Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ný Lína Langsokkur sprettur fram á fjölum Borgarleik- hússins 14. september. Anna G. Ólafsdóttir spjallaði við Línu, leikstjórann og þýðandann. Á kafi í tónlist Védís Hervör Árnadóttir tók sér hlé frá íslenskum tón- listarheimi og vann að list sinni í London. Hún ræddi við Ragnhildi Sverrisdóttur um tónlistina og fleira. Net milli plánetnanna Vinton G. Cerf er einn af „feðrum Netsins“. Svavar Knútur Kristinsson ræddi við Cerf um möguleika fram- tíðarinnar. Sterkasta stelpa í heimi á sunnudaginn BLAIR BER VITNI Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bar vitni fyrir rannsókn- arnefnd Hutton lávarðar í gær. Þar neitaði hann að hafa átt við leyni- þjónustuskýrslu um vopnaeign Íraka til að geta réttlætt stríðið og sagði að ef svo hefði verið hefði hann orðið að segja af sér sem forsætis- ráðherra. Hljómsveit í vanda Ógreiddar lífeyrisskuldbindingar Sinfóníuhljómsveitar Íslands námu um 1,4 milljörðum króna í árslok 2002. Nam skuldin liðlega 570 millj- ónum árið 1997. Harmar niðurrif á stokki Fornleifavernd ríkisins harmar að langstærstur hluti hitaveitustokks milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verði rifinn og aðeins skilinn eftir stuttur bútur til varðveislu í miðbæ Mosfellsbæjar. Fornleifaverndin fær enga fjármuni til varðveislu yfir 700 minja víða um land. Hækkun bílatrygginga Verð bifreiðatrygginga hefur hækkað um 86,6% frá því í árs- byrjun 1999, þó mest á fyrri hluta þessa tímabils. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um rúm 20%. Talsmaður FÍB segir að iðgjöldin hafi verið óeðlilega há. Langt seilst í niðurstöðum Niðurstöður bandarískrar rann- sóknar á sambandi bekkjarstærðar og námsárangurs, þar sem m.a. kemur fram að íslenskir kennarar hafi ónóga menntun til að hafa stjórn á fjölmennum bekkjum, eru gagnrýndar hér á landi. Telja menn höfunda rannsóknarinnar seilast mjög langt í túlkun á niðurstöðum. Þær byggist m.a. á vanþekkingu á íslensku samfélagi. Lesblinda vegna erfðagalla Finnskir vísindamenn telja að les- blinda orsakist af galla í erfðaefni eftir að hafa gert rannsókn á 20 finnskum fjölskyldur þar sem les- blinda er algeng. Þeir telja að sé kenning þeirra rétt verði jafnvel hægt að þróa lyf gegn henni. Gamlar búðir F Ö S T U D A G U R 2 9 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B  TYGGJÓKLESSURNAR BURT!/2  DAÐUR Í DULARGERVI/2  Í QAQORTOQ Á GRÆNLANDI – HREINDÝRASTEIK Á TUNNUVERK- STÆÐINU/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  GAMLAR búðir með sögu ogupprunalegt nafn erunokkrar í miðborginni.Hver kannast ekki við Ey- mundsson, Guðstein, Bernhöfts- bakarí og Liverpool, að ekki sé talað um Lífstykkjabúðina eða Andrés? Fullt verslunarfrelsi frá einok- unarverslun Dana komst á hérlendis á árunum 1854-1855, en nokkurt frelsi fékkst fyrr. Í bókinni Íslenzk verslun eftir Vilhjálm Þ. Gíslason frá 1955, kemur fram að í Reykjavík var Knudtzonsverzlun elst, stofnuð 1792 en Knudtzon þessi stofnaði fyrsta brauðgerðarhúsið í Reykjavík sem Daníel Bernhöft stjórnaði og er grunnur hins góðkunna Bernhöfts- bakarís, sem talið er að sé elsta starfandi verslun í Reykjavík, stofn- uð árið 1834. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar á sér eins og Bernhöftsbakarí langa sögu og hefur gengið í gegn- um miklar breytingar en verslunin var stofnuð á áttunda áratug nítjándu aldar. Annað fyrirtæki er gengið hefur í gegnum miklar breyt- ingar frá stofnun, heitir nú TVG- Zimsen og er flutningafyrirtæki, en rætur þess liggja allt til ársins 1894 þegar Jes Zimsen stórkaupmaður hóf rekstur verslunar í Reykjavík. Um og upp úr aldamótunum 1900 stofnuðu Íslendingar verslanir í auknum mæli og enn er t.d. starf- andi Jón Sigmundsson skartgripa- verslun á Laugavegi sem var stofn- uð árið 1904. Kjörbúðin Vísir er blómstra enn Morgunblaðið/Jim Smart einnig meðal elstu starfandi versl- ana í Reykjavík og fleiri eiga sér langa sögu. Á tímum innflutningshafta og gjaldeyrisskorts á krepputímum og fram eftir liðinni öld, voru klæð- skerar á meðal þeirra sem gátu gert mikið úr litlu með því að flytja inn efni og sauma í stað þess að flytja inn tilbúin föt eins og nú. Andrés Andrésson klæðskeri og síðar Bern- harð Laxdal klæðskeri voru á meðal þeirra sem ráku saumastofur og verslanir. Verslanirnar starfa enn og eru þekktar undir upphaflegum nöfnum. Á sama hátt var rekin saumastofa samhliða Lífstykkjabúð- inni sem stofnuð var árið 1916, en lífstykkjasaumur er nú aflögð iðn- grein. Nöfnin þekkt að góðu 4 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 11/15 Minningar 32/37 Erlent 16/17 Bréf 38 Höfuðborgin 17 Dagbók 40/41 Akureyri 18 Staksteinar 40 Suðurnes 20 Sport 43/45 Landið 21 Leikhús 46 Austurland 22 Fólk 46/53 Listir 23/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. SENN líður að september en þrátt fyrir það er enn sumarlegt um að litast á Austurvelli. Gott er að tylla sér á bekkina og virða fyrir sér fjölskrúðugt mannlífið. Ekki er verra að hafa sjónauka við hönd- ina ef sjá þarf umhverfið í höfuðborginni í skýrara ljósi. Morgunblaðið/Ómar Kíkt á mannlífið á Austurvelli FRYSTITOGARINN Venus HF hefur verið í ágætri karfaveiði rúm- lega 500 km suður af Hvarfi á Græn- landi síðustu fimm daga. Haraldur Árnason skipstjóri sagði í gærkvöldi að veiðin hefði aðeins dottið niður þá um daginn. Þó hefur hann verið að fá um 25 tonn í hali og segist sáttur nái hann tveimur til þremur tonnum fyrir hvern klukkutíma sem togað er. Um 10 skip voru á þessu svæði seint í gær. Sex þeirra voru íslensk og nokkrir rússneskir togarar. Har- aldur segir aflann ágætis hráefni en að úthafskarfinn sé eins og venju- lega svolítið smár. Það taki þá allt að 20 daga að fylla skipið og til þess eigi þeir næga hlutdeild í úthafs- karfakvóta Íslendinga utan fisk- veiðilögsögunnar. Haraldur segir að þessi ágæta veiði nú komi ekki á óvart þrátt fyrir að rannsóknarleiðangur Hafrann- sóknastofnunar hafi komist að þeirri niðurstöðu í júlí sl. að stofn úthafs- karfans væri í algjöru lágmarki. Samkvæmt nýjum mælingum á stærð stofnsins að vera aðeins um 5% af því sem hann var árið 1994 eða um 100.000 tonn. Haraldur segir að hann hafi ekki tekið mikið mark á þessum tölum. Hafsvæðið þarna sé það stórt að erf- itt sé að „telja alla fiskana í sjónum“. Símon Jónsson, skipstjóri á Örfir- isey, var að koma á miðin í gær og nýlega búinn að kasta trollinu þegar Morgunblaðið hafði samband. Hann sagði að veiðin væri róleg í augna- blikinu en hefði verið góð undan- farna viku. Ágæt úthafskarfaveiði síðustu daga við Hvarf ELDUR kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýli við Gyðufell í Reykjavík í gær. Lögregla rýmdi allar íbúðir í stigaganginum en enginn var í íbúðinni þar sem eld- urinn kom upp. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á um þrjátíu mínútum. Skemmdir á herberginu voru miklar og tölu- verðar reykskemmdir í íbúðinni en aðrar íbúðir í húsinu virðast ekki hafa skemmst. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sjón- varpstæki. Lögreglubifreið lenti í óhappi á leið á staðinn og slösuð- ust tveir lögregluþjónar lítillega. Eldur út frá sjónvarpstæki SAMTÖK atvinnulífsins og Alþýðu- sambandið funda á mánudag um stöðu mála á Kárahnjúkasvæðinu að beiðni ASÍ, en eins og fram hefur komið vill ASÍ funda bæði með Sam- tökum atvinnulífsins og ríkisstjórn um málið. „Ég get staðfest að forystumenn ASÍ hafa óskað eftir fundi með Sam- tökum atvinnulífsins til að ræða um virkjanamálefni. Fundurinn mun fara fram eftir helgina, en ekki er meira um það að segja á þessu stigi,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um fund með ASÍ. Á fund- inum muni skýrast í hverju gagnrýni ASÍ-forystunnar sé fólgin. Árni segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að veita aukið fé til eftirlitsaðila á Austurlandi eins og þeir hafa farið fram á. Hann segir að sumar eftirlitsstofnananna séu rekn- ar fyrir hluta af tryggingargjaldi sem aukist með auknum umsvifum í sam- félaginu. „Eftir því sem umsvifin aukast hækka því tekjur þeirra.“ Árna sagði að ekkert mál sem varð- ar meint brot á kjarasamningum hjá erlendum starfsmönnum hafi komið inn á borð í félagsmálaráðuneytinu. „Það er alls konar orðrómur og gagn- rýni uppi úr ýmsum áttum en það hef- ur ekki komið inn á borð hjá okkur.“ Fundað um Kárahnjúka eftir helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.