Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆTTA Á OFVEIÐI Á GÆS Veiðistjórnunarsvið Umhverf- isstofnunar hefur nú þegar gefið út ríflega 7.000 veiðikort og 25–30% fleiri hafa sótt um kort fyrir gæsa- veiðitímabilið í ár en venja er. Er tal- ið rjúpnaveiðibannið muni hafa í för með sér aukna aðsókn í gæs og að þetta mikla álag sem hefur verið á veiðistjórnunarsviði megi rekja til þess. Formaður Skotveiðifélags Ís- lands segir hættu á ofveiði á gæs og að félagið hafi varað við því er ákvörðun um rjúpnaveiðibann var tekin. Ótryggt ástand Stærstur hluti launafólks á Bíldu- dal við Arnarfjörð býr við óstöðugt atvinnuástand. Rækjuvinnslan Rækjuver er lokuð og fiskvinnslu- fyrirtækið Þórður Jónsson ehf. er í greiðslustöðvun. Fyrirtækin tvö eru fjölmennustu vinnustaðirnir á Bíldu- dal, en þar búa rúmlega 230 manns. Forsetinn á leik með Chelsea Ólafur Ragnar Grímsson og Dorr- it Moussaieff verða meðal áhorfenda á leik Chelsea og Leicester í Lund- únum í dag en Roman Abramovich, eigandi Chelsea og ríkisstjóri í Chukotka, bauð forsetahjónunum að koma með sér á leikinn sem lið í heimsókn hjónanna til Chukotka, sem staðið hefur yfir undanfarna daga. Sýður upp úr Óttast er að ástandið í Mið- Austurlöndum sé enn á ný að fara úr böndunum. Um 100.000 ævareiðir Palestínumenn fylgdu Hamas- leiðtoga til grafar í gær en Ísraelar drápu hann í hefndarskyni fyrir sjálfsmorðsárás í strætisvagni í Jerúsalem í vikunni. Ísraelar og Pal- estínumenn hóta grimmilegum hefndum á víxl. Starfsmenn viðriðnir tilræði? Talið er að þeir sem stóðu að sprengjutilræði við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad á þriðjudag hafi ef til vill notið að- stoðar íraskra öryggisvarða sem störfuðu í byggingunni. L a u g a r d a g u r 23. á g ú s t ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 12 Minningar 40/45 Erlent 14/15 Messur 46 Höfuðborgin 18 Myndasögur 48 Akureyri 20 Bréf 48 Suðurnes 20 Skák 49 Árborg 22 Staksteinar 50 Landið 22 Dagbók 50/51 Neytendur 26 Leikhús 56 Heilsa 26 Fólk 56/61 Listir 27/29 Bíó 59/61 Úr Vesturheimi 31 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * SVO virðist sem höfundi tölvuormsins So- Big.F@mm hafi ekki tekist að senda uppfærslu á orminum á sýktar tölvur í gær. Veiran var hönnuð til þess að sækja upplýsingar á tilteknar tölvur klukkan sjö í gærkvöldi en svo virðist sem engar upplýsingar hafi verið að fá. Íslenskar tölvur voru þó varðar gagnvart þessari uppfærslu því lokað var fyrir gagnastreymi til þessara tilteknu tölva í gegn- um Cantat 3-sæstrenginn. Alls er um að ræða tuttugu tölvur sem ormurinn var forritaður til að hafa samband við en veiru- sérfræðingar fundu svokallaðar IP-tölur þessara tölva í orminum. IP-tölur eru eins konar heimilis- fang nettengdra tölva á Netinu. Veiruvarnarsér- fræðingum tókst að loka fyrir átján af þessum tutt- ugu tölvum, en þær eru í Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Kóreu. Hættan ekki liðin hjá Þótt veiruhöfundi virðist ekki hafa tekist að koma nýju afbrigði ormsins út í gær er hættan ekki liðin hjá því veiran hefur fyrirskipun um að sækja gögn á þessum tuttugu tölvum á milli 19 og 22 á hverjum föstudegi og sunnudegi fram til 10. sept- ember. Friðrik Skúlason, hjá Friðriki Skúlasyni ehf., segir ekki ljóst hvort veiruhöfundinum hafi mistekist að framkvæma ætlunarverk sitt í gær eða hvort hann hafi einfaldlega ákveðið að bíða um hríð í þeirri von að veiruvarnarsérfræðingar og tölvueigendur yrðu værukærari gagnvart veirunni. Veiran hélt í gær áfram að valda miklum usla á póstþjónum fyrirtækja. Um hríð var töfin á póst- sendingum hjá Símanum Interneti um fimm klukkustundir en það ástand hafði lagast töluvert þegar leið á kvöldið og var orðið eðlilegt á ný. Og Vodafone stöðvaði yfir milljón skeyti Í fyrradag stöðvuðu póstsíur Og Vodafone yfir eina milljón sýktra tölvuskeyta sem þar af leiðandi trufluðu ekki notendur. Pétur Pétursson, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningarmála hjá félaginu, segir að svo virðist sem varnaraðgerðir hafi tekist vel í gær en enn sé mjög mikið af veirunni í dreif- ingu. Friðrik Súlason segir að svo virðist sem sýkt- ar tölvur á Íslandi séu nokkur hundruð og að út- breiðsla sýkingarinnar sé tiltölulega lítil. Hins vegar getur hver sýkt tölva gert nokkuð mikinn skaða sökum þess hve haganlega veiran er hönnuð; en hún nýtir sér alla þá bandvídd sem sýkt tölva hefur yfir að ráða til að senda út póst. Tölvur einstaklinga senda stærstan hluta sýkts pósts Nokkur fyrirtæki og opinberar stofnanir eru meðal þeirra aðila sem ábyrgir eru fyrir dreifingu veirunnar. Meirihluta veirusendinganna má þó rekja til einstaklinga sem opnað hafa viðhengi með tölvuveirunni. Þær tölvur sem tengdar eru með ADSL, eða öðrum háhraðatengingum, geta því sent óheyrilegt magn tölvuskeyta út án þess að eig- anda sýktu tölvunnar sé það ljóst. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það tölvukerfi Ol- íudreifingar hf. sem var mikilvirkasti dreifingar- aðili sýkts tölvupósts í gær en samkvæmt upplýs- ingum frá yfirmanni tæknisviðs fyrirtækisins er tölvukerfi þeirra í umsjá Samskipa hf. Þeir sem ekki hafa uppfært veiruvarnir geta nálgast endurgjaldslausa reynsluútgáfu af forrit- inu Lykla-Pétri á slóðinni www.frisk.is. Tölvunot- endum er einnig ráðlagt að opna ekki viðhengi sem berast með tölvupósti nema þeir viti að það sé óhætt. SoBig.F@mm heldur áfram að trufla tölvusamskipti Mikið álag en veiran ekki stökkbreytt Morgunblaðið/Árni Torfason ÞORBJÖRN Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segist mjög ánægður með fund sem fulltrúar samningsaðila vegna virkjanafram- kvæmda við Kárahnjúka áttu með fulltrúum opinberra eftirlitsstofnana á svæðinu. „Að mínu mati tókst þetta frábærlega vel. Við fengum mjög mál- efnalega yfirferð á málunum,“ segir Þorbjörn. Hann segir að eftirlits- stofnanir eigi erfitt með að fram- kvæma hlutverk sín þar sem þær hafi ekki fengið nægjanlegan stuðning til þess að undirbúa sig fyrir aukið álag vegna virkjanaframkvæmdanna. Þor- björn segir að sérstaklega hafi komið fram áhyggjur vegna brunavarna í vinnubúðum á virkjanasvæðinu. Þá sé aðstaða í mötuneyti alls ekki fullnægj- andi og lýstu fundarmenn áhyggjum yfir að ýmis mál varðandi lagnakerfi væru ekki nægjanlega vel búin fyrir veturinn. „Það sem við vorum fyrst og fremst að gera í dag var að hitta fulltrúa eft- irlitsstofnana sem eiga að sjá um eft- irlit á Kárahnjúkasvæðinu. Það er heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit, brunaeftirlit og byggingarfulltrúi ásamt sveitarstjórnarmönnum úr þeim byggðarlögum sem eiga land að framkvæmdasvæðinu. Tilgangurinn var sá að fara yfir það með stofnunun- um hvernig þær væru í stakk búnar að taka að sér það eftirlit sem þeim ber að hafa,“ segir Stefán. Hann segir að í kjölfar fundarins verði óskað eftir fundum með ráð- herrum til að fara yfir stöðu mála á virkjanasvæðinu. Hann segir að halda þurfi fundi með félagsmálaráðherra, umhverfisráðherra og dómsmálaráð- herra, en sýslumaðurinn á Seyðis- firði, sem hefur umdæmi á virkjana- svæðinu, sagðist á fundinum ekki hafa fjárhagsleg úrræði til að fram- fylgja skyldum sínum á svæðinu. Þorbjörn segir að stjórnvöld þurfi að gefa til kynna hvort þau séu tilbúin að leggja út í þann kostnað sem til falli vegna þessara miklu fram- kvæmda. Hann segir að ekki skorti vilja hjá eftirlitsaðilum á staðnum heldur sé vandinn sá að stofnanirnar hafi ekki burði til að sinna verkefnum sínum á svæðinu. Fulltrúar eftirlitsstofnana og hagsmunafélaga funduðu vegna framkvæmda Fengu ekki nægilegan stuðning til undirbúnings SÓLIN skein sem mest hún mátti víða um land í gær og var hiti víða nálægt 20 stigum. Þrátt fyrir að vel sé liðið á ágústmánuð mátti sjá íbúa höfuðborgarinnar spóka sig á stuttbuxum og baða sig í Nauthólsvíkinni sem á miðju sumri væri. Þar brugðu unglingarnir líka á leik og skelltu sér í „strandablak“, ekki seinna vænna þar sem skólinn byrjar af alvöru hjá flestum eftir helgi. Morgunblaðið/Arnaldur Sólríkt síðsumar BIFREIÐ hafnaði utan vegar viðBægisá í Hörgárbyggð við Þelamörk laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Þrír voru í bifreiðinni en þeir sluppu án teljandi meiðsla, að sögn lögreglu á Akureyri. Tildrög slyssins eru óljós. Lenti utan vegar ELDRA fólk, kona og maður, voru flutt á sjúkrahúsið á Blönduósi eftir harðan árekstur á Norðurlandsvegi við Vatnsdal um klukkan sjö í gær- kvöldi. Ekið var aftan á bifreið fólks- ins með þeim afleiðingum að öku- maður bifreiðarinnar fékk sár á höfuð. Ákveðið var að láta fólkið dvelja á sjúkrahúsi yfir nótt til ör- yggis. Bifreið þeirra hafnaði á hlið utan vegar en vegfarendur komu þeim til aðstoðar. Tveir karlmenn voru í aftari bifreiðinni, en þeir sluppu án meiðsla. Bifreiðirnar eru mikið skemmdar eftir áreksturinn. Slys við Vatnsdal ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.