Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 46
KIRKJUSTARF/MESSUR 46 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fríkirkja og Þjóð- kirkja í hafnfirsku samstarfi ELSTA og yngsta kirkja Hafn- arfjarðar tóku höndum saman um fermingarundirbúning í Áslands- hverfi og á Völlum, nýjustu hverf- um Hafnarfjarðar. Hugmyndin fæddist á sameig- inlegum fundum hafnfirskra presta sl. vetur. Fríkirkjubörnin eru um þriðjungur fermingarbarna í Ás- landshverfinu og þar sem svo stór hluti árgangs er saman í bekk, tóku kirkjurnar þá ákvörðun að skipta honum ekki upp eftir kirkjudeild- um. Samstarfið nær til sameiginlegra þemaguðsþjónusta og uppfræðslu. Fyrsta sameiginlega guðsþjón- usta þessara tveggja kirkna er nk. sunnudag, 24. ágúst 2003 í sam- komusal Hauka á Ásvöllum kl. 17:00. Þar verður samtalsguðsþjónusta leidd af sr. Carlos Ferrer, sr. Einari Eyjólfssyni og sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur. Fermingarbörn og djákni í Hallgrímskirkju HÁTÍÐ verður í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudaginn 24. ágúst. Tilefnið er tvöfalt. Ferming- arfræðsla er hafin og í guðsþjón- ustu kl. 11 árdegis verða ferming- arbörn næsta vors kynnt söfnuðinum. Foreldrar og aðstand- endur fermingarbarnanna eru hvattir til messuþátttöku. Þá verður Magnea Sverrisdóttir boðin velkomin til starfa sem djákni Hallgrímssafnaðar. Magnea hefur starfað sem fræðslufulltrúi hjá söfnuðinum en hefur nú verið ráðin djákni. Eftir guðsþjónustu verður messukaffi og eru allir velkomnir. Prestarnir. Skráning í safnaðar- ferð Árbæjar- og Grafarholtssóknar ÁRLEG safnaðarferð Árbæjar- og Grafarholtssóknar verður farin sunnudaginn 31. ágúst. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 10 ár- degis og haldið sem leið liggur til hins merka kirkjustaðar Hruna í Hrunamannahreppi. Þar tekur sóknarpresturinn sr. Eiríkur Jó- hannsson á móti hópnum. Í kirkjunni verður helgistund og stutt ágrip af sögu staðarins í umsjá sr. Eiríks. Hádegisnesti verður snætt að stundinni í kirkjunni lok- inni. Frá Hruna verður haldið um Brúarhlöð að Gullfossi og Geysi. Á heimleiðinni verður stoppað við Vígðulaug á Laugarvatni og Í Eden í Hveragerði. Frá Hruna að Laug- arvatni sér Óskar H. Ólafsson leið- sögumaður um leiðsögn. Þátttakendur taki með sér nesti til dagsins en stefnt er að heim- komu eigi síðar en kl. 17. Skráning fer fram í Árbæj- arkirkju alla næstu viku milli kl. 10 og 12. Allir hjartanlega velkomnir. Fermingarbörn í Neskirkju FERMINGARBÖRN í Neskirkju, sem hafa verið á námskeið í kirkj- unni alla vikuna og fræðst um kristna trú, eru boðuð til messu á morgun, sunnudag kl. 11, ásamt foreldrum sínum, og fá þau þá að ganga til altaris í fyrsta sinn. Með námskeiðinu er lokið fyrri hluta fræðslunnar. Í vetur mæta þau síðan í messur og á æskulýðsfundi, vinna verkefni eftir hverja messu, taka þátt í söfn- unarátaki fyrir Hjálparstarf kirkj- unnar og loks eru æfingar í vor þar sem þau eru prófuð í kunnáttu á vissum sviðum. Sumarnámskeiðið er nú haldið fjórða árið í röð og hefur þetta fyr- irkomulag mælst vel fyrir. Að auki er í boði vetrarnámskeið handa börnum sem ekki gátu af ein- hverjum ástæðum verið með á sum- arnámskeiðinu. Kennt verður einu sinni í viku og hefst kennslan í fyrstu viku september. Væntanleg fermingarbörn sem ekki hafa enn skráð sig á námskeið eru beðin um að gera það hið fyrsta í síma 511 1560, með tölvupósti á neskirkja- @neskirkja.is eða á skrifstofunni í kjallara kirkjunnar við Hagatorg. Tímamót hjá Hjálpræðishernum NÚ eru tímamót í sögu Hjálpræð- ishersins á Íslandi. Nýir lands- leiðtogar taka við störfum þessa helgi, þau hjónin Anne Marie og Harold Reinholdtsen, majórar. Þau eru mörgum vel kunn hér á Íslandi, þau hafa starfað í mörg ár bæði á Akureyri og í Reykjavík. Umdæmisleiðtogar Noregs, Fær- eyja og Íslands, Kommandörarnir Berit og B. Donald Ödegaard, koma til að setja þau inn í stöðuna á Ak- ureyri á laugardagskvöld og í Reykjavík á sunnudagskvöld. Ísland og Færeyjar hafa áður verið ein deild undir sömu stjórn, en nú verður Ísland sér umdæmi og mun Majór Anne Marie axla aðal- ábyrgð á starfinu. Fríkirkjan í Hafnarfirði. ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjun- um. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Sönghópur úr Dómkórnum syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl 11:00. Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ing- unnar Guðmundsdóttur. Kirkjukór Grensás- kirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafs- son. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Hópur úr Mót- ettukór syngur. Organisti Hörður Áskels- son. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organ- isti Douglas A. Brotchie. Væntanlega ferm- ingarbörn mæti. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Hring- braut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Sigfinn- ur Þorleifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Organisti Jón Stef- ánsson. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20:00. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Stúlkur, sem fermdust sl. vor annast barnagæslu meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Messukaffi. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Arna Grétarsdótitr. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 20:30. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta klukkan 11:00. Barn borið til skírnar. Fermingarbörn sem hafa verið í fermingarskóla Fríkirkjunnar síðastliðna viku aðstoða í guðsþjónustunni. Allar nán- ari upplýsingar um fermingarstarfið er hægt að nálgast á heimasíðu kirkjunnar www.fri- kirkjan.is. Allir velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Sigrún Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju leiðir söng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Molasopi í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Org- anisti Jón Bjarnason. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld- messa Digranes- og Lindasókna kl. 20:30. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Ömmurn- ar leiða söng. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Organisti: Lenka Mátéová. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Guð- laugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðar- söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 18. (sjá nánar á hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Karl V. Matthíassson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópa- vogskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA: Sameiginleg kvöldmessa Digranes- og Lindasókna í Digraneskirkju kl. 20:30. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Ömmurnar leiða söng. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Jón Bjarnason. Kór Seljakirkju leiðir söng. Alt- arisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Almenn sam- koma kl. 20 á Bíldshöfða 10. Ræðumaður: Ingimundur Olgeirsson. Lofgjörð og fyrir- bænir. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Bibl- íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Í dag, laugardag, kl. 14: Útisamkoma á Lækjartorgi. Sunnudag- ur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 nýir yf- irmenn starfsins á Íslandi, majórarnir Anne Marie og Haröld Reinholdtsen, verða settir inn í starfið. Kommandörarnir Berit og B. Donald Ödegaard, taka þátt. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 24. ágúst er samkoma kl. 20.00. Sigrún Einarsdóttir talar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Húsið er opn- að kl. 20:00. Seldar verða kaffiveitingar á góðu verði. Samkoman hefst kl. 20:30. Er lífið dans á rósum? Þórunn Elídóttir kenn- ari. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Laugardagur 23. ágúst: Bænastund kl. 20:00. Opinn AA-fundur í kjallara kl. 20:15. Sunnudagur 24. ágúst: Almenn samkoma kl. 20:00. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Mikil lofgjörð og fyr- irbæn. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Sunnudaginn 24. ágúst: Biskupsmessa kl. 10.30. Keith ÓBrien, erkibiskup í Edinborg, Skotlandi, er í heimsókn og messar ásamt biskupi okk- ar. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00 Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnud: Messa kl. 11. Flateyri: Laugard: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnud: Kl. 16.00. Suðureyri: Sunnud: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur, leikinn verður einleikur á selló. Org- anisti er Jóhanna Wlaszczyk og prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Molakaffi í safnaðar- heimilinu eftir messu. Kl. 12:30 Guðsþjón- usta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju syng- ur, prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Viðtalstími presta kirkjunnar er þriðjudaga til föstudaga kl. 11:00–12:00. Sími vakt- hafandi prests er 488-1508. Þess má geta að styttast fer í upphaf barnastarfs kirkj- unnar. Það hefst 7. september með fjöl- skylduguðsþjónustu. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöng- urkl.10:30. Organisti. Antonía Hevesi. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöldmessa kl. 20. Hugleiðingarefni kvöldsins er: Hvar er ríki Guðs og réttlæti að finna? Örn Arnarson ásamt hljómsveit og kór kirkjunnar leiðir söng. Að lokinni messu er kaffi í safnaðar- heimilinu. Einar Eyjólfsson, Sigríður Kristín Helgadóttir. ÁSTJARNARSÓKN í Hafnarfirði: Samtals- guðsþjónusta í Samkomusal Hauka á Ás- völlum, sunnudagurinn 24. ágúst 2003 kl. 17:00. Sr. Carlos Ferrer, sóknarprestur, sr. Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur og sr. Sig- ríður Kristín Helgadóttir, prestur hjá Fríkirkj- unni leiða helgihaldið og samtalið. Léttar veitingar og spjall eftir guðsþjónustu. Ferm- ingarbörn Áslandshverfis eru beðin að koma kl. 16:00 ásamt foreldrum sínum vegna skráningar í fermingarundirbúning vetrarins og taka þátt í helgihaldinu. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fermd verður Elísa Jóhanna Gísladóttir, Bæjargili 3, Garðabæ. Kirkjukórinn leiðir safnaðar- söng, en organisti er Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Guðsþjónustur verða framvegis kl. 11.00 í Vídalínskirkju. Allir velkomnir. Prestarnir. NJARÐVÍKURKIRKJA: (Innri-Njarðvík). Guðsþjónusta sunnudaginn 24. ágúst kl. 20. Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Meðhjálpari Kristjana Gísladóttir. Baldur Rafn Sigurðsson. HNÍFSDALSKAPELLA: Messa kl. 11. Kvennakórinn syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sóknarprestur. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Kvöldmessa verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudagskvöldið 24. ágúst kl. 20:30. Messukaffi á prestssetrinu á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Mætum öll og njót- um samveru í kirkjunni á sumarkvöldi. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20.30. Gunn- laugur Garðarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Laugar- daginn 23. ágúst kl. 20.30 bjóðum við vel- komna nýja leiðtoga okkar á Íslandi, major Önnu Maríu og Harold Reikholdtsen. Þau hafa starfað hér á landi áður og eru því mörgum vel kunn. Einnig verða hér yfir- menn Hjálpræðishersins í Noregi, Íslandi og Færeyjum, komandör Berit og Donald Ödegaard. Veitingar. Allir velkomnir. Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bænasamvera. Kl. 20 al- menn samkoma. Allir velkomnir. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Lundarbrekku- kirkja. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20.30. Prestur sr. Pétur Þórarinsson. Í messunni verður sérstök stund fyrir börnin. EGILSSTAÐAKIRKJA: 23. ágúst (laugard.): Kirkjustund í bæjarhátíðartjaldi um kl. 15 í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og Mar- grétar Scheving. 24. ágúst sunnudag: Helgistund í Egilsstaðakirkju kl. 20:30. Þor- valdur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um tónlistina. 25. ágúst (mánud.): Kyrrð- arstund kl. 18. Sóknarprestur. MÚLAPRÓFASTSDÆMI: Sleðbrjótskirkja: Messa kl. 11. Kirkjubæjarkirkja: Messa kl. 16. Prófastur Múlaprófastsdæmis sr. Sigfús J. Árnason vísiterar söfnuðina. Organisti Muff Worden. Kaffisala kvenfélagsins í Tungubúð. Allir velkomnir. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11 sunnudag- inn 24. ágúst. Prófastur síra Úlfar Guð- mundsson á Eyrarbakka messar í sumar- leyfi sóknarprests. Léttur hádegisverður framreiddur í safnaðarheimilinu eftir emb- ætti. Morguntíð er sungin í kirkjunni alla morgna kl. 10 frá þriðjudegi til föstudags. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. Kaffi- drykkja á eftir. Foreldramorgnar eru í safn- aðarheimilinu á hverjum miðvikudegi kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður á sunnudag kl. 11.00. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa nk. sunnudag kl. 14:00. Organisti Guðmundur Vilhjálms- son. Almennur safnaðarsöngur. Ganga undir leiðsögn um þinghelgi eftir messu. Kristinn Ág. Friðfinnsson. Morgunblaðið/Ómar Súðavíkurkirkja Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem (Lúk 19.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.