Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
EIN AF alvarlegustu fréttum síð-
ustu viku hljóðaði eitthvað á þessa
leið: Tæplega 3.000 eldislaxar
sleppa úr bráða-
birgðakví í höfninni í
Neskaupstað. For-
maður Lands-
sambands veiði-
félaga kallar
atburðinn versta og
alvarlegasta um-
hverfisslys í laxeldi hér á landi til
þessa.
Mín fyrstu viðbrögð voru þessi:
Þetta hlaut að gerast! Það var ekki
spurning um hvort, heldur hvenær.
Umhverfissjónarmið hundsuð
Þegar Alþingi fjallaði um breyt-
ingar á lögunum um lax- og silungs-
veiði 2001 tókust á sjónarmið þeirra
sem vöruðu við hættunni af slysa-
sleppingum og hinna sem töldu að
ekki mætti setja of mikil höft á at-
vinnugreinina. Þegar fulltrúar um-
hverfisráðuneytisins voru spurðir
um afstöðu sína til frumvarps land-
búnaðarráðherra sögðu þeir að ekk-
ert samráð hafi verið haft við sér-
fræðinga umhverfisráðuneytisins
við samningu þess og þegar sér-
fræðingar ráðuneytisins fengu
fullbúið frumvarpið til umsagnar
hafi ekkert mark verið tekið á alvar-
legum athugasemdum þeirra. Það
er því ljóst að gildandi lög taka lítið
sem ekkert tillit til umhverfissjón-
armiða og að við gerð þeirra skelltu
menn skollaeyrum við niðurstöðum
vísindarannsókna sem leitt hafa í
ljós neikvæð vistfræðileg áhrif lax-
eldisstöðva auk mikillar hættu sem
villtum stofnum stafar af stroklöx-
um. Til marks um þetta eru álit tví-
klofinnar landbúnaðarnefndar og
ekki síður sameiginlegt álit um-
hverfisnefndar frá 05.04.01.
Villtur stofn í hættu
Í fjölmiðlum nú hafa menn velt
því fyrir sér hvernig þeim reiði af
þessum 2.800 stroklöxum og þeir
geti valdið skaða á villta stofninum.
Eldismenn hafa gert lítið úr hætt-
unni, hafa jafnvel haldið því fram að
hún sé lítil þar sem ólíklegt sé að
laxarnir séu orðnir kynþroska. Það
er hins vegar vitað að lax sem slepp-
ur að sumri til á talsverðar lífslíkur
og sé hann ekki orðinn kynþroska
þegar hann sleppur þá verður hann
það í sjó, svo þegar náttúran kallar
þá leggur hann leið sína upp í árnar.
Forstjóri Veiðimálastofnunar hefur
fullyrt að íslenska laxastofninum
stafi hætta af þessu alvarlega slysi,
sem eldismenn kjósa að kalla
„óhapp“. Eldismenn hafa sagt í fjöl-
miðlum að rannsóknir skorti á kort-
lagningu farleiða laxa í hafinu. Þess-
ar fullyrðingar stangast m.a. á við
niðurstöður áreiðanlegrar norskrar
rannsóknar, sem leiddi það í ljós að
lax sem á hvergi heima leitar að-
allega undan hafstraumum og
ferðast allt að 2.000 km leið til að
komast upp í ár. Af þessu má ætla
að stroklax frá eldi hér við land, geti
lagt leið sína hvert sem er, þar sem
segja má að hringstraumur sé rétt-
sælis um Ísland (sjá Veiðimanninn
2. tbl. 2002). Sé þetta raunin má
gera ráð fyrir að auglýsing landbún-
aðarráðherra frá 15.03.01, þar sem
hann lýsir ákveðna firði landsins
friðaða fyrir eldi frjórra laxa í
sjókvíum, sé í besta falli gagnslaus.
En í fjölmiðlum hefur ráðherrann
einmitt talað eins og hún komi til
með að bjarga málunum nú. Mbl.
fagnaði einnig þessari auglýsingu í
leiðara 21.08.03. en þar sem bannið
nær eingöngu til frjórra laxa verður
að benda á þá staðreynd að lífríkinu
getur stafað alveg jafnalvarleg
hætta af ófrjóum löxum. Þeim fylgir
sama mengunin, sama hættan á lús
og ýmsum sjúkdómum auk þess sem
mögulegt er að þeir leggist á nátt-
úruleg „hreiður“ og eyðileggi þau
ekki síður en frjói laxinn.
Hver ber ábyrgðina?
Nú virðist mönnum nokkuð létt,
þegar komið hefur í ljós hvað olli
skemmdum á kvínni, sem laxarnir
sluppu úr. En hvað með hið eig-
inlega tjón? Tjónið sem laxarnir
2.800 eiga mögulega eftir að valda?
Lýst eftir 2.800
löxum
Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur
SKIPTA öryggis- og heilbrigð-
ismál á vinnustöðum stjórnendur
einhverju máli? Á norrænu vinnu-
vistfræðiráðstefn-
unni NES 2003 sem
haldin var nýlega
voru flutt mörg
áhugaverð erindi.
Eitt þeirra flutti
Kristiina Juvas um
niðurstöður finnskr-
ar rannsóknar þar sem könnuð
voru viðhorf stjórnenda í iðn-
aðarfyrirtækjum til öryggis- og
heilbrigðismála. Stjórnendur svör-
uðu spurningalista og viðhorf
þeirra voru síðan skoðuð meðal
annars eftir því hversu mörg vinnu-
slys höfðu átt sér stað í fyrirtækj-
unum og á hvaða valdaþrepi stjórn-
endurnir voru. Niðurstöður
rannsóknarinnar leiddu í ljós að
viðhorf stjórnenda til öryggis- og
heilbrigðismála voru jákvæðust þar
sem slysatíðni er lág en þar sem
vinnuslys eru algeng voru viðhorfin
neikvæðust.
Almennt höfðu stjórnendurnir já-
kvæða afstöðu gagnvart öryggis-
málum á eigin vinnustöðum. Æðstu
stjórnendunum fannst þetta mál-
efni mikilvægt og töldu að öryggis-
og heilbrigðismálum væri vel
stjórnað í fyrirtækjum sínum.
Flestir stjórnendanna lögðu mikla
áherslu á þátt starfsfólks í öryggis-
málum og margir bentu á mik-
ilvægi þess að breyta viðhorfum
starfsfólks til öryggis- og heilbrigð-
ismála en töldu minni þörf á að
bæta stjórnun öryggismála og
vinnuskipulag.
Athyglisverður munur kom fram
í viðhorfum stjórnenda eftir því á
hvaða stjórnstigi þeir eru, þ.e.
lægra settir stjórnendur töldu mik-
ilvægast að uppfylla kröfur laga um
vinnuvernd en þeir hæst settu
töldu mikilvægast að fyrirtæki
þeirra væru öðrum fyrirtækjum, í
sömu grein, til fyrirmyndar í ör-
yggis- og heilbrigðismálum. Þar
spilar ímynd fyrirtækja sjálfsagt
inn í og að æðstu stjórnendur vilji
að fyrirtæki þeirra beri af keppi-
nautum á þessu sviði og gefi þannig
af sér jákvæða mynd.
Finnsku stjórnendurnir töldu al-
mennt að ástæðna vinnuslysa væri
að leita hjá starfsfólkinu sjálfu og
þau mætti rekja til ákafa, hvatvísi
eða hirðuleysis og að ekki væri far-
ið að reglum. Öryggismál röðuðust,
að mati stjórnendanna að meðaltali,
í sjötta sæti af átta þegar meta átti
hvaða mál væri mikilvægust í
rekstri fyrirtækja. Ekki kemur á
óvart að þeir töldu fjármál, fram-
leiðslu og sölu- og markaðsmál
mikilvægust.
Megineinkenni þeirra fyrirtækja
þar sem vinnuslysatíðni var lág
voru:
Mikil samskipti milli stjórnenda
og starfsmanna.
Áhersla á virka þátttöku stjórn-
enda og ábyrgð í verki til að
verjast slysum og vernda starfs-
menn gegn sjúkdómum.
Skýr markmiðssetning í öryggis-
málum.
Engin óþarfa áhætta tekin.
Kristiina Juvas benti á að stjórn-
endurnir í finnsku rannsókninni
gerðu almennt of lítið úr eigin mik-
ilvægi í stjórnun öryggismála.
Áhugavert væri að athuga viðhorf
íslenskra stjórnenda til þessara
mála en samkvæmt íslensku vinnu-
verndarlögunum nr. 46/1980 ber at-
vinnurekendum skylda til að
tryggja öryggi og heilbrigði starfs-
manna sinna. Niðurstöður þessarar
rannsóknar benda því á nauðsyn
þess að fyrirtæki marki sér al-
mennt stefnu í öryggis- og heil-
brigðismálum sem á við öll stjórn-
stig þannig að skýrt sé hvaða
hlutverk hver stjórnandi hefur í
stjórnun öryggis- og heilbrigð-
ismála á sínum vinnustað. Einnig
að mikilvægt sé að virkja alla
starfsmenn í að huga að þessum
málum og hvetja til almennrar um-
ræðu.
Juvas benti á að stjórnendur
þyrftu að vera virkari í að meta
stöðu öryggismála í fyrirtækjum
sínum og tengja betur öryggis- og
forvarnastarf við almenna starfsemi
í fyrirtækjunum. Stórauka þyrfti
gerð áhættumats í fyrirtækjum og
auka umræðu, menntun og þjálfun í
öryggis- og heilbrigðismálum.
Viðhorf stjórn-
enda í fyrirtækj-
um til öryggis- og
heilbrigðismála
Eftir Ásu G. Ásgeirsdóttur
Höfundur er sérfræðingur í
fræðsludeild Vinnueftirlitsins og
verkefnastjóri Landsnets um
heilsueflingu á vinnustöðum.
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Hveitigraspressa
Nýkomin
verð kr. 3.900
Hægt að nota sem
ávaxtapressu líka