Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ HILMAR Páll Haraldsson, tvítugur Hvergerðingur, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík síðastliðið vor. Ætla mætti að hann hefði skráð sig í háskóla í haust til frekara náms, en Hilmar Páll var aldeilis ekki á því að fara þessar hefðbundnu leiðir. Hann fór til Noregs í vor og sótti um að komast í æfingabúðir hjá hernum. Þar puðaði hann í nokkrar vikur og stóðst lokapróf fyrir rúmri viku. Þá sótti hann um að komast í skóla á vegum hersins og ætlar hann að stunda nám í tölvu- og rafmagns- verkfræði. Skólavist hefur verið samþykkt og fékk Hilmar Páll helg- arfrí um síðustu helgi. Þá skaust hann heim, en hóf nám strax síðasta mánudag. Námið tekur þrjú og hálft ár og að því loknu hefur Hilmar Páll skuldbundið sig til að vinna fyrir norska herinn í þrjú ár. „Hvernig datt þér þetta í hug,“ er það eina sem fréttaritara kemur í hug að spyrja þegar Hilmar Páll hef- ur greint frá framtíðaráætlunum sínum. „Gils bróðir minn er að vinna í Noregi. Hann frétti af þessum möguleika og hjálpaði mér að sækja um,“ segir Hilmar Páll brosmildur á svip. „Þarna er allt borgað fyrir mig, fæði, klæði, húsnæði, dagpeningar og svo fæ ég sjö ferðir heim til Ís- lands á ári. Mér sýnist að dagpening- arnir komi til með að safnast upp, því að þeir borga allt fyrir mig,“ segir þessi fyrsti hermaður okkar Hver- gerðinga. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Hilmar Páll Haraldsson er farinn til Noregs í nám hjá norska hernum. Nemur í norskum herskóla Hveragerði SLÉTTUSÖNGUR Selfossbúa verð- ur í kvöld, 23. ágúst, á útivist- arsvæðinu við Gesthús. Þessi við- burður hefur skapað sér fastan sess í bæjarlífinu á Selfossi. Margir gestir koma á gesthúsasvæðið og taka þátt í söng og hljóðfæraleik og Selfossbúar hafa undanfarin ár not- að tækifærið og koma saman þetta kvöld til að syngja og skemmta sér. Í fyrra var mjög góð mæting og líf- leg stemmning á staðnum. Eins og áður verður sungið við varðeld og ýmsir staðarkunnir hljóðfæraleik- arar verða á staðnum með hljóð- færin sín. Sléttusöngurinn hefst kl. 22.00 og flugeldasýning verður kl. 23.00. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Í fyrra var lífleg stemmning á Sléttusöngnum og Sléttuúlfarnir í stuði. Sléttusöngur í kvöld Selfoss FIMMTÍU manna hópur eldri Vestfirðinga heimsótti þorpin á Suðurströnd- inni 19. ágúst s.l. og er myndin tekin er hópurinn var staddur í Eyrarbakka- kirkju. Var mikil ánægja hjá hópnum með ferðalagið. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Vestfirðingar á ferð um Suðurströndina Eyrarbakki NÚ eru allar íbúðirnar á Egilsgötu 11 sem áður hýsti Kaupfélag Borg- firðinga tilbúnar til búsetu. Af því tilefni bauð Reynald Jónsson, eig- andi Búafls ehf., til móttöku og sagði frá tilurð framkvæmdanna. Stórhýsið á Egilsgötu 11 var byggt árið 1957 og var á þeim tíma eitt stærsta hús á sviði verslunar og þjónustu á landsbyggðinni. Vöruhús KB auk höfuðstöðva kaupfélagsins var þar til ársloka 2000. Nú, liðlega tveimur árum síðar, er búið að breyta húsinu í fjölbýlishús með 21 íbúð. Búafl ehf. í eigu Reynalds Jónssonar byggingartæknifræðings, réðst í þetta verkefni og hefur Reynald breytt sambærilegu hús- næði í íbúðir, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Í mars 2002 samþykkti bygging- arnefnd Borgarbyggðar teikningar að breytingum á 2. og 3. hæð húss- ins í 16 leiguíbúðir. Áður hafði Íbúðalánasjóður samþykkt að veita hagstætt lán til byggingar leigu- íbúðanna og að hluti lánsins félli undir svo kallað átaksverkefni. Breytingar á húsinu gengu greið- lega. Ráðist var í að skipta alveg um þak sem reyndist veigamesta ein- staka aðgerðin. Að öðru leyti taldi Reynald húsið vel byggt, súlur og bita trausta auk þess sem lofthæð væri góð. Lokaúttekt á íbúðunum 16 á 2. og 3. hæð fór fram 25. október 2002. Eftir nokkra umhugsun var farið að athuga möguleika á kaupum á 1. hæð í sama tilgangi. Hinn 23. janúar sl. voru teikningar að breyt- ingum 1. hæðar samþykktar og í maí sl. fór fram lokaúttekt á 5 íbúð- um á 1. hæð. Þær íbúðir eru tveggja og þriggja herbergja að meðaltali 90 og 100 fermetrar að stærð. Í það það heila er því tilbúin til notkunar 21 íbúð auk lítillar húsvarðaríbúðar á liðlega 2.000 fermetrum. Verktími var einungis sautján mánuðir í allt. Allt eru þetta leiguíbúðir og leiguverð er a.m.t. 30% ódýrara en markaðsverð leiguíbúða á höfuð- borgarsvæðinu. Gamla kaupfélagshúsið orðið að fjölbýlishúsi Morgunblaðið/Guðrún Vala Borgarnes GRETTISHÁTÍÐ var haldin í átt- unda sinn í Húnaþingi vestra um síðustu helgi. Sú nýbreytni var að nú var boðið upp á Grettisvöku með fjölbreyttu efni á laugardagskvöld í Félagsheimili Hvammstanga. Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur flutti rímur m.a. nýbirt Grettisljóð eftir Bólu-Hjálmar, Einar Kárason rithöfundur kynnti frumhugmyndir að kvikmyndatexta um Grettis- sögu, Þórarinn Eldjárn las Grett- isljóð og kafla úr skáldsögu sinni Brotahöfuð, sem gerist að hluta til á Bjargi í Miðfirði, Íþróttaleikhúsið flutti leikverk úr sögunni og lék m.a. örleik á sex sekúndum og hljómsveitin Rain flutti nokkur lög. Á sunnudag var svo fjöl- skylduhátíð á Bjargi, í blíðskapar- veðri. Þar var kynning á staðnum og Grettissögu, farið í gönguferðir um svæðið, leikir fyrir ungdóminn og söngur við harmonikkuleik. Kraftakeppnin dregur flesta að, þar voru um tuttugu keppendur í kvenna- og karlariðli. Hlutskörpust urðu hjónin Hólmfríður Ósk Guð- björnsdóttir og Hjörtur Einarsson frá Reykjavík Grettisbikar karla vann Reynir Guðmundsson og kvenna Elín Anna Skúladóttir. Stjórnandi keppninnar var Hjalti Úrsus. Fjöldi fólks var á svæðinu og naut veðurblíðu og skemmti- legra atriða. Grettishátíð haldin í skín- andi veðri Hvammstangi Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Sigurvegari karlariðils, Hjörtur Einarsson, tekst á við stein. Sitjandi t.h. er Hólmfríður, kona hans, sem var sigurvegari kvennariðils. ÞAÐ er orðin hefð fyrir að veittar séu viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi lóða, bændabýla og fyr- irtækja í Húnaþingi vestra. Við- urkenningar fyrir árið 2003 voru veittar á Hvammstanga hinn 18. ágúst. Arnar Birgir Ólafsson, umhverf- is- og garðyrkjustjóri Húnaþings vestra, gerði grein fyrir nið- urstöðum viðurkenningarnefndar, en hún hafði leitað eftir ábend- ingum frá íbúum héraðsins. Við- urkenningu í ár hlutu eftirtaldir. Húseigendur við Hvamms- tangabraut 29 og 31, þau Hrólfur Egilsson og Guðrún Hauksdóttir og Ágúst Oddsson og Elísabet Ein- arsdóttir, en þau eiga samliggjandi lóðir. Þá hlaut Heilbrigðisstofnun Hvammstanga, Sjúkrahúsið, við- urkenningu og bændabýlið á Sauðadalsá á Vatnsnesi, en þar eru ábúendur Heimir Ágústsson og Þóra Þormóðsdóttir. Allir fengu viðurkenningarskjal úr hendi El- ínar R. Líndal, formanns byggð- aráðs Húnaþings vestra. Sigurður Eiríksson á Hvamms- tanga afhenti Guðmundi H. Sig- urðssyni teikningar og gögn sem hann átti í fórum sínum frá upphafi ræktunar trjágarðs við Heilbrigð- isstofnun Húnvetninga. Frumgerð skipulags var eftir Óla Val Hans- son. Fegrunarfélagið, sem annaðist gerð garðsins, var stofnað árið 1957 og stóð m.a. fyrir skemmtun sumardaginn fyrsta. Ágóði skemmtunarinnar rann síðan til kaupa á trjáplöntum í garðinn. Nú er þessi garður með fegurstu blettum á staðnum, mörg grenitrén 8–10 metra há. Má telja þennan ár- angur kraftaverk í trjárækt við kalda sjávarströnd Húnaflóa. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Frá verðlaunaafhendingunni, f.v. Arnar Birgir Ólafsson, Guðmundur H. Sigurðsson, Sigurður Eiríksson, Guðrún Hauksdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Ágúst Oddsson, Þóra Þormóðsdóttir og Heimir Ágústsson. Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi Hvammstangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.