Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu SENDUM Í PÓSTKRÖFU Multi-vítamin og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. AKUREYRINGAR áttu þrjá full- trúa í hinu bráðefnilega piltalands- liði Íslendinga í handknattleik, sem nýlega vann frækilegan sigur á Evrópumeistaramótinu. Þetta voru þeir Arnór Atlason og Árni Björn Þórarinsson úr KA og Árni Þór Sig- tryggsson úr Þór. Af þessu tilefni ákvað Akureyr- arbær að heiðra þessa afreksmenn sérstaklega og efndi til samsætis í gær. Þar veitti Jakob Björnsson, starfandi bæjarstjóri, piltunum fjárupphæð í viðurkenningarskyni fyrir árangurinn en strákarnir í landsliðinu þurfa að greiða tugi þúsunda úr eigin vasa þegar haldið er í keppnisferðalög. Guðný Jó- hannesdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins, afhenti þeim síðan blómvönd og gat þess í ræðu sinni að Akureyrarbær hefði það á stefnuskránni að styðja við bakið á ungu afreksfólki í íþróttum. Evrópumeistarar heiðraðir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðný Jóhannesdóttir, Árni Björn Þórarinsson, KA, Árni Sigtryggsson, Þór, Arnór Atlason, KA, og Jakob Björnsson, starfandi bæjarstjóri. hagstæðastar fyrir börn og unglinga og uppalendur þeirra. Af þeim sök- um hafi bæjaryfirvöld lagst gegn há- tíðum á borð við „Halló Akureyri“ en ákveðið að styðja fjölskylduskemmt- anir í staðinn. Höfðað um of til annars en fjölskyldufólks Í bókun bæjarráðs segir: „Af greinargerðum um hátíðina „Ein með öllu“ má draga þá ályktun að við undirbúning hátíðarinnar hafi að- standendur hennar með auglýsing- um sínum höfðað um of til annars markhóps en fjölskyldufólks. Þar sem ljóst er að „samsetning“ hátíð- Í KJÖLFAR nýafstaðinnar verslun- armannahelgar tók bæjarráð Akur- eyrar þá ákvörðun að fjalla um og meta hvernig til tókst um fram- kvæmd hátíðarinnar „Ein með öllu“ sem haldin var í bænum. Formaður bæjarráðs leitaði af því tilefni álits þeirra sem á einhvern hátt komu að undirbúningi og framkvæmd hátíð- arinnar. Svör hafa borist frá þeim sem leitað var til og á fundi ráðsins í gær var fjallað um málið. Í bókun ráðsins kemur fram að Akureyrarbær hafi mótað stefnu í fjölskyldu- og forvarnamálum. Í þeirri stefnu sé mikil áhersla lögð á að gera allar kringumstæður sem argesta hefur mikil áhrif á fram- kvæmd og framvindu hátíðarinnar mun bæjarráð skoða þetta atriði frekar.“ Að auki telur bæjarráð að rekstur tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti á hátíðum á borð við þessa þarfnist endurskoðunar og felur fram- kvæmdaráði að taka það mál til um- fjöllunar og leggja fram tillögur til úrbóta eða breytinga. Að lokum ákvað bæjarráð að gefa íbúum Akureyrar kost á að koma áliti sínu á framfæri með því að fram- kvæma viðhorfskönnun meðal þeirra og taka málið fyrir að nýju þegar hún liggur fyrir. Bæjarráð Akureyrar um hátíðina „Eina með öllu“ Höfðað var um of til ann- arra en fjölskyldufólks AKUREYRARVAKA verður haldin á morgun, laugardag, frá morgni til kvölds. Formleg setning verður reyndar í kvöld, á afmælisdegi Akur- eyrarbæjar. Þá verður Lystigarð- urinn lýstur með ljósakeðjum og að setningu lokinni verður boðið upp á leiksýningu í garðinum, kórsöng, leið- sögn um sýninguna 13+3 og fleira. Í fyrramálið verður Akureyringum og gestum þeirra boðið í sund í Sund- laug Akureyrar milli kl. 10 og 12. Eft- ir hádegi verður stigvaxandi dagskrá um allan bæ þar sem á milli 50 og 60 viðburðir af fjölbreytilegum toga verða í boði. Má þar nefna:  Litum Listagilið: Börnin fá að lita Listagilið í öllum regnbogans litum.  Tíu ára afmælissýning Listasafns- ins á Akureyri sem opnar kl. 15 og er þar um einstæðan viðburð að ræða þar sem Listasafnið og Þjóðminja- safnið taka höndum saman.  Íþróttafélög bjóða börnum á hest- bak og í ýmsa leiki á flötinni við Sam- komuhúsið milli kl. 15–17 og í Komp- aníinu sýna Sérstæklingarnir Fóu Feykirófu með reglubundu millibili.  Í miðbænum verður fjölbreytt dagskrá og tónlistarmenn leika listir sýnar um víðan völl.  Í Listagilinu verður allsérstæð sýning kl. 22 þar sem koma við sögu ljós, hljóð, eldur og íslensk hönnun en það er ASK?-hópurinn sem heldur þar tískusýningu undir beru lofti í gilinu miðju. Formlegri dagskrá lýkur með flug- eldasýningu kl. 23.15 en sitthvað verður í boði eftir það á einstökum stöðum. HVERNIG væri umhorfs á Ak- ureyri ef íbúar bæjarins væru margfalt fleiri en þeir eru nú? Fólk hefur e.t.v. velt því fyrir sér, og einhvers konar svar kann að vera í augsýn. Á sýningunni Abbast upp á Akureyri, sem opnuð verður í Listasafninu á morgun, velta myndlistarmennirnir Erla S. Har- aldsdóttir og Bo Melin því fyrir sér hvernig Akureyrarbær gæti litið út í óræðri framtíð ef þar byggju í kringum 700 þúsund manns. Erla og Bo skeyta saman ljós- myndum frá Akureyri og stærri þéttbýlisstöðum úti í heimi. „Þetta er ekki framtíðin í okkar huga; frekar möguleg veröld, ef hér byggju mun fleiri,“ segir Bo Melin við Morgunblaðið. „Við erum ekki að segja að þetta sé annaðhvort betri leið eða verri fyrir Akureyri. Við leggjum ekki mat á það. Hér er hins vegar um aðra leið að ræða.“ Myndirnar eru unnar sérstak- lega vegna þessarar sýningar og ekki hægt að sýna þær annars staðar en á Akureyri, að mati lista- mannanna. „Þetta er einhvers kon- ar innsetning sem er algjörlega rýmistengd við Akureyri,“ segir Erla. „Við mynduðum hér í maí en hinar myndirnar sem við notum áttum við í safni. Við höfum ferðast víða til að mynda fyrir þetta verkefni,“ segir Erla, en þetta er þriðja sýningin af þessum toga sem þau vinna saman. Árið 2000 „breyttu“ þau smábænum Skoghall í Svíþjóð í úthverfi stór- borgar, Reykjavík var verkefni þeirra árið eftir og nú Akureyri. „Við völdum staði á Akureyri sem allir kannast við; kirkjuna, bláa húsið í göngugötunni [París svokallað] og svo Bautann og ís- búðina í gilinu, sem eru komin til San Francisco!“ segir Erla en leggur áherslu á að engin þekkt kennileiti frá hinum stöðunum sjá- ist. Á einni myndinni, sem tekin er frá Oddeyrarbryggju, eru komin þrjú háhýsi í miðbæinn og fremst á myndinni eru þrír drengir að leik, að því er virðist. En ekki er allt sem sýnist: þegar betur er að gáð sitja þeir og reykja og drekka bjór! Þau leggja einmitt áherslu á að öll smáatriði skipti miklu máli. „Þegar fólk gengur um sömu götu daglega hættir það að taka eftir umhverfinu,“ segir Erla. Kveikjan að endanlegri útgáfu myndarinnar var, segir Erla, at- burður sem varð þegar þau voru á bryggjunni að mynda. „Þá kom allt í einu bíll brunandi niður að höfn og unglingar ældu út um gluggann á honum!“ Rétt er að geta þess að tvær sýningar verða raunar opnaðar í safninu á morgun, hin er Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda sem sett er upp í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Það er afmæl- issýning; Listasafnið er 10 ára um þessar mundir og Þjóðminjasafnið, elsta safn lýðveldisins, 140 ára. MYNDLISTARMENNIRNIR Jón- as Viðar og Þórarinn Blöndal opna á morgun nýjan sýningarsal á Akur- eyri. 02 Gallery, eins og þeir kalla staðinn, er staðsettur í Amarohúsinu í Hafnarstræti 101. Fyrstur til að sýna í galleríinu verður myndlistarmaðurinn Finnur Arnar. Í frétt frá fyrirtækinu segir að 02 Gallery stefni að metnaðar- fullri sýningarstarfsemi og meðal annarra muni sýna þar á næsta ári Aron Mitchell, Arna Valsdóttir, Ás- laug Thorlacius, Hlynur Hallsson, Húbert Nói, Jón Laxdal, Magnús Sigurðarson, Margrét Blöndal og Snorri Ásmundsson. 02 Gallery á laggirnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jónas Viðar Sveinsson, t.v., og Þór- arinn Blöndal eru eigendur hins nýja gallerís. Hvernig væri umhorfs á Akureyri ef íbúar bæjarins væru 700 þúsund? „Leikur með umhverfið“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin við eitt verka sinna í Listasafninu. Listasumri lýkur á morgun með Akureyrarvöku Eldur, vatn og allir regnbogans litir TENGLAR ..................................................... www.akureyri.is GUÐMUNDUR Magnússon, fram- kvæmdastjóri Lundar, sem á og rek- ur nýju nemendagarða framhalds- skólanna á Akureyri, telur að gagnrýni hótelhaldara í bænum á rekstur sumarhótels á nemenda- görðunum sé að hluta til á misskiln- ingi byggð. „Hótelrekstraraðilinn nýtur ekki góðs af því hvernig húsið er fjár- magnað. Það fór fram útboð meðal hótelrekstraraðila og Flugleiðahótel þurftu að senda inn tilboð eins og aðrir. Hagstæðasta tilboðinu var tekið og það er alger misskilningur að hótelið njóti góðs af því hvernig Lundur fjármagnar húsnæðið. Að halda því fram að hótelreksturinn sé fjármagnaður með ríkisfé er bara ekki rétt,“ sagði Guðmundur og bætti við að hinn almenni skattgreið- andi hlyti að vilja sjá svona fram- leiðslutæki nýtt allt árið. „Það sem við erum að gera er bara liður í því. Það hefði verið hægt að setja út á þetta ef Flugleiðahótel hefðu samn- ing við Lund á óeðlilegum kjörum. Það er fjarri lagi, þeir voru einfald- lega með hagstæðasta tilboðið,“ sagði Guðmundur. Hann telur að horfa eigi á málið í stærra samhengi og þegar til lengri tíma litið efli þetta sumarhótel ferða- þjónustuna í bænum. „Auðvitað er erfitt þegar aukið hótelrými kemur inn á markaðinn og þá þarf mark- visst að finna markað fyrir aukn- inguna. Eins og í öðrum atvinnu- greinum tekur það tíma. Einkenni ferðaþjónustu á Akureyri er að nýt- ingin yfir sumarið er mikil en minni á veturna. Þessi viðbót er bara yfir sumartímann og það hlýtur að henta hótelrekstrarmarkaðinum betur,“ sagði Guðmundur Magnússon. Framkvæmdastjóri nemendagarða framhaldsskólanna Hótelreksturinn ekki fjár- magnaður með ríkisfé ÁRLEGT ágústhraðskákmót Skák- félags Akureyrar verður haldið á sunnudagskvöldið í Íþróttahöllinni. Mótið hefst kl. 20 og eru allir vel- komnir. Á NÆSTUNNI ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.