Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stærsti leikur sumarsins! Íslandsmótið 1. deild Víkingur-Þór Víkinni í dag kl. 16:00 Víkingar sjáumst í stúkunni ÚRVALSDEILDARLIÐ Breiða- bliks í körfuknattleik karla hefur gengið frá samningi við Banda- ríkjamanninn Kyrem Massey um að hann leiki með liðinu á komandi leiktíð. Massey er 24 ára gamall framvörður, 1,96 metrar á hæð sem leikið hefur með Kent State háskól- anum í Bandaríkjunum í fjögur ár en síðustu tvö árin hefur hann leik- ið með liðum í lægri deildunum inn- an Bandaríkjanna. Blikar binda mikla vonir við Massey en hann er sagður mikill íþróttamaður, með mikinn stökkkraft og bæði góður sóknar- og varnarmaður. Breiðablik semur við Massey  ÞÓREY Edda Elísdóttir þarf að fara yfir 4,40 metra í í undankeppn- inu í stangarstökkinu á heimsmeist- aramótinu í frjálsíþróttum til að komast í úrslit en þó verða alltaf tólf stökkvarar sem komast í úrslit ef færri en tólf keppendur stökkva yfir 4,40 metra.  27 keppendur eru skráðir til leiks í stangarstökkinu og er Þórey Edda með 15. besta árangur keppenda á þessu ári, 4,43 m. Besti árangur hennar í stangarstökki utanhúss er hins vegar 4,45 metrar sem hún náði á HM í Edmonton í Kanada fyrir tveimur árum. Þá stökk hún 4,48 metra á sýningu í Þýskalandi í vor. Níu af keppendunum sem skráðir eru til leiks hafa stokkið 4,60 m eða hærra á þessu ári.  TÉKKINN Jan Zelzny ákvað í gær að vera með á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum og þar með stefnir þessi frábæri spjótkast- ari að því að vinna sinn fjórða heims- meistaratitil. Zelezny, sem orðinn er 37 ára gamall, hefur átt við meiðsli að stríða en eftir sigur á gullmótinu í Zürich um síðustu helgi sá Zelezny að hann ætti erindi á HM.  JONATHAN Edwards heims- og ólympíumeistari í þrístökki ætlar að hætta eftir heimsmeistaramótið en þessi 37 ára gamli Breti ákvað á síð- ustu stundu að keppa á HM. Edw- ards hugðist æfa og keppa fram yfir ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári en í gær lét hann hafa eftir sér að nú væri rétti tíminn til að hætta. Edw- ards á heimsmetið 18,29 metra sett á HM í Gautaborg fyrir átta árum.  CHRIS Coleman, knattspyrnu- stjóri Fulham, hefur sagt sóknar- manninum Steve Marlet að félagið vilji ekki selja hann. „Ég vil ekki að Marlet fari frá okkur og ég hef sagt honum það. Ég veit að Marseille hef- ur áhuga á honum en Marlet verður áfram í herbúðum Fulham,“ sagði Coleman.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið sigraði Granollers, 30:22, á æfinga- móti í fyrrakvöld. Spænski landsliðs- maðurinn Talant Duishebaev var markahæstur í liði Ciudad með 5 mörk. FÓLK GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðs- þjálfari í frjálsíþróttum, er Þóreyju Eddu Elísdóttur og Jóni Arnari Magnússyni til trausts og halds á heimsmeistaramótinu en hann kom ásamt Þóreyju til Parísar á fimmtu- daginn en Jón Arnar, sem hefur keppni í tugþraut á þriðjudag, er væntanlegur til Parísar á morgun. „Markmiðið hvað Þóreyju Eddu varðar er að komast í úrslitin en það má búast við því að það verið mjög erfitt. Lágmarkið í úrslitin er mjög stíft og trúlega þarf Þórey að ná sínu besta til að komast þangað. Ef hún kemst í úrslitin er allt galopið og þá verður markmiðið sett á 5.–7. sæti. Ég teldi það raunhæft að stefna á en stóra mótið fyrir Þóreyju verður undankeppnin. Númer eitt er að komast í gegnum niðurskurðinn og við lítum á það sem fyrsta mark- mið. Það hafa heimsmethafar dottið út í undankeppninni og til að mynda komst Stacy Dragila ekki í úrslitin í Birmingham,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Guðmundur segir að Þórey Edda líti mjög vel út og sé í góðu formi. „Ég tel hana eins vel undirbúna og kostur er. Hún er ómeidd og í góðu standi en í Birmingham voru meiðsli á hásin að angra hana. Hún er laus við þessi meiðsli núna og það er virkilega ánægjulegt. 4,40 metrar koma líklega til með að duga til að hún komist í úrslitin og það þarf auðvitað allt að ganga upp svo henni takist að fara þá hæð. Ég hef samt fulla trú á henni. Hún er búin að byggja sig vel upp og andlega hliðin á að vera í lagi.“ Mér finnst ég vera í góðu formiog er alveg laus við meiðsli svo það ætti ekkert að vera að van- búnaði að gera góða hluti á mótinu. Ég hef stokkið ágætlega í sumar og hef reynt að búa mig eins vel undir mótið og hægt er,“ segir Þór- ey Edda. Spurð hvaða markmið hún hafi sett sér á mótinu segir Þórey Edda; „Ég ætla bara að reyna að gera mitt besta og standa mig vel en það verður kannski erfitt að toppa árangurinn frá því á HM fyr- ir tveimur árum þegar ég varð í sjötta sæti. Auðvitað stefni ég að því að komast í úrslitin en til þess að svo takist þarf ég að ná mínum besta árangri í ár og vonandi tekst það.“ Þórey hefur hæst stokkið 4,43 metra utanhúss á árinu en hún fór yfir þá hæð á móti í Cuxhaven í Þýskalandi í síðasta mánuði og varð í þriðja sæti. Þórey reiknar með að slagurinn um heimsmeistaratitilinn komi til með að standa á milli Rússanna Svetlönu Feofanovu og Jelenu Is- inbajevu. Hefði verið gaman að hafa Völu með „Það eru flestar af bestu stang- arstökkvurum heims sem keppa á mótinu en ég spái því að Feofanova hafi þetta. Hún er geysiöflug.“ Þórey Edda segist sakna þess að hafa ekki Völu Flosadóttur með sér í baráttunni en Völu tókst ekki að ná lágmarkinu fyrir mótið. „Það hefði verið gaman að hafa Völu en hún verður bara með á næsta stór- móti. Ég hefði kosið að hafa fleiri íslenska keppendur á mótinu en því miður tókst ekki fleirum að ná lágmarkinu og við Jón Arnar verð- um því bara að halda uppi merki Íslands og reyna að standa okkur sem best.“ Morgunblaðið/RAX Þórey Edda Elísdóttir verður í sviðsljósinu á heimsmeistaramótinu í París í dag og aftur á mánudaginn, ef allt gengur að óskum. Hefur tekið stefnuna á úrslitakeppnina í París „ÉG er bara mjög vel stemmd fyrir mótið og hlakka mikið til að taka þátt í því,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í samtali við Morgunblaðið en í dag verður hún í sviðsljósinu í stangarstökki á heimsmeist- armótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í París í morgun. Und- ankeppni stangarstökksins hefst laust fyrir klukkan 15 í dag að ís- lenskum tíma og úrslitakeppnin fer svo fram á morgun en til þess að komast í úrslitin þarf Þórey að stökkva 4,40 metra. Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í stangarstökki í dag á HM í frjálsum HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í frjálsum íþróttum hefst í Par- ís í dag og eiga Íslendingar tvo fulltrúa á mótinu. Þórey Edda Elísdóttir keppir í stangarstökki og verður hún í sviðsljósinu í undankeppn- inni í dag og Jón Arnar Magnússon er á meðal kepp- enda í tugþrautinni en keppni í henni verður á þriðjudag og miðvikudag. Í marsmánuði voru Þórey Edda og Jón Arnar einu keppendur Íslands á heims- meistaramótinu innanhúss sem fram fór í Birmingham á Englandi. Jón Arnar varð fjórði í sjöþrautinni en Þórey Edda komst ekki í úrslit. Þetta er í þriðja sinn sem Þórey Edda keppir á heims- meistaramóti utanhúss en hún var á meðal keppenda í Sevilla 1999 þar sem hún stökk 4,15 metra og lenti í 13. sæti og í Edmonton þar sem hún hafnaði í 6. sæti eftir að hafa farið yfir 4,45 metra. Jón Arnar keppir á sínu fimmta heimsmeistaramóti utanhúss og jafnar hann þar með met Vésteins Hafsteins- sonar fyrrverandi landsliðs- þjálfara. Vésteinn keppti á heimsmeistaramótum frá ár- unum 1983–1995 en Jón Arn- ar keppti fyrst í Gautaborg árið 1995. Jón Arnar jafnar met Vésteins Hef fulla trú á Þóreyju Eddu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.