Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 47 www.icelandair.is Fara með krakkana í Disney World. Fá útrás fyrir barnið í þér í Wet'n wild. Ómissandi að taka hring á einum af mörgum stórglæsilegum golfvöllum. Leigja blæjubíl og keyra niður til Miami. Kíkja í verslunarmiðstöð og gera hagstæð kaup. Heimsækja St. Augustine, sem er einn af elstu bæjum Bandaríkjanna. Í Florida þarftu að: á mann í 8 daga m.v. hjón með 2 börn yngri en 12 ára með 10.000 kr. afslætti. Innifalið: flug, gisting á Best Western Plaza, flugvallarskattar og þjónustugjöld. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 62 2 0 8/ 20 03 VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Orlando www.icelandair.is/florida Verð frá 46.053 kr. Framhaldsskóli verður á Grundarfirði Í grein um byggðaþróun og at- vinnumál á Vesturlandi sem birtist á miðopnu Morgunblaðsins í gær var sagt að nýr framhaldsskóli á Snæ- fellsnesi yrði að öllum líkindum á Grundarfirði. Hið rétta er að end- anleg ákvörðun hefur verið tekin og öruggt er að skólinn verður á Grund- arfirði. Þórarinn lögmaður Impregilo Vegna fréttar Morgunblaðsins í gær um málefni vinnufólks Impregilo við Kárahnjúkavirkjun skal áréttað að Þórarinn V. Þórar- insson er lögmaður Impregilo. LEIÐRÉTT Kaffisala í Ölveri Síðasta sum- ardvalartímabilinu í Ölveri þetta ár- ið er nú nýlokið en alls hafa 385 stúlkur dvalið í Ölveri í sumar í 10 dvalarflokkum. Til að slá botninn í sumarið verður hin árlega kaffisala haldin í Ölveri á morgun, sunnudag- inn 24. ágúst kl. 15–19. Allir vel- komnir hvort sem er til að kynna sér aðstæður eða til að heimsækja gam- alkunnar slóðir. Boðið verður upp á veitingar gegn vægu verði. Á MORGUN Dansskóli Birnu Björnsdóttur kennir nýjustu Grease-dansana úr söngleiknum Grease, sem er nú sýndur í Borgarleikhúsinu. Kennsl- an er fyrir 7 ára og eldri. Einnig er í skólanum boðið upp á kennslu í djassballett, free-style- fusion funk, street djassi, söng- leikjadönsum og fleiru. Kennsla fer fram í Þrekhúsinu og Sporthúsinu. Námskeiðin hefjast 8. september og er innritun hafin. Námskeið hjá Útflutningsráði Ís- lands ætlað stjórnendum og starfs- mönnum fyrirtækja sem eru að hefja útflutning. Námskeiðið verður 4. september kl. 9– 17 í Fundarsal B á Hótel Sögu. Aðalleiðbeinandi er Guðný Káradóttir. Markmið nám- skeiðsins er að veita innsýn í ferli út- flutnings, hvaða atriði beri að skoða þegar ákvörðun er tekin og hvar leita megi upplýsinga og aðstoðar. Verð námskeiðs er 12.500 kr. Skráning fer fram á vefsíðu Útflutn- ingsráðs, www.utflutningsrad.is og í síma. Nánari upplýsingar gefur Þór- hallur Ágústsson, netfang: thorhall- ur@utflutningsrad.is. Ráðstefna um endurvinnsluiðnað á Íslandi og kröfur um endurnýt- ingu umbúðaúrgangs verður haldin á Hótel Selfossi dagana 27. og 28. ágúst. Ráðstefnan er í boði ITUT (Association for the promotion of International Environmental Technology Transfer), en er haldin í samráði við Umhverfisráðuneytið, Samtök iðnaðarins, FENÚR og Úr- vinnslusjóð. Á ráðstefnunni verður fjallað um endurvinnsluiðnað á Ís- landi og kröfur um endurnýtingu umbúðaúrgangs. Á dagskrá verða erindi um reynslu Evrópulanda af innleiðingu Evróputilskipunar um umbúðaúrgang, mismunandi söfn- unarkerfi landanna og 13 ára reynslu af kerfi Þjóðverja „Græna punktinum“. Einnig verður fjallað um hagræna hvata söfnunar og flokkunar úrgangs og aukna verð- mætanýtingu með flokkun og nýt- ingu umbúðaúrgangs. Fyrirlesarar koma frá ýmsum Evrópulöndum og ráðstefnan fer fram á ensku. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu FENÚR, www.fenur.is. Ráðstefnan er öllum opin og þátt- takendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram á vef Umhverf- isráðuneytisins http://www.um- hverfisraduneyti.is/interpro/umh/ umh.nsf/pages/skraning. Þátttaka tilkynnist fyrir mánudag- inn 25. ágúst. Á NÆSTUNNI ÍSLANDSMÓTIÐ í víkingaskák fór fram í Vesturbergi fyrir skömmu. Tefld var einföld umferð og fóru leik- ar þannig að Sveinn Ingi Sveinsson og Gunnar Freyr Rúnarsson urðu efstir og jafnir með þrjá vinninga, en Sveinn bar sigur úr býtum í umspili. Þar með er Sveinn tvöfaldur Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í Víkinga- skák. Víkingaskák var fundin upp af Magnúsi Ólafssyni. Henni svipar til hefðbundinnar skákar en í stað reita ganga taflmennirnir á 85 sexstrend- ingum. Átján taflmenn eru í hvoru liði og er gangur þeirra líkur manngangi skákar að viðbættum manni sem nefndur er Víkingur. Þar sem tafl- mennirnir ganga eftir sexstrending- um eru stefnur þeirra þrjár, en ekki tvær eins og í hefðbundinni skák. Næsta víkingaskákmót verður Reykjavíkurmót og fer það fram í haust, segir í fréttatilkynningu. Íslandsmótið í víkingaskák FRÁ og með 22. ágúst gengu í gildi breytingar á þjónustu við viðskipta- vini Símans í ADSL-þjónustu. Áskriftum ADSL-þjónustunnar hef- ur verið breytt og þær endurnefndar. Verð áskriftanna helst óbreytt eftir sem áður en gagnahraðinn sem við- skiptavinurinn fær er aukinn veru- lega. Sem dæmi um það má nefna að ADSL 512 nefnist nú ADSL 1500 og viðskiptavinir fá þrefalt meiri afköst á gagnasambandið til sín. ADSL 1536 nefnist nú ADSL 2000 og afköst til viðskiptavina verið aukin um fjórðung fyrir óbreytt verð. ADSL 1500 er háhraða sítenging með 1,5Mb/s flutningshraða sem er um það bil 30 föld afkastageta hefðbund- ins mótalds. ADSL 256-áskriftin helst áfram óbreytt. Einnig mun Síminn Internet bjóða upp á ADSL 2000 sem núver- andi áskrifendur í ADSL 1536 verða færðir yfir í frá og með deginum í dag. Gagnahraði þeirrar áskriftarleiðar er 2 Mbs til viðskiptavinar og 512 kbs frá viðskiptavini sem er mun meiri hraði en þeir eiga að venjast. Ekkert stofngjald er á ADSL-þjón- ustunni til 20. september næstkom- andi. Eftir breytingu er ADSL 256 með 100 MB innifalið á 3.820. kr, ADSL 1500 með 100 MB innifalið á 4.820. kr og ADSL 2000 með 100 MB innifalið á 8.180 kr hjá Símanum Internet. Með 12 mán. skuldbindingu fær viðskiptavinur Þráðlaust Internet á 2.490. kr eða ókeypis heimanet. Með heimaneti og þráðlausu neti geta við- skiptavinir tengt fleiri en eina tölvu við Internetið samtímis. Einnig verð- ur auðveldara að tengja önnur tæki við Internetið t.d. Playstation 2 fyrir netspilun. Viðskiptavinum Símans sem eru í áskriftinni ADSL 256 býðst að hækka sig í ADSL 1500 fyrir 1.000 kr. aukalega á mánuði. Það kostar ekkert að breyta um áskriftarleið í ADSL-tengingu. Breytingar á ADSL- þjónustu ALÞJÓÐLEGUR laugardagur verður í miðborginni í dag, laugardaginn 23. ágúst. Opið hús verður í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, þar sem starfsemi hússins verður kynnt. Félög út- lendinga munu kynna starf- semi sína og alþjóðleg stutt- myndasýning verður í gangi allan daginn og fram á kvöld. Grænmetismarkaður og flóa- markaður verða, auk þess sem alþjóðlegt þema mun einkenna verslun og veitingar o.fl. Markaðsnefnd miðborgar- innar og fulltrúar verslunar og þjónustu í miðborginni standa fyrir Magnaðri miðborg en Morgunblaðið, Kaupþing Bún- aðarbanki, Félagsmálaráðu- neytið og Höfuðborgarstofa eru styrktaraðilar verkefnisins. Alþjóðlegur laugardagur í miðborginni EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá Frjáls- lynda flokknum: „Nú hefur gerst það umhverfis- slys hér við land að eldislax af norskum stofni hefur sloppið úr sjókví í þúsundatali. Af því tilefni vekur Frjálslyndi flokkurinn at- hygli á afstöðu flokksins til fisk- eldis. Í ályktun sem samþykkt var á landsþingi flokksins í mars sl., segir m.a.: Frjálslyndi flokkurinn hafnar eldi á erlendum laxfiskstofnum við strendur landsins. Frjálslyndi flokkurinn styður eindregið eldi á íslenskum vatna- og sjávarlífverum. Frjálslyndi flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ályktað sérstaklega gegn eldi á er- lendum laxfiskastofnum við strend- ur Íslands. Frjálslyndi flokkurinn telur for- sendur til að hagnast á laxeldi við Íslandsstrendur vera afar hæpnar, og bendir á að laxeldi eigi nú við gríðarlega örðugleika að etja í ná- grannalöndunum. Frjálslyndi flokk- urinn telur með öllu óverjandi að teflt sé í tvísýnu þeim ómetanlegu auðlindum sem felast í íslenskum laxastofnum, með eldi á norskum laxi í sjókvíum við strendur lands- ins.“ Afstaða frjáls- lyndra til fiskeldis DÓMS- og kirkjumálaráðherra opnaði fyrir aðgang að Glímunni, nýju veftímarit um guðfræði og samfélag, við athöfn í Reykjavík- urakademíunni á fimmtudag. Glíman er vistuð á vef Kistunnar (www.kistan.is) og munu nýjar greinar birtast þar jöfnum hönd- um en tímarit verður gefið út í prentuðu formi einu sinni á ári. Með Glímunni er stefnt að því að búa til vettvang fyrir fræðilegar greinar um guðfræði og fyrir guðfræðilega umfjöllun um sam- félagsleg málefni. Fram kemur í tilkynningu að ritið sé óháð og það ekki gefið út á vegum stofn- unar heldur standi að því áhuga- samir einstaklingar sem vilji efla veg guðfræðinnar innan samfélagsins en fyrstu ritsjórn Glímunnar skipa fimm guðfræðingar, þeir Ágúst Einarsson, Jón Pálsson, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Stefán Karlsson. Morgunblaðið/Kristinn Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, opnar Glímuna. Nýtt veftímarit um guðfræði og samfélag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.