Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ný Lína Langsokkur sprettur fram á fjölum Borgarleik- hússins 14. september. Anna G. Ólafsdóttir spjallaði við Línu, leikstjórann og þýðandann. Á kafi í tónlist Védís Hervör Árnadóttir tók sér hlé frá íslenskum tón- listarheimi og vann að list sinni í London. Hún ræddi við Ragnhildi Sverrisdóttur um tónlistina og fleira. Net milli plánetnanna Vinton G. Cerf er einn af „feðrum Netsins“. Svavar Knútur Kristinsson ræddi við Cerf um möguleika fram- tíðarinnar. Sterkasta stelpa í heimi á sunnudaginn BLAIR BER VITNI Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bar vitni fyrir rannsókn- arnefnd Hutton lávarðar í gær. Þar neitaði hann að hafa átt við leyni- þjónustuskýrslu um vopnaeign Íraka til að geta réttlætt stríðið og sagði að ef svo hefði verið hefði hann orðið að segja af sér sem forsætis- ráðherra. Hljómsveit í vanda Ógreiddar lífeyrisskuldbindingar Sinfóníuhljómsveitar Íslands námu um 1,4 milljörðum króna í árslok 2002. Nam skuldin liðlega 570 millj- ónum árið 1997. Harmar niðurrif á stokki Fornleifavernd ríkisins harmar að langstærstur hluti hitaveitustokks milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verði rifinn og aðeins skilinn eftir stuttur bútur til varðveislu í miðbæ Mosfellsbæjar. Fornleifaverndin fær enga fjármuni til varðveislu yfir 700 minja víða um land. Hækkun bílatrygginga Verð bifreiðatrygginga hefur hækkað um 86,6% frá því í árs- byrjun 1999, þó mest á fyrri hluta þessa tímabils. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um rúm 20%. Talsmaður FÍB segir að iðgjöldin hafi verið óeðlilega há. Langt seilst í niðurstöðum Niðurstöður bandarískrar rann- sóknar á sambandi bekkjarstærðar og námsárangurs, þar sem m.a. kemur fram að íslenskir kennarar hafi ónóga menntun til að hafa stjórn á fjölmennum bekkjum, eru gagnrýndar hér á landi. Telja menn höfunda rannsóknarinnar seilast mjög langt í túlkun á niðurstöðum. Þær byggist m.a. á vanþekkingu á íslensku samfélagi. Lesblinda vegna erfðagalla Finnskir vísindamenn telja að les- blinda orsakist af galla í erfðaefni eftir að hafa gert rannsókn á 20 finnskum fjölskyldur þar sem les- blinda er algeng. Þeir telja að sé kenning þeirra rétt verði jafnvel hægt að þróa lyf gegn henni. Gamlar búðir F Ö S T U D A G U R 2 9 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B  TYGGJÓKLESSURNAR BURT!/2  DAÐUR Í DULARGERVI/2  Í QAQORTOQ Á GRÆNLANDI – HREINDÝRASTEIK Á TUNNUVERK- STÆÐINU/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  GAMLAR búðir með sögu ogupprunalegt nafn erunokkrar í miðborginni.Hver kannast ekki við Ey- mundsson, Guðstein, Bernhöfts- bakarí og Liverpool, að ekki sé talað um Lífstykkjabúðina eða Andrés? Fullt verslunarfrelsi frá einok- unarverslun Dana komst á hérlendis á árunum 1854-1855, en nokkurt frelsi fékkst fyrr. Í bókinni Íslenzk verslun eftir Vilhjálm Þ. Gíslason frá 1955, kemur fram að í Reykjavík var Knudtzonsverzlun elst, stofnuð 1792 en Knudtzon þessi stofnaði fyrsta brauðgerðarhúsið í Reykjavík sem Daníel Bernhöft stjórnaði og er grunnur hins góðkunna Bernhöfts- bakarís, sem talið er að sé elsta starfandi verslun í Reykjavík, stofn- uð árið 1834. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar á sér eins og Bernhöftsbakarí langa sögu og hefur gengið í gegn- um miklar breytingar en verslunin var stofnuð á áttunda áratug nítjándu aldar. Annað fyrirtæki er gengið hefur í gegnum miklar breyt- ingar frá stofnun, heitir nú TVG- Zimsen og er flutningafyrirtæki, en rætur þess liggja allt til ársins 1894 þegar Jes Zimsen stórkaupmaður hóf rekstur verslunar í Reykjavík. Um og upp úr aldamótunum 1900 stofnuðu Íslendingar verslanir í auknum mæli og enn er t.d. starf- andi Jón Sigmundsson skartgripa- verslun á Laugavegi sem var stofn- uð árið 1904. Kjörbúðin Vísir er blómstra enn Morgunblaðið/Jim Smart einnig meðal elstu starfandi versl- ana í Reykjavík og fleiri eiga sér langa sögu. Á tímum innflutningshafta og gjaldeyrisskorts á krepputímum og fram eftir liðinni öld, voru klæð- skerar á meðal þeirra sem gátu gert mikið úr litlu með því að flytja inn efni og sauma í stað þess að flytja inn tilbúin föt eins og nú. Andrés Andrésson klæðskeri og síðar Bern- harð Laxdal klæðskeri voru á meðal þeirra sem ráku saumastofur og verslanir. Verslanirnar starfa enn og eru þekktar undir upphaflegum nöfnum. Á sama hátt var rekin saumastofa samhliða Lífstykkjabúð- inni sem stofnuð var árið 1916, en lífstykkjasaumur er nú aflögð iðn- grein. Nöfnin þekkt að góðu 4 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 11/15 Minningar 32/37 Erlent 16/17 Bréf 38 Höfuðborgin 17 Dagbók 40/41 Akureyri 18 Staksteinar 40 Suðurnes 20 Sport 43/45 Landið 21 Leikhús 46 Austurland 22 Fólk 46/53 Listir 23/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. SENN líður að september en þrátt fyrir það er enn sumarlegt um að litast á Austurvelli. Gott er að tylla sér á bekkina og virða fyrir sér fjölskrúðugt mannlífið. Ekki er verra að hafa sjónauka við hönd- ina ef sjá þarf umhverfið í höfuðborginni í skýrara ljósi. Morgunblaðið/Ómar Kíkt á mannlífið á Austurvelli FRYSTITOGARINN Venus HF hefur verið í ágætri karfaveiði rúm- lega 500 km suður af Hvarfi á Græn- landi síðustu fimm daga. Haraldur Árnason skipstjóri sagði í gærkvöldi að veiðin hefði aðeins dottið niður þá um daginn. Þó hefur hann verið að fá um 25 tonn í hali og segist sáttur nái hann tveimur til þremur tonnum fyrir hvern klukkutíma sem togað er. Um 10 skip voru á þessu svæði seint í gær. Sex þeirra voru íslensk og nokkrir rússneskir togarar. Har- aldur segir aflann ágætis hráefni en að úthafskarfinn sé eins og venju- lega svolítið smár. Það taki þá allt að 20 daga að fylla skipið og til þess eigi þeir næga hlutdeild í úthafs- karfakvóta Íslendinga utan fisk- veiðilögsögunnar. Haraldur segir að þessi ágæta veiði nú komi ekki á óvart þrátt fyrir að rannsóknarleiðangur Hafrann- sóknastofnunar hafi komist að þeirri niðurstöðu í júlí sl. að stofn úthafs- karfans væri í algjöru lágmarki. Samkvæmt nýjum mælingum á stærð stofnsins að vera aðeins um 5% af því sem hann var árið 1994 eða um 100.000 tonn. Haraldur segir að hann hafi ekki tekið mikið mark á þessum tölum. Hafsvæðið þarna sé það stórt að erf- itt sé að „telja alla fiskana í sjónum“. Símon Jónsson, skipstjóri á Örfir- isey, var að koma á miðin í gær og nýlega búinn að kasta trollinu þegar Morgunblaðið hafði samband. Hann sagði að veiðin væri róleg í augna- blikinu en hefði verið góð undan- farna viku. Ágæt úthafskarfaveiði síðustu daga við Hvarf ELDUR kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýli við Gyðufell í Reykjavík í gær. Lögregla rýmdi allar íbúðir í stigaganginum en enginn var í íbúðinni þar sem eld- urinn kom upp. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á um þrjátíu mínútum. Skemmdir á herberginu voru miklar og tölu- verðar reykskemmdir í íbúðinni en aðrar íbúðir í húsinu virðast ekki hafa skemmst. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sjón- varpstæki. Lögreglubifreið lenti í óhappi á leið á staðinn og slösuð- ust tveir lögregluþjónar lítillega. Eldur út frá sjónvarpstæki SAMTÖK atvinnulífsins og Alþýðu- sambandið funda á mánudag um stöðu mála á Kárahnjúkasvæðinu að beiðni ASÍ, en eins og fram hefur komið vill ASÍ funda bæði með Sam- tökum atvinnulífsins og ríkisstjórn um málið. „Ég get staðfest að forystumenn ASÍ hafa óskað eftir fundi með Sam- tökum atvinnulífsins til að ræða um virkjanamálefni. Fundurinn mun fara fram eftir helgina, en ekki er meira um það að segja á þessu stigi,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um fund með ASÍ. Á fund- inum muni skýrast í hverju gagnrýni ASÍ-forystunnar sé fólgin. Árni segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að veita aukið fé til eftirlitsaðila á Austurlandi eins og þeir hafa farið fram á. Hann segir að sumar eftirlitsstofnananna séu rekn- ar fyrir hluta af tryggingargjaldi sem aukist með auknum umsvifum í sam- félaginu. „Eftir því sem umsvifin aukast hækka því tekjur þeirra.“ Árna sagði að ekkert mál sem varð- ar meint brot á kjarasamningum hjá erlendum starfsmönnum hafi komið inn á borð í félagsmálaráðuneytinu. „Það er alls konar orðrómur og gagn- rýni uppi úr ýmsum áttum en það hef- ur ekki komið inn á borð hjá okkur.“ Fundað um Kárahnjúka eftir helgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.