Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 23 Ingvar Helgason F í t o n F I 0 0 7 7 1 9 Ingvar Helgason hf. · Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is frá 3.289.000 kr. TERRANO frá 4.590.000 kr. PATROL frá 2.490.000 kr. DOUBLE CAB frá 2.760.000 kr. X-TRAIL frá 3.860.000 kr. MAXIMA frá 2.260.000 kr. PRIMERA frá 1.650.000 kr. ALMERA frá 1.390.000 kr. MICRA Hann er japanskur og var valinn áreiðanlegasti bíll í sínum flokki af bresku neytendasamtökunum. Könnunin tók til bilanatíðni og gangsetningar og það var okkar bíll, Nissan Almera sem náði hæstu einkunn, einfaldlega 100% áreiðanlegur bíll. Nissan Almera er á einstöku verði miðað við búnað, þægindi og aksturseiginleika. Komdu í reynsluakstur, 100% bíllinn stendur þér til boða fyrir aðeins 29.929 kr. á mánuði. ÞETTA ER BÍLLINN NISSAN ALMERA frá 29.929 á rekstrarleigu í 3 ár. kr./mán. Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Consumers’ Association 100% Var valinn áreiðanlegastibíll í sínum flokki af breskuneytendasamtökunum áreiðanlegur Í BORGARSKJALASAFNI og Árbæjarsafni lýkur um helgina sýningum sem settar voru upp í tilefni aldarafmælis Lárusar Sig- urbjörnssonar, borgarskjalavarðar og forstöðumanns Árbæjarsafns, undir heitinu „Lárus Sigurbjörns- son – safnafaðir Reykvíkinga“. Þriðja sýningin um Lárus og fram- lag hans til íslenskrar leiklist- arsögu og rannsókna á því sviði er í Þjóðarbókhlöðu og verður hún opin fram í miðjan september. Jón Viðar Jónsson, for- stöðumaður Leikminjasafns Ís- lands, sagði að það hefði verið að frumkvæði Leikminjasafnsins að ákveðið var að minnast Lárusar af þessu tilefni. „Lárus lagði ekki að- eins grunn að Borgarskjalasafni og Árbæjarsafni heldur var hann einnig frumkvöðull í rannsóknum á íslenskri leiklistarsögu. Við hjá Leikminjasafninu höfum lagt áherslu á að halda á lofti minningu þeirra sem á fyrri hluta síðustu aldar lögðu hér grundvöll að metn- aðarfullu atvinnuleikhúsi. Þegar kom að aldarafmæli Lárusar fannst okkur tilvalið að hvetja til samstarfs þeirra safna sem hann kom á fót og eru með efni frá hon- um. Þetta var gert með þeim hætti að hvert safn setti upp sýningu með því efni frá honum sem helst tengist starfi þess. Lárus var mjög ötull safnari um íslenska leiklist- arsögu og í raun fyrstur manna til að iðka hana vísindalega.“ Leikminjasafnið stóð fyrir minn- ingardegi á 100 ára afmæli Lár- usar hinn 22. maí sl. en áður hefur þeirra Vals Gíslasonar og Indriða Waage verið minnst með sama hætti. Jón Viðar bendir á að tveir af helstu frumherjum íslenskra safna- mála, Lárus Sigurbjörnsson og Sigurður Guðmundsson málari, stofnandi Þjóðminjasafnsins, hafi verið miklir áhugamenn um leik- húsmál og segir gaman að geta minnst þeirra beggja á sama ári og Leikminjasafnið er stofnað. Vegleg sýningarskrá var gefin út í tilefni af þessu sýningarhaldi og liggur hún ókeypis frammi í söfnunum. Í hana rita bæði fræði- menn og vinir Lárusar um líf hans og starf auk þess sem þar er að finna ritaskrá hans. Sýningu um Lárus Sigurbjörnsson að ljúka STOFNUN Sigurðar Nordal og Snæfellingar gangast fyrir Eyr- byggjuþingi í Grunnskólanum í Stykkishólmi á laugardag og sunnudag. Farið verður á sögu- staði í fylgd heimamanna, m.a. á þingstaðinn á Þórsnesi, að Helga- felli, inn í Álftafjörð, í Bjarnarhöfn og að Eyri. Þá verður Berserkja- gata gengin. Erindi flytja Adolf Friðriksson, Ármann Jakobsson, Elín Bára Magnúsdóttir, Eyþór Benedikts- son, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guð- rún Nordal, Helgi Skúli Kjart- ansson, Magnús A. Sigurðsson, Ólafur Halldórsson og Vésteinn Ólason. Þingið verður sett kl. 11 á morg- un og lýkur kl. 15 á sunnudag. Tvö erindi verða flutt á laug- ardag. Eyþór Benediktsson og Magnús A. Sigurðsson: Sýnilegar minjar úr Eyrbyggju. Adolf Frið- riksson: Héraðsþingin. Sjö erindi verða flutt á sunnu- dag: Ólafur Halldórsson. „Rekkju- búnaður Þórgunnu.“ Ármann Jak- obsson: „Vofa ellinnar: Af hverju er Þórólfur bægifótur svona vond- ur?“ Elín Bára Magnúsdóttir: „Hugmyndaleg átök í Eyrbyggja sögu.“ Guðrún Nordal: „Vísur og pólitík í Eyrbyggju.“ Vésteinn Óla- son: „Gísli og Snorri – karlmenn tveggja tíma?“ Helgi Skúli Kjart- ansson: „Langsótt textatengsl Eyr- byggju“ og Guðrún Ása Gríms- dóttir: „Vestlenskar fornsagnauppskriftir á 17. öld.“ Frekari upplýsingar á vef stofn- unarinnar: www.nordals.hi.is. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Ása Georgsdóttir í Miðhúsum í Breiðuvík. Í baksýn er fjara Björns Breið- víkingakappa frá Kambi, þess sem meiri vinur var húsfreyjunnar að Fróðá en goðans að Helgafelli, bróður hennar, samanber Eyrbyggju. Eyrbyggjuþing í Stykkishólmi Í GALLERÍI Álfi, sem er í Bankastræti 5, hefur undanfar- ið staðið yfir ljósmyndasýning félagsins Ljósálfanna. Gestum hefur gefist kostur á að bjóða í myndirnar og verður haldið uppboð á myndunum á sunnu- dag kl. 16. Uppboðshaldari er Ragnar Sigurjónsson ráðsmað- ur í Viðey. Sýningin nefnist 2 m² af Ís- landi og er níunda sýning ljós- myndafélagsins. Ljósmyndir á uppboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.