Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEILSA EF stutt er á milli fæðinga, er líklegra að erfiðleikar við fæðingu seinna barns verði meiri en ef lengra líður á milli, að því er segir í breskri rannsókn en greint var frá henni á fréttavef BBC fyrir skömmu. Erf- iðleikarnir gætu falist í að barn fæðist fyrir áætlaðan tíma, eða að barnið sé undir meðalþyngd. Prófessor Gordon Smith við Cambridge-háskólann og samstarfsfélagar hans unnu rannsóknina sem byggð er á 89.000 konum í Skotlandi á árunum 1992 til 1998. Ein af hverjum 20 konum hafði orðið barnshafandi aft- ur innan sex mánaða frá fyrri fæðingu og er talið að þær konur eigi sér í lagi á hættu meiri erfiðleika við fæðingu seinna barnsins en aðrar konur. Í tímaritinu the Medical Journal er haft eftir lækn- unum sem unnu rannsóknina að líkleg skýring sé sú að líkaminn þurfi lengri tíma til þess að jafna sig og því eigi að vara allar konur við því að fæða börn með mjög stuttu millibili. Það eigi sér í lagi við mjög ungar konur og konur sem hafa orðið fyr- ir barnsmissi. „Konur eiga rétt á að fá að vita að það er lítil en greinileg meiri hætta á fyr- irburafæðingu eða andvana fæðingu ef mjög stutt er á milli fæðinga,“ segja lækn- arnir. Meiri hætta ef stutt er á milli fæðinga Í ÁTTUNDA geðorðinu er velgengni í lífinu líkt við langhlaup. Því betur sem við undirbúum okkur fyrir langhlaupið því minni hætta er á að við ofkeyrum okkur. Það sama á við í lífinu, því betur sem við undirbúum okkur fyrir það sem á vegi okkar verður því betur gengur okkur. Þess vegna er mik- ilvægt að byggja sig upp og styrkja bæði andlega og líkamlega. Í dag er fólk orðið nokkuð vant skyndilausnum og vill oft fá það sem hugurinn girnist strax, án þess að vinna fyrir því áður. Í nútíma- samfélagi gengur þetta oft upp því hægt er að kaupa ýmsar vörur án þess að vinna fyrir þeim áður. Leiðirnar til þess eru óteljandi og má þar nefna kred- itkort, raðgreiðslur, léttgreiðslur, bílalán til margra ára og svona mætti lengi halda áfram. Skyndilausnir duga hins vegar ekki til að ná góðri heilsu, hamingju eða vel- gengni í lífinu. Að ná velgengni í lífinu næst einmitt með því að takast á við vandamálin og erfiðleikana, leyfa mótlætinu að þroska sig og uppskera sem erfiði. Það er oft mun ánægjulegra að hljóta eitthvað sem maður hefur virki- lega þurft að vinna fyrir heldur en að eignast það án nokkurrar fyrirhafnar. Hvert svo sem markmiðið er skiptir öllu máli að gefast ekki upp. Það er mikilvægt að gera ráð fyrir því að eitthvað muni fara úrskeiðis og ekki ganga upp eins og áætlað var. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en öllu máli skiptir að gera það besta úr því á hverjum tíma. Enginn einstaklingur er merkilegri en annar og allir eiga skilið að búa við velgengni og vellíðan. Hver og einn hefur mikið um eigin heilsu og líðan að segja. Hægt er að auðga lífið með því að taka ábyrgð á andlegri jafnt sem líkamlegri heilsu og rækta hana. Boðskapur geðorðanna, um það hvernig við náum velgengni og vellíðan í líf- inu snýst um hugarfar, að hugsa jákvætt. Við þurfum að hlúa að þeim sem okkur þykir vænt um og rækta fjölskyldu- og vináttubönd. Við þurfum að sýna umburðarlyndi, læra af mistökum okkar og hreyfa okkur reglulega. Ef við náum að framfylgja þessu aukum við líkur á velgengni og vellíðan í okkar lífi. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Geðræktar. Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli 8. geðorð: Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup Skyndilausnir duga ekki til að ná góðri heilsu, hamingju eða velgengni í lífinu. HAUSTIN eru tíminn sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings og flykkist í líkamsræktarstöðvarnar. Margar stöðvarnar eru með tilboð á verði á haustin og var verð kannað óform- lega hjá nokkrum líkamsrækt- arstöðvum fyrir helgi. Í líkamsræktarstöðinni Hress verður tilboð til 1. september á þriggja, sex og tólf mánaða kortum þar sem einn aukamánuður fylgir með, auk tveggja ljósatíma og vatnsbrúsa. Fjórir mánuðir kosta því 15.990 kr., sjö mánuðir 22.990 kr. og 13 mánuðir 29.990 kr. Einnig er hægt að ganga í Vinaklúbbinn, og skuldbinda sig til að greiða ákveðna upphæð á mánuði í ákveðinn tíma, og fer þá verðið lækkandi með lengri binditíma. Til dæmis er hægt að binda sig í sex mánuði fyrir 3.990 kr. á mánuði, eða 23.940 kr. samtals, eða í 12 mánuði fyrir 3.490, sem eru 41.880 kr. samtals. Meðlimir í Vin- aklúbbnum fá einnig ýmis fríðindi. Kort sem keypt eru hjá Sport- húsinu, Baðhúsinu og Þrekhúsinu gilda á alla þrjá staðina. Árskort kostar 29.900 kr. staðgreitt eða 2.990 kr. á mánuði í 12 mánuði með greiðslukorti. Ef greitt er með greiðslukorti kemst fólk í áskrift- arklúbb sem gefur 15% afslátt af ýmsum vörum og þjónustu ásamt ýmsum tilboðum. Einnig er tilboð þar sem þriggja mánaða kost er keypt á 16.400 kr. og fylgir þá fjórði mánuðurinn með. Kortin gilda einn- ig í Vaxtarræktina á Akureyri með skiptisamningum. Hjá Hreyfingu er í gangi tilboð fyrir skólafólk, 10 mánaða kort sem greitt er mánaðarlega 2.490 kr, eða 24.900 kr. samtals. Annars gildir al- mennt verð og er þá mánaðarkort á 7.920 kr., þriggja mánaða kort á 18.460 kr. og árskort á 48.780 kr. Forsvarsmenn stöðvarinnar sögðu að flestir viðskiptavinir stöðv- arinnar keyptu kort á mán- aðarlegum greiðslum með ákveðnum binditíma, og eru þá kortin ódýrari því lengri tíma sem fólk bindur sig. Ef valinn er 12 mán- aða binditími kostar mánuðurinn 4.469 kr, og þannig tímabilið allt 53.628 kr. Ef binditíminn er hafður 36 mánuðir eru greiddar 3.350 kr. á mánuði, eða 40.200 kr á ári í þrjú ár. Tilboð er í gangi á þriggja mán- aða kortum í stöðvum World Class Fellsmúla og Spöng út september, 9.900 kr. Jafnframt er tilboð á árs- kortum í World Class Austurstræti og kostar kortið 49.900 kr., en fullt verð er 74.990 kr. Jafnframt segir eigandi að kort sem gildi lengur komi til með að gilda í nýrri stöð í Laugardalnum frá og með 3. janúar 2004 og gefa aðgang að sundlaug- inni líka. Í Veggsport er boðið upp á níu mánaða kort fyrir skólafólk í skvass, spinning, þolfimi og tækja- sal á 25.500 kr. Einnig er tilboð fyrir fjölskyldur, árskort fyrir alla fjöl- skylduna, óháð fjölda fjölskyldu- meðlima, kostar 8.900 kr. á mánuði. Verð á þriggja mánaða korti í skvass, spinning, þolfimi og tækja- sal kostar 14.900 kr. í Veggsport. Árskort af sama tagi kostar 38.500 kr. Í Gym líkamsrækt er hægt að fá tilboð fyrir námsmenn, átta mánaða kort á 16.000 kr., innifalið er mæting í spinningtíma, afsláttur af tímum og hjá ýmsum verslunum og veit- ingastöðum. Ef hjón eða sambúð- araðilar kaupa bæði árskort fá þau kortin á 20.000 krónur hvort. Ekki er tilboð á öðrum kortum, en mán- aðarkort kostar 7.500 kr., þriggja mánaða kort kostar 10.500 kr., sex mánaða á 18.000 kr. og árskort kost- ar 29.900 kr. Tilboð eru í gangi á mán- aðarkortum, þriggja mánaða kort- um og árskortum hjá Betrunarhús- inu, og er verðið 3.490 fyrir mánuðinn, 9.900 fyrir þrjá mánuði og 29.900 fyrir árskort. Innifalið í kortunum er þátttaka í öllum opn- um tímum og afnot af tækjasal. Hjá Technosport er tilboð í gangi á þriggja mánaða kortum, sem kosta 15.900 kr. og fylgir nú fjórði mánuðurinn frítt með. Einnig er til- boð á árskorti á 29.900 kr., og gilda bæði tilboðin til 15. september. Hjá Ræktinni fengust þær upp- lýsingar að ekki verði um föst tilboð að ræða heldur reynt að halda verð- inu samkeppnishæfu og vera hugs- anlega með einhver dagstilboð. Þar kostar mánaðarkort 6.800 kr. Þrír mánuðir á 15.900 kr. Námsmenn geta svo keypt sex mánaða kort á 21.500 kr. og árskortið á 32.500 kr. Hjá Átaki heilsurækt á Akureyri er opnunartilboð enn í gangi, og verður til 5. september. Þá kostar þriggja mánaða kort 14.900 kr. og fylgir fjórði mánuðurinn frítt með. Sex mánaða kort með tveim fríum mánuðum 24.900 kr. og árskort með þremur aukamánuðum kostar 36.900 kr. Einnig eru tilboð fyrir skólafólk og eldri borgara, einn mánuður á 5.300 kr., þriggja mán- aða kort á 11.950 kr. og árskort á 29.900 kr. Í Vaxtarræktinni á Akureyri eru ekki sérstök tilboð í haust, fyrir ut- an 10% afslátt til skólafólks. Þar kostar mánuðurinn 5.300 kr., þrír mánuðir 11.900 kr., sex mánuðir 19.700 kr. og árskort kostar 31.900 kr. Kortin gilda einnig hjá Sport- húsinu, Baðhúsinu og Þrekhúsinu með skiptisamningum. Verðkönnun hjá líkamsræktarstöðv- um sýnir umtalsverðan mun á verði Morgunblaðið/Kristinn Nú fer að líða að því að líkamsræktarstöðvarnar fyllist á ný. Víða tilboð í líkamsræktar- stöðvar í haust BRESKIR vísindamenn telja sig hafakomist að því hvernig mikilvægt lyfgegn malaríu vinnur á sjúkdómnum. Uppgötvunin gæti orðið til þess að auðveldara yrði að sporna við sjúk- dómnum í framtíðinni, að því er segir á fréttavef BBC. Malaría verður um það bil einni milljón manns að bana á hverju ári, en bresku vísindamennirnir telja að ný meðferð geti dregið úr dauðsföllum. Lyfið sem um ræðir kallast artem- isinins og er unnið úr kínverskri jurt sem kallast quingao eða malurt. Jurtin hefur lengi verið nýtt gegn malaríu í Kína en undanfarin ár hefur kraftur jurtarinnar verið nýttur í mikilvæga tegund malaríulyfja en sníkjudýrin þ.e. moskítoflugurnar sem valda oft sjúkdómnum hafa þró- að með sér mótstöðu gegn mörgum öðrum lyfjum. „Þetta lyf er því nánast síðasta hálmstráið,“ segir formælandi rann- sóknarinnar, dr. Sanjeev Krishna frá St. George sjúkrahúsinu í London. Undir forystu Dr. Krishna hafa vís- indamennirnir komist að því að lyfið vinnur þannig að það ræðst á mik- ilvægan hluta í frumum sníkjudýrs- ins, þann sem sér um að dæla kalsíum um frumurnar. Þessi uppgötun mun verða til þess að unnt verður að þróa nýtt lyf sem vinnur á svipaðan máta, er haft eftir dr. Krishna á BBC og einnig á þessi kunnátta eftir að verða til þess að auðveldara verður að fylgjast með því hvort moskítoflugur séu að þróa með sér viðnám gegn umræddu lyfi. Spornað við malaríu AP Uppgötvun breskra vísindamanna gæti orðið til þess að auðveldara verður að sporna við malaríu í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.