Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti 18 manns fórust, flest skólabörn, er stein- steypt brú hrundi í Daman Ganga-fljótið á vestanverðu Ind- landi í gærmorgun. Skólabíll, tveir léttivagnar og nokkur mót- orhjól steyptust í fljótið er brúin hrundi en bílstjóra skólabílsins tókst að synda í land með fjögur af þeim tólf börnum sem voru í bílnum. Óttast er að allt að 25 manns hafi drukknað í slysinu, en þegar hafa fundist 18 lík. Brúin var byggð á valdatíma Portúgala, sem áttu tvær litlar nýlendur á vesturströnd Indlandsskaga fram yfir 1960, Daman og Goa. Brúin var einbreið og orðin mjög léleg. AP Steinsteypt brú hrundi á Indlandi TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, varði umdeilda Íraksskýrslu ríkisstjórnar sinnar frá því í septem- ber í fyrra af þrótti í gær og sagðist myndu hafa sagt af sér hefðu ásak- anir reynzt réttar um að átt hefði verið við skýrsluna til að gera meira úr ógninni af gereyðingarvopnabúri Saddams Husseins í áróðursskyni fyrir innrás í Írak. Nokkur hundruð stríðsandstæðingar stóðu fyrir mót- mælum fyrir utan dómhúsið í Lund- únum þegar Blair mætti þangað. Í vitnisburði sínum fyrir sérskip- aðri nefnd undir forystu Huttons lávarðar, sem rannsakar tildrög and- láts vopnasérfræðingsins dr. Davids Kellys, sagði Blair ásökunina – sem kom fram í umdeildri frétt brezka ríkisútvarpsins BBC – vera „mjög al- varlega“; hún væri „árás á starfs- heiður“ sinn. „Það er eitt að segjast vera á ann- arri skoðun en ríkisstjórnin, að við (Bretar) hefðum ekki átt að fara í stríð; þar er lögmætt að vera ósam- mála um það … en hefði ásökunin átt við rök að styðjast hefði hún kallað á afsögn mína,“ sagði Blair. Kelly reyndist hafa verið aðal- heimildin fyrir frétt sem BBC- fréttamaðurinn Andrew Gilligan vann og send var út í fréttaþættinum Today að kvöldi 29. maí sl., en þá var Blair staddur í heimsókn hjá brezk- um hersveitum í Suður-Írak. Háttsettir menn á skrifstofu for- sætisráðherrans voru í fréttinni sak- aðir um að hafa ýkt hættuna sem stafaði af Íraksstjórn með því sér- staklega að bæta inn í skýrsluna full- yrðingu um að hún væri fær um að beita gereyðingarvopnum á innan við 45 mínútum. Blair sagði að áhyggjur manna í forsætisráðuneytinu af þessum fréttaflutningi hefðu aukizt er grein birtist eftir Gilligan í blaðinu Mail on Sunday 1. júní þar sem fréttamað- urinn hélt því fram að hann hefði heimildir fyrir því að Alastair Camp- bell, almannatengslastjóri Blairs, hefði sett þessa „45-mínútna-fullyrð- ingu“ inn í skýrsluna, sem annars var unnin af mönnum úr leyniþjónust- unni. Með því að beina slíkri ásökun að Campbell nafngreindum varð málið hálfu alvarlegra, að sögn Blairs. „Al- veg upp frá því hefur málið snúizt um það og nú, þremur mánuðum síðar, er það enn svo,“ sagði forsætisráð- herrann. Blair lagði áherzlu á að þótt hann hefði pantað skýrsluna vegna þess að hann taldi nauðsynlegt bera fyrir þing og þjóð þær upplýsingar sem fyrir lægju um hættuna sem stafaði af Íraksstjórn Saddams Husseins hefði skýrslugerðin verið alfarið í höndum leyniþjónustumanna. Fór fram á að BBC drægi fréttina til baka Blair lýsti ennfremur símasamtali sem hann átti hinn 7. júlí við Gavyn Davies, formann yfirstjórnar BBC. Sagði hann það hafa verið „fullkom- lega vinsamlegt“, en þegar hér var komið sögu var hafin harðvítug rimma milli talsmanna ríkisstjórnar- innar og talsmanna BBC um frétta- flutning stofnunarinnar. Sagðist Blair hafa farið þess á leit við Davies að BBC viðurkenndi að frétt Gilligans frá 29. maí hefði verið röng, en það sagðist Davies ekki geta gert án þess að grafa undan sjálf- stæði miðilsins. Þá sagðist Blair hafa sagt: „Þér kunnið að segja að þetta sé ekki árás á starfsheiður minn, en í raun er það einmitt það sem fréttin snýst um – og verði hún ekki dregin til baka heldur sú árás áfram.“ Forsætisráðherra Bretlands ber vitni í Kelly-rannsókn Varðist af þrótti Reuters Tony Blair á leið frá skrifstofu sinni til fundar við Hutton-nefndina í gær.   !, -  &    .  /  /0 1  " # !-2 /0    -  .3  4    4    4  /  & 2 .3  . )*5   $!6 2  / 78      .  4 4/   9/ 2 :;9  -  :< =    . /  >   335     /  %&'!=   3.    %&'!??@&     AB     C. D -7  1   & 2 .3    /0   @  @&  E  5  %&'!B    5) /0 5.3      1 F-?    / 2  5 )3/   59     :  /1 9)*&5& -   :8.   - 8   8     -   4   B /- 8   G5    - 8  G ( '!B       /     !"        @3/ 8/- / /-   2  %%&'( '!=      -      /08       4  B  8    -    ( '!D -7   .  -  7 -      B  ('!D -   - - 9 5: /2 -       9    : ('!H    1  - ?   .  8 .  7D -   0. 8. .. 1  B  H8./ D -.         B ('!D -/.   -      7/  .35  .   8.    . ('!     -  - 8    8         ('!D -.     8  . IJ    1   5      ('!K $    D -  7   1 .  5     ! 3         D -     . "$ %&'(%  Lundúnum. AFP, AP. FRAKKAR hvöttu í gær til þess að „raun- verulega alþjóðlegt her- lið“ yrði látið gæta ör- yggis í Írak í umboði öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Hvað sem menn gera er ekki nóg að senda fleiri hermenn eða gera einhvers konar lagfæringar á fyrir- komulagi núverandi hernáms,“ sagði Dom- inique de Villepin, utan- ríkisráðherra Frakk- lands. Bandaríkjamenn hafa gefið í skyn að þeir séu reiðubúnir að fallast á að Sameinuðu þjóðirnar fari formlega með yfir- stjórn fjölþjóðlegs setuliðs í Írak, sé bandarískur hershöfðingi yfir liðinu. Kom þetta fram í sjónvarpsviðtali við Richard Armitage, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Efnt verði til kosninga í Írak fyrir árslok De Villepin sagði nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á að Írakar tækju sjálfir við stjórn. Efna yrði til kosninga fyrir árslok og bráðabirgða- stjórn sem myndi fá aukið lögmæti fyrir tilstuðlan SÞ ætti að taka við völdum. Virtist de Villepin þar gera lítið úr framkvæmdaráði Íraks sem Bandaríkjamenn settu á laggirnar en í því eiga sæti fulltrúar helstu stjórn- málafylkinga, trúar- hópa og þjóðarbrota. Stefnubreyting í vændum? Yrði hugmyndin sem Armitage nefndi ofan á myndi hún þýða all- verulega stefnubreyt- ingu af hálfu Banda- ríkjastjórnar hvað varðar stjórnun í Írak, en Armitage sagði að þessi tillaga væri meðal annarra sem nú væru á dagskrá viðræðna milli Bandaríkjastjórnar og fulltrúa SÞ og miðuðust að því að fá fleiri þjóðir til að axla byrðar af uppbyggingarstarfinu í Írak. Breskur hermaður féll í Maysan- héraði í sunnanverðu Írak í gær en bandamenn héldu áfram leit að mönn- um sem grunaðir eru um árásir á her- námsliðið. Mun flokkur fallna Bret- ans hafa verið að koma úr slíkri leit í borginni Ali al-Gharbi er ráðist var á hann. Tugir manna hafa verið hand- teknir síðustu daga, einkum á svæði norðan við höfuðborgina Bagdad. Pólskar hersveitir tóku á miðviku- dag formlega við gæzlu á stóru svæði í Mið-Írak sem Bandaríkjamenn sömdu um við Pólverja að sinna. Auk Pólverjanna munu búlgarskir her- menn verða við gæslu í borginni Karbala. Frakkar vilja alþjóðalið í umboði SÞ De Villepin hvetur til þess að Írakar taki sem fyrst við stjórn eigin mála París, Bagdad. AP, AFP. Dominique de Villepin BRESKA vísindatímaritið New Scientist gagnrýnir umfjöllun um hvalveiðar í nýjasta hefti sínu og segir að tími sé kominn til að menn tali skýrt. Íslendingar viðurkenni að þeir vilji hefja atvinnuveiðar og and- stæðingarnir ákveði hvort þeir vilji nota vísindaleg rök eða siðferðisleg. „Um fjórðungur þeirra 150.000 hrefna sem eru í Norður-Atlants- hafi er nú á höfunum við Ísland – að sögn Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC, fleiri dýr en þar voru áður en nú- tímahvalveiðar í atvinnuskyni hóf- ust. Sé litið til niðurstaðna gena- rannsókna gera menn ráð fyrir að hrefnustofnarnir hafi náð sér svo vel að þeir séu meira en hálfdrætt- ingar á við mestu stærð sem þeir hafi nokkurn tíma náð. Í stuttu máli er ekki um að ræða nein verndarrök sem mæla gegn því að Íslendingar hefji aftur veiðar. Hvað með siðferðisleg rök? Grænfriðungar segjast munu berj- ast „til eilífðar“ gegn hvalveiðum. Það er heiðarlegt og skýrt. En hvað finnst ríkisstjórnum sem fara með atkvæði hjá IWC? Ríki sem hafa barist gegn hvalveiðum, ríki eins og Bretland, hafa alltaf farið undan í flæmingi þegar spurt hefur verið hvort andstaðan byggðist á vísinda- legum eða siðferðislegum rökum. Hættan á því að mörgum hvala- stofnum verði útrýmt er úr sögunni og þess vegna er kominn tími til þess að andstæðingar veiðanna tjái sig skýrar. Þá fyrst getur IWC byrjað að ræða af viti um framtíð stærstu og mest heillandi spendýra á jörðinni,“ segir New Scientist. Tímaritið New Scientist Hvalir ekki í hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.