Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.icelandair.is
Fara með krakkana í Disney World.
Heimsækja St. Augustine, sem er einn af
elstu bæjum Bandaríkjanna.
Í Florida þarftu að:
á mann í 8 daga m.v. hjón með 2 börn yngri en 12 ára
með 10.000 kr. afslætti. Innifalið: flug, gisting á Best
Western Plaza, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
21
62
2
0
8/
20
03
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Verð frá 46.053 kr.
Orlando
www.icelandair.is/florida
TVEIR bræður ætla að synda Við-
eyjarsund um hádegi á morgun til
að minnast bróður síns sem fyr-
irfór sér, og til að safna fé fyrir
Geðhjálp, sem þeir segja að hafi
reynst fjölskyldunni mjög vel í kjöl-
far missisins.
Jóhannes Páll og Ari Gunn-
arssynir ætla að synda frá Viðey
inn á gömlu höfnina í Reykjavík,
alls um 4.250 metra, og reikna með
að vera um 1,5 til 2 klst. á leiðinni.
Stefnt er á að leggja af stað frá
Viðey um klukkan 12 á hádegi á
morgun, en þá er reiknað með að
straumar og verður verði hagstæð
fyrir sundið. Bræðurnir eru báðir
miklir sundmenn, Ari, sem er 19
ára, keppir í sundi fyrir Ármenn-
inga og Jóhannes Páll, 24 ára,
keppti áður fyrr og er að reyna að
koma sér í keppnisform aftur.
„Geðhjálp hefur hjálpað for-
eldrum okkar, sérstaklega móður
okkar, mjög mikið og þegar það
barst í tal að við ætluðum að reyna
að synda Viðeyjarsund kom það
upp að við gætum reynt að láta
gott af okkur leiða í leiðinni og
styrkja gott málefni,“ segir Jó-
hannes Páll, en bræðurnir ætla að
synda til minningar um látinn
bróður sinn, Kristján Árna Gunn-
arsson, sem var tvíburabróðir Jó-
hannesar Páls.
Ari viðurkennir að þeir bræður
hafi ekki mikla reynslu af sjósundi,
þó að þeir hafi synt mikið í sjónum
undanfarinn mánuð til að undirbúa
sig. „Við byrjuðum á þessu í sumar
en ég mundi nú ekki segja að við
værum vanir. Ég held að maður
venjist seint þessum kulda. Það er
tvennt ólíkt að synda í sjónum og
synda í sundlaug. Það er talsvert
betra að synda í sjónum þar sem
hann er saltur, en það er aftur erf-
iðara vegna kuldans. Eftir einn og
hálfan tíma í sjónum er erfitt að
tala og allar hreyfingar verða mjög
skertar vegna kuldans.“
Lyktuðu eins og selir í viku
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
bræðurnir reyna Viðeyjarsund.
Þeir reyndu fyrir um mánuði án
nokkurs undirbúnings. Þeir voru
nálægt því að komast alla leið en
þurftu að gefast upp og voru teknir
um borð í bát sem fylgdi þeim. Ari
segir að þeir séu mun betur und-
irbúnir fyrir sundið núna, þeir hafi
synt talsvert í sjónum í millitíðinni
og séu fullvissir um að komast alla
leið í þetta skiptið. „Þegar við för-
um í eitthvert verkefni hættum við
ekki fyrr en við höfum klárað það.
Síðast náðum við ekki að klára en
við erum staðráðnir í að klára það
núna,“ segir Ari.
Nú hafa Ari og Jóhannes Páll
rætt við fjölmarga sundmenn sem
hafa þreytt Viðeyjarsund, auk þess
sem Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur
verið óþreytandi hjálparhella í öllu
sem viðkemur sundinu. Jóhannes
Páll segir að Sveinn sé búinn að
ákveða leiðina með aðstoð GPS-
tækis og muni auk þess stýra bátn-
um sem mun fylgja þeim félögum á
sundinu.
Bræðurnir munu synda Viðeyj-
arsundið á sundskýlum með sund-
hettur, en ekki í blautbúningum.
Þeir segjast ætla að smyrja á sig
samtals kílói af ullarfeiti til að ein-
angra og minnka áhrifin frá kuld-
anum. „Við töluðum við fullt af
frægu sundfólki sem ráðlagði okk-
ur allt frá lýsi að vasilíni,“ segir Jó-
hannes Páll. „Við smurðum einmitt
lýsi á okkur síðast en ætlum ekki
að gera það aftur. Lyktin var
ógeðsleg, við vorum eins og selir í
viku á eftir. Alger viðbjóður.“
„Svona í og með viljum við líka
sýna sundmönnum frá Skaganum
hvernig á að synda í sjó,“ segir Ari.
„Þeir syntu frá Reykjavíkurhöfn
upp á Skaga, í blautbúningum, einn
í einu í hálftíma í senn. Það er ekk-
ert mál, það getur hver sem er gert
það.“
Synti á móti straumnum
Bræðurnin ætla að synda Viðeyj-
arsundið til minningar um bróður
sinn, Kristján Árna, sem fyrirfór
sér fyrir tæpu einu ári, þá 23 ára
gamall. „Hann var búinn að vera
mjög þunglyndur lengi, en hafði
farið versnandi síðustu árin,“ segir
Jóhannes Páll, sem var tvíbura-
bróðir Kristjáns. „Hann var svaka-
lega feiminn og lítill í sér. Synti sí-
fellt á móti straumnum. Hann hafði
reynt þetta nokkrum sinnum áð-
ur.“
Kristjáni leið mjög illa og lenti í
óreglu í kjölfar þunglyndisins, seg-
ir Jóhannes Páll: „Undir það síð-
asta sagði hann við mig að einu
skiptin sem honum liði ekki illa
væri þegar hann væri í vímu. Ég
gleymi því aldrei.“
„Það sem Kristjáni fannst vera
sitt síðasta hálmstrá í lífinu var að
fara til Frakklands og reyna að
ganga til liðs við Frönsku útlend-
ingahersveitina. Honum fannst að
það mundi bjarga sjálfsálitinu ef
það tækist. Hann fór einn til
Frakklands og reyndi en það voru
bara um tveir af áttatíu sem
reyndu sem komust í hersveitina.
Honum var vinsamlegast sagt að
fara og koma ekki aftur. Stundum
gefa þeir möguleika fyrir þá sem
komast ekki inn að koma aftur síð-
ar, en í hans tilviki var það ekki
gert.“ Kristján fyrirfór sér um viku
eftir að hann kom heim.
Dauði Kristjáns hafði gífurleg
áhrif á alla fjölskylduna. „Það tók
langan tíma að jafna sig eftir
þetta,“ segir Jóhannes Páll. Hann
segir að fjölskyldan hafi fengið
mikinn stuðning frá Geðhjálp, auk
þess sem sr. Sigurður Pálsson,
prestur í Hallgrímskirkju, hafi
hjálpað þeim mikið.
Drangeyjarsund að ári?
Ari segir að hugsanlega bíði
frekari sjósundsáskoranir þeirra
bræðranna í framtíðinni: „Hugs-
anlega reynum við að synda
Drangeyjarsund næsta sumar. Það
er allavega ein hugmynd. Við höf-
um gaman af að taka áskorunum
og sigrast á þeim, nú er búið að róa
í kringum landið bæði á kajak og
árabát svo við verðum að gera eitt-
hvað annað.“
Þeir sem vilja heita á sundmenn-
ina eða láta framlög af hendi rakna
eru vinsamlegast beðnir um að
leggja beint inn á reikning Geð-
hjálpar hjá Búnaðarbanka Íslands
nr. 0313-26-123456. Kt. 531180-
0469.
Synda til
minningar um
látinn bróður
Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir
ætla að synda Viðeyjarsund á morgun til minn-
ingar um bróður sinn, Kristján Árna, sem fyr-
irfór sér. Brjánn Jónasson ræddi um sund í
söltum sjó og bróðurmissinn við þá.
Morgunblaðið/Sverrir
Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir synda til styrktar Geðhjálp á morgun.
MORGUNBLAÐIÐ og Dagskrá
vikunnar hafa gert með sér sam-
komulag um að dreifa Dagskrá vik-
unnar fram-
vegis með
föstudagsblaði
Morgunblaðs-
ins á lands-
byggðinni og
verður næsta
tölublaði Dag-
skrár vikunnar
dreift með
Morgun-
blaðinu í dag,
29. ágúst.
Áfram verður Dagskrá vikunnar
borin í hvert hús á höfuðborgar-
svæðinu á fimmtudögum.
Á þessum tímamótun hefur útliti
blaðsins verið breytt lítillega en
Dagskrá vikunnar verður áfram í
sama broti. Aukin áhersla hefur
einnig verið lögð á almenna kynn-
ingu á dagskrá sjónvarpsstöðvanna.
Krossgátan og annað skemmtiefni er
á sínum stað.
Fyrsta tölublað Dagskrár vikunn-
ar kom út hinn 18. september 1997
og kemur blaðið út reglulega á
tveggja vikna fresti.
Dagskránni
dreift á
lands-
byggðinni
FULLYRT er í nýju fréttabréfi Slát-
urfélags Suðurlands að framleiðslu-
aukning á svína- og kjúklingakjöti
hafi haft í för með sér mikla verð-
lækkun á svínakjöti, að svínabændur
séu í miklum taprekstri og séu marg-
ir búnir að tapa öllu eigin fé. Undir
fréttabréfið skrifar Steinþór Skúla-
son forstjóri.
Ingvi Stefánsson, formaður Svína-
ræktarfélags Íslands, segist í samtali
við Morgunblaðið sammála þessari
lýsingu forstjóra SS. „Þetta er veru-
leiki okkar í dag,“ segir hann og bætir
við að verð til framleiðenda hafi lækk-
að um 50% á síðustu 20 mánuðum og
margir svínabændur séu upp á fóð-
ursala og lánardrottna komnir.
Forstjóri SS segir venjuleg
viðskiptasjónarmið ekki gilda
„Fóðursalar og lánardrottnar
halda mörgum gangandi og er spurn-
ing um úthald þeirra,“ segir einnig í
Fréttabréfi SS. „Skuldsett aukning
framleiðslu hefur farið út yfir öll vel-
sæmismörk í kjúklingum og svínum
og einkum orðið hjá stærstu fram-
leiðslueiningunum. Við þær aðstæður
sem nú ríkja má segja að venjuleg
viðskiptasjónarmið gildi ekki heldur
„hagfræði hins neðra“. Það eru ekki
endilega þeir sem eru með besta
reksturinn og eigið fé sem lifa heldur
þeir sem tekst að koma lánardrottn-
um sínum í verstu stöðu og byggja
upp einingar sem verður að reka
áfram til að tryggja einhverja arð-
semi fjármagnsins sem búið er að
lána. Litlir framleiðendur allra kjöt-
greina eiga litla möguleika þar sem
þeir skulda engum nóg og verða því
gerðir upp.“
Ingvi tekur einnig undir þessi at-
riði í máli forstjóra SS og segir lána-
stofnanir eiga mikilla hagsmuna að
gæta hjá stórum framleiðendum.
Hann segir að vegna ákvæða í sam-
keppnislögum geti svínabændur ekki
beitt sér skipulega fyrir því að draga
úr framleiðslu eins og þyrfti að gera
nú.
„Þannig hefur það lengi vel þótt já-
kvætt fyrir íslenskan landbúnað að
lánsfjármagn hefur verið tiltölulega
þolinmótt. Hins vegar er staðan í dag
þannig að á meðan lánastofnanir ekki
treysta sér til að höggva á hnútinn
eykst tap framleiðenda og lánar-
drottna og því er í raun og veru
óskiljanlegt að ekki sé enn búið að
grípa til þeirra aðgerða sem nauðsyn-
legar eru til þess að koma jafnvægi á
kjötmarkaðinn. Á meðan lánar-
drottnar og fóðursalar geta ekki
ákveðið hverjir fái að lifa í þessari
grein og hverjir ekki halda allir
áfram að tapa,“ segir Ingvi.
Í lok umfjöllunar sinnar um svín á
kjötmarkaði segir forstjóri SS í
fréttabréfinu: „Þá kröfu verður að
gera til lánastofnana að þær horfi á
heildarmyndina og taki rekstur úr
höndum þeirra sem vísvitandi eða
með skorti á skynsemi valda stórtjóni
með óábyrgum rekstri. Það er mark-
mið allra kjötframleiðenda að hag-
ræða í rekstri til að geta lækkað verð
til lengri tíma litið og styrkt þannig
samkeppnisstöðu innlendrar fram-
leiðslu. Þetta er langtímasjónarmið
og verður að byggjast á hagræðingu
og lækkun kostnaðar. Verðkollsteypa
sem nú er orðin er án innistæðu og
mun ganga að hluta til baka þegar
dregur úr framboði með einum eða
öðrum hætti.“
Formaður svínabænda segir framleiðendur vera upp á
lánardrottna komna, en mikið tap er í atvinnugreininni
Um 50% verðlækkun
á 20 mánuðum
GÖNGIN um Oddsskarð, á milli
Neskaupstaðar og Eskifjarðar, lok-
uðust um tíma í gær þegar tveir
flutningabílar með tengivagna
mættust í göngunum. Göngin eru
einbreið og svona stórir bílar geta
ekki nýtt sér útskot í göngunum til
þess að mætast. Það tók bílana um
fjörutíu mínútur að bakka út úr
göngunum. Á meðan var umferð
beint um gamla veginn yfir Odds-
skarð.
Oddsskarðs-
göng lokuð-
ust í um 40
mínútur
♦ ♦ ♦