Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Glasgow
www.icelandair.is/glasgow
Skoða byggingar eftir arkitektinn Charles
Rennie Mackintosh.
Prófaðu þjóðarréttinn Haggis en ekki
spyrja um innihaldið!
Í Glasgow þarftu að:
á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Premier
Lodge, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Brottfarir 7. nóv, 6. feb. og 5. mars.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
21
70
5
07
/2
00
3
erston
City Centre
Premier
Lodge
Ramada Jarv
Glasgow
Townhead
Merchant
City
St. Enoch
Princess
Square
Gladgows
Arts Centre
Central
Station
Royal
Concert HallSauchiehall
Sauchiehall
West George
GeorgeSquare
St. Vincent
Ingram Street
Waterloo
Argyle
Argyle
Argyle
West Regent
Renfrew
Renfrew
Bath
Gordon
Bath
Bu
ch
an
an
St
.
Q
ue
en
Bi
sh
op
H
ol
la
nd
Pi
tt
D
ou
gl
as
s
Bl
yt
hs
w
oo
d
W
. C
am
be
ll
C
am
br
id
ge
St
re
et
W
el
lin
gt
on
H
op
e
Bu
ch
an
an
St
.
H
ut
ch
en
so
n
R
en
f.
K
in
gs
to
n
Br
id
ge
K
in
g
G
eo
rg
eV
Br
id
ge
la
sg
ow
Br
id
ge
The Millennium H
Glasgow
Thistle Hotel
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Verð frá 29.900 kr.
www.icelandair.is
Í BANDARÍSKA tímaritinu Edu-
cation Next er því haldið fram að ís-
lenskir kennarar hafi ónóga mennt-
un til þess að hafa stjórn á
fjölmennum bekkjum, en Morgun-
blaðið skýrði frá rannsókninni í
gær. Notaðar voru niðurstöður úr
TIMMS-rannsókninni, sem mælir
þekkingu grunnskólanema á stærð-
fræði og vísindum.
Einar Guðmundsson, dósent við
félagsvísindadeild Háskóla Íslands
og fyrrum verkefnastjóri TIMMS-
rannsóknarinnar, segir að áherslur
í rannsókninni séu fremur sérstak-
ar. „Greinarhöfundar finna sam-
band á milli bekkjarstærðar í
tveimur löndum, en síðan segja þeir
eins og satt og rétt er og kemur
fram ítrekað, að mönnum hafi ekki
tekist að sýna fram á þetta, eða
mjög illa, í rannsóknum og nánast
ekkert í fjölþjóðlegum rannsókn-
um, nema á Íslandi og Grikklandi.
Síðan þegar þeir fara að skýra
þetta, og það er það sem mér finnst
galli við greinina í Education Next,
er að þeir byggja skýringuna ekki
að öllu leyti á greiningu breyta úr
rannsókninni.“
Hann tekur sem dæmi að grein-
arhöfundar segi að þar sem kenn-
aralaun á Íslandi séu lág sé líklegt
að það fáist til starfa lakari starfs-
kraftur og stjórnvöld geti haft fá-
mennari og fleiri bekki af því að
starfskrafturinn sé ódýrari. Þetta
séu bollaleggingar sem þeir byggi
ekki á neinum gögnum úr TIMMS-
rannsókninni. „Mér finnst höfundar
greinarinnar seilast mjög langt í
túlkun sinni á niðurstöðunni. Þetta
hefur yfirbragð þess að vera birt á
vísindalegum gögnum en eru
vangaveltur. Þetta er mjög vill-
andi,“ bætir hann við.
Einar bendir á að í mjög ítarlegri
greinargerð, sem unnin var úr nið-
urstöðum TIMMS-rannsóknarinn-
ar, skoðaði hann hlut kennara og
skólastjórnenda sérstaklega. Til-
gangurinn var að reyna að varpa
ljósi á slakan árangur íslenskra
nemenda í þessari rannsókn.
„Hlutur kennara og skólastjórn-
enda í námsárangri nemenda skýr-
ist að mestu af aðstæðum þeirra til
kennslunnar. Raunar má orða það
svo að þeir skili sínu verki miðað við
þær aðstæður sem þeim eru búnar
til kennslunnar. Þegar að heildar-
myndin var skoðuð vantaði svo mik-
ið inn í íslenska kerfið sem var til
staðar annars staðar,“ sagði Einar.
Aðferðirnar
ekki ólíkar
Einar leggur áherslu á að aðferð-
ir íslenskra kennara séu ekki ólíkar
aðferðum starfssystkina í öðrum
löndum. Kennarar á Íslandi kenni
samkvæmt bókinni, en það geri
kennarar annars staðar einnig.
Munurinn felist helst í því að að-
gangur þeirra að fjölbreytni í náms-
bókum og námsgögnum sé lakari en
annars staðar.
„Það voru ýmsir ytri þættir sem
komu í veg fyrir að sú færni og
hæfni sem býr í kennurum gæti
komið fram að fullum krafti. Þú get-
ur verið með góðan kennara en
hann getur verið svo bundinn af
óhagstæðum aðstæðum að hann
getur ekki blómstrað. Eftir margra
ára vinnu í þessum gögnum situr
þetta eftir hjá mér. Kennararnir
fara eins langt og þeir komast,“
segir Einar.
Einar telur það mikinn galla
hversu lítið framboð sé á náms-
gögnum á Íslandi. Aðeins ein stofn-
un framleiði efni fyrir allt kerfið,
sem eigi að heita valddreift. Hann
bendir til samanburðar á að í öllum
vestrænum löndum sé frjáls náms-
bókaútgáfa og því geti kennarar og
skólastjórar valið námsbækur sem
þeir telja henta markmiðum í sínum
skóla.
Erfitt að standa við
þessa fullyrðingu
„Þetta eru nokkuð stór orð að
mínu viti og mér finnst þessar nið-
urstöður settar fram á nokkuð ein-
hæfan hátt. Það er að segja menn
einblína á eitthvað ákveðið sem mér
er síðan sagt að hafi ekki verið hluti
af rannsókninni,“ segir Eiríkur
Jónsson, formaður Kennarasam-
bands Íslands. Hann segist hafa
vissar efasemdir um að þarna sé að
öllu leyti rétt með farið og segist
telja að erfitt sé að standa við þessa
fullyrðingu.
Eiríkur bendir auk þess á að það
hafi orðið slík grundvallarbreyting
á íslensku skólakerfi á síðustu árum
að könnunin í raun gefi ekki rétta
mynd af ástandinu eins og það er í
dag. Hann nefnir sem dæmi að 6
ára grunnskólanemandi, sem hefur
nám í dag, fái um það bil ári lengri
tíma í grunnskóla heldur en sá sem
byrjaði fyrir fimmtán árum.
Hann leggur áherslu á að kenn-
arar hafi barist fyrir því um árabil
að kennaranámið verði lengt. „Það
virðist vera að menn séu almennt
sammála um, nema síðustu mennta-
málaráðherrar, að það beri að
lengja kennaranámið burt séð frá
öllu öðru.
Það er kjörið tækifæri núna til
þess að hlusta á þá sem leiða kenn-
aramenntun í landinu, það er að
segja háskólana, samtök kennara
og reyndar kennaranemana líka, og
hrinda því í framkvæmd,“ segir Ei-
ríkur.
Rannsókn á samhengi bekkjarstærðar og námsárangurs
Höfundar seilast mjög langt
í túlkun á niðurstöðum
Mikill galli hversu framboð á náms-
bókum og námsgögnum er miklu
minna á Íslandi en annars staðar
INGA Dóra Sigfús-
dóttir, félagsfræð-
ingur og starfsmaður
Rannsókna & grein-
ingar, segir að það sé
vel þekkt úr erlend-
um rannsóknum að
það sé lítið eða ekk-
ert samband á milli
bekkjarstærða og
námsárangurs. Þessi
nýja rannsókn bendi
til að þessu sé háttað
öðruvísi hér á landi
og segir hún að sú
niðurstaða sé eflaust
rétt. Hún telur að
ályktun höfunda sé
hins vegar sennilega röng eða í
það minnsta alltof takmörkuð.
Það sé ekkert sem segi að mennt-
un og hæfileiki kennara sé skýr-
ingin ef niðurstaðan er rétt.
Hún bendir á að þetta séu
vangaveltur höfunda, sem henni
sýnist vera byggðar á vanþekk-
ingu á íslensku samfélagi. „Til
þess að geta fullyrt um ástæður
þess að hér sé samband milli
bekkjarstærða og námsárangurs
yrði að skoða miklu fleiri þætti en
þá sem liggja innan skólans. Okk-
ur hættir hins vegar oft til þess
að einblína á skólann og kenna
honum um allt sem aflaga fer í
uppeldi barna okkar. Það er mik-
ilvægt í svona rannsóknum að
skoða aðra, væntanlega sterka
áhrifaþætti, eins og fjölskylduna
og jafningjahópinn,“ bendir hún
á.
Íslenski nemenda-
hópurinn frábrugðinn
Inga Dóra segir að það séu all-
ar líkur á að nemendahópur ís-
lenskra kennara sé
talsvert frábrugðinn
þeim sem kennarar í
hinum sautján lönd-
unum séu að fást
við. Það séu allar
líkur á að íslensku
nemendurnir séu
óagaðri og upp-
vöðslusamari en
samanburðarhóp-
urinn og því sé erf-
iðara að kenna þeim
í stórum bekkjar-
deildum.
Hún leggur
áherslu á að skýr-
ingarnar á því hvers
vegna þeir séu óagaðri sé svo
ekki síður að leita utan skóla-
kerfisins en innan þess. Það hafi
til að mynda komið fram í rann-
sóknum Rannsókna & greiningar
að það sé grundvallaratriði að
unglingar verji tíma undir eft-
irliti fullorðina, það hafi forvarn-
argildi fyrir ýmsa óæskilega
hegðun svo og áhrif á náms-
árangur. Íslenskir foreldrar verji
hins vegar ekkert sérstaklega
miklum tíma með sínum börnum.
„Í rannsókninni er ályktað að
íslenskir kennarar séu vanhæfir
til að kenna stórum bekkj-
ardeildum, vegna minni mennt-
unar eða getu. Við vitum hins
vegar að skýringin er mun
flóknari og það má ekki varpa
allri ábyrgðinni á skólana.
Þeirra þáttur er vissulega mik-
ilvægur í nútímasamfélagi og
best væri ef skólarnir og for-
eldrar gætu unnið betur saman
að því að bæta námsárangur og
líðan nemenda í skólunum,“ seg-
ir hún.
Vangaveltur byggðar á van-
þekkingu á íslensku samfélagi
Inga Dóra Sigfúsdóttir
TÓMAS Ingi Olrich
menntamálaráðherra
telur að það beri að
hafa það í huga að rit-
gerðin í tímaritinu
Education Next sé eft-
ir tvo hagfræðinga.
Þeir fari heldur frjáls-
lega með TIMMS-
gögnin frá 1995 og
þeir noti það hugtak
um sínar eigin nið-
urstöður að þær séu
„bollaleggingar“.
„Það kemur ekki síst
fram þarna að íslensk-
ir kennarar hafi léleg
laun og séu verr
menntaðir en annars staðar. Það
kann að vera að þetta hafi átt við
árið 1995 að því er launin varðar,
en gögn sem eru nýrri sýna mjög
skýrt fram á það að í dag er stað-
an í launamálum allt önnur.“ Hann
bendir á að í ritinu Education at a
Glance, sem er gefið út af OECD
og í eru upplýsingar fyrir árið
2002, komi fram að þegar borin
séu saman laun í jafngildi dala
skipi Ísland sér í röð með þeim
þjóðum sem standa mjög fram-
arlega á þessu sviði. Athugasemd-
in um launin sé úrelt og endur-
spegli ekki raunveruleikann eins
og hann er í dag.
„Það er einnig rétt að gera
grein fyrir því að þegar talað er
um að kennarar á Íslandi hafi ekki
háskólapróf þá hlýtur það að vera
byggt á einhverjum misskilningi,
því menntun kennara á Íslandi er
á háskólastigi og þeir
sem öðlast réttindi til
að kenna á Íslandi eru
með háskólapróf. Fyr-
ir utan að vera með
kennararéttindi og há-
skólapróf í þeim efn-
um þá hafa margir
kennarar einnig próf í
öðrum greinum,“ und-
irstrikar Tómas. Hann
segir að réttindakenn-
urum hafi fjölgað
mjög mikið og það
hafi orðið stórbreyting
á þeim málum bæði í
grunn- og framhalds-
skólum. „Bæði varð-
andi kjörin og hlutfall réttinda-
kennara og þeirra sem eru með
háskólapróf hefur gjörbreyst. Því
tel ég að þarna sé verið að fjalla
um mál á gjörsamlega röngum
forsendum.“
Tómas segir að áhersla hafi ver-
ið lögð á það að styrkja kenn-
aramenntunina, meðal annars með
því að setja upp kennaradeild við
Háskólann á Akureyri. „Við höfum
ekki haft sannfæringu fyrir því að
það væri nauðsynlegt að lengja
kennaranámið. Það er meðal ann-
ars gert með hliðsjón af því hvern-
ig það er í öðrum löndum. Við telj-
um að í því kennaranámi sem nú
er í boði fái menn bæði trausta og
góða menntun, sem skilar sér til
skólanna með hækkandi hlutfalli
þeirra sem eru með full réttindi til
að kenna í grunnskóla og fram-
haldsskóla,“ segir hann.
Ísland stendur framarlega
í launamálum kennara
Tómas Ingi Olrich
VOPNAÐUR kústi klifraði þessi
ungi maður upp eftir húsi og teygði
sig að heitu blikkþakinu í því skyni
að ná þar niður bolta. Félagi manns-
ins beið spenntur á jörðu niðri en í
hita leiks þeirra á Austurvelli hafði
boltinn ratað í þessar ógöngur. Þrátt
fyrir góða tilburði tókst ekki að ná
knettinum niður í þetta sinn.
Morgunblaðið/Ómar
Kústur
á heitu
blikkþaki
RÚM 66% kjósenda eru fylgjandi
því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
gefi ekki kost á sér í formannskjöri
Samfylkingarinnar á landsfundi í
október gegn Össuri Skarphéðins-
syni. Þetta kemur fram í skoðana-
könnun DV sem birt var í fyrradag.
Af stuðningsmönnum Samfylkingar-
innar, sem tóku afstöðu, studdu
57,6% þessa ákvörðun.
Úrtakið í könnun DV var 600
manns, jafnt skipt á milli kynja og
hlutfallslega milli höfuðborgarsvæð-
is og landsbyggðar. Svarhlutfallið
var tæp 72%. Ekki var marktækur
munur á afstöðu kynjanna.
Meirihluti
fylgjandi að
Ingibjörg fari
ekki fram nú
♦ ♦ ♦