skip- ist veður í lofti í vinnslumálum. Þetta sé undir svo mörgu komið. Rækjan hafi verið í botni í verði undanfarið. Hann bendir á að um leið og fiskverð hrynur, sem hafi gerst núna, sé óhjá- kvæmilegt að breyta rekstrargrunni fiskvinnslu og fiskveiða og það komi rækjuiðnaðinum til góða. „Við höfum nú heldur kosið það í gegnum árin að stöðva reksturinn með eigin ákvörðunum og hafa vald á þróuninni, heldur en að láta það ger- ast í gegnum greiðslustöðvanir eða gjaldþrot.“ Hann segir auk þess að Bíldudalur sé tiltölulega afskekktur og flutningskostnaður til og frá sé verulegur. Rækjuvinnslan lokuð eftir vertíðina í vor og bolfiskvinnslan í greiðslustöðvun Óvissa ríkir í atvinnu- málum á Bíldudal FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova, helsti samstarfsaðili bresku ferðaskrifstofunnar Arctic Experience, hefur ekki tekið ákvörðun um afstöðu til hvalveiða en málið verður tekið fyrir í næstu viku. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær mun Artic Experience, einn stærsti söluaðili Íslandsferða erlendis, biðja um staðfestingu frá öllum samstarfsaðilum sínum hér á landi á því hvort fyrirtækin séu á móti hvalveiðum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar, segir að hvalveið- arnar hafi slæm áhrif á ímynd Íslands í aug- um erlendra ferðamanna. „Við höfum auðvitað varað við þessu að þessi markaður er mjög viðkvæmur fyrir hvalveiðum. Samtök ferða- þjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu og það er deginum ljósara að okkar félagsmenn eru á móti hvalveiðum þar sem þær skaða þessa viðskiptahagsmuni. Við teljum að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Breski markaðurinn er einn af okkar mik- ilvægustu mörkuðum en hann er mjög við- kvæmur fyrir þessu. Þar hefur ímynd Íslands þótt mjög góð en hún hefur skaðast mikið. Það er auðvelt að skaða ímynd en gríðarlega erfitt að vinna hana til baka. Auðvitað vonum við að þetta fari ekki jafn illa og margir eru hræddir um en skaðinn er byrjaður,“ segir Erna. Munu taka ákvörðun í næstu viku MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Samtökum ferðaþjónustunnar: „Samtök ferðaþjónustunnar harma að nei- kvæðar myndir af íslenskum hvalveiðum skuli nú sýndar í fjölmiðlum um víða veröld og er versta dæmið mynd sem birtist nýlega í Morg- unblaðinu af hvalveiðimanni sem heldur sigri hrósandi á hjarta úr hval. Einn stærsti söluaðili Íslandsferða í Bret- landi hefur sagt að hann hafi aldrei séð neina mynd sem skaði ímynd Íslands jafnmikið og þessi mynd. Samtökin hafa rætt við stjórnvöld um að allt sé gert til þess að lágmarka skaðann sem af hvalveiðum hljótist. Samtökin beina því jafnframt til annarra að- standenda hvalveiða svo og íslenskra fjölmiðla að þeir taki tillit til erfiðrar stöðu ferðaþjónust- unnar í þessu máli. Það er nú þegar farið að bera á afbókunum ferða og staðan því kvíðvæn- leg. Það skiptir alla þjóðina máli ef tekjur ferðaþjónustunnar stórlækka vegna hval- veiða.“ Harma neikvæðar myndir af hvalveiðum SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar, segir að viðræðuáætlun Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins geri ráð fyrir að viðræð- um um gerð nýrra kjarasamninga verði lokið um áramót þegar samningar renna úr gildi. Ef viðræður hafi ekki skilað árangri 15. desember geti Flóabandalagið vísað kjaradeilunni til rík- issáttasemjara. Flóabandalagið mun ganga til kjaraviðræðna án beinnar að aðildar Starfs- greinasambandsins líkt og gert var í síðustu kjaraviðræðum. Félögin sem mynda Flóabandalagið eru Efl- ing í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. „Við erum í dag með sameiginlegan kjara- samning og erum með sameiginlegan starfs- menntasjóð. Þetta vinnusvæði liggur mjög þétt saman. Hér færist fólk á milli félaga eftir því hvernig vinna þess liggur. Þessi félög vinna því náið saman á mörgum sviðum. Eftir sem áður ætlum við að eiga gott samstarf við Starfs- greinasambandið. Það var farið í gegnum það á framkvæmdafundi sambandsins fyrr í vikunni. Síðan verður haustið að leiða í ljós hvernig þessu samstarfi verður hagað,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að félögin sem mynda Flóa- bandalagið væru hluti af Starfsgreinasamband- inu og þau myndu taka þátt í þeirri kjaraum- ræðu sem fram fer á þeim vettvangi á næstu vikum og mánuðum. „En við munum líka láta vinna þessa hluti inni í félögunum. Þar munum við meta árangur af samningnunum og skoða þær leiðir sem eru færar.“ Sigurður sagði að vinna við gerð nýrra kjara- samninga væri að hefjast. Viðræðuáætlun lægi fyrir, en hún gerði ráð fyrir að 15. desember gætu félögin ákveðið að vísa viðræðum til rík- issáttasemjara, en það er forsenda fyrir verk- fallsboðun að kjaradeilda sé komin til hans. Sig- urður sagðist gera ráð fyrir að Starfsgreinasambandið yrði með svipaðar dag- setningar og því gæti reynt á það í vetur hversu náið samstarf yrði milli Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins um hugsanlegar að- gerðir í kjarabaráttunni. Flóabandalagið fer eitt og sér í kjaraviðræðurnar í haust Miðað við að nýir samning- ar liggi fyrir um áramót SÝNINGU á helstu verkum Kjarvals lauk í Landsbankanum í gær en hún hefur verið opin síðan á menningarnótt. Aðsókn að sýningunni hefur farið fram úr björtustu vonum og hátt í 700 manns hafa lagt leið sína á 2. hæð Landsbankans og skoðað verkin. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur hef- ur gengið með áhugasömum um svæðið og frætt fólk um verkin en mikillar ánægju gætti meðal þeirra sem fylgdust með. Uppi eru áform um að setja upp sýningar í Landsbankanum á Ísafirði og á Akureyri í tengslum við 75 ára afmæli starfsmanna- félags Landsbankans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningu á verkum Kjarvals lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.