Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 29
ÁGREININGUR Samkeppn-
isstofnunar og Ríkislög-
reglustjóra um hlutverk og
verkaskiptingu
stofnananna
gagnvart meintu
samráði olíufé-
laganna hefur
þegar staðið í
rúma tvo mán-
uði. Ágreining-
urinn er enn fyr-
ir hendi þótt ríkissaksóknari
hafi tekið af skarið og lagt
fyrir ríkislögreglustjóra að
sækja gögn til Samkeppn-
isstofnunarinnar. Ég hef litið
svo á að það þjóni ekki hags-
munum almennings að beina
spjótum að annarri stofn-
uninni umfram hina. Færa má
rök fyrir því að ágreining-
urinn leiði af því að við-
urlagakafla samkeppnislag-
anna sé áfátt og þarfnist
breytinga. Hvað sem því líður
ber að virða gildandi lög og
stofnanirnar bera sameig-
inlega ábyrgð á því að ágrein-
ingur þeirra spilli ekki málinu.
Enn er hætta á að hugs-
anlegar sakir þeirra ein-
staklinga sem verið hafa
ábyrgir fyrir stjórn og rekstri
olíufélaganna fyrnist áður en
lögreglu- rannsókn hefst.
Fyrningu verður ekki slitið
með öðrum hætti því sam-
keppnislögin geyma ekki sér-
stakt ákvæði um að rannsókn
samkeppnisyfirvalda slíti fyrn-
ingu. Fyrningartími eftir alm.
hgl. er 2 ár. Nú þegar eru 20
mánuðir liðnir frá því að Sam-
keppnisstofnun hóf rannsókn
sína og enn ófyrirséð hvenær
eða hvort lögreglurannsókn
hefst.
Ef ágreiningurinn sem verið
hefur leiðir til þess að hugs-
anlegar sakir fyrnist er ljóst
að trúðverðugleiki þessara
tveggja stofnana bíður mikla
hnekki. Þeir sem kunna að
hafa bakað sér refsiábyrgð
sleppa þá frá því að axla hana
og þeir sem kunna að vera
saklausir liggja áfram undir
grun um að hafa brugðist
trausti og brotið gegn al-
menningi og hagsmunum
neytenda.
Til hagsbóta fyrir
neytendur
Umræða undanfarinna
vikna og lögfræðilegar skýr-
ingar og útlistanir leiða óhjá-
kvæmilega hugann að meg-
intilgangi og markmiði
samkeppnislaga. Lögunum er
óumdeilt fyrst og fremst ætl-
að eins og segir efnislega í 1.
gr. þeirra að efla virka sam-
keppni til hagsbóta fyrir neyt-
endur vöru og þjónustu. Við
túlkun og skýringu refsi-
ákvæða laganna, þar með talið
um það hvernig samstarfi og
verkaskiptingu skuli háttað,
eiga stofnanirnar tvær að hafa
þetta meginmarkmið að leið-
arljósi. Ágreiningur þeirra á
milli, sem leiðir til þess að
rannsókn fer ekki fram eða of
seint og sakir fyrnast, vinnur
gegn þessum markmiðum og
þar með gegn hagsmunum al-
mennings. Refsiákvæðin eru
þá hjóm eitt og varnaðaráhrif
þeirra engin.
Ekkert sem bannar
samhliða rannsókn
Samkeppnislögin fela sam-
keppnisyfirvöldum að fram-
fylgja boðum og bönnum lag-
anna og hafa eftirlit með því
að þeim sé fylgt, taka fyr-
irtæki til rannsóknar eftir því
sem ástæða þykir til og leggja
stjórnvaldssektir á þau sem
rannsókn leiðir í ljós að hafa
gerst brotleg.
Í 57. gr. laganna er ákvæði
sem eftir orðanna hljóðan
skyldar lögreglu til að rann-
saka mál um brot á þeim,
jafnt brot fyrirtækja og ein-
staklinga. Þar segir m.a. í 1.
mgr. að brot gegn þeim varði
fésektum eða fangelsi allt að
tveimur árum en allt að fjór-
um árum ef sakir eru miklar.
Þessi refisrammi sýnir glögg-
lega hversu alvarlegum aug-
um þessi brot eru litin. Í lög-
unum segir ekki að aðeins
brot einstaklinga skuli sæta
lögreglurannsókn og annarri
meðferð að hætti refsimála.
Þar segir heldur ekki að að-
eins alvarleg brot á lögunum
skuli fara í þennan farveg.
Það er því ljóst að ekkert í
samkeppnislögunum bannar
lögreglurannsókn hvort sem
er á brotum fyrirtækja eða
einstaklinga sem bera ábyrgð
á þeim og heldur ekkert sem
bannar samhliða rannsókn
lögreglu og samkeppnisyf-
irvalda.
Hitt er annað mál, eins og
ríkissaksóknari réttilega hefur
bent á í Mbl. 1. þ.m., að sam-
hliða rannsókn lögreglu og
samkeppnisyfirvalda fer gegn
markmiðunum með því fyr-
irkomulagi að hafa innan
refsivörslu- kerfisins sérstaka
stofnun til að rannsaka sam-
keppnislagabrot og gegn
þeirri sérhæfingu, hagkvæmni
og skilvirkni sem fyr-
irkomulaginu var ætlað að
tryggja. Skilvirknin er á hinn
bóginn óumdeilt engin ef
hvorugur aðilinn rannsakar
mál eða ákveðna þætti þess
og meginmarkmið samkeppn-
islaganna eru borin fyrir borð.
Lögaðilar og
einstaklingar
Í umræðunni um meint brot
á samkeppnislögum er gerður
greinarmunur á lögaðilum og
einstaklingum. Lögaðilar í
þessu samhengi eru fyrirtæki,
en fyrirtæki geta skv. skil-
greiningu samkeppnislaga líka
verið einstaklingar. Hins veg-
ar mætti af umræðunni stund-
um ætla að fyrirtæki geti lifað
og starfað sjálfstætt án nokk-
urrar mannlegrar aðkomu eða
atbeina einstaklinga, stjórn-
enda eða starfsmanna. Þannig
hefur því verið haldið fram af
hálfu Samkeppnisstofnunar að
hún hafi aðeins lögsögu yfir
fyrirtækjum og þar með nái
eftirlits- og rannsóknarskylda
hennar aðeins til þeirra. Hið
rétta er að lögin heimila að-
eins stjórnvaldssektir á fyr-
irtæki en banna stofnuninni
auðvitað hvorki að hafa eftirlit
með né rannsaka brot ein-
staklinga. Hjá því verður
heldur ekki komist því fyr-
irtæki eru ekkert annað en
mannanna verk. Ekki sjálf-
stæðir gerendur. Það eru ein-
staklingar sem skapa fyr-
irtækjum ábyrgð.
Af þessu leiðir að Sam-
keppnisstofnun hlýtur um síð-
ustu áramót þegar hún lauk
frumskýrslu sinni að hafa þá
þegar haft þá vitneskju eða
þann rökstudda grun um
refsiverð brot einstaklinga,
sem ætla verður að hafi verið
tilefni heimsóknar til Ríkislög-
reglustjóra um miðjan júní sl.
Hvers vegna var hann ekki
heimsóttur strax þegar frum-
skýrslan lá fyrir? Þó að lögin
segi það ekki beinum orðum
liggur það í hlutarins eðli og í
57. gr. samkeppnislaga að
stofnuninni ber að koma upp-
lýsingum um ætluð refsiverð
brot einstaklinga á framfæri
við lögreglu.
Þörf fyrir lögreglu-
rannsókn – án tafar
Hitt er svo annað mál að á
lögreglu hvílir óumdeilt, skv.
66. gr. laga um meðferð op-
inberra mála, skylda til að
hafa frumkvæði að rannsókn
ætlaðra refisverðra brota ein-
staklinga, því svo segir m.a. í
2. tl. að „lögregla skuli hve-
nær sem þess er þörf hefja
rannsókn út af vitneskju eða
grun um að refsisvert brot
hafi verið framið hvort sem
henni hefur borist kæra eða
ekki“. Hvorki samkvæmt
orðanna hljóðan, hefð eða
venju getur lögregla gert
kröfur um að fá upplýsingar í
ákveðnu formi. Hvað varðar
áskilnaðinn um að rannsóknar
sé þörf, þá er lögreglu vita-
skuld ekki stætt á því að
halda því fram að svo sé ekki
þar sem málið sé þegar í
rannsókn hjá samkeppnisyf-
irvöldum. Þörfin liggur í aug-
um uppi því aðeins lög-
reglurannsókn getur slitið
fyrningu brota einstaklinga.
Á hinn bóginn hefur lög-
regla þrengri heimildir til að
hefja rannsókn en Samkeppn-
isstofnun því áskilið er að
grunur lögreglu byggist á
rökum og gögnum sem hún
getur sýnt fram á og lagt
fram. Ætla verður af því sem
á undan er gengið að Sam-
keppnisstofnun ráði yfir slík-
um gögnum. Það hlaut því að
teljst bæði eðlileg og sann-
gjörn krafa að stofnunin
sinnti þeirri skyldu sinni að
koma því nægjanlega skýrt á
framfæri við lögreglu með
framlagningu gagna að hún
teldi að einstaklingar hefðu
bakað sér refsiábyrgð. Ella
bar ríkissaksóknara að kalla
eftir málinu eða ákveðnum
þáttum þess og upplýsingum
og gögnum frá stofnuninni svo
sem hann hefur nú enda gert.
Aðhalds er
augljóslega þörf
Leiðarahöfundur Mbl. 28.
júlí sl. gagnrýnir að ósekju þá
alþingismenn sem tekið hafa
þátt í umræðu um þetta mál
og sakar þá um að beita póli-
tískum þrýstingi sem geti orð-
ið til að trufla faglega meðferð
málsins. Í tilefni þessa er vert
að árétta að á alþing-
ismönnum hvílir m.a. sú
skylda að veita fram-
kvæmdavaldinu aðhald og
fylgjast með framkvæmd laga.
Ágreiningur Samkeppnisstofn-
unar og Ríkislögreglustjóra
sýnir hvoru tveggja að refsi-
ákvæðum samkeppnislaga er
ábótavant og að þörf er að-
halds þingmanna. Í þessum
tilvitnaða leiðara segir og:
,,Engin þessara eftirlitsstofn-
ana hefur gefið tilefni til að
ætla að þær skirrist við að
taka slíka ákvörðun (þ.e. að
hefja lögreglurannsókn – inn-
skot mitt) á þeim tímapunkti,
sem þær telja eðlilegan.“ (let-
urbreyting mín). Vegna tíma-
marka fyrningar sakar er ein-
mitt ekki ásættanlegt að
stofnanirnar hafi frjálst val og
mat á því hvað sé eðlilegur
tímapunkur til að hefja rann-
sókn til að slíta fyrningu. Þær
eiga að gera það án nokkurrar
tafar. Drátturinn sem þegar
er orðinn á því að hefja lög-
reglurannsókn og slíta fyrn-
ingu er fyrst og fremst til
þess fallinn að veikja tiltrú al-
mennings og vekja tortryggni
um að leikreglunum sé ekki
alltaf fylgt. Það velti á því
hverjir eigi hlut að máli.
Við framsóknarmenn leggj-
um áherslu á samkeppni í
þágu hagsmuna neytenda, að
leikreglur markaðarins séu
virtar og á stuðning við eft-
irlitsstofnanir sem eiga að
standa þar vörð.
Trúverðugleiki að veði
Eftir Jónínu Bjartmarz
Höfundur er alþingismaður.
rekstraraðilar hljómsveitarinnar
hafi nú bætt hljómsveitinni þessar
launahækkanir.
Ríkið sér um fjárhald Sinfóníu-
hljómsveitarinnar og leggur út fyrir
kostnaði. Ríkisútvarpið og Seltjarn-
arnesbær hafa ekki alltaf getað
staðið við lögboðnar skuldbindingar
sínar um greiðslur til hljómsveit-
arinnar, og skulda því ríkissjóði um-
talsverðar fjárhæðir.
Sumt í lögunum orkar tvímælis
Áður er nefnd sú grundvallarnið-
urstaða vinnuhópsins að sumt í lög-
um um Sinfóníuhljómsveit Íslands
sé ekki í samræmi við fyrirkomulag
mála í dag, sé óljóst eða orki tví-
mælis, ekki síst í því er snýr að fjár-
hagslegum samskiptum hljómsveit-
arinnar við rekstraraðila, sam-
skiptum þeirra innbyrðis vegna
áætlanagerða, ákvarðanatöku og
fjárhagslegra uppgjöra.
Sú staðreynd að með ákvörðun-
inni frá 1993 um að Sinfóníuhljóm-
sveitin og fleiri ríkisfyrirtæki standi
sjálf straum af lífeyrishækkunum er
ríkinu nú mögulegt að velta þeirri
skuldbindingu yfir á aðra rekstr-
araðila hljómsveitarinnar, og getur
það varla talist eðlilegt. Annað at-
riði sem hlýtur að eiga sinn þátt í
því að Útvarpið og sveitarfélögin
vilja losna undan „gjaldaáskriftinni“
er það að þau eiga ekki möguleika á
að taka sjálfstæða afstöðu til fjár-
lagatillagna hljómsveitarinnar.
Borgin, Seltjarnarnes og Útvarpið
eru bundin af ákvörðunum Alþingis
í fjárlögum. Alþingi ákveður í fjár-
lögum hvaða hækkanir hljómsveitin
fær, og sveitarfélögin og Útvarpið
eru skuldbundin að lögum til að
reiða fram fé á móti samkvæmt pró-
sentuskiptingunni. Á árunum 1997–
2000 lagði fjárlaganefnd Alþingis
árlega til hækkun ríkisframlags,
samtals að fjárhæð 23 milljónir
króna. Ríkisútvarpið og sveitar-
félögin þurftu að reiða fram 18
milljónir á móti í samræmi við pró-
sentuskiptinguna.
Í skýrslunni kemur fram að aðrir
rekstraraðilar en ríkið fá ekki einu
sinni senda starfsáætlun hljómsveit-
arinnar, en starfsáætlun er samin af
hljómsveitarstjóra, verkefnavals-
nefnd og starfsmönnum hljómsveit-
arinnar og lögð fyrir stjórn hljóm-
sveitarinnar, eins og tillögur
framkvæmdastjóra um rekstrarút-
gjöld og hækkun rekstrarframlaga.
Hins vekur það furðu að fulltrúar
rekstraraðila í stjórninni skuli ekki
kynna starfsáætlunina sem óskir
um fjárveitingar eru byggðar á
þeim sem gefa þeim umboð til
stjórnarsetunnar. Skýrsluhöfundar
segja að „ekki sé vitað til þess að
fulltrúar rekstraraðila í stjórn hafi
kynnt starfsáætlanir formlega fyrir
rekstraraðilum, að minnsta kosti
ekki á síðustu árum, eins og lögin
gera ráð fyrir“.
Það hlýtur að vera brýnt að lög
um Sinfóníuhljómsveit Íslands verði
endurskoðuð. Núverandi rekstrar-
fyrirkomulag er flókið og til þess
fallið að skapa ágreining milli
rekstraraðila, sem standa ekki jafn-
ir gagnvart mikilvægum ákvörðun-
um um fjármál sveitarinnar. Skuldir
vegna lífeyrisskuldbindinga þarf að
leysa, og þar hlýtur ríkið að þurfa
að axla nokkra ábyrgð. Hvers vegna
ættu íbúar Seltjarnarness frekar en
t.d. Kópavogs að greiða þann reikn-
ing?
Samningur um byggingu tónlist-
arhúss gefur fyrirheit um að hljóm-
sveitin eigi góða framtíð í vændum í
listrænum málefnum. Svo virðist
sem tímabært sé að taka ærlega til
hendinni í öðrum málefnum hljóm-
sveitarinnar.
Auk þessara lífeyrisskuldbind-
inga hefur orðið gríðarleg hækkun á
greiðslum Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar á lífeyrisframlagi fyrrverandi
starfsfólks sem fær greiddan lífeyri
samkvæmt eftirmannsreglunni svo-
nefndu. Samkvæmt reglum LSR
getur starfsmaður ráðið því við
starfslok hvort lífeyrisgreiðslur
hans hækki í samræmi við vísitölu-
hækkun dagvinnulauna – sam-
kvæmt meðaltalsreglunni, eða í
samræmi við launahækkanir eftir-
manns í starfi.
Á síðustu árum hefur verið gerð
gangskör að því að einfalda launa-
kerfi ríkisins, afnema aukagreiðslur
og færa öll laun inn í taxta. Hjá
þeim sem áður þáðu lífeyri sam-
kvæmt eftirmannsreglunni var ein-
göngu miðað við hækkanir á föstum
launum, – aukagreiðslur, svo sem
óunnin yfirvinna, voru ekki teknar
með í reikninginn. Með launaskriði
og þessum breytingum á launakerf-
inu sjálfu hafa fastlaunataxtar
hækkað umtalsvert, og hækkanir á
lífeyri þessa hóps að sama skapi.
Vissulega var löngu tímabært að
lagfæra launakerfi ríkisstarfsmanna
og færa til betra horfs, þótt eftir
standi að lífeyrisskuldbindingar rík-
isfyrirtækja á borð við Sinfóníu-
hljómsveitina hafi hækkað umtals-
vert fyrir vikið. Það má eins færa
rök fyrir því að lífeyrisþegar sem
tóku lífeyri samkvæmt eftirmanns-
reglunni hafi áður verið snuðaðir
um hluta lífeyris síns meðan föst
laun voru aðeins hluti raunveru-
legra launa, – en hafi nú náð fram
sanngjarnri leiðréttingu. Í skýrslu
vinnuhópsins kemur fram að á ár-
unum 1999–2001 hafi hljómsveitin
greitt ríflega 67 milljónir króna til
lífeyrisþega á eftirmannsreglunni,
ámóta upphæð og umframútgjöld
hljómsveitarinnar voru á sama tíma-
bili, og árið 2002 nam þessi upphæð
tæpum 40 milljónum króna.
Þriðja atriðið sem hefur vegið
þungt í hallarekstri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar eru kjarasamningar
sem gerðir voru árið 2001 og þar
með enn auknar lífeyrisskuldbind-
ingar. Í skýrslunni kemur fram að
þess að það
ngar á mikl-
m Sinfóníu-
psins kemur
n sé til kom-
bindinga sem
ft að taka á
starfsmanna,
ki eru komn-
þess að líf-
ð að íþyngja
ög á síðustu
3 ákvað ríkið
stofnanir, –
m starfa á
erulegu leyti
arfsemi sína
þjónustu eða
ar með talið
skyldu sjálf-
ífeyrishækk-
i áður beint.
at því uppi
ss að fá auk-
ramlögum til
r aðeins verið
a á lífeyris-
andi starfs-
sveitinni var
á sig lífeyr-
hún réð ekki
ga til rekstr-
essi upphæð
róna, en hef-
þétt og var
tæplega 1,4
kemur fram
u skuldbind-
öri á milli
mi við aðild
sveitarinnar.
, Reykjavík-
nesbær auk
n á „skulda-
ómsveitinni í
ntuskiptingu
dbindingunni,
herðum rík-
ga velt yfir á
Útvarpið. Í
ilja óánægju
gja og Út-
ndi rekstrar-
tarfrækja
jómsveit?
Seltjarnarnesbær hafa óskað
em rekstraraðilar Sinfóníu-
rði og stærsti þátttakandinn í
nsdóttir skoðaði nýja skýrslu
nnar, þar sem fram kemur að
r af ríkinu, án þess að hinir
kkuð um þær að segja.
Morgunblaðið/Einar Falur
begga@mbl.is