Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 AÐEINS átta nýnemar eru skráðir til náms í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands í vetur en deildin hefur 20 pláss. Að sögn Jónínu Waag- fjörð, skorarformanns sjúkraþjálfunarskorar læknadeildar, er þetta mikið áhyggjuefni. Í júní voru inntökupróf fyrir nemendur sem hugðu á nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Aðeins einn þeirra sem völdu sjúkraþjálfun sem fyrsta val náði lágmarkseinkunn á próf- inu. Hin sjö sem skráð eru í sjúkraþjálfun voru með læknisfræði sem fyrsta val. „Við erum náttúrlega svekkt að vera ekki með fleiri nemendur. Við munum skoða þetta inntökupróf áður en það verður lagt fyrir aft- ur. Þó að nemendur hafi fallið á þessu prófi er ekki þar með sagt að þeir geti ekki orðið sjúkraþjálfarar,“ segir Jónína. Hún bendir á að lögð hafi verið beiðni fyrir háskólaráð þar sem farið er fram á undanþágu frá lágmarkseinkunn. „Ákvörðun hefur verið frestað til 4. september sem er mjög slæmt því við erum með fullt af nemendum sem eru að bíða og skólinn byrjar á mánudaginn.“ Aðeins átta nýnemar í sjúkraþjálfun FYRIR stuttu bar nóbels- skáldið Seamus Heaney lof á rapparann Eminem, sem hefur verið mjög um- deildur fyrir texta sína. Í viðtali við BBC lofaði Heaney Eminem fyrir að hafa „gert heila kynslóð spennta, ekki bara með ágengum textum heldur með orkunni sem felst í þeim“. Í Lesbók Morgunblaðsins er að finna úttekt Árna Matthíassonar á rapptextum í gegnum tíðina, en að hans mati hefur vaxtarbroddur í íslenskri ljóðlist verið í íslensku rappi. Seamus Heaney ber lof á Eminem  Lesbók/8 STÆRSTUR hluti launafólks á Bíldudal við Arnarfjörð býr við óstöðugt atvinnuástand. Rækjuvinnslan Rækjuver er lokuð og fisk- vinnslufyrirtækið Þórður Jónsson ehf. er í greiðslustöðvun til 1. október nk. Fyrirtækin tvö eru fjölmennustu vinnustaðirnir á Bíldudal en þar búa rúmlega 230 manns. Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vestur- byggðar, telur að gefa verði þessum fyrirtækj- um færi á að vinna úr sínum málum og of snemmt sé að fara út í vangaveltur um hvað gera eigi í framhaldinu. „Ég held að menn reyni hvað þeir geta til að halda útgerð og fiskvinnslu áfram þótt á móti blási,“ segir hann og bætir við verði hjá starfsfólki fyrirtækisins í vetur. Hann bindur vonir við að hægt verði að „laga rekst- urinn“ og segir m.a. að fjárfestar muni koma að því með fyrirtækinu. Á þessu stigi sé hins vegar ekki tímabært að gefa upp hverjir það séu. Forsvarsmenn Rækjuvers hafa fullan hug á því að halda vinnslu áfram í vetur ef rekstr- arskilyrði leyfa. Óttar Yngvason, framkvæmda- stjóri Rækjuvers, segir þó erfitt að spá til um hvenær rekstur geti hafist. Það sé undir mörgu komið, en verð á rækju hafi verið í botni und- anfarið. að ástandið nú sé ekkert nýtt. Atvinnulíf hafi verið óstöðugt áður á Bíldudal. Kalkþörungavinnsla gæti orðið viðbót Bæjarstjórinn leggur þó áherslu á að unnið sé að úttekt á stöðunni á Bíldudal; útliti og horfum, og telur ýmsa möguleika fyrir hendi. Til að mynda gæti fyrirhuguð kalkþörungavinnsla orðið viðbót við það atvinnulíf sem fyrir er. Jón Þórðarson, framkvæmdastjóri Þórðar Jónsson- ar ehf., segir að fyrirtækið hafi lent í erfiðleikum í rekstri árið 2002 og í byrjun árs 2003, en nú sé reynt að vinna úr þeim erfiðleikum. Það gangi sæmilega. Hann sér ekki annað en að full vinna Atvinnuleysi eykst á Bíldudal  Óvissa/10 ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff verða meðal áhorfenda á leik Chelsea og Leic- ester í Lundúnum í dag en Rom- an Abramovich, eigandi Chelsea og ríkisstjóri í Chukotka, bauð forsetahjónunum að koma með sér á leikinn sem lið í heimsókn hjónanna til Chukotka, sem stað- ið hefur yfir undanfarna daga. Hópurinn flaug til London í gær í Boeing 737-einkaþotu Abramovich. Mun Ólafur Ragnar meðal annars hafa í hyggju að hitta Eið Smára Guðjohnsen, leikmann Chelsea, að leik lokn- um. Þá mun Abramovich sýna Ólafi Ragnari leikvanginn og kynna hann fyrir leikmönnum Chelsea. Forsetahjónin og fylgdarlið fljúga heimleiðis til Íslands á morgun. Ljósmynd/Örnólfur Thorsson Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH, ásamt Roman Abramovich, eiganda Chelsea og ríkisstjóra í Chukotka, og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í heimsókn þess síðastnefnda til Rússlands. Forseta- hjónunum boðið á leik Chelsea KÓNGASVARMAR hafa sést víða um land nú í ágústmánuði, en það er sérstök tegund fiðrilda sem lifir aðallega í S-Evrópu og Afríku og kemur sjaldan hingað til lands. Að sögn Þorleifs Eiríkssonar, dýra- fræðings og forstöðumanns Nátt- úrustofu Vestfjarða, eru kónga- svarmar flökkufiðrildi. Þau hafa mikla flughæfileika og fljúga eins vel og fuglar. Hann segir að fiðrildi þessi séu á stærð við gulltoppa, minnstu fugla á Íslandi. Kóngasvarmar hafa m.a. fundist á Vestfjörðum og við Höfn í Horna- firði, þaðan sem myndirnar eru. „Ég veit til þess einnig að þau hafi sést í Neskaupstað, Sauð- árkróki, Blönduósi, Reykjanesi og í Reykjavík og sjálfsagt víðar. Það þýðir að það hefur komið hingað til lands gríðarlegur fjöldi,“ segir Þor- leifur. Hann segist ekki kunna skýr- ingu á því af hverju þessi fjöldi hef- ur borist hingað til lands, líklegast sé að fiðrildin hafi lent í sterkum vindum. Þegar árferði er gott, eins og verið hefur í Evrópu síðustu mánuði, fjölgar kóngasvarmi sér mikið og ferðast þá oft í stórum hópum. Kóngasvarmarnir eru með væng- haf upp á 11 sentimetra, vængir eru gráir með fíngerðu svörtu mynstri og afturbolurinn er með rauðbleik og svört belti. Kóngasvarmar eru næturdýr og því líklegast að sjá þau í ljósaskipt- unum á kvöldin. „Þetta eru mjög sérhæfð dýr. Þau eru mjög sérhæfð í fæðuvali og lifa aðallega á plöntu sem heitir ak- urklukka og er ekki til hér. Hér eru þau hrifin af skógartoppi.“ Í mat á Þingeyri á hverju kvöldi Hann bætir við að líf- fræðingur hjá Nátt- úrustofu hafi fylgst með nokkrum fiðrildum sem mæti á hverju kvöldi á slaginu ellefu í mat á Þingeyri, þar sem þau gæða sér á hunangi úr skógartoppum. „Skógartoppur er ilm- planta og lyktin kemur fyrst og fremst á nótt- unni. Kóngasvarmar eru sem sagt náttfiðrildi og fara á stjá á kvöldin. Þess vegna eru þau ekki skrautleg, heldur í þessum dröppuðu litum. Þau vinna mest á lykt og kynin til dæmis sækja hvort á annað af lykt,“ segir Þorleifur. Fjöldi flökkufiðrilda hef- ur borist hingað til lands Stærstu fiðrildin, kóngasvarmar, eru með 11 sentimetra vænghaf Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Fiðrildið kóngasvarmi, það stærsta á Íslandi, í höndum Björns Arnarsonar, safnvarðar og fuglaáhugamanns á Höfn í Hornafirði. GEIR Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Knattspyrnusambands Ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að áhuginn fyrir landsleik Íslands og Þjóðverja væri gríðarlegur. Hann væri það mikill að KSÍ gæti selt allt að 20.000 aðgöngu- miða á leikinn ef Laugardalsvöllur tæki það marga í sæti en hann tekur aðeins 7.034 manns í sæti. „Það hefur verið hringt linnulaust á skrifstofur KSÍ síðan það varð uppselt á leikinn. Fólk hefur verið að hringja og athuga hvort það sé ekki möguleiki að fá miða en því miður er það ekki hægt. Fólk tekur þessu misjafnlega illa en margir eru mjög fúlir og ég skil það mjög vel. Því miður er ekkert sem við getum gert í þessu og það er virkilega leið- inlegt að geta ekki hjálpað þeim fjöl- mörgu sem hafa ekki miða en vilja komast á völlinn. Það er eins og fólk hafi ekki áttað sig á því að miðasalan byrjaði á netinu fyrir töluverðu síðan en salan tók svo mikinn kipp eftir leikinn gegn Færeyjum. Ég vissi alltaf að það yrði uppselt á leikinn gegn Þjóðverjum en ég bjóst ekki við því að það myndi gerast svona snemma,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Geir telur að það verði að fara að stækka Laugardalsvöllinn til þess að hann geti staðið undir nafni sem þjóðarleikvangur Íslendinga. Stækka þarf þjóðarleikvanginn „Það hefur myndast mikil spenna í þjóðfélaginu fyrir leiknum gegn Þjóðverjum. Þetta hefur gerst vegna þess að Ísland er á toppnum í riðl- inum og það er sorglegt hve fáa miða við getum selt. Ég efast ekki um að við hefðum getað selt allt að 20.000 miða á leikinn ef við hefðum völl sem tæki það marga í sæti. KSÍ lendir allt of oft í því að hafa ekki nægilega mörg sæti fyrir fólk og þjóðarleik- vangurinn er einfaldlega of lítill. Það er ljóst að það þarf að bæta úr þessu og ég tel að það sé vilji til þess hjá yf- irvöldum. Ég held hins vegar að það þurfi meiri þrýsting á borgaryfirvöld og ríkið til að drífa þetta áfram. Laugardalsvöllurinn er okkar þjóð- arleikvangur og hann á að taka miklu fleiri í sæti svo það sé hægt að uppfylla kröfur Íslendinga um að sjá landsliðið sitt spila.“ Gríðarlegur áhugi á landsleiknum gegn Þjóðverjum í næsta mánuði „Gætum selt 20 þúsund miða“ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.