Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 11 HELGI Sveinsson, kylfingur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, náði þeim glæsilega árangri að lenda í þriðja sæti á Evrópumóti fatlaðra kylfinga sem fram fór í Hjörring í Danmörku 14.-16. ágúst sl. en alls tóku um 90 kylfingar frá Evrópu þátt í mótinu. Keppt var í tveimur flokkum, A og B, sem keppendur röðuðust í eftir því hve lága forgjöf þeir höfðu. Helgi og Júlíus Steinþórsson, sem tók einnig þátt í mótinu fyrir Íslands hönd, tóku báðir þátt í B-flokki en Júlíus hafnaði í áttunda sæti. Kylfingar frá Svíþjóð lentu í fyrsta og öðru sæti í A-flokki og Svíar áttu annað sæti í B-flokki á eftir finnsk- um kylfingi. Stefnir á þátttöku í evrópskri mótaröð á næsta ári Helgi missti vinstri fótinn fyrir neðan hné fyrir rúmlega þremur ár- um en fram að því hafði hann ekki spilað golf að ráði. Hann segist hafa byrjað að leika golf fljótlega eftir að hann fatlaðist og nýtti sér þá þjón- ustu og þjálfun sem Golfsamband fatlaðra hefur boðið upp á undanfar- in ár en Helgi sækir enn námskeið á vegum samtakanna. Hann stefnir á að taka þátt í fleiri mótum í fram- haldinu. „Ég hefði mikinn áhuga á að taka þátt í evrópskri mótaröð sem hefst í ágúst á næsta ári í Lyon í Frakklandi.“ Að sögn Helga voru stærstu hóp- arnir á mótinu frá Svíþjóð og Þýska- landi, en um tuttugu kylfingar komu frá hvoru landi. „Svíarnir leggja mikinn metnað í golf fatlaðra, styrkja sína þátttak- endur til fulls og halda úrtökumót heima fyrir þar sem 60-70 kylfingar keppa um sæti í liðinu,“ segir Helgi. Þátttakendum á mótinu var ekki skipt í hópa eftir fötlun og kylfingar með ólík skaðaeinkenni kepptu því í sama hópnum, bæði keppendur sem voru í hjólastól eða höfðu misst út- limi og einn keppandinn á mótinu var blindur. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig sumir þarna gátu athafnað sig þrátt fyrir mikla fötlun. Einn þátttakand- inn hafði misst báða handleggina. Hann gat notað stúfana til að halda kylfunni, hallaði sér langt fram og sló eina 200 metra enda náði hann góðum snúningi í líkamanum.“ Helgi segir að þótt aðstaða fatl- aðra til golfiðkunar sé allgóð mætti taka meiri tillit til fatlaðra kylfinga hér á landi. „Ég sjálfur hef fengið þægilegt viðmót hvert sem ég hef farið en það er ekki algilt. Ýmsir hafa fundið fyrir því að lítill áhugi er á að gera eitthvað fyrir fatlaða kylfinga af þeirri ástæðu að þeir muni hvort eð er aldrei verða góðir. Það er leið- inlegt að heyra þetta, því þetta snýst auðvitað ekki um að vinna til verð- launa heldur að vera með og hafa gaman,“ segir Helgi. Þriðja sæti á Evrópu- móti fatlaðra í golfi Hópur Íslands á Evrópumóti fatlaðra kylfinga. Aftari röð frá vinstri: Hörð- ur Barðdal, Óli Sigurjón Barðdal og Guðmundur Blöndal. Fremri röð frá vinstri: Júlíus Steinþórsson, Helgi Sveinsson og Sigurbjörn Theodórsson. Ljósmynd/Hörður Barðdal Keld Schmager t.v. frá danska golfsambandinu afhendir Helga Sveinssyni verðlaun fyrir þriðja sæti á Evrópumóti fatlaðra kylfinga í Danmörku. GOLFSAMTÖK fatlaðra á Íslandi voru stofnuð í nóvember árið 2001. Fram að þeim tíma hafði verið starf- andi nefnd á vegum Golfsambands Ís- lands og Íþróttasambands fatlaðra frá 1995 sem skipulagði árlega golf- mót fyrir fatlaða. Golfsamtök fatlaðra hafa und- anfarin ár staðið fyrir námskeiðum fyrir fatlaða sem vilja spila golf og í vikunni hófst nýjasta námskeiðið á velli golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Magnús Birgisson þroskaþjálfi og John Garner, fyrrum landsliðsþjálfari Íslendinga í golfi, hafa séð um þjálfun en Garner hefur tvisvar sinnum verið í úrvalsliði Evrópumanna í Rydercup. Hörður Barðdal, formaður Golf- samtaka fatlaðra, segir að nám- skeiðin hafi mælst vel fyrir. „Við höf- um fengið allt upp í tuttugu þátttakendur á öllum aldri á nám- skeiðin hjá okkur. Nýjasta nám- skeiðið verður á hverju miðvikudags- kvöldi næstu fjórar til fimm vikurnar, aðgangur er ókeypis og skráning fer fram á staðnum,“ segir Hörður sem leggur sérstaka áherslu á að fötluð börn komi og taki þátt. Hann segir að fyrirhugað sé að gera kennslu- myndbönd fyrir fatlaða kylfinga, sem taki fyrir hverja tegund fötlunar og fari í gegnum þær aðferðir sem fatl- aðir beita við golfiðkun. „Við vonumst til þess að mynd- böndin verði til þess að fleiri fái áhuga og taki þátt en í vetur verður boðið upp á námskeið í Sporthúsinu,“ segir Hörður sem hvetur alla fatlaða til að mæta og tekur fram að það sé auðvelt fyrir fatlaða að ná tökum á íþróttinni. „Það kom til mín fötluð stúlka um daginn sem hafði aldrei leikið golf áð- ur. Ég sagði henni að byrja að slá og eftir smástund var hún farin að geta slegið kúluna. Þetta er auðveldara en margir halda,“ segir Hörður. Golfsamtök fatlaðra bjóða upp á námskeið VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MEÐ ÞVÍ að nota tölvur í samskipt- um sjúklings og læknis má ná fram sparnaði í heilbrigðisþjónustu sam- kvæmt erlendum rannsóknum og draga úr innlögnum sjúklinga. Á að- alfundi Læknafélags Íslands sem haldin var um síðustu helgi var sam- þykkt að fela stjórn félagsins að mynda starfshóp sem móta á tillögur um hvernig nýta megi tölvusamband og símtöl á sem hagkvæmastan og öruggastan máta í samskiptum lækna og sjúklinga. Í greinargerð sem fylgdi tillög- unni kemur fram að rannsóknir er- lendis hafi m.a. sýnt að tölvusam- band milli læknis og sjúklinga með langvinna sjúkdóma hafi dregið úr innlögum á sjúkrahús. Þá sýndi önn- ur rannsókn að kostnaður við heil- brigðisþjónustu lækkaði um tæpa fjóra dollara á mánuði á hvern sjúk- ling og að læknar og sjúklingar voru ánægðir með þetta samskiptaform. Í greinargerðinni kemur fram að þrátt fyrir augljósa kosti tölvutækn- innar og netsamskipta, t.d. að báðir aðilar þurfi ekki að hafa lausa stund á sama tíma dagsins, hafi lítil um- ræða farið fram innan læknastéttar- innar um hvort. Víða erlendis er komin reynsla á þetta samskipta- form milli lækna og sjúklinga og í mars 2003 gaf American College of Physicians út stefnuyfirlýsingu varðandi notkun tölvutækni í utan- spítalaþjónustu við sjúklinga og hvernig ætti að greiða þóknun fyrir slíka þjónustu. „Þörf fyrir formleg netsamskipti við sjúklinga er þeim mun brýnni á Íslandi í ljósi þess bið- tíma eftir viðtali við lækni sem víða er í heilsugæslunni og hjá öðrum sérfræðilæknum á stofum eða göngudeildum.“ Móta á tillögur um tölvusamskipti milli sjúklinga og lækna Getur sparað fjármuni í heilbrigðiskerfinu TAP varð af rekstri Norðurljósa sam- skiptafélags hf. og dótturfélaga á fyrri hluta ársins sem nam 398 millj- ónum króna en á sama tímabili í fyrra varð hagnaður af rekstrinum sem nam ríflega 145 milljónum. Skamm- tímaskuldir samstæðunnar voru rúm- lega 1,7 milljörðum króna umfram veltufjármuni í lok júní sl. Hagnaður varð af rekstri Norður- ljósasamstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) og nam hann 181 milljón á fyrstu sex mán- uðunum í ár en var 202 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap fyrir skatta nam 465 milljónum króna samanborið við 206 milljóna króna hagnað í fyrra. Afkoman fyrir skatta versnar því um 670 milljónir og skýrist það að stærstum hluta af fjár- munaliðum samstæðunnar. Tekjur lækka um 5% og gjöld um 4,5% Dótturfélög Norðurljósa eru þrjú: Skífan ehf., Sýn ehf. og Íslenska út- varpsfélagið ehf., sem rekur m.a. Stöð 2 og Bylgjuna. Auk þess er Stjörnu- bíó ehf., dótturfélag Skífunnar, í sam- stæðu Norðurljósa. Rekstrartekjur samstæðunnar námu tæpum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins og drógust sam- an um 5% frá fyrra ári. Þar af námu áskriftartekjur rúmum milljarði, lækkuðu um 7%, en auglýsingatekjur voru 472 milljónir, lækkuðu um tæp 6%.Rekstrargjöld samstæðunnar námu alls tæpum 2,2 milljörðum króna og lækkuðu um 4,5% frá sama tímabili í fyrra. Þar af lækkaði beinn útsendingarkostnaður um tæplega 7% og nam 991 milljónum. Töluverð umskipti urðu á fjár- munaliðum samstæðunnar. Fjár- magnsgjöld nema nú 294 milljónum miðað við fjármunatekjur upp á 390 milljónir í fyrra. Veltufé samstæðunnar var nei- kvætt á fyrri hluta ársins um 125 milljónir króna en var jákvætt um 13 milljónir á sama tímabili í fyrra. Kröfur lækkað um 20% frá áramótum Eignir Norðurljósa námu rúmum 8,8 milljörðum króna 30. júní sl. og höfðu dregist saman um rúm 6% frá áramótum. Þar af lækkuðu útistand- andi skammtímakröfur í eigu sam- stæðunnar um 20% frá áramótum en kröfurnar voru skrifaðar niður um 56 milljónir sem er svipuð upphæð og á sama tíma í fyrra. Skuldir Norðurljósa námu samtals rúmum 8,6 milljörðum króna í lok júní og lækkuðu um rúm 2% frá áramót- um. Þar af nema skammtímaskuldir rúmlega 3,2 milljörðum króna og hafa dregist saman um 4,5% frá áramót- um. Eigið fé samstæðunnar var 193 milljónir í júnílok og hefur lækkað um 392 milljónir frá áramótum eða sem nemur tapi Norðurljósa á tímabilinu. Þess má geta að eigið fé dótturfélags- ins, Íslenska útvarpsfélagsins, var neikvætt um 380 milljónir í júnílok, eins og kom fram í frétt um afkomu félagsins í Morgunblaðinu í gær. Einnig kom fram að samanlagt eigið fé ÍÚ og Sýnar hafi verið neikvætt um 461 milljón króna, tap félaganna hafi samtals numið 205 milljónum og sam- anlagðar tekjur þeirra hefðu verið alls 1.550 milljónir króna. Norðurljós tapa 400 milljónum HLUTABRÉF Fjárfestingarfé- lagsins Straums hækkuðu um 6% í gær í rúmlega 113 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands. Mest viðskipti voru með bréf Eim- skipafélags Íslands eða fyrir 447 milljónir króna og hækkuðu þau um 3,8%. 294 milljóna króna við- skipti voru með bréf Landsbank- ans en lokaverð þeirra stóð í stað. Á miðvikudag var tilkynnt um að Landsbanki Íslands og eignar- haldsfélagið Samson, sem er stærsti hluthafinn í Landsbankan- um, ættu 33,82% hlut í Fjárfesting- arfélaginu Straumi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær þá eiga Landsbank- inn og Straumur samanlagt 21,37% hlut í Eimskipafélagi Íslands, 29,9% hlut í SH en félögin eiga einnig samanlagt 10,4% hlut í Ís- landsbanka eins og sést í meðfylgj- andi töflum. Í töflunum er einungis getið um hluta þeirra eigna sem eru eigu félaganna tveggja. Innan Eimskipafélagssamstæðunnar eru þrjár stoðir: Brim, sem er sjáv- arútvegshluti félagsins, Burðarás, sem er fjárfestingarhlutinn og Eimskip, sem er flutningahluti Eimskipafélags Íslands. Hlutafé Landsbankans aukið Í gær staðfesti bankaráð Lands- banka Íslands hækkun hlutafjár bankans um 344.518.275 krónur vegna kaupa bankans á hlutafé í Fjárfestingarfélaginu Straumi á miðvikudag. Sölugengi bréfa Landsbankans var 4,8 í þeim við- skiptum. Jafnframt hefur bankaráð Landsbankans ákveðið að hækka hlutafé bankans um 309.778.103 krónur. Hefur Afl fjárfestingar- félag hf., sem Landsvaki ehf. sér um daglegan rekstur á og Lands- bankinn um vörslu eigna, keypt hlutaféð á genginu 5,10. Eftir kaupin er eignarhlutur Afls í Landsbankanum 5,25%. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að samhliða kaupum Afls var gengið frá samn- ingi um 30 daga kauprétt Lands- bankans á hlutafénu á genginu 5,15. Verði kauprétturinn nýttur mun Landsbankinn miðla viðkom- andi hlutabréfum á almennum hlutabréfamarkaði. Er hlutafé Landsbankans 7,5 milljarður króna að nafnverði eftir breytingarnar, eigið fé rúmir 20 milljarðar og CAD eiginfjárhlutfall ríflega 10%. Straumur hækkar um 6%                                  !"#  $ %& ' (                              )   ! +  ,  -       $ .  /%           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.