Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 53
GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley, segir
í viðtali á heimasíðu félagsins að hann vilji styrkja liðið
með nýjum leikmanni. „Vonandi get ég bráðlega styrkt
liðið en til þess að það geti gerst verður einhver leik-
maður að yfirgefa Barnsley. Það eru nokkrir leikmenn
sem ég þarf að ræða við í næstu viku um framtíð þeirra
hjá félaginu. Ég veit að nokkrir þeirra eru óánægðir
með að hafa ekki verið í leikmannahópnum í þeim leikj-
um sem búnir eru. Það kemur svo síðar í ljós hvort ein-
hverjir af þeim yfirgefi liðið. Ég er að vona að við get-
um fundið nýtt félag fyrir Kevin Donovan, miðjumann
Barnsley, en ef hann fer frá liðinu opnast möguleiki
fyrir mig að fá nýjan leikmann. Kevin er búinn að vera
að æfa á fullu og er að komast í gott form en það besta í
stöðunni fyrir Kevin og Barnsley er að hann yfirgefi fé-
lagið. Þeir leikmenn sem ég hef áhuga á að fá til liðsins
myndu ekki vera með jafnhá laun og Kevin og það er
líka jákvætt fyrir félagið,“ sagði Guðjón.
Guðjón vill fá nýjan
leikmann í lið sitt
NORSKA blaðið Verdens Gang greinir frá því í gær að
þrír leikmanna norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström
hafi neitað að taka á sig launalækkun hjá félaginu og er
Davíð Þór Viðarsson, leikmaður U-21 árs landsliðsins
og fyrrverandi leikmaður FH, einn þessara leikmanna.
Lilleström á í miklum fjáhagserfiðleikum og hafa
stjórnendur félagsins biðlað til leikmanna um að taka á
sig 11% launalækkun út árið en með því myndi sparast
1 milljón norskra króna. Peter Werni, talsmaður leik-
manna Lilleström, er óhress með að þeir Davíð Þór,
Petter Belsvik og Kasey Wehrman, vilji ekki fylgja for-
dæmi annarra leikmenna liðsins og samþykkja launa-
lækkun en ekki sé hægt að þvinga menn til þess.
„Ég hef einfaldlega ekki efni á að lækka í launum. Ég
hef fjárfest í bíl og húsnæði og það er dýrt að lifa,“ seg-
ir Davíð Þór við Verdens Gang en Davíð, sem er 19 ára
gamall, er meðal þeirra sem lægstu laun hafa hjá Lille-
ström.
Davíð Þór vill ekki
lækka í launum
MÓTANEFND KSÍ hefur orðið
við beiðni ÍA um að færa leik liðsins
við KA í undanúrslitum bikarkeppn-
innar. Leikurinn átti upphaflega að
fara fram á Laugardalsvellinum 9.
september en þar sem Julian Johns-
son hefur verið valinn í færeyska
landsliðið sem leikur við Litháen 10.
september hefur leikur ÍA og KA
verið settur á þann 17. september.
KA-menn unnu sinn riðil á æfinga-
móti í handknattleik sem þeir taka
þátt í í Þýskalandi um þessar mund-
ir. KA sigraði Kadetten Schaffhau-
sen, 18:13, þar sem Arnór Atlason
var markahæstur KA-manna með 6
mörk, Bjartur Máni Sigurðsson
skoraði 4 og Einar Logi Friðjónsson
3. Þá höfðu KA-menn betur á móti
Frisenheim, 13:9, en leikirnir á
mótinu er 2x15 mínútur. Andrius
Stelmokas skoraði 5 mörk, Arnór 4
og Bjartur Máni 3 og Einar Logi 1.
Með Friesenheim leikur Halldór Jó-
hann Sigfússon, fyrrverandi fyrir-
liði, KA. Engum sögum fer að því
hvort honum tókst að skora í leikn-
um gegn sínum gömlu samherjum.
HERMANN Hreiðarsson verður í
byrjunarliði Charlton í dag þegar
liðið sækir nýliða Wolves heim í
ensku úrvalsdeildinni. Charlton
steinlá fyrir Manchester City, 3:0, á
heimavelli í fyrstu umferðinni. Ívar
Ingimarsson er í 20 manna hópi Úlf-
anna en verður líklega ekki í leik-
mannahópnum. Líkt og Charlton
fékk Wolves skell í fyrstu umferðinni
en Úlfarnir töpuðu fyrir Blackburn,
5:1.
EIÐUR Smári Guðjohnsen verður
væntanlega í liði Chelsea sem tekur
á móti nýliðum Leicester á Stamford
Bridge. Rúmeninn Adrian Mutu
gæti fengið tækifæri á að spreyta sig
í stað Jimmy Floyd Hasselbaink í
fremstu víglínu en Hasselbaink kom
inná fyrir Eið í leiknum við Liver-
pool og skoraði þá sigurmarkið.
HEIÐAR Helguson verður á miðj-
unni hjá Watford í dag þegar liðið
tekur á móti WBA í 1. deildinni. Lár-
us Orri Sigurðsson verður hins veg-
ar fjarri góðu gamni í liði WBA
vegna meiðsla í brjóstvöðva sem
hann hefur ekki jafnað sig að fullu af
ennþá.
SVEN Göran Eriksson landsliðs-
þjálfara Englendinga verður boðinn
nýr samningur við enska knatt-
spyrnusambandið takist Englend-
ingum að vinna sér keppnisréttinn í
úrslitakeppni EM á næsta ári. Er-
iksson hefur oft verið nefndur til
sögunnar sem næsti knattspyrnu-
stjóri Chelsea en Eriksson lét hafa
eftir sér í gær að fregnir um að hann
væri á leið til Chelsea væru algjör-
lega úr lausu lofti gripnar.
ERIKSSON er sagður fá í sinn hlut
3 milljónir punda skrifi hann undir
nýjan samning við enska knatt-
spyrnusambandið sem mundi gildi
fram yfir HM 2006.
FÓLK
Ég á ekki góðar minningar fráHM utanhúss. Ég hef þurft að
hætta vegna meiðsla á öllum mót-
unum svo fyrir mig
yrði það hreinlega
sigur að ná að ljúka
keppni í París,“
sagði Jón Arnar
Magnússon í samtali við Morgun-
blaðið. Jóni hefur hins vegar tekist
vel upp á Evrópumeistaramótum og
HM innanhúss og skemmst er að
minnast frábærs árangurs hans í
Birmingham í vetur þegar hann
varð fjórði á HM og missti naum-
lega af bronsverðlaunum.
„Fyrsta markmiðið er að komast
í gegnum þrautina og ef það tekst
get ég alveg séð fyrir mér að ég
verði í hópi átta efstu manna. Ef
hins vegar allt gengur að óskum og
ég næ mér sérlega vel á strik er
aldrei að vita nema að ég verði í
baráttunni um verðlaunasæti. Ég er
í góðu standi og engin meiðsli eru
að angra mig ólíkt því sem ég hef
átt að kynnast á fyrri heimsmeist-
aramótum utanhúss. Ég hef á þess-
um fyrri mótum dregið á eftir mér
meiðsli frá því fyrr um sumarið en
sem betur fer er ekkert slíkt í
gangi núna.
Jón Arnar segir að hann geti
bætt sig í flestum greinum en
greinarnar sem hann þurfti kannski
helst að bæta sig í séu stangar-
stökkið, kringlukastið og grinda-
hlaupið.
„Grindahlaupið hefur ekki komið
eins og ég vildi en ég hef ekki alveg
náð að slípa það til. Sama gildir um
hinar tvær greinarnar. Ég á að
geta gert betur en þetta er bara
spurning að detta á þetta og fá með
sér í lið smáheppni. Hún hefur ekki
fylgt mér hingað til, ég á inni hjá
lukkudísunum“
Jón Arnar segir litlar breytingar
vera á keppendum og hann komi til
með að hitta sömu andstæðinga og
hann hefur verið að glíma við mörg
undanfarin ár.
„Ég veit að vísu ekki um Lev
Lobodin. Hann meiddist í Götziz
fyrr í sumar og ég hef lítið heyrt af
honum. Ég reikna ekki með öðru en
að slagurinn um gullið standi á milli
Romans Sebrle og Tom Pappas.
Þeir berjast um sigurinn svo lengi
sem ekkert kemur fyrir hjá þeim.
Ég ætla hins vegar að láta þá hafa
fyrir hlutunum og það er alveg á
hreinu að þeir fá ekkert gefins hjá
mér.“
Sigur að
ná að ljúka
keppni
ÞAÐ má með sanni segja að Jón Arnar Magnússon þurfi að kveða
niður draug sem fylgt hefur honum á öllum fjórum heimsmeist-
aramótunum í frjálsum íþróttum utanhúss sem hann hefur tekið
þátt í. Jóni hefur nefnilega ekki tekist að ljúka keppni á neinu af
þessum fjórum mótum en með þátttöku sinni í París jafnar hann
met Vésteins Hafsteinssonar, kringglukastara, sem keppti á fimm
heimsmeistaramótum á keppnisferli sínum.
Tekst Jóni Arnari Magnússyni að ljúka
keppni á HM utanhúss í fyrsta sinn?
Eftir
Guðmund
Hilmarsson
Hefði viljað hafa fleiri
keppendur frá Íslandi
„ÞETTA er svolítið þunnskipað
hjá okkur að þessu sinni. Aðeins
tveir keppendur, Jón Arnar og
Þórey Edda en því miður tókst
ekki fleirum að ná lágmarkinu.
Ég hefði kosið að vera með
fjóra til fimm keppendur en lág-
mörkin voru hins vegar mjög
stíf. Vala Flosadóttir og Magnús
vert stífara en það hefur verið
og B-lágmarkið er kannski að
nálgast það sem A-lágmarkið
var fyrir tveimur keppnum síð-
an. Samkeppnin er orðin meiri
og jafnari í öllum greinum og
það er verið að sporna við því
að það séu of margir kepp-
endur.“
Aron Hallgrímsson náðu ekki
settu lágmarki og Einar Karl
Hjartarson hefur verið meidd-
ur,“ segir Guðmundur Karlsson
landsliðsþjálfari í frjálsum
íþróttum en heimsmeist-
aramótið í frjálsum íþróttum
hófst í París í morgun.
„A-lágmarkið núna er tölu-
Guðmundur segir að Jón Arnarsé þrautreyndur í svona stór-
mótum. „Raunhæft markmið hjá
honum er að vera á bilinu fjórði til
sjötti. Það er mjög eðlilegt að stefna
á þennan árangur á heimsmeistara-
móti þar sem allir bestu tugþraut-
armenn eru saman komnir. “
Guðmundur segir að Jón Arnar
þurfi fyrst og fremst að ná jafnri og
góðri þraut. „Jón hefur undanfarið
verið frekar brokkgengur í kringlu-
kastinu og í stangarstökkinu. Hann
hefur til að mynda verið að kasta
rúman 41 metra í kringlunni sem er
allt of stutt hjá honum. Jón á að
kasta henni 44 metra minnst. Þá hef-
ur hann verið að stökkva í stönginni
4,90 m en mér finnst lágmark að
hann fari yfir fimm metrana. Svo
þarf hann auðvitað að ná sínum topp-
árangri í sínum bestu greinum sem
eru langstökkið og kúluvarpið enda
ekki síður mikilvægt að standa sig
vel í þeim greinum sem hann er góð-
ur í. Jón Arnar á að mínu mati inni í
110 metra grindahlaupinu og ég hef
verið að bíða eftir því að hann nái því
besta út úr þeirri grein enda hefur
hann æft þá grein mjög vel á síðustu
mánuðum. En eins og ég segi þá er
aðaltriðið að ná jafnri og góðri þraut
og koma sér ekki í þá stöðu að gera
tvö ógild og setja þar með pressu á
sig og þurfa að taka öryggisstökk
eða kast.“
Jón Arnar
kemur vel
hvíldur til
Parísar
„JÓN Arnar Magnússon kemur út á sunnudaginn og förum við yfir
lokaáherslurnar. Hann er búinn að æfa mjög markvisst og kemur
vel hvíldur til leiks. Það var mikið álag á honum í kringum Meist-
aramótið og bikarkeppnina heima en hann hefur fengið góðan tíma
til að hvíla sig eftir þá törn. Það eru engin meiðsli að plaga hann og
hann er bara í toppstandi,“ segir Guðmundur Karlsson, landsliðs-
þjálfari í frjálsíþróttum, um Jón Arnar Magnússon sem er að taka
þátt í sínu fimmta heimsmeistaramótinu utanhúss.