Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 GUÐRÚN Sigurðar- dóttir, handverks- listakona á Egilsstöðum, hefur um árabil glatt heimamenn og ferða- fólk á Egilsstöðum með litskrúðugum blóma- körfum sem standa vítt um bæinn til yndisauka. Körfurnar eru að uppistöðu úr fléttuðum birkigreinum og skiptir hún út blómum í körf- unum á hverju vori. Er- lendir ferðamenn sjást gjarnan mynda þessar körfur í bak og fyrir og má af þeim sökum gera ráð fyrir að hugmyndin hafi verið tekin í notkun víðar í heiminum en á Egilsstöðum. Birkikörfur til yndisauka Egilsstaðir STARFSMENN Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað vinna enn að því að leita að laxinum sem slapp úr sjókví í höfninni í Norðfirði fyrir rúmri viku en að sögn Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Síldar- vinnslunnar, hefur árangurinn verið lítill. Þrátt fyrir mikla vinnu við að reyna að ná laxinum aftur hefur einungis lítið brot af honum fund- ist. Af 2.928 löxum hafa aðeins um 105 ratað í net Síldarvinnslunnar. „Það koma 1–2 laxar á dag í netin en við erum með net víða. Við erum á fullu að reyna að at- huga hvar þessi fiskur liggur. Við erum að skoða Norðfjörð, Mjóa- fjörð, Reyðarfjörð og við Eski- fjörð.“ Telur ekki líklegt að laxinn lifi veturinn af Björgólfur segir að uppi séu hugmyndir um að leita lengra norður eða suður en að hvergi hafi heyrst fréttir af fiskinum. „Ég sé ekki hvert þessi fiskur hefur farið. Við höfum ekki hugs- að okkur annað en að reyna áfram í einhverja daga og jafnvel vikur. Það gerum við í samráði við opinbera aðila,“ segir Björg- ólfur. Hann telur ekki líklegt að fisk- urinn lifi veturinn af. „Ef við verðum ekki búin að finna hann innan nokkura daga tel ég ekki líklegt að hann sjáist meira hér við land.“ Síldarvinnslan er enn að slátra laxi, en nú er dælt beint úr skip- inu sem flytur laxinn og í land. Fiskurinn er því ekki lengur geymdur í sjókví eins og þegar óhappið átti sér stað. 2.928 laxar sluppu í Neskaupstað í síðustu viku Aðeins 105 laxar hafa verið veiddir Neskaupstaður NÚ er verið að plægja niður há- spennurafstreng og ljósleiðara úr Fljótsdal inn að Kárahnjúkum. Verkið er langt komið og eru allir rafstrengirnir og rörið fyrir ljósleið- arann plægð niður í einu lagi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Plægt inn að Kára- hnjúkum Kárahnjúkavirkjun ÞESSI sjaldséðu mótorhjól voru á bensínstöð á Egilsstöðum á dög- unum. Hjólin eru með hliðarvagna og spókuðu sig tvö börn í öðrum þeirra meðan foreldrarnir tóku bensín og gerðu klárt í næsta ferðaáfanga. Óvenjulegur ferðamáti Egilsstaðir Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Austrakjallarinn Egilsstöðum: Stofnfundur Hestaeigendafélags Austur-Héraðs, 29. ágúst kl. 21:00. Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum: Ágústdansleikur Harmónikku- félags Héraðsbúa 30. ágúst kl. 22:00–03:00. Egilsstaðir: Grillferð á Húsatanga með Lagarfljótsorminum 30. ágúst kl. 16:00. Valhöll, Eskifirði: Karokee 30. ágúst kl. 11:00–03:00. Ekkjufellsvöllur, Fellum: Opna Símamótið í golfi 30. ágúst kl. 10:00. Félagsmiðstöðin Ný-ung, Egils- stöðum: Austurlandsmót í Count- er-Strike. 30.–31. ágúst. Reyðarfjarðarvöllur: Álfasteins- spark 2003 31. ágúst. Hóll, Hjaltastaðarþinghá: Göngu- ferð út á Héraðssand 31. ágúst kl. 11:00. Nesbær, Neskaupstað: Opnun á málverkasýningu Kristofer Kub- ielas 1. september. Á NÆSTUNNI LANDIÐ „ÁRIÐ 2001 hófst ég, ásamt nem- endum mínum, handa við verkefni sem ég kalla ELFEN (Elemental Life-Form Encounters in Nature) og byggist á því að skrá niður reynslu fólks af yfirnáttúrlegum fyrirbærum. Kanadíska sjónvarpið er með þátt á dagskrá sem heitir Magnificent Obessions. Í þættinum fylgja þeir í vikutíma eftir fólki sem hefur sérkennileg áhugamál og mitt var nógu sérkennilegt til að hljóta náð fyrir þeirra augum,“ segir dr. Butler og hlær við. „Þess vegna er ég nú staddur hér á landi.“ Á meðan á dvöl hans stendur mun hann hitta ýmsa einstaklinga sem eru þekktir fyrir að sjá og skynja nærveru álfa, auk þess sem hann mun ferðast til staða sem eru þekktir sem álfastaðir. Dr. Butler segist vera að vinna að bók um álfa og vætti í náttúrunni og hvernig tilvist þeirra tengist daglegu lífi fólks. Því hefur hann einnig áhuga á að fá upplýsingar um fyrirtæki hér á landi sem nota álfaheiti í nöfnum sínum, hafa álfa í firma- merkjum sínum eða tengja sig á einn eða annan hátt huliðsheimum. „Mér finnst Ísland ákaflega spennandi land og ég hef haft sam- band við Íslendinga í Kanada til að leita eftir reynslu þeirra af álfum og öðrum náttúruvættum. Ég vænti þess að sú þekking sem ég afla mér hér á landi komi til með að nýtast vel í bókina mína. En mér gefst líka tækifæri til að koma þekkingu minni á framfæri í þess- ari heimsókn, því Ferðaþjónusta bænda og Hólaskóli standa fyrir fundi í Bratta, fundarsal Kenn- araháskólans við Stakkahlíð mánu- daginn 1. september nk. kl. 15 þar sem ég mun flétta saman umhverf- isvæna ferðaþjónustu og áhugann á álfunum í fyrirlestri sem ber heitið: The Changing World of Eco-tourism and the Sacredness of Nature, and the Hidden Land- scape of Elves, Gnomes and Fair- ies. Ég hef í gegnum starf mitt afl- að mér víðtækrar þekkingar á umhverfisvænni ferðaþjónustu, bæði frá sjónarhóli seljanda og kaupanda, og með því að deila þeirri þekkingu með Íslendingum tel ég mig geta hjálpað þeim að sneiða hjá mistökum sem aðrir hafa gert. Jafnframt mun ég reifa hvernig hægt er að tengja huliðs- heima við umhverfisvæna ferða- þjónustu.“ Dr. Butler mun dvelja hér á landi í nokkra daga eftir að sjón- varpsupptökum lýkur. „Ég hafði vonast til að geta séð lunda, en er víst aðeins of seint á ferð,“ segir hann. „Verra er hins vegar að ég hafði verið beðinn um að vera far- arstjóri í fuglaskoðunarferð sem fara átti til Íslands næsta vor, þar sem ég hef verið fararstjóri í slík- um ferðum víða um heim. Um leið og Íslendingar tilkynntu að þeir ætluðu að hefja hvalveiðar á ný var þeirri ferð hins vegar aflýst í mót- mælaskyni og því verður ekkert ef því að ég komi hingað næsta ár,“ segir Butler og það er greinilegt að hann er óhress með þessa ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Kanadískur pró- fessor með ein- stakt áhugamál Hann er kanadískur, prófessor í verndunarlíffræði villtra dýra og garða við Háskólann í Alberta í Kan- ada, hefur sem slíkur starfað úti um allan heim og fléttað starf sitt saman við umhverfisvæna ferðaþjón- ustu. Guðrún G. Bergmann hitti dr. James Butler og fékk að vita meira um þetta áhugamál hans. Dr. James Butler, kanadískur líffræðingur með áhuga á álfum og vættum í náttúrunni. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.