Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S infóníuhljómsveit Íslands stendur á tímamótum. Í umræðunni um Tónlist- arhús í Morgunblaðinu í vor kom fram að bæði liðsmenn sveitarinnar og stjórnend- ur segja hana ekki munu ná meiri framförum í Háskólabíói, og því sé bygging hússins brýn nauðsyn, eigi hljómsveitin að fá að þroskast og dafna. En fleira stuðlar að því að nú virðast þáttaskil hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni, þar sem bæði rekstrar- formið og rekstarerfiðleikar spila stærstu hlutverkin. Rekstrarerfiðleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar hafa verið miklir á síðustu árum, og áfallnar lífeyr- isskuldbindingar íþyngja henni verulega. Reykjavík og Seltjarnar- nes, sem ein sveitarfélaga taka þátt í rekstri hljómsveitarinnar sam- kvæmt lögum, hafa bæði óskað eftir því að losna undan þeirri fjárskuld- bindingu, Reykjavíkurborg leggur til 18% rekstrarframlaga og Sel- tjarnarnesbær leggur til 1%. Rík- isútvarpið, sem sjálft berst við mik- inn hallarekstur, leggur til 25% rekstrarframlaga til hljómsveitar- innar. Hlutur ríkisins er því um 56%. Alls námu þessi framlög 376,5 milljónum króna árið 2001. Haustið 2002 skipaði mennta- málaráðherra vinnuhóp til að fara yfir málefni Sinfóníuhljómsveitar- innar. Vinnuhópinn skipuðu Auður Björg Árnadóttir frá menntamála- ráðuneyti, Hjörleifur Kvaran frá Reykjavíkurborg, Leifur Eysteins- son frá fjármálaráðuneyti, Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar. Hópnum var ætlað að fjalla um nokkur atriði er varða rekstur hljómsveitarinnar: 1) félagsform, markmið, skyldur og fjárhagslega ábyrgð; 2) skýra slæma fjárhagsstöðu; 3) skýra áhrif lífeyrisskuldbindinga og 4) þá ný- gerðs kjarasamnings, og 5) kanna tekjumöguleika hljómsveitarinnar. Í niðurstöðum sem kynntar eru í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að sumt í lögum um Sinfóníuhljóm- sveit Íslands sé ekki í samræmi við fyrirkomulag mála í dag, er óljóst eða orkar tvímælis. Tekið er fram að sérstaklega sé þar átt við þau at- riði er snúa að fjárhagslegum sam- skiptum hljómsveitarinnar við rekstraraðila, samskiptum þeirra innbyrðis vegna áætlanagerða, ákvarðanatöku og fjárhagslegra uppgjöra. Seltjarnarnesbær reið á vaðið fyrir nokkrum misserum með ósk sína um að losna undan þátt- töku í rekstri hljómsveitarinnar og borgin og Útvarpið hafa nú óskað þess sama. Stefán Jón Hafstein, for- maður menningarmálanefndar borgarinnar, lýsir í grein í Morg- unblaðinu síðustu helgi þeim rökum sem leiddu til þess að borgin óskaði eftir endurskoðun á lögunum um hljómsveitina og segir að borgin sé fangi ákvarðana um rekstur hljóm- sveitarinnar, og sé skyldug að lög- um til að greiða sín 18% af kostnaði við rekstur sveitarinnar sama hver hann er. Á fjögurra ára tímabili hef- ur 18% framlag borgarinnar hækk- að úr 36 milljónum árið 1997 í 68 milljónir árið 2001, án þess að borg- in hafi talið sig eiga möguleika á að sporna gegn þeirri miklu hækkun eða hafa yfirleitt eitthvað um hana að segja. Fulltrúar ráðuneytanna í vinnuhópnum taka undir sjónarmið um að það sé heppilegast að umboð og ábyrgð á rekstri hljómsveitarinn- ar sé á hendi eins aðila, en ekki margra eins og verið hefur. Þess misskilnings virðist hafa gætt að með yfirlýsingu borgarinn- ar væru hugmyndir uppi um að hætta að styðja Sinfóníuhljómsveit- ina með fjárframlögum. Stefán Jón hækka miðaverð án þ bitnaði á aðsókn. En hverjar eru skýri um rekstrarerfiðleikum hljómsveitarinnar? Í skýrslu vinnuhóp fram að stærsti bagginn inn vegna lífeyrisskuldb hljómsveitin hefur þurf sig vegna fyrrverandi s – skuldbindinga sem ekk ar til greiðslu. Ástæða eyrisbyrðin hefur verið hljómsveitinni svo mjö árum er sú, að árið 1993 að svokallaðar B-hluta þ.e. ríkisfyrirtæki sem markaði og standa að ve undir kostnaði við sta með tekjum af sölu á þ vöru til almennings, þa Sinfóníuhljómsveitin; – ar standa undir þeim l unum sem ríkið greiddi Sinfóníuhljómsveitin sa með þann bagga, án þes in framlög á móti. Í fr hljómsveitarinnar hefur tekið tillit til hækkana sjóðsgreiðslum núvera manna. Sinfóníuhljóms sem sagt gert að taka isskuldbindingar sem h við án aukinna framlag arins. Árið 1997 nam þ liðlega 570 milljónum kr ur hækkað jafnt og þ áætluð í árslok 2002 milljarðar. Í skýrslunni að unnið sé að skipting ingarinnar og uppgjö rekstraraðila í samræm þeirra að rekstri hljóm Þannig eiga nú RÚV, urborg og Seltjarnarn ríkisins hugsanlega von pakka“ frá Sinfóníuhljó samræmi við prósen framlaga, þ.e. skuld sem upphaflega var á issjóðs verður hugsanleg sveitarfélögin tvö og ljósi þessa má vel ski sveitarfélaganna tvegg varpsins með núveran fyrirkomulag. Hafstein og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúar hafa báðir tekið af tvímæli um það, og lýst því yfir að ætlunin sé ekki að hætta stuðningi við hljómsveitina, heldur að því fyrirkomulagi sem nú er bundið í lögum með sjálfvirku prósentufram- lagi borgarinnar verði hætt. Fulltrúar borgarinnar hafa þó ekki kynnt neinar aðrar hugmyndir um það hvernig borgin gæti séð fyrir sér þátttöku í rekstri hljómsveit- arinnar. Ríkisfyrirtæki eða hlutafélag? Skýrsluhöfundar telja núverandi rekstrarfyrirkomulag Sinfóníu- hljómsveitarinnar flókið og ábyrgð óljósa. Ekki er þó mælt með einu rekstrarformi umfram annað, en tekið fram að rekstrarumhverfi A-hluta ríkisstofnana henti ekki fyr- ir listræna starfsemi, þ.e. að hljóm- sveitin verði alfarið rekin af ríkinu sem hrein og klár ríkisstofnun. Þótt skýrsluhöfundar segist ekki mæla með einu rekstrarformi umfram annað segja þeir þó að helst beri að skoða að hljómsveitin verði rekin sem hlutafélag. Lagt er til að vinna við lagasetningu um hlutafélög í op- inberri eigu verði hafin sem fyrst. Sjálfsaflafé er lítið brot af kostnaði Fregnir af auknum hallarekstri Sinfóníuhljómsveitarinnar kunna að koma á óvart, ekki síst vegna þess að aðsókn á tónleika hefur verið mikil og góð undanfarin misseri og hljómsveitin hefur notið mikillar listrænnar velgengni. En sjálfsafla- fé hljómsveitarinnar, tekjur af áskrift og miðasölu eru ekki nema um 13% af rekstarkostnaði, og duga því skammt til að vega upp á móti rekstrargjöldum. Skýrsluhöfundar segjast ekki sjá í fljótu bragði ónýtta tekjumöguleika, aðra en þá að hækka miðaverð. Þó kemur fram að aðgangseyrir á tónleika hljóm- sveitarinnar er hærri en aðgangs- eyrir að sambærilegum menningar- stofnunum. Ekki liggur fyrir athugun á því hversu mikið mætti Hver vill st sinfóníuhlj Ríkisútvarpið, Reykjavíkurborg og þess að losna undan ábyrgð sinni s hljómsveitar Íslands, en ríkið er fjór rekstri sveitarinnar. Bergþóra Jón um fjárhag og rekstur hljómsveitari ákvarðanir um fjárhag eru teknar rekstraraðilarnir þrír hafi nok TENGSL NEYTENDA OG BÆNDA Sauðfjárrækt hefur átt undir höggað sækja á síðastliðnum áratugum.Ástæður þess eru margar. Breytt- ar neysluvenjur hafa leitt til að stöðugt dregur úr neyslu lambakjöts. Tekjur bænda dragast saman og nú er svo komið að vart er hægt fyrir bændur að lifa á sauðfjárbúskap einum saman. Mörg slát- urhús hafa sömuleiðis hætt starfsemi og fyrr í þessum mánuði ákvað ríkisstjórnin að verja 170 milljónum til að úrelda þrjú af þeim sautján sláturhúsum sem starf- rækt hafa verið í landinu. Það er engin töfralausn til sem mun bjarga sauðfjárræktinni. Þótt margir horfi til útflutnings á lambakjöti sem há- gæðaafurð hefur árangurinn látið standa á sér. Ef sauðfjárrækt á að standa undir sér og eiga framtíð fyrir sér verður að efla tengingu íslenskra neytenda við sauðfjárræktina. Í næstu viku mun Sláturfélag Austur- lands hefja sölu og markaðssetningu á lambakjöti beint til neytenda. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem bændur selja kjöt sitt beint til neytenda í gegnum Netið og fyrir milligöngu sláturfélags- ins. Þessi sjálfsbjargarviðleitni bænda á Austurlandi er virðingarverð. Í stað þess að bugast af erfiðum aðstæðum og einangrun reyna þeir að finna nýjar leiðir til að breyta vígstöðu sinni á markaðnum. Sigurjón Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands, segir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær að um sé að ræða „veikburða tilraun til að brjótast út úr þessari einangrun“. Eflaust munu margir fylgjast af at- hygli með því hvernig til tekst. Breyttar neysluvenjur hafa vissulega bitnað á sauðfjárbændum. Það er hins vegar einnig mikilvægur þáttur í hinum breyttu neysluvenjum, jafnt hér á Ís- landi sem annars staðar í kringum okkur, að fólk er meðvitaðra um hvaðan matvæli koma og hvernig þau hafa verið með- höndluð. Neytendur horfa ekki einungis á hvað vörur kosta. Margir telja ekki síð- ur mikilvægt að hægt sé að treysta því að um hágæðaafurð sé að ræða er ræktuð hefur verið við náttúrulegar aðstæður. Til þessa hefur ríkt sú stefna af hálfu framleiðenda að kjöt sé kjöt. Þegar neyt- endur kaupa lambakjöt vita þeir ekki hvort lambið komi að norðan, austan, vestan eða sunnan. Það gætu falist ný tækifæri í því að leggja áherslu á upp- runa vörunnar. Aðstæður eru ólíkar í sveitum landsins og ætla má að það endurspeglist í landbúnaðarafurðum þeim sem framleiddar eru. Í fjölbreytni íslensks landbúnaðar ættu að felast sóknarfæri. Þá verður hins vegar að hverfa frá þeirri hugsun að kjöt sé kjöt og mjólk sé mjólk. Með beinni sölu bænda á Austurlandi er tekið lítið skref í þá átt að veita neyt- endum tækifæri til að kaupa vöru þar sem hægt er að rekja kjötið til tiltekins býlis. Sé rétt haldið á málum gæti þetta orðið til að auka áhuga neytenda og þar með efla tengsl neytenda og íslenskra bænda. RÉTTUR FORSJÁRLAUSRA FORELDRA Félag ábyrgra feðra efndi á þriðjudagtil mótmælastöðu við húsnæði sýslumannsins í Hafnarfirði. Tilefnið var, að sögn forsvarsmanna félagsins, að árétta að í forsjár- og umgengismálum séu hagsmunir barnanna ávallt látnir vera í fyrirrúmi. Að mati félagsins er of lítið tillit tekið til feðra og mikilvægis þess að þeir njóti umgengni við börn sín. Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sagði í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag að einstæð- ar mæður kæmust í of mörgum tilfellum upp með að afhenda ekki feðrunum börn- in á umsömdum umgengnistíma. „Viður- lögin við slíkum brotum hafa hingað til verið dagsektir en það hefur lítið sem ekkert verið gengið eftir því að inn- heimta þær. Kerfið virðist frekar virka öfugt, yfirvöld veita mæðrum sem hafa brotið umgengnisrétt feðra fullan um- gengnisrétt yfir börnunum og/eða tvöfalt meðlag,“ segir Garðar. Umgengnis- og forsjárdeilur eru flók- in og erfið mál, sem margar hliðar eru á. Sjaldnast á einn sökina þegar tveir deila, en því miður eru alltof mörg dæmi þess að deilur foreldranna bitni á börnunum. Brot á umgengnisrétti bitna auðvitað bæði á því foreldri, sem ekki hefur for- sjána, og á barninu sjálfu. Ástæða þess að einstæðir feður verða oftar fyrir barðinu á slíkum brotum en mæður er fyrst og fremst sú, að það er ennþá miklu algengara að móðirin fái forsjá barna eft- ir skilnað en faðirinn, fremur en að kerfið brjóti á rétti feðra fremur en mæðra. Lengi hefur viðhorfið í samfélaginu verið að barnauppeldi sé fremur hlut- verk móður en föður. Hins vegar leikur ekki vafi á að þetta viðhorf er að breyt- ast. Það þykir í vaxandi mæli sjálfsagt að báðir foreldrar taki til jafns þátt í upp- eldi barna sinna – og þá auðvitað líka þótt til skilnaðar hafi komið, því að fólk skilur ekki við börnin sín. Með t.d. nýjum lögum um fæðingarorlof gefst feðrum kostur á að helga sig litlum börnum til jafns við mæðurnar. Þegar svo er komið er auðvitað fráleitt að gera ráð fyrir að annað foreldrið sjái minna af barninu en hitt. Sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað eða sambúðarslit hefur færzt í vöxt og Morgunblaðið hefur raunar hvatt til að hún yrði meginreglan, í stað þess að semja þurfi um hana sérstaklega. For- senda þeirrar skoðunar er að báðir for- eldrar beri jafna ábyrgð á börnum sín- um. Þetta breytir ekki því, að áfram geta komið upp tilvik, þar sem umgengni for- sjárlauss foreldris, hvort heldur er föður eða móður, við barn sitt er hamlað með ólögmætum hætti. Eins og Garðar Bald- vinsson nefndi í samtali við Morgunblað- ið komst nefnd dómsmálaráðherra, sem skipuð var 1999 til að skoða umgengnis- og forsjármál, að þeirri niðurstöðu að ákvæði barnalaga veittu forsjárlausu foreldri enga vernd gagnvart því þegar forsjárforeldrið tálmaði umgengni að ástæðulausu og jafnvel með ólögmætum hætti. Nefndin lagði m.a. til að í slíkum tilvikum mætti frysta meðlagsgreiðslur, fella niður greiðslu barnabóta, að sýslu- manni yrði heimilt að kalla foreldri sem tálmar umgengi í viðtal og skylda for- eldra í ráðgjöf, og að óheimilt yrði að úr- skurða forsjárforeldri sem tálmar um- gengni viðbótargreiðslur úr hendi forsjárlauss foreldris. Þá ætti í dóms- málum til breytingar á forsjá að líta á tálmun á umgengni sem sérstaka ástæðu til að breyta forsjánni, að því gefnu að báðir foreldrar teldust hæfir til að hafa forsjá barnanna. Þessar tillögur hafa enn ekki ratað inn í löggjöf, en full ástæða er til að dóms- málaráðuneytið taki þær til skoðunar. Mikilvægast er þó að búa svo um hnút- ana, að sem flestir foreldrar hafi forsjá barna sinna og ekki þurfi að koma til deilna; það eru hagsmunir bæði foreldra og barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.