Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 52

Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stærsti leikur sumarsins! Íslandsmótið 1. deild Víkingur-Þór Víkinni í dag kl. 16:00 Víkingar sjáumst í stúkunni ÚRVALSDEILDARLIÐ Breiða- bliks í körfuknattleik karla hefur gengið frá samningi við Banda- ríkjamanninn Kyrem Massey um að hann leiki með liðinu á komandi leiktíð. Massey er 24 ára gamall framvörður, 1,96 metrar á hæð sem leikið hefur með Kent State háskól- anum í Bandaríkjunum í fjögur ár en síðustu tvö árin hefur hann leik- ið með liðum í lægri deildunum inn- an Bandaríkjanna. Blikar binda mikla vonir við Massey en hann er sagður mikill íþróttamaður, með mikinn stökkkraft og bæði góður sóknar- og varnarmaður. Breiðablik semur við Massey  ÞÓREY Edda Elísdóttir þarf að fara yfir 4,40 metra í í undankeppn- inu í stangarstökkinu á heimsmeist- aramótinu í frjálsíþróttum til að komast í úrslit en þó verða alltaf tólf stökkvarar sem komast í úrslit ef færri en tólf keppendur stökkva yfir 4,40 metra.  27 keppendur eru skráðir til leiks í stangarstökkinu og er Þórey Edda með 15. besta árangur keppenda á þessu ári, 4,43 m. Besti árangur hennar í stangarstökki utanhúss er hins vegar 4,45 metrar sem hún náði á HM í Edmonton í Kanada fyrir tveimur árum. Þá stökk hún 4,48 metra á sýningu í Þýskalandi í vor. Níu af keppendunum sem skráðir eru til leiks hafa stokkið 4,60 m eða hærra á þessu ári.  TÉKKINN Jan Zelzny ákvað í gær að vera með á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum og þar með stefnir þessi frábæri spjótkast- ari að því að vinna sinn fjórða heims- meistaratitil. Zelezny, sem orðinn er 37 ára gamall, hefur átt við meiðsli að stríða en eftir sigur á gullmótinu í Zürich um síðustu helgi sá Zelezny að hann ætti erindi á HM.  JONATHAN Edwards heims- og ólympíumeistari í þrístökki ætlar að hætta eftir heimsmeistaramótið en þessi 37 ára gamli Breti ákvað á síð- ustu stundu að keppa á HM. Edw- ards hugðist æfa og keppa fram yfir ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári en í gær lét hann hafa eftir sér að nú væri rétti tíminn til að hætta. Edw- ards á heimsmetið 18,29 metra sett á HM í Gautaborg fyrir átta árum.  CHRIS Coleman, knattspyrnu- stjóri Fulham, hefur sagt sóknar- manninum Steve Marlet að félagið vilji ekki selja hann. „Ég vil ekki að Marlet fari frá okkur og ég hef sagt honum það. Ég veit að Marseille hef- ur áhuga á honum en Marlet verður áfram í herbúðum Fulham,“ sagði Coleman.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið sigraði Granollers, 30:22, á æfinga- móti í fyrrakvöld. Spænski landsliðs- maðurinn Talant Duishebaev var markahæstur í liði Ciudad með 5 mörk. FÓLK GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðs- þjálfari í frjálsíþróttum, er Þóreyju Eddu Elísdóttur og Jóni Arnari Magnússyni til trausts og halds á heimsmeistaramótinu en hann kom ásamt Þóreyju til Parísar á fimmtu- daginn en Jón Arnar, sem hefur keppni í tugþraut á þriðjudag, er væntanlegur til Parísar á morgun. „Markmiðið hvað Þóreyju Eddu varðar er að komast í úrslitin en það má búast við því að það verið mjög erfitt. Lágmarkið í úrslitin er mjög stíft og trúlega þarf Þórey að ná sínu besta til að komast þangað. Ef hún kemst í úrslitin er allt galopið og þá verður markmiðið sett á 5.–7. sæti. Ég teldi það raunhæft að stefna á en stóra mótið fyrir Þóreyju verður undankeppnin. Númer eitt er að komast í gegnum niðurskurðinn og við lítum á það sem fyrsta mark- mið. Það hafa heimsmethafar dottið út í undankeppninni og til að mynda komst Stacy Dragila ekki í úrslitin í Birmingham,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Guðmundur segir að Þórey Edda líti mjög vel út og sé í góðu formi. „Ég tel hana eins vel undirbúna og kostur er. Hún er ómeidd og í góðu standi en í Birmingham voru meiðsli á hásin að angra hana. Hún er laus við þessi meiðsli núna og það er virkilega ánægjulegt. 4,40 metrar koma líklega til með að duga til að hún komist í úrslitin og það þarf auðvitað allt að ganga upp svo henni takist að fara þá hæð. Ég hef samt fulla trú á henni. Hún er búin að byggja sig vel upp og andlega hliðin á að vera í lagi.“ Mér finnst ég vera í góðu formiog er alveg laus við meiðsli svo það ætti ekkert að vera að van- búnaði að gera góða hluti á mótinu. Ég hef stokkið ágætlega í sumar og hef reynt að búa mig eins vel undir mótið og hægt er,“ segir Þór- ey Edda. Spurð hvaða markmið hún hafi sett sér á mótinu segir Þórey Edda; „Ég ætla bara að reyna að gera mitt besta og standa mig vel en það verður kannski erfitt að toppa árangurinn frá því á HM fyr- ir tveimur árum þegar ég varð í sjötta sæti. Auðvitað stefni ég að því að komast í úrslitin en til þess að svo takist þarf ég að ná mínum besta árangri í ár og vonandi tekst það.“ Þórey hefur hæst stokkið 4,43 metra utanhúss á árinu en hún fór yfir þá hæð á móti í Cuxhaven í Þýskalandi í síðasta mánuði og varð í þriðja sæti. Þórey reiknar með að slagurinn um heimsmeistaratitilinn komi til með að standa á milli Rússanna Svetlönu Feofanovu og Jelenu Is- inbajevu. Hefði verið gaman að hafa Völu með „Það eru flestar af bestu stang- arstökkvurum heims sem keppa á mótinu en ég spái því að Feofanova hafi þetta. Hún er geysiöflug.“ Þórey Edda segist sakna þess að hafa ekki Völu Flosadóttur með sér í baráttunni en Völu tókst ekki að ná lágmarkinu fyrir mótið. „Það hefði verið gaman að hafa Völu en hún verður bara með á næsta stór- móti. Ég hefði kosið að hafa fleiri íslenska keppendur á mótinu en því miður tókst ekki fleirum að ná lágmarkinu og við Jón Arnar verð- um því bara að halda uppi merki Íslands og reyna að standa okkur sem best.“ Morgunblaðið/RAX Þórey Edda Elísdóttir verður í sviðsljósinu á heimsmeistaramótinu í París í dag og aftur á mánudaginn, ef allt gengur að óskum. Hefur tekið stefnuna á úrslitakeppnina í París „ÉG er bara mjög vel stemmd fyrir mótið og hlakka mikið til að taka þátt í því,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í samtali við Morgunblaðið en í dag verður hún í sviðsljósinu í stangarstökki á heimsmeist- armótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í París í morgun. Und- ankeppni stangarstökksins hefst laust fyrir klukkan 15 í dag að ís- lenskum tíma og úrslitakeppnin fer svo fram á morgun en til þess að komast í úrslitin þarf Þórey að stökkva 4,40 metra. Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í stangarstökki í dag á HM í frjálsum HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í frjálsum íþróttum hefst í Par- ís í dag og eiga Íslendingar tvo fulltrúa á mótinu. Þórey Edda Elísdóttir keppir í stangarstökki og verður hún í sviðsljósinu í undankeppn- inni í dag og Jón Arnar Magnússon er á meðal kepp- enda í tugþrautinni en keppni í henni verður á þriðjudag og miðvikudag. Í marsmánuði voru Þórey Edda og Jón Arnar einu keppendur Íslands á heims- meistaramótinu innanhúss sem fram fór í Birmingham á Englandi. Jón Arnar varð fjórði í sjöþrautinni en Þórey Edda komst ekki í úrslit. Þetta er í þriðja sinn sem Þórey Edda keppir á heims- meistaramóti utanhúss en hún var á meðal keppenda í Sevilla 1999 þar sem hún stökk 4,15 metra og lenti í 13. sæti og í Edmonton þar sem hún hafnaði í 6. sæti eftir að hafa farið yfir 4,45 metra. Jón Arnar keppir á sínu fimmta heimsmeistaramóti utanhúss og jafnar hann þar með met Vésteins Hafsteins- sonar fyrrverandi landsliðs- þjálfara. Vésteinn keppti á heimsmeistaramótum frá ár- unum 1983–1995 en Jón Arn- ar keppti fyrst í Gautaborg árið 1995. Jón Arnar jafnar met Vésteins Hef fulla trú á Þóreyju Eddu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.