Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BIRNA Helgadóttir píanóleikari hlaut í gær styrk úr minningarsjóði Jean-Pierre Jacquillat, sem var að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1980–86. Birna út- skrifaðist úr Tónlistarskólanum á Akureyri, lauk í framhaldinu píanó- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2000 og BA-gráðu í einleik við Síbelíusarakademíuna í Finnlandi þar sem hún er núna í mastersnámi í einleik og stefnir á út- skrift næsta vor. Aðspurð hvað taki við hjá Birnu að námi loknu svarar hún því til að það sé enn óráðið. „Ég veit enn ekki hvort ég stefni á frekara nám eða ekki, en ég mun auðvitað halda áfram að spila því það er alltaf gam- an að spila, ekki síst með öðrum. Í raun finnst mér allt sem viðkemur tónlist spennandi. Þetta er auðvitað gamaldags titill, einleikari, því mað- ur klárar ekki skólann og verður einleikari. Maður verður heldur ekki píanisti við það að klára píanó- nám. Það veltur allt á því hvað mað- ur gerir eftir skólann og ég ætla mér að halda áfram að spila.“ Birna segir styrkinn ómetanlegan stuðning. „Allt klassískt tónlist- arnám er óskaplega dýrt. Fyrir mig kemur þessi styrkur sér einstaklega vel núna. Auk þess sem í þessu felst viðurkenning á því sem ég er að gera, sem er alveg frábært.“ Þetta er í tólfta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, sem ætlað er að styrkja tónlistarfólk til að afla sér aukinnar menntunar og reynslu á sviði tónlistar, jafnframt því að halda á lofti minningu Jean-Pierre Jacquillat og framlagi hans til ís- lenskrar tónlistar þegar hann var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls bárust tuttugu og sex umsóknir um styrkinn, sem nemur sex hundruð þúsundum króna. Að afhendingu lokinni þakkaði Birna fyrir sig með því að spila þrjú verk, eftir Schumann, Debussy og Scriabin. „Ég vildi hafa eitt franskt verk eftir landa Jean-Pierre Jacq- uillat honum til heiðurs. Svo fannst mér skemmtilegra að spila styttri verk og hafa þau sem fjölbreyttust, fremur en að hafa þung löng verk sem myndu fremur sóma sér á stórum tónleikum,“ segir Birna að lokum. Fékk styrk úr minningarsjóði um Jean-Pierre Jacquillat Morgunblaðið/Arnaldur „Allt sem viðkemur tónlist spennandi“ Örn Jóhannsson, formaður sjóðsstjórnar, afhendir Birnu Helgadóttur styrkinn. HÚN er björt og nor- ræn yfirlitum og alls ekkert lík fyrirmynd- inni, Grace Jones. Guðrún Benónýs- dóttir setti sjálfa sig í hlutverk Grace eins og hún birtist okkur í frægri ljósmynd sem tískukóngurinn Jean- Paul Gaultier lét taka af söngstjörnunni. Ljósmynd Guðrúnar er eitt fjögurra verka hennar á sýningu sem nú stendur yfir í Gall- eríi Hlemmi. Annað verk líkamlega tengt ljósmyndinni er fag- urlega sveigður postulínsháls, við- kvæmur í sínu ótengda ástandi við líkama og höf- uð, og birtist aftur í Guðrúnu-Grace á myndinni. Guðrún Benónýsdóttir er myndlistarmaður og leikmyndahönnuður að mennt, tiltölulega nýkom- in heim úr námi, og hefur aldrei sýnt hér heima fyrr. Stærri verkin tvö bera þessum bakgrunni vitni og eru bæði „leikmyndaleg og dramatísk“, eins og hún segir sjálf og bætir því við að hún sé stöðugt að færa sig nær mörkum leikmyndar og listar í verkum sínum. Þetta eru tvær stórar ljósakrónur sem eiga hvor um sig í svolítilli kreppu. Báðar eru þær við það að bráðna – hvor á sinn hátt, innanfrá og ut- anfrá. Önnur ljósakrónan er eins og fangi í viðj- um kristalsins sem umvefur hana, en um leið bræðir ljósið kristalinn og hann lekur niður í gullið haf á gólfinu. Hin skilur eftir sig sjálflýs- andi peruvax í ljósastæðinu, vax sem lekur niður eftir stjökunum. Hún er líka eins konar fangi, – föst í þungri keðju sem vill draga hana niður á gólf. „Ég er spennt fyrir fegurðarhugtakinu og því að nota hluti sem auðvelt er að falla fyrir. Krist- alsljósakróna er eitthvað sem allir falla fyrir,“ segir Guðrún. „Þetta er líka svolítið „kitsch“, því kristallinn er í raun og veru plast. Á hinni ljósa- krónunni var upphaflega engin keðja. Ég bætti henni við núna, og held að ég hafi viljað tengja ljósið jörðinni á dramatískan og leikrænan hátt. Ljósakrónan er að vaxa og formið að gliðna. Hálsinn og ljósmyndin eru líkamlegri verk. Ég hef alltaf verið hrifin af þessari stellingu hennar Grace Jones og langaði til að apa þetta eftir henni. Það er eins og ég stroki hana út. Hjá henni eru alls konar tilvísanir í svartan popp- kúltúr, hugmyndir um afríska ímynd eða líkneski – kannski popplíkneski, en ég er allt öðruvísi, – frekar eins og rússnesk poppstjarna, eins og ein- hver sagði við mig. Mín mynd verður allt öðru- vísi. Það má líka líta á þetta sem líkamlegan skúlptúr – hér er líkaminn í hálffáránlegri stell- ingu og skapar þennan lokaða hring milli hand- leggs og fótleggs.“ Guðrún Benónýsdóttir stundaði nám sitt bæði í París og Ósló og útskrifaðist úr Lista- akademíunni þar árið 2000. Samhliða listnáminu vann hún við kvikmyndir sem leikmyndamálari en er nú einn þeirra listamanna sem standa að nýja galleríinu Kling og bang. Sýningu Guðrúnar í Galleríi Hlemmi lýkur á sunnudag. Ljósakrónur í kreppu og líkamlegar sveigjur Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Benónýsdóttir í eigin verki á sýningu í Galleríi Hlemmi. Sjálflýsandi vax vellur úr rafkertum í ljósa- krónu Guðrúnar Benón- ýsdóttur. ÁÐUR fyrr ástundaði kaþólska kirkjan ritskoðun og gerir kannski enn. Ef rit þótti hæft til prentunar var það stimplað með latnesku orð- unum ,,nihil obstat“ sem útleggjast nokkurn veginn ,,ekkert í veginum“. Nú hefur Eiríkur Örn Norðdahl sent frá sér ljóðabók undir þessu heiti og sannast sagna læðist sá grunur að manni að heitið sé skálka- skjól því að í mörgum ljóðum sínum ræðst Eiríkur á ýmis málfarsleg tabú, ekki síst kynferðisleg, og gerir það, að mér finnst, í anda þeirra reiðu ungu manna sjötta og sjöunda áratugarins sem kenndir voru við beat og bípop. Enda má finna í verk- um hans vísanir í Lenny Bruce, All- en Ginsberg og William Burroughs. Í titilljóðinu kvartar hann raunar undan því að hið hneykslanlega sé ekki lengur hneykslanlegt en bendir þó hins vegar á að vandlætingin sé þrátt fyrir allt enn fyrir hendi ,,því dónaskapurinn er allt eins bannaður og hann var nokkurn tíma“. Undir þessa niðurstöðu er vitaskuld ekki hægt að skrifa enda er hún mót- sagnafull í meira lagi. Að undan- förnu hafa neðanþindarorð fengið uppreisn æru og eru jafnvel farin að sjást í dagblöðum. Ekki er ég hins vegar svo viss um að það breyti svo ýkja miklu. Í bók Eiríks er að finna prósaljóð eða ljóðflaum þar sem gjarnan eru þurrkuð út skil milli setninga og málsgreina og greini- legt að tilviljun er þar látin ráða miklu og hugsanatengsl í anda dadaista og súrrealista en þessa að- ferð notuðu raunar beatskáldin líka. Raunar er undirtextinn stundum svo áberandi í verkum Eiríks, með- vitaður og ómeðvitaður, að manni dettur í hug að ljóðin séu endur- framleiðsla endurframleiðslunnar vegna og finnst manni þá póstmód- ernisminn vera kominn á loka- sprettinn. Um þetta segir skáldið kokhraust í einu ljóða sinna: ,,Ég er koverljóðskáld. Skrifa ljóð eftir aðra. Það er ekki vegna þess að ég sé lélegt skáld, því fer fjarri. Það er vegna þess að ég er ekki besta skáldið, og bestu ljóðin hafa þegar verið ort (nú má vel vera að betri ljóð verði einhverntímann skrifuð, en ég skrifa þau þá bara líka). Sem dæmi um textaendurfram- leiðslu Eiríks má nefna texta á borð við Ástir og ananas þar sem Eiríkur leikur sér að útursnúningi á heitum skálda á borð við Rimbaud og Lax- ness en er öðrum þræðinum staddur á Blue Hawaii með Elvis Prestley eða þegar hann bræðir saman Kvæði Steins Steinarr og Einars Más Guðmundssonar og kallar Að frelsa heiminn: Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn: Er einhver hér inni í kórónafötum? Og öllum er ljóst að þessi maður er galinn. Stundum finnst manni orðaleik- urinn ganga fulllangt. Sjálfur hreifst ég á sínum tíma af tilviljunardýrkun dadaista og þeirri áráttu þeirra að klippa í sundur dagblaðatexta og fyrirsagnir og láta þeim rigna niður á blað. Á þeim tíma var sú aðferð frumlegt andóf gegn heilagleika textans og kannski ekki síður við- brögð við iðnvæðingu listarinnar. Beatskáldin tóku upp þessa aðferða- fræði í breyttri mynd og Eiríkur reynir að betrumbæta hana með tölvutækni. Að undanförnu hafa bloggkrakkar á netinu verið að leika sér að því að nota leiðréttingar- og þýðingarforrit til að afmynda texta, þýða úr íslensku yfir í ensku, þaðan yfir í þýsku eða frönsku og svo aftur yfir á íslensku. Eiríkur tekur í loka- ljóði bókarinnar gamalt ljóð eftir sjálfan sig og misþyrmir því á þenn- an hátt. Hann lýsir verknaðinum jafnóðum og dæmir og greinir og gengur raunar í lokin svo langt að klippa í sundur upprunalega ljóðið og endanlegu afurð forritana og raða orðunum upp á nýtt og sam- einar þannig vilja og tilviljun. Sann- ast sagna er útkoman nánast óskilj- anlegt bull eins og til var sáð og það sem verra er hvorki frumleg né skemmtileg endurframleiðsla end- urframleiðslunnar vegna. Ekki er fráleitt að ætla að heiti bókarinnar Nihil obstat vísi einnig til hins anarkíska og nihiliska inni- halds: ,,Ég hef markað algert stefnuleysi í mínum málum…“ segir á einum stað og annars staðar segir hann að í sér búi mergðir. Skoðanir eru því ekkert stefnuatriði í ljóðum Eiríks. Eigi að síður má greina and- óf og gagnrýni gegn stríðsrekstri og kúgun í þessari bók. Það má hafa gaman af kokhreysti höfundar, ýmsum tilraunum hans og vangaveltum. Eiríkur hefur nægj- anlega þekkingu og kunnáttu í því sem hann er að gera. Ég vildi hins vegar gjarna sjá hann aka upp úr farvegi aldargamals módernisma í leit að einhverju nýju í stað þess að spóla í hjólförum endurframleiddrar framúrstefnu. Snerist módernism- inn annars ekki upphaflega um þá leit? Í hjólförum end- urframleiddrar framúrstefnu BÆKUR Ljóðabók Eirík Örn Norðdahl. Nýhil. 2003 – 67 bls. NIHIL OBSTAT Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.